Alþýðublaðið - 16.10.1926, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 16.10.1926, Blaðsíða 4
4 ALÞVÐUBLAÐIÐ Þó gæti komið til máia að prenta nokkuð af upplaginu á ódýrari pappír, til þsss að verðlagið ekki hindraði þá útbreiðslu, sem rit- verk þetta á að hafa meðal al- þýðu þessa lands. Höfundar þessara rita hafa eng- in ritiaun þegið fyrir starf sitt önnur en þakklæti þeirra, sem lesið hafa sögurnar, og væri því ekki til mikils niælst, þótt ríkis- sjóður (þjóðin) greiddi sem svar- aði venjulegum nútíma-ritlaunum til styrktar útgáfunni, svo að al- þýða manna gæti eignast hana. Það er ofvaxið fátæku, en lestr- arfúsu sjávar- og sveita-fólki að kaupa íslendingasögurnar á 100 krónur. Sögurnar ætti aÖ gefa út í 5—6 bindum og selja hvert bindi á 5—6 krónur. Þá myndu þær verða lesnar, en ekki mygla í skápum bóksalanna, en þjóðin hampa í þeirra stað útlendum, ó- dýrum eldhúsreyfurum. Ajnx. . Erlessd síisiskeyti. Khöfn, FB., 15. okt. Kolanámudeilan enska. Verkfall við öryggisvinnu í nám- unum samþykt. Frá Lundúnum er símað, að úr- slit atkvæðagreiðslunnar í námu- héruðunum um þá kröfu fulltrúa- fundar námumanna, sem áður hefir verið sírnuð og er þess efnis, að verkfall verði hafið við öryggisvinnu i námunum, bafi orðið þau, að samþykt var að hefja verkfallið. Stjórnin á Ungverjalandi segir af sér. Frá Budapest er símað, að stjóin Bethlens hafi sagt af sér. Orsök lausnarbeiðnarinnar er sú, að hæstirétíur heíir staðfest und- irréítardóminn í seðlafölsunarmál- inu. Fregnin um afsögn Asquiths staðfest. Frá Lundúnum er símað, að Asquith haíi sagt af sér for- mannsstöðunni í „frjálslynda" flokknum. Khöfn, FB., 16. okt. Ný stjórn i Tékkóslóvakiu. Frá Prag er símað, að bænda- \' '■ "" foringinn Svehla hafi myndað stjórn i staðinn fyrir bráðabirgða- stjórn Czerny’s. Edv. Benes er ut- anrikismálaráðherra. Þýzku flokk- arnir taka þátt í stjórninni. Sve- hlastjórnin er fyrsta stjórnin í tékkó-slóvenska lýðveldinu, sem byggist á samvinnu Tékka og Þjóðverja. (íbúatala Tékkó-SIóva- kíu er liðlega 13,33. millj., Tékkar, og Slóvakar taldir um 8 millj. og 760 þús., en Þjóðverjar um 3 niillj. og 123 þús.) Loftur póstur fýkur. Á þriðjudaginn var svo mikið ofsaveður undir Eyjafjöllum, að Loft póst,’ sem þar var á ferð, þrítók af hestinum, og meiddist hann svo, að síma varð eftir lækninum á Stórólfshvoli þá uin kvöldið. Liggur Loftur i Steinum undir Eyjafjöllum. Loftur póstur er alkunnur um alt Suðurland sem hinn ötulasti og ótrauðasti ferðamaður. Ixnileiid tíðindL Akureyri, FB., 15. okt. Nýtt íhaldsblað. Nýtt blað er farið að koma út hér og heitir „Þjóðvinurinn", og er ritstjóri Jóhann Scheving Jó- hannesson harnakennari. Blaðið fyigir þjóðmálastefnu ihalds- flokksins. Veðrátta. Hríðarveður undanfarna daga. Nú alsnjóa. Um daginn og veginn. Næturlæknir er í nótt Jón Hj. Sigurðsson, Laugavegi 40, sími 179, og aðra nótt Matthías Einarsson, Kirkju- stræti 10, simi 139 (heimasími i Höfða 1339). Messur á morgun: í dómkirkjunni-kl. 11 séra Bjarni Jónsson (altarisganga), kl. 5 séra Friðrik Hallgrímsson. í fríkirkjunni kl. 5 séra Árni Sig- urðsson. 1 Landakotskirkju kl. 9 f. m. hámessa, kl. 6 e. m. guðsþjón- usta með predikun. í Aðventkirkj- unni kl. 8 e. m. predikun. — 1 Sjómannastofunni, Tryggvagötu 39, verður guðsþjónusta kl. 6 e. m. Allir velkomnir. Unglingastúkan „Díana“ Fundur á morgun kl. 2 e. h. Félagar, mætið stundvíslega! „Fórn auðvaldsins“ heitir kvæði, sem Hannes Guð- mundsson verkamaður hefir ort, og nýkoniið er út á prenti. Kvæðið er um dreng, sem alinn var upp á sveit, var víða hrakinn og hrjáður og dó loks á isveit í ellinni. Er það ákveðin ádeila á hin svívirðilegu fá- tækralög. Skipafréttir. Sementsskip kom í inorgun til Hallgríms Benediktssonar & Co. og Jóns Þorlákssonar & Norðmanns. ,,Lagarfoss“ fer í kvöld til útlanda. „Jósef og kona Fótifars“ heifir löng ög skemtileg nútíma- skáldsaga frá Hollandi, rituð af þar- lendum manni á Esperanto. Stjörnufélagið. Fundur á morgun kl. 3’1/*- Engir gestir. Málverkasýning Freymóðs verður opin á morgun vegna inargra áskorana um að gefa fólki þetta síðasta tækifæri til að sjá hinar fögru niyndir. „Erfðaskrá Bínu frænku“ lék „Hringurinn“ í Iðnó í gær- kveldi. Þótti stúlkunum, er léku, takast vel, og skemtu áhorfendur sér vel. Er og gamanleikur þessi skemtilegur, og ættu þeir, sem ráð hafa á því að skemta sér fremur að sækja þessa skemtun en aðrar, því að ágóðanum á að verja til þess að kaupa húsbúnaþ í hressingarhæl- ið fyrir berklavefka í Kópavogi. „Spanskflugan“ verður leikin tvisvar á morgun, kl. 41/2 síðdegis fjfrir börn og fyrir fullorðna kl. 81/2. Kjósendur, sem þurfa að fara úr bænum fyr- ir kjördag (næsta laugardag), gæti þess að kjésa áður hjá bæjarfó- geta. Alþýðumenn kjósa A-listann. Kosningarrétt við landkjörið hafa 35 ára kjósendur og eldri. Gengi erlendra mynta í dag: Sterlingspund.........kr. 22,17 100 kr. danskar .... — 121,50 100 kr. sænskar .... — 122,17 100 kr. norskar .... — 109,84 Dollar..................- 4,57Vg 100 frankar franskir. . . — 13,43 100 gyllini hollenzk . . — 182,98 100 gullmörk þýzk. . . — 108,81

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.