Alþýðublaðið - 22.07.1926, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 22.07.1926, Blaðsíða 3
ALÞÝÐUBLAÐÍÐ A r 3 fram yfir stórar í auglýsinga-til- liti. Pað er í mínum augum svo mikils virði, að ef ég væri riðinn við útgáfu síðustóru blaðanna, eins og mér er sagt að ýmsir kaupsýslumenn bæjarins séu, þá myndi ég gera það að skilyrði fyrir því, að ég auglýsti í þeirn, að síðurnar væru minkaðar, en blaðsíðunum heidur fjölgað, ef blöðin annars þurfa að vera stór. Petta er svo mikið fjársparnaðar- atriði og þar af leiðandi og jafn- framt aö öðru leyti menningar- atriði, því það er siðleysi að eyða fé að óþörfu, en án auglýsinga geta menn, sem einhverra við- skifta þarfnast við aðra menn — og það eru iangflestir —, alls ekki verið nú á tímum, enda er sjálfsagt alt af til þess ætlast, að lesendur blaðanná og annara rita, sem flytja auglýsingar, allur al- menningur, hafi ekki síður gagn af þeim en auglýsendurnir. Eitt verð ég.að minnast á ertn, þó að, ég þyki kann ske þegar orðinn of langorður um þetta auglýsingamál. Ég hefi heyrt þess getið til, að það muni vera af pólitískum ástæðum, að kaup- sýslumenn auglýsi síður í Al- þýðublaðinu en öðrurn blöðum, sem ekki eru betur til auglýs- inga fallin; þeir geti ekki unt Al- þýðuflokknum þess ágóða, sem blað hans kutjni að hafa af því að fiytjá auglýsingarnar, — vilji „ekki styrkja blaðið“. Petta er svo barnalegt, að ég trúi því ekki á neinn sannan kaupsýslumann. Auglýsingar á að birta af þörf, en ekki í góðgerðaskyni. Auk þess er beinlínis hættulegt fyrir heilbrigt viðskiftalíf, ef auglýs- íngar væru látnar fara í blöð eft- ir pólitískum skoðunum aúglýs- enda eða blaða-útgefenda, því að ekkert éf iíklegra en að þvi yrði svarað í sama tón, á þarm hátt, að fylgismenn þess blaðsins, sem út undan yrði, sneiddu hjá þeim, sem ekki auglýstu í því, um við- skifti, og er þó ekkert vit í því, að kaup og sala fari eftir aðstöðu i pólitík, en ekki eftir verði og gæðum og viðskiftalipurð. Alíir mentaðir kaupsýslumenn eru á einu máli urn þetta, svo að um- ræddri tilgátu verður að hrinda ó bug, enda gera sumir það í verki, þvi ég sé ekki betur en að nokkrir slyngustu kaupsýslumenn- irnrr í Reykjavík auglýsi ekki síð- ur í Alþýðublaðinu en öðrum blöðum, þó þeir séu vitanlega á Öndverðum meið við það í stjórn- málum. Ég skrifa ekki heldur þessa grein af því, að ég sé á neinn hátt hlyntur Alþýðublaðinu — síður en-svo — fremur en aör- ir kaupsýslumenn, heldur að eins af því, að mér er ant urn það vegna starfs míns, að viðskifta- liiið haldist óspilt, hvað sem öll- um pólitískum deiium líður. Þér afsakið, herra ritstjóri! þó að ég setji ekki nafn nritt per- sónulega, sem ég læt fýlgja hér með í trúnaði, undir greinina, heldur starfsnafn rnitt, enda kem- ur það í sanra stað niður fyrir aðra en yður. Aðalatriðið er yfir- leitt ekki, hvað nraður heitir, hefduf hvað maður hugsar, vill og gerir, — hvað maður er, og maðurinn er það, sem hantr starf- ar. Kctupsf/sliimnður. Umvarp og Esperanto. 5. Ræða Cecils lávarðar. Brezka Esperantófélagið hélt 16. ársþing sitt nálægt hvítasunnu s. 1. vor. Pá var umvarpað tölu einni, er Robeft Cecil iávarður hélt, Cecil sá er forseti Pjóðabanda- lagsins og á þar að auki sæti í ráðuneytinu brezka. Ræða hans hljóðaði þannig: „Ég er ekki í neinum vafa um það, að málamismunur þjóðanna er einn hinn stærsti þröskuldur i vegi allrar samvinnu þeirra á milli. Þetta sést ljóslega, efviðat- hugum, hve miklu hægara okkur er að vinna með enskumælandi þjóðum heldur en hinum. Pað getur ekki verið nokkurt vafa- mál, að ef haglega bygt hjálpar- mál eins og Esperanto gæti náð nógu mikiJli útbreiðslu, þá myndaði það mikilsverðan hlekk í heinrsþjóðakeðjunni. Pað er ekki unt að segja, hve gott er að framkvæma þetta í reyndinni, en sérhverri tilraun í þá átt fylgir hjartanleg samúð frá mér ásamt beztu óskum.“ (Frh.) Rvík, 9. marz 1926. Ól. Þ. Kristjúnsson. Um daglnn og veginn. Næturlæknir er í nótt Ólafur Þorsteinsson, Skólabrú, sími 181. Páll ísólfsson heldur orgelhljómleik í fríkirkj- unni kl. 9 í kvöld.- Heilsufarið hér í bænum er tiltölulega go.tt og batnandi, segir héraðslækiiirinn. Or brjósthimnubólgu-farsóttinni er að draga og engar aðrar farsóttir ganga hér nú um bæinn, nema sums staðar er dálítið kvef. Þjópakveðjur. Við burtför „Islands" í gærkveldi bað Klemenz Jónsson alþingismaður íslendinga að kveðja fulltrúa hinna Norðurlandanna, er voru að leggja af stað heim, með árnaðarhrópum. Stauning forsætisráðherra hafði orð fyrir Norðurlandabúunum, er þeir kvöddu land og þjóð með ferföldu húrrahrópi. 681 ár er í dag, ,að því er talið er, fré dauða Kolbeins unga Arnórssonar. Ágætur afli. „Skutull" 'frá 17. þ. m. segir frá því, að Kristján Kristjánsson, for- rnaður á sexæringi i Bolungavik og hásetar hans iimm öfluða í vór á 13 vikum samtais um 112 þúsund pund fiskjar (viktuðum blautum) í , 56 róðrum. Veiddu þeir á lóðir og beitiu einkum skelfiski. — Höfðu þeir 9 hluta skifti. Jónas heitinn Sveinsson, sem druknaði 15. þ. m. (sjá blað- ið í gær) var bróðir Jósefs Hún- fjörðs. Jónas átti heima á Óðinsgötu 24. Eftir hann lifa ekkja hans og tvö börn. Eftirlitsskipið „Þór“ fór _ í nótt norður til síldveiði- stöðvanna og verður þar um, síid- veiðitímann. íþróttamót verður haldið á sunnudaginn kem- ur við Hvítá í Bprgarfirði, nálægt Férjukoti. Skemtiför fer stúkan „Æskan ‘ næstkomandi sunnudag austur á Kambabrún. Sjá •aiiglýsingu! Veðrið. Hiti 15—6 stig. Átt víðast norð- læg. Snarpur vindur á Akureyri. Annars staðar lygnara. Víðast þurt veður. Loftvægislægðir fyrir sunn- an og austan land. Útlit: Norðlæg átt. Úrkoma á Norður- og Norð- austur-landi. Þurl á Suðvesturlandi.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.