Alþýðublaðið - 16.10.1926, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 16.10.1926, Blaðsíða 5
ALEÝÐUBLAÐIÐ S t Brani. Nálægt kl. 3 í nótt varð þess vart, að eldur var laus í vöru- geymsluhúsum Jóhanns Ólafssonar & Co., bakhúsum við Hverfisgötu 16. Húsin eru tvö. Var annað úr timbri, einlyft, nokkuð stórt, en hitt tvílyftur steinskúr. Talsvert var geymt í þeim af vörum, einkum leirvöru, bifreiðahlutum og skotfær- um. i húsagarði þar var og mikið af leirvörukössum og öðru dóti. Húsin brunnu allmikið, en hanga ■ þó uppi, og vörurnar skemdust tals- vert, bæði af eldi og vatni. Spreng- ingar urðu öðru hverju og ein mesf, og tók þá stykki úr steinveggnum. Slökkviliðið koin þegar á vettvang og tókst loks að slökkva eldinn til fulls um kl. 9 í morgun. Var þó ilt við hann að fást. húsnæðisskýrslur. Þeir deildarstjórar ,,Dagsbrúnar“, sem hafa ekki enn skilað húsnæðis- skýr'slum, eru beðnir að skila þeim sem allra fyrst til fjármálaritara eða einhvers annars úr stjórn „Dags- brúnar“. 'é /Jí i Veðriö. Hifi 0—6 stiga frost. Átt norðlæg, íalsvert mismunandi hvöss. Snjó- koma sums staðar nyrðra. Kyrí og gott veður á Noröursjónum. Loft- vægishæð um Grænlandshaf og Norðvestur-island. Útlit þenna sól- arhring. F.remur hæg norðanátt og gott veðúr á Suður- og Vestur-landi. Snjókoma á Norður-landi, en birt- ir lil. Minkandi norðanátt á Aust- urlandi. Landsmálafundur verður í kvöld í Borgarnesi. ýðiflokkirinn i Reykjavik heldur í næstu viku í Bárubnð kosningafundi eins og hér segir: Almennan kvennafund priðjudaginn 19. Jd. m. kl. 5 e. h. Almennan kjósendafund miðvikud. 20. þ. m. kl. 8 e. h. Alþýðuflokksfund föstudaginn 22. p. m. kl. 8 e. h. Veona fjölda áskorana verður málverkasýning Freymóðs Jóhannessonar í Bárunni enn opín á morgun (sunnudag) klukkan 10—6, — en að eins þenna eina dag. Þangað fóru í morgun með „Suð- urlnndi'* Jón Sigurðsson frá Yzta- Felli, Jónas frá Hriflu og Magn- ús Guðmnndsson íhaldsráðherra. Kosningamerki Alþýðufiokksins fást í skrifstofu A-listans í Alþýðuhúsinu. Á Jón að borga briisann? „Mgbl.“ gefur í skyn - í dag, að Jón Ólafsson eigi að greiða kosn- ingakostnað íhaldsliðsins viö kjör- Fermingar- kjólaefni í mjög fallegu úrvali frá 7 kr. í kjólinn. Matíhildur Björosdóttlr, Laugavegi 23. dæmakosningarnar hér. Því mun fnrið að eymast að eyða fé til að reyna að koma á þing manni, sem þorir ekki að kannast við það fyr- irvaralaust, að hann sé íhaldsmað- ur. : Upton Sinclair: Smiður er ég nefndur. „Svo er að sjá, sem hér séu eingöngu laus- lætiskonur.“ Ég gat ékki varist hlátri. „Hiri sérkennilega kvenlega tizka vor villir yður sýn. F>ér eruð jiessu auðvitað ókunnugur —.“ „Alls ekki,“ svaraði hann; „ég þekki þetta alt of vel. Ég lærði í æsku orð sþámannsins: ,Sökum þess, að dætur Zíonar eru drembi- látar og ganga hnakkakertar, gjóta út undan sér augunum og tifa á göngunni og láta glamra í öklaspennunum, þá mun drottinn gera kláðugan hvirfil Zíonardætra og Jahve gera bera blygðun þeirra. Á þeim degi mun Jahve burt nema skart þeirra: öklaspenn- urnar, ennisböndin, hálstingin, eyrnaperlurn- ar, armhringana, andlitsskýlurnar, motrana, öklafestarnar, beltin, ilmbaukana, töfraþingin, fingurgullin, nefhringana, glitklæðin, nær- kiæðin, mötlana og pyngjurnar, speglana, lín- dúkana, vefjarhettina og slæðurnar. Óg korna mun ódaunn fyrir ilm, reiptagl fyrir belti, skalli fyrir hárfléttur, aðstrengdur hærusekk- ur í stað skrautskikkju, brennimerki í stað fegurðar‘.“ Pað getur vel verið, að þetta sé merki- legt mál frá bókraentalegu sjónarmiði, en það var að minsta kosti einkennilegt — svo að ekki sé meira sagt — á horninu á Breið- götu og Fimtastræti um það leyti dags, er umferðin er mest. Þetta náði fastari og fastari tökum á félaga minurn, svo að mér fór ekki að verða um sel. Hann hálf-kvað setningarnar; röddin hækkaði, og andlit har.s varð fjörmeira: ,„Menn þínir munu fyrir sverði falla og kappar þínir í orrustu. Og hlið hennar munu kveina og harma, og hún sjálf mun sitja einmana á jörðunniC „Gætið þér yðar!“ hvíslaði ég. „Fólkið heyrir til yðar.“ „Hvers vegna má það ekki gera það?“ Hann snéri sér undrandi að mér. „Fólkið hlýðir fúslega á mig.“ Og hann bætti við: „Alþýðufólkið.“ Hér var ein hliðin á æfintýri mínu, sem mér hafði ekki hugkvæmst áður. „Ham- ingjan hjálpi mér!“ hugsaði ég. „Ef hann tekur nú upp á að predika á strætishorn- unum!“ Ég skildi það á augabragði; — það er vitaskuld það, sem hann gerir! Ég varð gripinn af hræðslu. Ég gat ekki þolað það. Ég varð að komast á burt! Ég tók að tala hratt. „Við verðum að komast yfir strætið, meðan tími er til. Lög- regluþjónninn hefir gefið merkið." Og ég

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.