Alþýðublaðið - 18.10.1926, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 18.10.1926, Blaðsíða 3
ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 að hann myndi aldrei „lyfta fundi í háaloft“ með mælsku. Gengið er óbreytt frá laugardeginum. Sóknamefnda- og presía-funcíur verður hér í bænum prjá næstu daga, svo sem fyrr hefir verið skýrt frá. Hefst hann á morgun kl. 11 f. m. með guðsþjónustu í dómkirkj- unni, og predikar séra Sigurjón Arnason, prestur í Véstmannaeyjum. Veðrið. Hiti 0—5 stiga frost. Átt víðast norðlæg, víðast hæg, þurt veður um alt land. Loftvægishæð yfir Is- landi, en lægð fyrir suðvestan landið. Útlit: I dag hægur vindur og þurt veður um alt land. I nótt sennilega austlæg og suðaustlæg átt á Suðvesturlandi, en breytileg vind- staða á Norður- og Austur-Iandi. Þingrnálafundur var haldinn í Borgarnesi á laugar- daginn var. Framsóknarmenn höfðu boðað til fundarins, og stóð hann yfir í nærri 10 klukkutíma. Haldn- ar voru 28 ræður. Þar af 20 af Framsóknarmönnum, en 8 af íhalds- mönnum. Af hendi Framsóknar- manna töluðu Jón Sigurðsson frá Yzta-Felli, Jónas Jónsson alþm., Pétur Þórðarson alþm., Steingrímur Stefánsson kennari á Hvanneyri!, Hervald Björnsson kennari í Borg- amesi, Hannes Jónsson dýralæknir í Stykkishóhni, Hallgrimur Niels- son, Teitur bóndi á Grímarsstöðum og Friðrik Þorvaldsson. En af hendi Ihaldsmanna Ingólfur Gíslason lækn- ir, Jón Sigurðsson á Haukagili og Þorkell Teitsson kaupmaður. Magn- ús Guðmundsson ráðherra gat ekki mætt þar vegna veikinda. Fram- sóknarmenn og aðrir stuðningsmenn A-listans voru í yfirgnæfandi meiri hluta. Á fundinum voru um 500 manns, og fór hann ágætlega fram. Snjó hefir nú alveg tekið upp hér í Reykjavík og af láglendi i grend. Ósvífní íhaldsmanna. Á Alþýðuflokksfundinn síðasta var frambjóðendum íhaldsmanna boðið, og veitt málfrelsi til jafns við Al- þýðuflokksmenn. Á fund íhaldsins í gær var frambjóðendum Alþýðu- flokksins ekki boðið, og er þeir intu eftir því, var svarið, að fund- urinn yrði lokaður fundur íhalds- ínanna. Á fundinum hafði Jón Ól- afsson sagt að því, er fundarmaður skýrir frá, að frambjóðendum AI- þýðuflokksins hefði verið boðið, og sér þætti mjög leitt, að þeir hefðu ekki komið(!). Þetta eru ósvífin og blygðunarlaus ósannindi, og sýnir vel, hvernig íhaldsmenn fara með kjósendur sína, — útiloka þá frá að heyra málin skýrð frá báðum hliðum og Ijúga að þeim og á andstæðingana fjarverandi. Sjálf- sagt telja þeir sér þetta sigurvæn- legast. Fréttastofan. Forstöðumaður bennar, Axeí Thor- steinsson, hefir beðið Alþýðublað- ið að geta þess, að hann sé jafn- an til viðtals í síma 1558 kl. 9—10 árd., 12—11/2 og 7—8 siðd. Almennan kvennafund heldur Alþýðuflokkurinn á morg- ún kl. 5 slðdegis í Bárubúð. Konur 'ættu að fjölsækja fundinn. JSDINB0R6* Kaffisteil fyrir 6, margir litir. Kaffikömmr margar teg., afar-ó- dýrar. Rammar fjölbreytt úrval. Voðavöltur og voðavindur afar- endingargóðar. Gyltu katlarnir Hnífapdr ‘ ^ Fonograf-plötur á 0,75. Spil mikið úrval. Kökuform á 0,20. á 9,00. Skautaiyklar o. m. m. fl. Alt ódýrast og bezt £ Skautar Upton Sinclair: Smiður er ég nefndur. tók að skýra fyrir honum vorar ágætu um- ferðarreglur. En hann lofaði mér ekki að ljúka við þær skýringar. „Hvers vegna eigum við að fara yfir strætið, þegar við höfum til' einskis staðar að leita?“ „En mig iangar til þess að fara með yður á sérstakan stað,“ svaraði ég. „Mig langar til þess, að þér kynnist einum kunningja mdnna. Við skulum koma yfir um.“ Og með- an ég leiðbeindi honum milli bifreiðanna, var ég að hugsa ákaft um það, hvernig ég ætti að komast úr ósannindaklípunni. Hver skyldi það svo sem vera, sem vildi taka við þessum fáránlega, ókunna manni, hýsa hann um nóttina, færa hann í sæmileg föt og varna því, að hann færi að halda ræður uppi á sykurkassa á strætishomi? Ég var sannarlega x fádæma vandræðum! Hvað hafði ég til xmnið, að þessi náungi skyldi lenda á höndum mér? Og hversu lengi ætli ég yrði að vera með honum ? Ég tók alt í einu eftir þvi, að ég var farinn að hugsa um vísuna um Mariu og vandkvæði hennar af lambiou! Forlögin höfðu mj(g á valdí sínu og ætluð« ekki að spyrja mig ráða. Við höfðum ekki komist nema húslengd áfram, þegar ég heyrði rödd: „Heyrðu, Billy!“ Ég leit við. Guð sé oss næstur! Var þetta ekki skamm- arlegt, — Edgerton Rosythe, kvikmyndadóm- arinn við Vesturborgar-„Times“, — áreið- axxlega sá blygðunarminsti, óguðlegasti og háværasti maður, er stundaði þessa blygð- unarlitlu, óguðlegu og háværa atvinnugrein. Og hér var ég rétt fyxir .framan harm í fullri! dagsbirtu með mynd beint út úr lituðum glugga úr Sankti-Bartólómeus-kirkjunni! VII. „Heyrðu, Biily! Hver er þessi iaglegi kunn- ingi þinn?“ Rosythe sigldi fyrir fullum segl- um undan vindi, er í honum sjálfum var. Hvemig átti ég að svara? „Það ~ er —“ Ókunni maðurinn mælti: „Smiður er ég nefndur." „Einmitt það!“ svaraði kvikmyndadómar- inn. „Mér er ánægja að kynnast yður, herra Smiðxrr!" Hann tók hjaxtanlega í höndina á ókunna mannimim. „Á að fara að taka mynd af yður hér?“ „Taka mynd af mér?" spurði hinn, og Ro- sythe deplaði fraiihan í mig augunum. Hann vissi ef til vill um uppáíæki Karólínu móð-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.