Alþýðublaðið - 27.08.1926, Page 3
Kaupmannahafnarbreí.
I ágúst 1926.
Sól og sumar.
Sízt hefir þurft að kvarta undan
kulda í sumar, brennandi hitar
írá þvi í miðjum júnímánuði, þar
til nú, að aftur virðist fara að
kólna í veðri, enda er nú dag-
urinn tekinn mjög að styttast, og
sumarleyfin á þrotum þetta ár-
ið. Nú lifa menn á ferðaminn-
ingunum, — og margir hafa séð
París í sumar, sem aldrei hafa
séð „borg borganna" áður og
myndu líklega aldrei hafa séð
hana, hefðu frönsku þeningarnir
ekki verið í svo lágu verði. Ó-
víst er, að það tækifæri gefist
aftur. Aðrir hafa orðið að sætta
sig við „heimaiandið" og hafa
þózt góðir að komast „úr bæn-
um“. Baðstaðirnir hafa líka verið
allvel sóttir, þótt fremur hafi þótt
dýrt að liggja við á þeim. Þeir
eru þó ávalt nokkrir, er hafa
auraráð; aðrir hafa hálfsvelt vetr-
armánuðina til þess að geta notið
sumarsins við „sjó og sól“. I
görðum verkamanna hefir verið
gleði og glaumur, því að fæstir
af eiggendum þeirra hafa þózt
geta varið að fara vikutíma að
heiman, en setið og notið sum-
arsins í faðmi fjölskyldu sinnar
í þessum trygga verustað heimil-
jsföðurins.
Þrumur og eldingar.
Ein af plágum sumarsins hér í
Iandi eru þrumuveðrin. Sjaldan
valda þau þó tjóni hér í bæn-
um, en úti um land baka þau oft
tjón á mönnum og skepnum. Ég
var eina slika nótt i sveit í sum-
ar og verð að viðurkenna, að
mig langar ekkert til þess aftur.
Óveðrið skall á kl. 1 um nötttna
og allir sváfu værum^svefni, þeg-
ar húsbóndinn kom og vakti okk-
ur og sagði, að við yrðum að
fara í fötin og vera albúin þess
að fara út, ef kvikna skyldi i
húsinu. Yfir okkur og kring um
okkur drundu þrumurnar, og eld-
ingarnar lýstu upp í herbergj-
unum, svo að á stundum var
bjart eins og á degi, og vatn rann
í lækjum eftir veginuni. Á þessu
stóð heila klukkustund. Svo fóru
menn aftur í rúmið, en kl. 6
um morguninn hófst önnur hríð-
in, þó minni en hin fyrri. Ástæð-
an til þess, að menn fara á fætur
er sú, að víðast eru stráþök á
húsum, og kemur þráfaldlega fyr-
ir, að elding kveikir í þeim, og
er þá húsið í björtu báli á mjög
stuttum tíma, og oft verður litlu
eða engu bjargað. Það kemur því
ekki ósjaldan fyrir, að skepnur
brenni inni. (Frh.)
Þorf. Kr.
Knattspyrnumótið.
i gærkveldi fór svo, að Fram
vann Víking með 2 :0.
öm daglssM og vegfais.
Næturlæknir
er í nótt Konráð R. Konráðsson,
Þingholtsstræti 21, sími 575.
Togararnir
„Draupnir" og „Karlsefni" fara út
á ísfisksveiðar á morgun.
Borgarstjóri
fór utan með „Lyru“ í gær, og
bjóst hann við að koma ekki aftur
fyrr en um veturnætur. Gegnir Guð-
mundur Ásbjarnarson bæjarfulltrúi
störfum hans á meðan.
Héraðslæknir
Jón Hj. Sigurðsson var meðal far-
þega á „Lyru“ í gær til Noregs.
Læknisstörfum hans fyrir meðlimi
Sjúkrasamlagsins og húslæknisstörf-
um gegnir Friðrik Björnsson lækn-
ir, Thorvaldssensstræti 4, sími 1786.
145 ár
eru í dag frá fæðingu Finns
Magnússonar prófessors.
Slæmt hugarfar?
Ot af bifreiðarslysinu í fyrra dag
kemst „Mgbl.“ svo að orði um
meiðsli drengsins: „Reyndust
meiðslin vonum minni.“ Er hugar-
farið svona? Eða er þetta að eins
„Valtýsfjóla“?
Unglingast. „Bíana“
fer skemtiferð í bílum á sunnu-
daginn kemur kl. 10 f. h. upp í
Djúpadal, ef veður leyfir. Farjð
verður frá Good-Templarahúsinu.
Farseðlar sækist frá kl. 4—7 e. h.
i G.-T.-húsið og kosta fyrir böm
kr. 1,25 og fyrir fullorðna kr. 2,25.
*
Einar ská)agIam:Húsið við Norðurá.
„Þakka yður fyrir.“
„Annars var annar Maxwell í félaginu áð-
ur, en hann féll í ófriðnum," bætti Merry-
mann við.
Johnson tök við miðanum, fékk sér ,cab‘
út í Bayswater, og var að vörmu spori kom-
inn að húsinu, sem honum hafði verið vísað
til.
Hann spurðist fyrir um það, hvar í hús-
inu Maxwell þjónn byggi, og lítill strákur,
sem sagðist vera sonur hans, vísaði honum
upp á þriðja loft.
Hann barði að dyrum, og til dyra kom
miðaldra kona.
Johnson brá dálítið í brún, því að hann
sá strax, að þetta var önnur en sú, sem á
bjónamynd Maxwells var. Svo sagði hann til
sín.
„Eruð þér Mrs. Maxwell?“ bætti hann við.
„Já,“ anzaði konan.
„Er maðurinn yðar við?“ spurði hann frek-
ar.
„Nei; hann kemur fyrst heim á miðnætti.
Hann vinnur í einni af veitingastofum Ly-
ons,“ svaraði konan.
„Vinnur hjá Lyon,“ hváði Goodmann
Johnson, alveg steinhissa. Hvað gat þetta
verið? Var þetta annar Maxwell? Það gat
varla verið annað, og þá var hann strand-
aður í bili aftur.
„Má ég ekki fá að tala við yður betur,
Mrs. Maxwell?" spurði Johnson,
„Gerið þér svo vel,“ sagði konan og bauð
Johnson inn í þokkalega stofu.
Húsið vlð Norðurá
kemur út sérprentuð i haust. Gerist áskrifend-
ur strax á afgreiðslu blaðsins.