Alþýðublaðið - 28.02.1920, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 28.02.1920, Blaðsíða 2
2 ALí’ÝÐUBL'A.ÐIÐ kvæðum, sem á móti tillögunni voru greidd, eins og líka nokkrir Júngmenn sýndu svo mikla sóma- tilfinningu, að fþeir létu vera að greiða atkvæði um mál, sem þeir ekki íylgdust með i, en sómatil- finning á því sviði er sjaldgæf meðal þingmanna um þessar mundir. éuSImál Sslanðsbanka. 2% afgjaldið til ríkissjóðs. Eftir Björn O. Björnsson. Þann 16. f. m. gáfu hinir hátt- virtu endurskoðendur íslandsbanka fit yfirlýsingu í Morgunblaðinu út af íyrirsþurn minni í sama blaði þanr. 1Ó. f. m. Þessi yfirlýsing háttvirtra endurskoðenda er þess fullkomlega verð, að hún sé lesin með eftirtekt og íhugun, þar eð hún gefur mörg veruleg tilefni til athugasemd og tilTnánari upplýs- ingar á málinu. Áður en eg sný mér að þessu, hygg eg rétlara að gefa stutt yfirlit yfir sögu málsins. 1 desember f. á. kom út bækl- ingur eftir cand. polit. Jón Dúason, «am nefnist .Gullmál íslandsbanka*. Þar heidur höfundurinn því fram JCO. UBij að íslandsbanki hafi van- goldið ríkissjóði 2°/o afgjald af aukaseðlaútgáfunni; í desember- mánuði einum 1918 hafi það numið 8,719 kr. 05 au. Byggir höfundur þessa staðhæfingu sína á lögum »r. 8, 9. sept. 1915 og 5. gr. iaga nr. 66, 10. nóv. 1905; set eg hór orðrétt allar þrjár greinar hinna fyrnefndu laga og 5. gr. hinna níðamefndu. Lögin nr, 8, 9. sept. 1915 hljóðá svo: 1. gr.1: Að minsta kosti helm- inguc foröans3 til tryggingar seðia- Mpphæð þeirri, sem úti er I hvert -skifti og fer fram úr 21/* miljón kr., sé málm forði* samkvæmt 6. gr. laga 10. nóv. 1905. 2. gr„n; (Að) bankinn við lok hvers máaaðar greiði vexti, 2% á ári af upphæð þeirri, er seðla- 1) Af enáurskoðendum, eftir Jóni Dúasyni, kölluð J. gr. 1. 2) Auðkent af mér. <5) Af endurskoðendum kölluð 1. gr, 9. upphæð sú, sem úti er í mánað- arlok, fer fram úr 21/* miljón kr., og mdZmforðinn1 nægir ekki til. [3. gr. Bankinn greiði ókeypis, og eftir þörfum, í Reykjavík, sam- kvæmt bréfi eða símskeyti, fjár- hæðir þær, sem Landsbankinn borgar inn í reikning íslandsbanka við viðskiftabanka hans í Kaup- mannahöfn, og flytji á sama hátt og ókeypis, það fé, sem Lands- bankinn þarf að flytja frá Reykja- vík til Kaupmannahafnar, aö svo miklu leyti sem innieign íslands- banka þar leyfir.j “ Seinasta greinin kemur ekki þessu máli við, sem sjá má. 5. gr. laga nr. 66, 10. nóv. 1905 hljóðar svo: „Til málmforða má teljast: a. Lögleg gjaldgeng mynt eftir því verði, sem myntin til segir. b. Ómyntað gull og erlend mynt, sem nemi 2480 kr. fyrir hvert kílógramm af skíru gulli. c. Innstæða, sem greidd verður þegar heimtað er, hjá Þjóðbankan- um í Kaupmannahöfn, Noregs- banka, Englandsbanka eða Skot- lands, svo og hjá öðrum banka- stofnunum, sem að minst 5/i hlutar fulltrúaráðs bankans álíta fulltrygg- ar og taldar eru til íyrsta flokks. d. Seðlar gefnir út af: Þjóð- bankanum í Kaupmannahöfn, Nor- egsbanka, Ríkisbanka Svía, Eng- landsbanka, Skotlandsbanka, Frakk- landsbanka og hinum þýzka ríkis- banka. Peir hlutar málmforðans, sem taldir eru undir staflið c og d, mcga ekki fara fram úr V* alls málmforðans1)". Gegn þessu gáfu endurskoðend- endurnir út tvær yfirlýsingar. þeirri fyrri svaraði Jón Dúason, en er þeir gáfu út hina seinni í 51. tbl. Morgunblaðsins þ. á., var hann kominn af landi burt. Leyfði eg mér þá að gera fyrirspurn þá, sem getið er í upphafi greinar rninnar. — Að svo mæltu vil eg snúa mér að yfirlýsingu háttvirtra endurskoðenda, þeirri, er þeir gáfu út eftir fyrirspurn mína, og athuga hana lið fyrir lið. I. Hinir háttviitu endurskoðendur hafa í upphafi yfirlýggar sinnar eftir mér þá spurningu, „hvort 1) Auðkent af mér. inneign i eriendum bönkum og seðlar stærstu seðlabanka væru löglegur málmforði, ef þeir næmu meira en 74 af því gulli1), sem lögum samkvæmt á að vera til tryggingar þeim íslandsbanka- seðlum, sem úti eru í umferð". Hér hafa hinir háttvirtu endui'- skoðendur ekki rétt eftir mér. Eg talaði um 7* móZ/nforðans, sem er sama og ^/3 af gullinu; þessi munur skiftir miklu máli, eins og eg mun sýna fram á í V. kafla greinar minnar. Samskonar uœ- skifti ' koma fyrir seinna í yfirlýs- ingunni, og mun eg sem sagt at- huga það í Y. kaflanum. II. Hinir háttvirtu endurskoðendui herma því næst frá því, sem rétt er, að eg byggi fyrirspurn mína á niÖurlagi 5. gr. laga nr. 66, 10. nóv. 1905, og tilfæra það orð- rétt með litlu innskoti til skýr- ingar lesendum. Því næst halda háttvirtir endurskoðendur áfram - „Þessi málsgrein verður ekki þgdd öðruvisi1) en svo, að inn- eign í bönkum, og hinir áður- nefndu seðlar, megi eklci úlrýma meiru af gulli úr~) málmforðan- um en 7*“- Eg þykist vita, að háttvindir endurskoðendur virði mér það til skilningsskorts, að eg skil ekki hvað þeir eru að fara með þessu, en eg er6 ekki viss um að aðrir geri það. Aftur á móti vil eg biðja lesendur að at- huga niðurlag 5. greinar, eða jafn- vel alla greinina, og íhuga, hvort ekki sé óhætt aðudraga þá ályktun af henni, að gull, silfur og kopar, þ. e. gullforðinn, eigi að vera- minst 3/i alls málmforðans. (Framh.) 1) Auðkent af mér. 2) Auðkent af endurskoðendum' Sex vólbáta vantaði í Sand- gerði í gærkvöldi þegar síðast fréttist. Vona menn að þeir ha^ komist til lands er veðrinu slot- aði síðdcgis. Dagslirúnari'iindur er í kvölð kl. 8 í Good-Teroplarahúsinu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.