Alþýðublaðið - 03.09.1926, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 03.09.1926, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ ]alþýðublaðiðE j kemur út á hverjum virkum degi. [ J ....... .■ -...................— ► J Afgreiðsla í Alþýðuhúsinu við { J Hverfisgötu 8 opin frá kl.9ára. ► J til kl. 7 síðd. I j Skrifstofa á sama stað opin kl. ► í 9%—10V2 árd. og kl. 8 —9 siðd. J Simar: 988 (afgreiðslan) og 1294 ► (skrifstofan). ► Verðlag: Áskriftarverð kr. 1,00 á ► mánuði. Auglýsingaverð kr. 0,15 í hver mm. eindálka. ► Prentsmiðja: AlÞýðuprentsmiðjan ► Þjóðnýting iandsins. V.erkamannaflokkurinn brezki hefir nýlega gefið út rit um stefnu sína í landbúnaðarmálum. Und- irstöðuatriði i henni er pað, að alt landið verði gert. að pjóðar- eign, og enn fremur að styðja á allan hátt að framförum í land- búnaði með bættum jarðyrkjuað- feröum. Af pessu má sjá, að jafn- aðarmenn láta sér mjög ant um landbúnað, og í annan stað, að pað er eitthvað annað en að brezkir jafnaðarmenn séu fallnir frá pjóðnýtingu, eins og auð- valdsblöðin, t. d. „Visir“, héldu fram við síðustu kosningar. Út- komu þessarar landbúnaðarstefnu- skrár hefir verið tekið tveirn höndum af alpýðu í Englandi. FalliniQ foringi. Einn af forystumönnum rúss- nesku verkalýðsbyltingarinnar, Fe- lix Dzerzhinsky, er nýlega látinn. Faðir hans var efnaður bóndi í Póllandi, og naut Dzerzhinsky góðrar mentunar í æsku. Hann gekk í jafnaðarmannaflokk Lit- haugalands 18 ára gamall og varði síðan allri æfi sinni í þágu byltingarinnar. Árið 1897 var D. handtekinn og dæmdur til þriggja ára útlegð- ar í Vilnahéraði, pá 20 ára að aldri. Árið 1899 strauk hann pað- an og fór til Moskva og síðan til Varsjár. Þar gekk hann í flokk jaínaðarmanna og kom stjórn hans í miklu betra horf en áður hafði verið. Árið 1900 var hann aitur handtekinn á fundi einum. Var hann fyrst í fangelsi í Varsjá, en síðar í Sedletzk. Árið 1902 | var hann dæmdur í 5 ára útlegð til • Austur-Síberíu. Á leiðinni pangað slapp hann úr haldi og fór til Berlínar. Skömmu síðar fór hann þaðan til Kraká. Þangað til í janúar 1905 fór hann svo huldu höfði um hinn rússneska hluta Póllands í erindum jafn- aðarmanna. Það ár v'ar hann enn handtekinn og sat í fangelsi_ frá jpví í júlí og þangað til í október. Árið 1906 var D. kjörinn full- trúi á jafnaðarmannapingið í Stokkhólmi og siðar kosinn í mið- stjórn rússneska jafnaðarmanna- flokksins. í árslok 1906 var hann handtekinn í Varsjá, en slept ári síðar gegn tryggingu. Árið 1908 var hann enn tekinn höndum og sendur á leið íil Síberíu árj síðar. Þegar hann hafði verið þar eina viku, slapp hann enp á ný úr haldi og kornst úr landi til Kraká. Árið 1912 fór hann til Varsjár og var tekinn par höndum. Þá var hann dæmdur í priggja ára hegn- ingarvinnu fyrir að strjúka úr Síberíu áðuy. Sat hann pann dóm af sér. Loks var hann enn tekinn fastur í Moskva árið 1916 fyrir pjóðmálastarf sitt og dæmdur til 6 ára þrælavinnu. Þegar febrúar- byltingin var gerð 1917, var hann látinn laus,1 eins og aðrir þeir, er sátu í hakli fyrir pjóðmálaskoð- anir sínar. Eftir byltinguna í október varð D. formaður í nefnd þeirri, er sett var á stofn til að verjast gagn- byltingu og er kölluð Cheka (té- ka). Stóð gagnbyltingamönnum stuggur mikill af stofnun pessari og nafni D. Þegar gagnbyltingin var brotin á bak aftur, var D. settur tii peirra starfa, er mest þóttu reyna á elju og ósérhlífni. Hann tók forystu í fulltrúaráði pjóðarinnar fyrir samgöngum og vegabótum og kom peim í hið bezta horf. Hann var formaður í æðsta fjár- málaráðinu, sem hefir yfirumsjá allra iðnaðarframkvæmda, sat í framkvæmdarstjórn „kommun- ista“-flokksins og var jafnhliða þessu yfirmaður þjóðnráladeildar ríkisins, sem tók við af tékunni. Óvinir Dzerzihinskys hötuðu hann, en vinir hans elskuðu hann. Öllum ber saman um, að hann hafi ekki viljað vamm sitt vita og unnið í þágu verkalýðsins af hinni mestu ósérhlífni. Ritstjóri brezka verkamanná- olaðsins „New Leader“ segir, að hann hafi verið gáfulegur maður og góðlegur að sjá, og hafi fé- lagar hans, er setið höfðu með honum í varðhaldi, sagt sér marg- ar sögur um gæði hans og fórn- fýsi. Hins vegar hafi eflaust þurft að beita mikilli hörku við gagn- byltingamenn. Sagnaritarar muni þess vegna deila um hans innra mann, eins og deilt hafi verið um Loyola og Robespierre. Hvernig sem sá dómur verður, pá er pað» víst, að Dzerzhinsky gat í æsku sezt á óðal sitt og átt þar góða daga. En hann var einn þeirra manna, er ekki gat unað hinu rangláta pjóðskipulagi. Hann vildi ekki horfa á eymdina og hafast ekki að. Hann kaus pað hlutskifti að verja lífi sínu í parf- ir fyrsta verkamannalýðveldisins. Hann dó úr hjartasjúkdómi að eins 49 ára gamall. Talið er, að ofþreyta hafi stytt aldur hans. Z. („SkutulL") Klm daffBMnt ®«| vcgitin« Næturlæknir er í nótt Árni Pétursson, Upp- sölum, simi 1900. Landskjör á einum alpingismanni. í stað Jóns heitins Magnússonar, er á- kveðið að fari frani 1. vetrardag. Framboðsfrestur er til 20. p. m- ísfiskssala. „Júpíter“ seldi afla sinn í Eng- landi fyrir 1413 sterlingspund. Togararnir. Skallagrimur kom inn í fyrra dag með 1000 kassa. Hannes ráð- herra kom í morgun með 150 tn. lifrar eftir 13 daga. — Hvað er hinum togurunum ætlað að liggja lengi prátt fyrir svona göðan afla? Ekki verður nú fiskileysinu lengur borið við. Skipafréttir. „Fylla" kom í gær. „Esja“ för í gærkveldi vestur og norður um land í hringferð. „Nova“ er ekki vænt- anleg hingað fyrri en eftir helgi. Þingmannakosningarnar í Reykjavík, Dalasýslu og Rang- árvallasýslu eiga að fara fram 1. vetrardag. Enn hefir kosning þing- manns fyrir Isafjarðarkaupstað ekkl verið auglýst, en pví að eins held- ur stjórn Landsbankans reglum sín- um í heiðri, að hún láti ekki við-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.