Alþýðublaðið - 21.02.1920, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 21.02.1920, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Xoli konnngnr. Eftir Upton Sinclair. Önnur bók: Prœlar Kola konungs. (Frh.). „Ertu vís um það?“ Hann lækkaði róminn og sagði sögu s(na. Það var kominn skipulags- maður, frá hinu stóra námumanna- fébgi, sem ætlaði að koma af stað hreyfingu og vekja uppreist með þrælunum. Brosið . hvarf af andiiti Maryar. „Á, er það svo?“ sagði hún von- svikin. „Slíkt ber aldrei nokkurn árangur hér“. „Hví ekki?“ „Eins og menn eru hérl Manstu ekki hvað eg sagði þér hjá Raff- erty? Þeir eru ræflar!“ „Það er auðvelt að segja það, Mary. En það er ekki skemtilegt að vera fieygt út úr heimili sínu —“ Heldurðu, að þú þurfir að segja mér það? Eg hefi séð það sjálf“. „Já, Mary, en eg vil gera eitt- hvað". „Heldurðu, að eg hafi ekki vilj- að gera eitthvað? Hversu oft hefi eg ekki haft löngun til þess, að bíta nefið af verkstjórunum!" „Ágætt', sagði hann hlægjandi, „við látum það lfka á kröfuskrá okkar". En Mary var ekki gefin fyrir gaman, Hún var svo þjökuð og ráðvana, að hann langaði til þess, að taka hendi hennar. En hann gætti sín. Hann var kominn í þeim erindum, að beina orku hennar inn á örugga leið! „Við verðum að gefa þeim vonir, vekja mótstöðuafl þeirra, Mary. Við verðum að ala þá upp —“ „Það verður ekkert úr því, um það get eg fullvissað þig — ekki að minsta kosti hvað viðvíkur þeim enskumælandi. Það dygði kannske við Grykkina og Búlgar- ana — þeir berjast heima í föður- landi sínu, og gætu kannske líka barist hér. En Irlendingana — aldrei! Þeir, sem krafta höfðu í kögglum, eru farnir fyrir löngu síðan. Þeir, sem eftir eru, eru orðnir að skriðdýrum. Eg þekki hvern einasta þeirra. Þeir urra og skamma verkstjórann, en svo hugsa þeir til svarta Iistans og fara aftur ti' baka og skríða fyrir honum". „Slíkir menn þarfnast nýrrar trúar, Mary“. „Þeir eru trúlausir, og vilja heldur engu trúa. Það, sem þeir vilja, er brennivín og bjór með kvenmannaræfiunum í kolabæjun- um. Þeir vilja vaka alla nóttina, til þess að græða peninga hver af öðrum í fjandans ekki sinn spilum! O-jæja, þeir njóta sinna skemtana, þar sem þær er að finna, og krefjast einskis frekara". „En, sé þessu þannig farið, Mary, þá er enn meiri ástæða til þess, að reyna að kenna þeim eitthvað annað. Ef ekki þeirra vegna, þá vegna barna þeirra! Börnin ættu þó, að minsta kosti ekki að alast upp, og verða alveg eins, eða verri! Þau læra þó Ensku —" Mary hló. „Hefurðu séð skól- ann þann?“ Hann svaraði neitandi. Hún sagði honum, að f honum væri þjappað saman hundrað og tutt- ugu börnum í eina stofu, þremur við hvert borð og engin loftræst- höfð. Ætlast var til þess að skól- anum væri haldið við af sköttun- um, en þar eð enginn átti nokk- uð, nema félagið, var skólinn auðvitað þess eign. í skólanefnd- inni voru: námustjórinn, Jake Predovitsch, sem var í búð félags- ins og svo Spragg prestur. Spragg gamli kastaði sér flötum í skítinn, ef námustjórinn heimtaði það. „Nú, nú“, sagði Hallur hlægj- andi, „þér er svona uppsigað við hann, af því að afi hans var meðal mótstöðumannanna heima í írlandi". Fastar nefndir í bæjarstjórn. Fjárhagsnefnd: Þorv, Þorv., Jón Ólafsson. Fasteignanefnd: Sigurður Jóns- són, Þórður Bjarnason. Fátœkranefnd: Kr. Guðm., Inga Lára, Sig. J., Jónína Jónatansd. Bggginganefnd: Þorv. Þorv., Guðm. Ásbj., úr bæjarstjórn, og utan bæjarstjórnar: Sveinn Jónss. trésmiðúr og Kristinn Sigurðsson múrari. Veganefnd: Ágúst Jós., Guðm. Ásbj., Gunnl. Cl., Pétur Halld. Vatsnefnd: Jón Þorlákss., Þórður Bjarnason. Brunamálanefnd: Ól. Friðrikss., Sveinn Björnsson, Pétur Halldórss. Hafnarnefnd: Kr. Guðm., Jón ÓI., úr bæjarstjórn, en utan bæjar- stjórnar Carl Proppé og Halldór Þorsteinsson. Gasnefnd: Jón Bald., Jón Þorl. Rafmagnsnefnd: Jón Bald., Sv. Bj., Jón Þorl., Pétur Halld. Leikvallarnefnd: Gunnl. Cl., Inga Lára Lárusd. Skattanefnd: Jón Ól., Þórður Bjarnason. Til vara Guðm. Ásbj. Heilbrigðisnefnd: Gunnl. Cl. Verðlagsnefnd: Eiríkur Briem. Sóttvarnarnefnd: Ól. Friðrikss. Farsóttarhúsnefnd: Ágúst Jós., Gunnl. Claessen. Húsnœðisnefnd: Ág. Jós., Inga Lára, Guðm. Ásbj., Þórður Bj. r Agirndm. Víða fargast velgengnin, veikjast bjargarþræðir því að arga ágirndin ánauð marga fæðir. J. Sjénaua/élagar! Öllum tillögum til félagsins, eldri og yngri, er veitt móttaka á afgr. Alpbl. (Laugav. 18 B) alla virka daga kl. 10—7. Gljaldkerinn. Kaupið Fæst hiá Gudgeiri Jónssyni. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Ólafur Friðriksson. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.