Alþýðublaðið - 17.09.1926, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 17.09.1926, Blaðsíða 3
17. september 1926. af samningum, þvi að ráðning' hjúanna o. fl. væri miðað við þann tíma. Fasteignamatsverð eignanna er samtals 112 þúsund kr., en það verð er talið alt of hátt. Nú eru 29 sjúklingar í sjúkrahúsinu, en munu hafa verið flestir 32 í senn, að því er settur borgarstjóri vissi til. , Samþykt var tillaga frá „at- vinnuleysisnefndinni“, •— sem von- andi ávinnur sér áður en iýkur nafnið atvinnuðófanefnd —, urn að fela borgarstjóranum að safna atvinnuleysisskýrslum, er sýni á- stæður atvinnulausra manna og atvinnu þeirra undan farið. Hall- björn Halldórsson spurði um, hvenær farið yrði að safna skýrsl- um þessum, hvort það yrði þeg- ar gert að gerðri fundarsamþykt, og minti á, að málinu þarf að flýta, bæði végna fólksins, sem atvinnulaust er, og þess, að mörg er sú vinna, sem framkvæma þarf, en ekki verður unnin að vetrar- lagi. Játaði settur borgarstjóri, Guðm. Ás., því, að skýrslusöfn- unin yrði þegar hafin. Ætti hún ekki að taka marga daga. (Frh.) Vlðskiftalíf í ráðstjjórnar-Rússlandi. Frásögn dansks stórkaupmanns um fjögurra ára starfsemi undir ráðstjórnarskipulaginu. Útlendingar, hverjir sem eru, getarekið starfsemiiRússlandi, og hingað til veit enginn til pess, að ráðstjórnin hafi gengið á bak orða sinna eða samninga, segir hann. Danska blaðið „Politiken“ hefir. nýlega birt viðtal við danskan stórkaupmann, Schou-Kjeldsen, er þá var nýkominn heim frá Rúss- landi eftir fjögurra ára dvöl þar að staðaldri. Segir blaðið hann hafa afbragðsgóð skilyrði til að dærna réttilega urn ástandið í Rússlandi, þar sem hann tali og lesi rússnesku og sé af svo langri dvöl orðinn vel kunnugur nú ver- andi háttum í alþýðustéttarlýð- veldinu. 1 viðtali þessu kveður allmjög við annan tón en í auðvaldsblöð- ALÞÝÐUBLAÐIÐ urium hér er að venjast, og er því allur kjarni þessa viðtals þýddur hér á eftir: Uppreistarfréttirnar. „Er það í raun og veru svo, að fregnirnar um óeirðir og gagn- byltingu séu rangar?" spyrjum vér. „Það hljóta þær að vera. Ég hefi ekki orðið var neinna óeirða og var þó fyrir fáum dögum í Moskva. Þegar ég var í Varsjá á heimleið, voru blöðin þar full af skeytum um uppreistir og bar- daga, sem áttu að hafa verið í Moskva daginn áður en ég fór þaðan. Þau voru gersamlega ó- sönn.“ Verzlunarskipulag ráðstjórnar- innar. * \ „Tekst ráðstjórninni að halda gjaldeyri sínum uppi?“ „Það hefir tekist til þessa. 1 vor voru nokkrir örðugleikar, af því að kornútflutningurinn 1925 til 1926 varð ekki eins rnikill og búist var við, og ríkið fékk þar af leiðandi ekki umráð yfir eins miklum gjaldeyrÞí útlöndum og ráð var gert fyrir. En þá var innflutningurinn takmarkaður þegar í dezember og í byrjun þessa árs ]dví nær stöðvaður til fulls á öllum vörum, sem ekki voru óumflýjanlega nauðsynlegar fyrir iðnaðinn, og ríkið fullnægði öllum skuldbindingum sínum." „En innflutningurinn fer þó fram eftir áætlun, sem gerð er fyrir fram og fara verður eftir?“ „Víst er svo. Áætlunin er gerð fyrir eitt ár í senn frá október til októbers og samin af alþýðu- fulltrúaráði atvinnuveganna í sam- ráði við fulltrúaráð utanríkis- verzlunarinnar. Það er ófrávíkj- anleg meginregla, að innflutning- ur fari aldrei fram úr útflutn- ingi, og stjórnin mun tæplega nokkru sinni gera innkaup án þess að hafa trygt sér nauðsyn- legan gjaldeyri." Viðskiftastarfsemi erlendra manna i Rússlandi. „Er ekki örðugt að reka einka- viðskifti í Rússlandi?“ „Ekki, ef menn gera sér far um að fylgja lögum landsins og hegða sér að öðru leyti sæmi- lega, Þá er mönnum tekið með 3 kurteisi og vingjarnleika, því að þörf er bæði fyrir fjSrmagn og atorku í landinu. Hverjum út- lendingi er frjálst að leggja stund á viðskifti við fulltrúaráð utan- ríkisverzlunarinnar, en þó verða öli kaup að samþykkjast af verzl- unarfulltrúa ríkisins í landi því, er varan kemur frá. Ýmis útlend félög hafa þegar fyrir nokkrum árum fengið sér- leyfi bæði til inn- og út-flutn- ings og til verksmiðju- og námu- rekstrar. Sjálfur er ég nú að end- urreisa hús í Leningrad. Ég kem upp af nýju tveimur húsum, sem spilt var á byltingartímanum, og hefi ég leigt annað af stjórninní til átta ára, en hitt til fimmtán með rétti til framleigu." Vöxtur borganna. „Er þá alt af húsnæðisekla í borgunum ?“ „Víst er svo. Skýrslur sýna, að í Moskva fjölgar íbúum um 30 000 á mánuði, í Leningrad um 25 000. í Moskva eyðilagðist ekki mikið, en síðan borgin varð höfuðstað- ur, hefir stjórnin tekið mörg hús undir skrifstofur, en hins vegar urðu margar stjórnarbyggingar í Leningrad að standa auðar eftir byltinguna. Fyrst á eftir óx gras á götum í Leningrad. Nú er þar húsnæðisekla og annríki frá morgni til kvölds. Frá 1922 hefir íbúatala borgarinnar vaxið úr 600 000 upp í h. u. b. 11/2 millj- ón.“ „Er þá byggt í hlutfalli við f jölgunina ?“ „Nei. Það er ekki unt að fylgj- ast með svo örum framförum. Þess vegna hefir líka stjórnin ein- mitt nú gefið út auglýsingu um, að útlendir fyrirtakar geti fengið sérleyfi til byggingar nýrra húsa og að hagnýta sér þær. Eftir til- tekinn árafjölda — alt að 40 ár- um — falla húsin endurgjalds- laust til ríkisins, en þau munu ávalt hafa borgað sig áður en sá tírni er liðinn. Hópur Þjóð- verja var einmitt að fá sérleyfi, þegar ég fór, og fleiri niunu á eftir fara. Það er auðvelt að fá sérleyfi til alls, sem lýtur að húsabyggingum, bygginga og hagnýtingar tígulsteins- og stein- líms-verksmiðja o. s. frv.“ „Hvað gagnar þetta erlendum sérleyíishafa? Hann getur þó

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.