Alþýðublaðið - 26.07.1926, Síða 2

Alþýðublaðið - 26.07.1926, Síða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ ALÞÝÐUBLAÐIÐ j kemur út á hverjum virkum degi. ! Afgreiðsla í Alpýðuhúsinu við : HverSisgötu 8 opin Srá kl. 9 árd. ; til kl. 7 síðd. Skrifstofa á sama stað opin kl. • 9Va—10Va &rd. og kl. 8-9 síðd. Simar: 988 (afgreiðslan) og 1294 • (skrifstofan). Verðlag: Áskriftarverð kr. 1,00 á mánuði. Auglýsingaverð kr. 0,15 hver mm. eindálka. ; Prentsmiðja: Alpýðuprentsmiðjan í (í sama húsi, sömu símar). Reykjavík sementslaus. Næstum hálfur mánuður er nú libinn svo, að ekkert sement hefir verið tii í sementsverzlununum hér I Reykjavík. Hefir af pessum sökum vinna víðast stöðvast alveg við húsabyggingar í bænum, nema þar sem að eins lítið eitt hefir þurft af sementi til að Ijúka við þær, og við Landsspítalann og Klepp. Hallgrímur Benediktsson se- mentskaupmaður kvað hafa fengið iítið eitt af sementi hingað og þangað að, t. d. nú á föstudag- inn a. m. k. 50 tunnur frá Korp- úlfsstöðum, og hafi selt þær til spítalabyggingarinnar á KJeppi. Einnig hafi hann fengið 300 tn. vestan af fsafirði> sem hann hafði áður selt Jrangað á kr. 14,50 tunn- una, en nú kosti hún um 20 kr., þegar hún er komin hingað aftur. Einnig kvað hann hafa fengið eitt- hvað af sementi ofan úr Borgar- firði og jafnvel víðar að. Ekki kvað verzlun ráðherrans hafa ver- iö björgulegri. Verkin sýna merk- in. Fjöldi manna, sem unnið hefir aö húsabyggingum og hefði haft vinnu enn um skeið, ef verzlunin hefði verið í lagi, gengur nú at- vinnulaus vegna sementsleysisins. Pað á líklega að vera uppbót handa þeim á togarastöðvunina(!). Margir þeirra, sem nú eru að korna sér upp húsum, hafa vonast til, að þau yrðu tilbúin fyrir 1. október. Sjálfsagt verða allmargir í vandræðum staddir, ef út af [)ví ber. En töf í viku til hálfan mán- uð eöa meira getur gert þeim erfitt og sumum þeirra ófram- kvæmanlegt að hafa húsin full- gerð á réttum tíma. Peir hafa víst fæstir búist við þessum kaup- mensku-dugnaði. Svo er sagt, að von- sé á se- mentsskipi einhvern tíma upp úr [ressu; en sementssalarnir kváðu líka hafa verið að vonast eftir þvi alla síðast liðna viku, eða svo er fólkinu „fortalið“. I fyrra var sementslaust hér í bænum í viku. Svona hafa „hinir vísu feður“ lært af reynslunni. Mikil er blessun frjálsu sam- keppninnar(l). Hvað ætli væri sagt unl ríkis- einkasölu, sem væri svona birg af þeim nauðsynjum, sem hún hefði tekið að sér að sjá fólkinu fyrir? En — hvenær hefir landsverzlun orðið sék um slíka „forsjálni" ? Fyrirspurn. Er það satt, að þeim 14 flöskum af áfengi, er teknar voru af skip- stjóranum á „Lagarfossi", hafi verið skilað aftur? Spurull. Fyrirspurn þessi barst Alþbl. á föstudaginn. Var þá þegar af blaðsins hálfu spurst fyrir um það í skrifstofu lögreglustjórans hér, hvað hæft væri í þvi, er fyrirspurn- in hljóðar um. Svarið var, að um vínupptekt af skipstjóranum á „Lagarfossi" fyndist ekkert í bók- um skrifstofunnar, en þar eð Grím- úlfur Ólafsson tollvörður væri þá ekki í bænum, en kæmi næsta dag, óskaði fulltrúi lögreglustjóra, að dregið yrði að birta fyrirspurn- ina, þar til hann hefði verið spurð- ur um þetta mál. í fyrra kvöld átti Alþbl. því tal viö Grímúlf, og var svar hans á þessa leið: Ég veít ekki til, að neinar flöskur hafi verið teknar af skipstjóranum á „Lagarfossi", og þess vegna heldur ekki, að þeiin hafi verið skilað aftur. Það skal tekið fram, að fyrir- spyrjandinn kvaðst hafa ætlast til, að fyrirspurnin yrði birt áður en „Lagarfoss" færi utan, en birtingin frestaðist af ástæðum þeim, er nefndar voru. Álafosshlaupið í gær fór svo, að Magnús Guð- björnsson varð fyrstur og vann þar með bikarinn til eignar. Um daginn og veglnn. Nnturlœknir er i nótt Gunnlaugur Einarsson, Stýrimannastíg 7, sími 1693. .a Bárujárnsekla. Allmikill hörgull hefir verið á bárujárni í verzlunum liér í þænum undanfarna daga. — Mikill bjarg- vætlur er frjálsa samkeppnin, þeg- ar kaupendurnir geta reitt sig svona örugt á hana(l). Alheimsþing esperantista, hið 18. í röðinni, verður haldið í Edinborg f 31. þ. m. til 8. ágúst. Héðan sækir þingið Öl. Þ. Krist- jánsson, og fer hann með Gull- fossi í kvöld. Enn fremur verður á fUndinum Þórbergur Þórðarson rit- höfundur. — Sagt verður frá þingi þessu í Alþýðublaðinu. Skipafréttir. „Lagarfoss“ fór til útlanda á laug- ardaginn. 1 gær fór togarinn „Austri“ vestur til síldveiða, „Bot- nía“ og „Tjaldur" komu frá útlönd- um og „Skaftfellingur" að austan. „Suðurland" fór i gærmorgun til Borgarness og með því margt fólk héðan á íþróttamótið við Hvitá, og kom það aftur með skemtifarana í nótt. — „Gullfoss" fer í kvöld til útlanda. Með honum fer m. a. Sveinn Björnsson, er orðinn er aftur sendiherra i Kaupmannahöfn. Ferðamannaskipið þýzka kom í fyrri nótt, eins og ráð var fyrir gert. Það heitír „Stuttgart" og er að stærð á fjórtánda þúsund smálestir allsendis. Farþegár eru 280—290. 1 gær fóru 160 þeirra til Þingvalla og eitthvað á annað hund- 'rað í dag. I gær fengu þeir frem- ur leiðinlegt veður. Á leiðinni hing- að aftur komu þeir við í laugunum og skoðuðu þær. Frá Dýrafirði er skrifað 18. þ. m.: Grasspretta góð. Öþurkar miklir. Kviknar í skipi. 1 gærmorgun kl. 41/2 kviknaði í hásetaklefanum í togaranum „Snorra goða“ hér á höfninni. Brann klefinn dálítið innan. Var slökkvi- liðið kallaö þangað, og tókst þvi að slökkva eftir hálfrar stundar at- rennu. ■I *Skaftfellingur“ fer á inorgun til Víkur, Skaftár- óss og Ingólfshöfða. Verður þetta síðasta ferðin til Ingólfshöfða. Áhætta verkalýðsins. Á Iaugardaginn vildi það slys til á Þormóðsstöðum (fiskverkunarstöð- inni), að maður að nafni Lýður Árnason, til heimilis á Týsgötu 6, varð undir fiskflutningssporvagni og

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.