Alþýðublaðið - 13.08.1926, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 13.08.1926, Blaðsíða 1
M j ý ðublaHii GeHd úf af iUpýðofiohknpga 192n. Föstuclaginn 13. ágúst. 186. tölablað. SÍJ23X 1969« Tai w r Sími 1969. verður opnuð á morgun á Vesiurgötu 21B. Þar verða seldar- ails konar matvörur, ostar, pylsur, ísienzkt smjör, ávextir, nýir, þurkaðir og niðursoðnir, hreinlætisvörur, tó- bak'svörur og sælgæti o. m. fl. Gerið svo vel að iíta inn eða hringja í síma 1969 og vita, hvort þér getið ekki fengið það, sem þér þarfnist. Sérstök áherzla lögð á að hafa 1. flokks vörur með eins sanngjörnu verði og unt er. Virðingarfyllst. Isiffl Þorkelsson Khöfn, FB., 13. ágrst. Vináttusamningur milli Spánar og Italiu. Frá Lundúnum er símað, að Spánn og Italía hafi gert sín á milli víðtækan vináttusamning. Ráðist þriðja ríki á annaóhvort landanna að sakalausu, lofar hitt hlutleysi. Sanjningur þessi hefir komið Englendingum mjþg að ó- vörum. Clemei’.ceau mótmælir skulda- kröfum Bandarikjamanna. Frá París er síinað, að Clemen- ceau hafi sent Coolidge forseta bréf, þar sem hann mótmælir skuldakrölum Bandarílijanna og bendir á óíriðaríórrir Frakka. „Tíminn“ og landskjörið. j síðasta tbl. „Timans" er grein um landskjörið, þar sem enn á ný er ymprað á afnámi lands- kosninga. Þaö er eins og vant er, að þegar „Tíminn“ hefir gleypt einhverja flugu, þá geng- ur hún aftur í honum hvað eftir annað, hversu vitlaus og rang- snúin sem hún er. Það er þó augljóst, að afnám lándskjörs er aukning á rangiæti kjördæma- skiftingarinnar, því að það yrði að eins til að auka áhrif fá- mennu kjördæmanna á kostnað réttinda hinna fjölmennari og jafnframt til að auka enn meir rangindin, er þeir kjósendur eru beittir, sem eru í minni hluta í héraði sínu. Hins vegar er þrent réttilega tekið fram í umræddri „Tíma“- grein um landskjör og flokka- skiftingu. Eitt af því er það, að fásinna sé að „setja landið á ann- an endann til þess að kjósa eina f>rjá menn á þing“. Það væri mikíu heppiiegra að kjósa fleiri í einu. Allir þingmennirnir eiga að vera landskjörnir, eins og áð- ur hefir verið rækilega sýnt fram ú hér í blaðinu og jafnvei „Tím- inn“ var naumast ýkjafráhverfur um eitt skeið. Með því móti fá flokkíirnir þingmannafjölda i hlutfalli við kjósendafjölda hvers þeirra um sig; minni hlutinn í hverju héraði er ekki að neinu leyti sviftur þeim áhrifum á skip- un alþingis, sem honum ber að hafa, gagnstætt því, sem er við kjördæmakosningar, leinkum ji. einnienningskjördæmum, og þá er þess ekki sízt að gæta, að við landskjör eru þeir mennirnir helzt valdir efst á lista, sem þjóðkunn- ir eru og flokkur þeirra, hvers um sig, væntir, að þjóðin hafi álit á. Það er því líklegt, að með landskjöri eingöngu yrðu fleiri skörungar á þingi en ella. Séu allir þingmenn landskjörn- ir, er ekkert athugavert við að fækka þeim niður i 30, og væri þá að eins ein þingdeild. Það er viðurkent, að m.örg frumvörp fá einmitt verri og lélegri afgreiðslu sökum deildaskiftingarinnar. Þá er annað, sem rétt er at- hugað í greininni, að lágmarks- aldti'r tií landskjörsréttar er alt Niðursoðnir ávexlir, sérstaklega ódýrir. Hannes Ólafsson, Grettis- götu 2. Sími 871. of hár. Vill „Framsóknar“-flokk- urinn þá hjálpa tii að afnema það ranglæti og vgita yngra fólki réttinn? — Gott, ef svo er. Þá er enn eitt sannmæli í ,,Tíma“-greininni, sem þó er lík- iegast skrifað í ógáti. Þar segir svo: „Fjöldi þeirra manna, sem á við erfið lífskjör að búa, hefir lengið augun opin fyrir yfir- gangstilhneigingum íhaldsforkólf- anna og ekki komið auga á ann- aö sér til bjargar en að kasta sér í faðm jafnaðarmanna." Þetta er alveg rétt og satt. Ekki að eins í sjávarþorpum, heldur pinnig í sveitum, eru augu þeirra, sem við erfið lífskjör búa, óð- um að opnast og þeir að sjá, að íhaldsflokkur með framsókn- arnafni bjargar þeim ekki. Nafn- ið bætir ekki um mökin við í- haldið. Þeir sjá, að Aiþýðuflokk- urinn er eini flokkurinn, sern þeir hafa hag af að styðja, — sem gleymir ekki að verða þeim að liði í iífsbaráttunni, þegar tii þingsins kasta kemur og kosning- ar eru urn garö gengnar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.