Alþýðublaðið - 24.08.1926, Síða 2

Alþýðublaðið - 24.08.1926, Síða 2
E 7 ! ALÞÝÐUBLAÐIÐ jALÞÝÐUBLAÐIÐ kemur út á hverjum virkum degi. Afgreiðsla í Alþýðuhúsinu við ; Hverfisgötu 8 opin frá kl 9 árd. til kl. 7 síðd. ; Skrifstofa á sama stað opin kl. 9V2— ÍOVV árd. og kl. 8-9 síðd. ; Sirnar: 988 (afgreiðslan) og 1294 < (skrifsfofan). | Verðlag: Áskriftarverð kr. 1,00 á « mánuði. Auglýsingaverð kr. 0,15 J hver mm. eindálka. Prentsmiðja: Alpýðuprentsmiðjan (í sama húsi, sömu símar). AfvlMmileysid °b atvinnan. I greininni „Atvinnuleysi“ eftir Z. í blaðinu í gær var brotið upp á- einhverju mesta alvöru- máli þessa bæjarfélags, þeirra, er nú liggja fyrir til úrræða, og orsakir þess og meginatriði rak- in og jafnframt bent á sjálfsagð- asta úrræðið. Par með er þó þetta mál ekki rakið út i æsar. 1 þeirri grein v'ar eðlilega ekki rúm til að taka hvert smáatriði þess til nægilegrar nreðferðar, enda er þess ef til vill ekki held- ur þörf. En eitt" er lífsnauðsyn- legt að öllum sé Ijóst áhrærandi atvinnuleysið, sem nú er og vax- andi v'ofir yfir með haustinu, og þaö er, að þetta mál snertir ekki að eins þá, sem fyrir atvinnu- leysinu verða, heldur og lang- ílestalia bæjarbúa bæði hvern í sínu lagi og alla í h ild, samfélag þeirra, bæjarfélagið. Fyrst og íremst og þyngst kem- ur atvinnuleysið vitanlega niður á verkáfólkinu lil lands og sjávar, en það hefir í för með sér, að þetta fólk verður að draga alt við sig, — fyrst alt, sem með nokkru rnóti má telja miður nauðsynlegt, og síðan að minka ti! hins ítrasta neyziu og notk- un hins, sem óumflýjanlega nauð- synlegt er til lífsins viðurhalds þessu verkafólki og skylduliði þess. Þar er þegar hætta á því, að svo langt verði farið, að of nærri gangi starfsorku og mót- stööuþreki gegn óhoilustu og sjúkdómum. Við slíka sparsemi minkar jafnframt atvinna þess fólks, sem hefir æfistarf og arð af því að sjá verkafólkinu fyrir nauðsynjum þess, þörfum og ó- þörfum, svo sem skemtanastarfs- fólksT verzlunarfóiks, iðnaðar- manna og þjónustufólks eða heimilisverkafólks. Af atvinnu- bresti verkafólksins leiðir að minsta kosti rýrnandi atvinnu fyr- tr alt þetta fólk, því að áreiðan- lega getur það ekki til lengdar haft íullnægjandi atvinnu af við- skiftum við þá fáu, sem atvinnu- leysið kemur ekki við. Atvinnuleysið snertir þvi bein- línis fólk í öðrum atvinnustétt- um en verkamanna og þá fyrst og fremst það, sem skyldasta að- stöðu hefir hinu eiginlega verka- fólki, starfsfólk við verzlun og samgöngur, iðnað og aðra slíka atvinnuvegi, en röðin keniur og að hinum, sem enn telja sig hafa fjárstæða eða jafnvel andstæða hagsmuni við verkafólkið, at- vinnurekendur í smærri stíl. Bæði minkar markaðurinn fyrir fram- leiðslu þeirra með minkuninni á kaupgetu verkafólks, og í ann- an stað þverr það fé, sem flestir þeirra þurfa á að halda að láni til atvinnurekstrar síns, og það gerir slík lán tregfengnari og dýrari. Hér er átt við sparifé verkafólksins, sem það verður að eyða sér til Y'iðurværis, en aðr- ir neyðast til að stofna til skulda við verzlanir til að fleyta sér og sínum yfir atvinnuleysistíma- bilið, og af því flýlur og eyðsla I vaxtatapi. Þeir, sem hvorki geta eytt sparifé né hafa lánstraust, neyðast til að leita sér Ffs- uppeklis af fátækrasjóði, og það eykur álögur á bæjarbúa til þurfamannaframfæiis. Hið yfirvofandi atvinnuleysi er þannig alvörumál fyrir íjölda annara manna en verkamenn og sjómenú. Það eru ekki nema ör- fáir menn innan bæjarfélagsins, sem geta Iátið sér standa á sama um það, sem sé þeir einir, sem eiga nóg eyðslufé. Öllum öðrum er það hagsmunaleg nauðsyn og beint atvinnuspurnsmál, að stofn- að sé til nýrrar atvinnu í stað þeirrar, sem nú bregzt og hefir brugðist. Allir, sem ekki er al- veg sama um, hvernig alt velt- ist, hljóta því að sameinast urn að bera djarflega fram og taka rösklega undir eindregna kröfu til ráðamahna og stjórnenda bæj- arfélags og ríkis um svo miklar atvinnubætur til handa verkafólki, að sem allra minst gæti atvinnu- brestsins við hina venjulegu fram- leiðslustarfsemi. Við slíkri kröfu er líka því auðveldara að verða, sem fjöldi nauðsynjaverkefna bíða í vinslu óunnins lands og öðrum verklegum efnum. Verð- ur væntanlega unt að benda skýrt og ákveðið á ýmis þau verkefni bráðiega. Um daginn oy veyinn. Næturlæknir c t í nótt Ólafur Þorsteinsson, Skólabrú, sími 181. Sambandsstjórnarfundur verður í kvölcl kl. 81 /2. Hundadagar enda í dag. Tvímánuður byrjar. Barthólómeusmessa er i dag. 354 ár voru í nótt frá blóðbaðinu mikla í París, Barthólómeusmessuvígunum, þegar margar þúsundir Húgenotta, þ. e. franskra siðbótarmanna, voru myrtar sökum trúar sinnar. Einnig eru í dag 132 ár, síðan séra Björn Halldórsson í Sauðlauksdal andaðist. Knattspyrnumót Reykjavíkur hófst á sunnudaginn, og vann þá Vikingur Val með 3 : 0. í gær vann K. R. Fram með 6 : 2. Félagar! ungli’ngastúkunnar „Díönu1, eru beðnir að koma til viðtals í O.- T.-húsið kl. 7 e. h. á morgun. FJjótsdalslæknishérað hefir verið veítt Bjarna Guðmunds- syni, sem áður var settur læknir þar. „Lengí getur vont versnað“. „Mgbl.“ tekur nú upp á því að reyna sig í málfræði, þegar flónska þess í öðrum fræðigreinum og al- mennum málutn er orðin þjóðfræg, en -.ekki tekur nú betra við. T. d. kemst það að þeirri niðurstöðu, að orðið „liggja" þýði sama sem „halla sér út af“. Ritsmíð sína um þessa speki skreytir blaðið með fjölda upphrópana. , ,Bókaramentin“ er ekki svo mikil hjá þessum nýja málfræðingi(l), að hann kunni að skrifa háðsmerkí. Upphrópanirnar eiga víst að tákna, að listabullar- inn hafi nú sagst í hóp þeirra lista- manna, sem í útlöndum eru í skopi kallaðir „interpunktionistar", en á vora tungu mætti kalla „lestrar- merkjafífl“.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.