Alþýðublaðið - 21.02.1920, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 21.02.1920, Blaðsíða 3
ALÞÝÐUBLAÐIÐ að ekki inætti blanda hór saman fleiri málum, því það mundi áreið- anlega drepa frumvarpið. Mælti hann með frumvarpi stjórnarinnar, en þó ekki af þeim krafti, sem hefði sæmt sér fyrir hann, þar sem hann hefir nú um langt skeið verið þingmaður þessa kjördæmis. Bjarni frá Vogi kom íram með þá breytíngartillögu, að fjölga þing- Qiönnum um 8, þar af fjórum í Reykjavík, en hinurn í sjávarpláss- unum. Mælti hann fast með því, að þingmönnum Rvíkur væri fjölg- að, og hélt uppi beztum vörnum fyrir reykvíska kjósendur þar í þinginu, því þótt Jakob Möller legði hið sama til og Bjarni og talaði nokkuð um þetta mál, þá var frammistaða hans ekki betri en svo, að Sigurður í Vigur fann ástæðu til að geispa svo hátt, að heyrðist um allan þingsalinn und- ir miðri ræðu hans. Varla verður þó annað sagt, en frammistaða þingmanna Reykja- víkur sé góðra gjalda verð; en hún er ekki jafn alvarleg, sem hun myndi vera, ef þeir væru virkilega að berjast fyrir hags- munum auðvaldsins, því þeir vita að alþýðan fær áreiðanlega 2 full- trúa, ef þingm. verður fjölgað um 4, en óvíst hvort hún fær nokk- urn fulltrúa fyr en 1922, ef að- eins verður fjölgað um 2. Kjós- endum Reykjavíkur stendur ekki á sama um þetta mikilvæga mál. Þeir munu sýna bæði þingfulltrú- um sínum og öðrum þingmönn- um, jafnskjótt og leyft verður að halda opinbera fundi, að þeir láta sér ekki á sama standa þá lítils- virðingu og það ranglæti, sem þingið hefir nú sýnt þeim. X Dm daginn 09 veginn. „ísland“ iagðist í morgun að hafnarbakkanum, eftir að haía ver- ið tiitekinn tíma í sóttkví. Inflúenzan. í gærdag voru um 2000 manns lagstir f Vest- mannaeyjutn, frá því veikin byrj- aði þar, en margir af þeim eru þegar komnir á fætur aftur. Eng- i»n dáinn er sfðast fréttist. Veik- iu fremur væg. Róðrar hafa að miklu leyti lagst niður, og má nærri geta hve miklum skaða það veldur, þar eð afli er ágætur. Veðrið í dag. Reykjavík, ísafjörður, Akureyri, Seyðisfjörður, Grímsstaðir, Vestmannaeyjar, logn, hiti 1,5. logn, hiti -5-4,2. S, hiti logn, hiti SV, hiti vantar. -1,8. -5-1,3. -5-8,0. Þórsh., Færeyjar, VNV, hiti 4,1. Stóru stafirnir merkja áttina, -i- þýðir frost. Loftvog lægst norðvestur af Vestfjörðum og fallandi, einkum á Vesturlandi. Suðvestlæg átt, fremur óstöðugt veður. Útienðar jréttir. Læknaverkfall í Vínarborg. Læknarnir í Vínarborg höfðu ákveðið að gera verkfall í þessum mánuði. en hafa nú samþykt að fresta því til i. marz. Allir nema v. Heeringen. Meðal þeirra þýzkra manna sem Bandamenn kröfðu framselda voru allir herjoringjar Þjóðverja sem voru á vesturvígstöðvunum 1914 nema v. Heeringen. Austnrrísk börn í Svíþjóð. 6. febr. voru komin 2000 börn frá Vínarborg til Svfþjóðar, en Svíar eiga von á 2000 í viðbót. Bolsivíkar teknir aí lífl. Þegar bolsivíkar mistu stjórnar- völdin í Ungverjalandi, vegna inn- rásar Rúmena, lét hin nýja stjórn taka þá unnvörpum og drepa, og kendi þar sama grimdaræðisins, eins og í Finnlandi, en þar létu „þeir hvítu“ drepa nær 16 þús. vej'kamenn,4 sem tekið höfðu þátt í finsku bolsivíkauppreistinni. Þar kom þó um síðir í Ung- verjalandi, að bolsivíkaaftökurnar hættu, en þó ekki alveg, því í desember byrjuðu þær aftur, en um tiltölulega fáa menn var þá að ræða. 29. des. voru 8 bolsi- víkar teknir af lífi í fangelsisgarði einum í Budapest, og voru þeir festir á gálga. En þannig fara af- tökur fram hjá Ungverjum að landslögum. Ógurlegur troðningur var af heldra fólki, sem vildi vera viðstatt aftökuna, og þurfti að vísa yfir hundrað á bug, sem þó höfðu aðgöngumiða. Brezki sendi- herrann Gordon mótmælti því, að þessir bolsivíkar væru teknir a£ lífi, en ungverska stjórnin skeytti því ekki. Voru nú fyrst hengdir fimm á gálgann, og var meðal þeirra yfirdómari bolsivíka, dr. Eguen Laszlo, hinn lærðasti mað- ur. Regar þeir höfðu hangið i hálf- tíma, voru lík þeirra tekin niður. En síðan voru hinir, sem eftir voru, hengdir upp. Einn þeirra, sem hét Arpad Cohn, og var hinn mesti afburðamaður að likamlegu atgervi, hékk 12 inímitur á gálg- anum, áður en hann misti með- vitundina. Einn þessara bolsivíka var svo utan við sig, að hann misti líkamsmátt sinn, og að nokkru meðvitund, og þurfti að bera hann á aftökustaðinn. Hinir sjö urðu allir karlmanniega við dauða sínum. Einn þeirra gekk undir snöruna með vindling í munninum, en sumir hrópuðu: Lifi heimsbyltingin! Panl Desebanel, sem kosinn var forseti Frakklands í íyrra mánuði, hafði skömmu fyrir kosninguna gefið út afarstóra bók eftir sig um Gambetta, hinn mikla stjórnmálamann Frakka, er uppi var síðast, er þeir áttu í ófriði við Þjóðverja. Bekstnr kolanáraanna enskn. Búist er við, að aðallega muni verða kosið um það við næstu kosningar í Englandi, hvort ríkið skuli taka í sínar hendur rekstur kolanámanna og verzlun með kol- in, eða ekki. X I’egnskylduvinna í Búlgaríu. Búlgarar hafa í hyggju að koma á hjá sér þegnskylduvinnu í stað herskyldunnar, er verður úr lög- um numin. Þegnskyldan á að ná jafnt til kvenna sem karla, og á að standa yfir í 6 mánuði til 2 ára, eftir atvikum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.