Alþýðublaðið - 28.02.1920, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 28.02.1920, Blaðsíða 3
Tvega máaaia feri frá Austfjörðum til Rvíkur. Sigurjón Jónsson frá Plugustöð- í Álftafirði eystra lagði af stað taðan til Reykjavíkur rúmum hálf- mánuði fyrir jól, til að leita sér iækninga á Vífilsstöðum, Hann fór landveg til Djúpavogs, en þar varð hann að bíða í viku eftir úiótorbátsferð, til þess að komast í veg fyrir Lagarfoss, sem þá átti að fara beina leið til Reykjavíkur fi'á Páskrúðsfirði. En vegna hríðar °g hvassviðris varð mótorbáturinn °£ seinn á Páskrúðsfjörð, og var Lagarfoss farinn þaðan fyrir tveim- úr klukkustundum, og höfðu þeir íárib á mis við skipið, sökum hríð- árinnar. Nú var engin ferð til Reykja- víkur fyr en eftir þrjár vikur, að öiótorbáturinn Reginn átti að fara suður. Allan þann tíma varð Sig- úrjón að biÖa á Fáskrúðsfirði. Þriðja janúar lagði Reginn af stað suður frá Fáskrúðsfirði og komst suður í Mýrabugt, en hrepti áfekaplegt suðvestanrok, og einu sihni lenti báturinn svo á hliðina, aÖ allir, sem niðri voru, hentust tifc úr rúmum sínum, og alt, sem i°snað gat, lenti út í aðra hlið ^átsins, og lá við sjálft að hann §®ti ekki komist á réttan kjöl áftur. Þar misti Sigurjón ferða- ^offort sitt, sem fór í mola, og 8komdist flest, sem í því var. Reg- úm gneri nú við, og komst við Hlan leik inn á Djúpavog, eftir tveggja sólarhringa hrakning, og Var hann þá orðinn mjög lekur. ^ftir þetta varð Sigurjón að bíða ^ Djúpavogi nær hálfan mánuð, k°úist þá með mótorbát til Seyðis- uárðar í veg fyrir Sterling, sem átti að fara og fór norður um fftúd til Rvíkur, og varð Sigurjón *úí enn að bíða i hálfan mánuð ^ Seyðisfirði, og komst svo loks úieð þingmannaferðinni til Reykja- Vlkur, og var hann þá búinn að Vera rúma tvo máuuði frá Aust- fiörðum til Reykjavíkur, og myndi ferðlag fullhart aðgöngu fyrir heilsuhraustan mann, hvað þá fyi'ir sjúkling, og er það gagn, að Þe'úi mönnum er ekki fisjað sam- aús sem ekki missa bæði kjark þrek, þegar svona gengur. Eins og menn muna, var Ster- ALÞÝÐUBXAÐIÐ ingsferðin all söguleg. T. d. höfðu farþegarnir að síðustu ekki annað en sjó eða salt vatn í te og kaffi. Einnig var skipið nær matarlaust upp á síðkastið. Yfirhöfn sína mist Sigurjón á Sterling, og er hart, að nokkur skuli geta fengið af sér að stela hlífðarflík af sjúk- um manni. Þetta er þriðja tilraunin á hálfu fjórða ári, sem Sigurjón gerir til þess að bjarga lífi og heilsu, og má nærri geta hvað slíkt hefir kostað á þessum árum. Þetta er aðeins eitt dæmi af öllum þeim hrakningsförum, sem veikt fólk hér á landi verður að liða, meðan samgöngurnar eru jafn ónógar og enn þá er. R. J. c'Muraðáéin. Tillag-a til Alþingis. Eg undirrituð vil liér með leyfa mér að biðja hið háa Aiþingi að sjá sóma sinn í því, að veita hin- um væntanlega nýja banka (aura- búð) skilyrðislaust öll þau hlunu- indi, sem háttv. fyrsti þm. Rvíkur m. fl. hefir notað ófeimni sína til, þess að bera á borð fyrir þingið. Því annars kann að fara svo, að þessi nýja peningabúð ekki græði svo mikið fé, að það svari hlut- falli við aurafíkn bá, sem eigend- urnir kunna að virðast bera í brjósti. Og til frekari tryggingar vil eg enn fremur fara þess á leit við þingið, að það veiti hinni nýju peningabúð árlegan styrk, er nefn- ist eftir vild sveitastyrkur eða öðru jafn viÖeigandi nafni, eftir því sem þingið ákveður. Frökcn Hjartagœzka. Alþingi. (í fyrra dag N. d.) Áður en gengið var til dagskrár, voru nýju ráðherrarnir „præsen- teraðir" fyrir þingheimi. Bjarni Jónsson hélt þá í því tilefni langa og snjalla ræðu til þeirra. Kvaðst hann ekki hafa ijéð þeim fyigi sitt, en heldur ekki myndu verða þeim til falis, ef þeir færu eftir 8 þeim heiiræðum sem hann gar þeirn og sagði vera f anda Sjálf- stæðisflokksins. Hafði Bjarni heyrt því fleygt, að menn álitu gömlu flokkana dauða, en það sagði hann að væri staðlaust fleipur, því flokk- ur, sem hefði aðra eins stefnu og Sjálfstæðisflokkurinn, gæti ekki orðið sjálfdauða. Forsætisráðherra svaraði nokkrum orðum og var þá gengið til dagskrár. A henni var fátt markvert anraað en dýr- tíðaruppbót handa „legátanum" og urðu talsverðar orðahnippingar milli Bjarna frá Vogi og P. Otte- sen, Að síðustu var þó uppbótin samþykt að viðhöfðu nafnakalli. + Dm dagisfi 09 vegiiin. Ósvífin ósannindi. Bjarni frá Vogi sagði í gær í blekkingar- ræðu, sem hann hélt um afnám húsaleigulaganna: „Þau hafa unnið á móti sjáltum sér, á þann hátt að enginn hefir þorað að byggja." Geta menn hugsað sér augljósari og ósvífnari vísvitandi ósannindi, þegar öllum bæjarraönnum er kunn- ugt, að margir tugir húsa hafa verið reistir sfðustu árin og á annað hundrað hús mun eiga að reisa á þessu ári. (Sbr. Mrgbl. ný- lega). Hefir þessi háttvirti þing- maður enga sómatilfinningu, eða trúir hann sjálfur ósannindum sín- um? Líklega hefir Bjarni þó vitað að Jakob Möiler er nýbúinn að reisa hus og þurfti því ekki leng- ur að sitja í skjóli húsaleigulag- anna. Eða kannske hann telji skjól- stæðing sinn núll? Sennilega. Pallbúi. Símslit, í ofviðrinu í gær siitn- uðu símalínur svo víða, að Rvfk hafði að eins samband við Vest- mannaeyjar í gærkvöldi. St. Mínerva heldur fund í kvöld kl. 8V2 á venjulegum stað. Samskotin til veiku sjómann- anna: N. N. io kr., A. J. io kr., G. 10 kr. Afgr. tekur enn á móti gjöfum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.