Alþýðublaðið - 10.03.1935, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 10.03.1935, Blaðsíða 2
SUNNUDAGINN 10. MARZ 1935. ALÞÝÖUBLAÖIÐ Guðmundur Eyjólfsson Geirdal. Hilli Jðtta. Höfundurinn er nokkuð þektur af kvæðum, sem birzt hafa eftir hann áður á prenti. En þetta er fyrsta ljóðabók hans. Mun þó erfitt að sjá að hún sé frúmsmíð. Og hver sem les ljóðin með at- hygli, mun finna, að höfundurinn hefir mikla lífsreynslu að baki sér, enda kominn hátt á fimtugs- aldur. Höfundurinn kemur inn á mörg viðfangsefni þjóðlífsins. Deilir hann á galla þess og lesti og tekur engum vetlingatökum á meinsemdunum. En í gegnum öll ljóðin skín göfgi, mannúð, drenglyndi, karlmenska, hrein- skilni og speki. Fyrsta kvæðið, Flugið, er í 2 köflum. Fyrri kaflinn lýsir venju- legri flugferð og því, sem fyrir augu ber: „Vor himnaför er sem heillandi draumur. Vér þjótum, vér þjótum, sem þruman fjær; oss falla að fótum fjöll og sær. Hvert býli og bær sig byrgir minkandi að fjallsins rótum.“ Og: „Fjall legst að fjalli firðirnir lokast; í blámann að baki bygðirnar þokast." Síðari kaflinn er um hugsjóna- flug mannssálarinnar: „En ekki geta allir, sem óska sér að fljúga, flogið yfir fjöllin, — þeir frá mega snúa.“ 'Æskumaðurinn hygst að hefja dáðríkt þjóðnytjastarf, en köld örlögin meina honum það. Hann verður fyrir vonbrigðum. Áhug- inn dofnar: „Pað er alt af eitthvað, sem aftrar og bindur. En við að mæna og vona verður margur blindur. Æfin þver — og óskir með ellinni dvína. Gamalmennin hugsa helzt um hvíluna sína.“ 1 kvæðinu: Ég syng, finnur skáldið hin hrífandi og göfgandi áhrif sönglistarinnar: „Ég syng til að létta mitt skap og skvetta úr skrokknum þvi eitri, sem pínir hann. Ég syng til að þægja þrá minni og bægja burt þrautum, sem leggjast sem farg á hann.“ Kvæðið Öfug kurteisi mun hitta og fjöldinn geta tileinkað sér efni þess. Þjódarhlynurinn er snildargott kvæði, þar sem tekið er drengi- lega á þjóðarmeinsemdunum og bent á leiðir út úr ógöngunum. Voriði kemur lyftir huganum upp frá daglega stritinu og opn- ar augu hins vinnandi verka- manns fyrir dásemdum vordísar- innar. Æskuhvöt og Bencling eru hreinar perlur handa æskulýðn- um. Skuggsjá er ljóslifandi mynd nútíma aldarfars, og um leið flett- ir höf. miskunnarlaust ofan af at- höfnum valdhafa og stjórnenda, svo að hvergi skeikar. Auga dauðans. Eðlileg en sönn sorgarsaga, sem oft hefir skeð og enn mun endurtaka sig um lengri eða skemmri tíma. Leitin. Þetta kvæði er stórfeng- legt skáldverk. Leitin að guði, þar sem sýnt er, að mennirnir hafa leitað hans „langt yfir skamt“ — leitað hans ofar skýj- unum, en ekki fundið hann í myndum náttúrunnar umhverfis sig og — í sjálfum sér. Barnsaugað, þessi fyrirferðar- litla vísa, er guðdómleg perla. Saga tjöldum sviftir er mikið kvæði, ort á 25 ára afmæli st. „Isfirðingur". „ísfirðingur" legg- ur til atlögu við Bakkus með æskunnar eldmóði og: „Eldur brann úr augum, orka svall í barmi, fann sér titra í taugum traust — og mátt í armi.“ Síðan bregður skáldið upp skýrri mynd af stjórnarfari Bakkusar konungs: „Bakkus ríkjum réði, rændi viti og menning. Víns í glaumi og gleði glotti nakin þrenning: Djöfull dygðaveikur, dýr, sem fýsnin brendi, dauði banableikur, — brugðin sigð í hendi.“ En „tsfirðingur" var ákveðinn að bera sigur úr býtum: „Buðlung böls og tára, Bakkus, sigra vildi’ ’ann. Brött þó risi bára bugast aldrei skildi’ ’ann." Og eftir mörg vopnaviðskifti hrundu virki konungs til grunna: „Brustu vínguðs vígi, virki að grunni hrundu . . .“ En svo komu Spánarsamningarnir til sögunnar: „Höndin höggi fagnað hafði skamma stundu, er af ilsku magnað aftur reis á grundu vígi spánskra veigá . . .“ En bót er í máli, að „ísfirð- ingur“ er ennþá starfshæfur, því að: „Hann er ennþá ungur, enn má honum treysta þegar straumur þungur þjakar vonarneista.“ Og: „Brýtur nýjar brautir, berst við illar vættir, sigrar þúsund þrautir, þiggur aldrei sættir." Þá eru síðast í bókinni fer- skeytlur og smákviðlingar. Um ættlerann kveður skáldið: „Hann er plága öllum á, eignast fáa vini, bogið strá með bælda þrá, brot af háu kyni.“ Og maurapúkinn, sem um eng- an hugsar, nema sitt eigið vesæla eg, með asklok fyrir himin, fær makiega útreið: „Lá á gulli, lítið gaf, léttur á mannorðsvogum, fleytti rjómann ofan af annara manna trogum." Með ljóðabók sinni hefir Geir- dal lagt drjúgan skerf til ís- lenzkra bókmenta. 20/2 1935. Gísli R. Bjarnason. Hafnflrðingar! Happdrættismiðar verða afhentir í dag frá hádegi til kl. 7 s. d. Valdemar Long. Sími 9288 og 9289. Skyndisala* Á morgun (mánudag) verður seld hraðfryst smálúða á að eins 25 au. V* kg. Jón & Stelngrimnr, simi 1240 (3 línur). NB. Sama verð gildir í öllum útsölum Jóns & Steingríms GirkuS"Stúlkan 34 ;. : 1 ; [ j ! vona, að hann hefði hent einhver óhamingja. Hún vissi hváða drykkju- og ofstopa-maður hann var, og slíka menn getur hæg- lega hent að rataj í ógæfu og deyja. Kvöld nokkurt þegar Romney var á ferðinni gegnum skóginn með byssu sína á öxlinni, mætti hann manni, sem heiisaði hon- um. Maðurinn var klæddur á bændavísu og Romney, bjóst við aÖ hér myndi einn af bændunum í nágrenninu vera á ferðinni. — Fyrirgefið, sagði maðurinn, og þegar Romney heyrði málróm hans, þekti hann að hér var maðurinn, sem hann hitti á leiðinni til London sama daginn og hann trúlofaði sig. — Nú, það eruð þér, sagði hann með rólegri röddu. Get ég nokkuð gert fyrir yður? ■ — Já, það er ég, sagði maðurinn lotningarfullur, ég var að hugsa um aÖ biðja yður að gera mér greiða. — Hvaða greiði er það? spurði Romney. — Ég er atvinnulaus og datt í hug að bjóða yður þjónustu mína. — Við hvað? — Ef til vill vantar yður skógarvörð, sagði maðurinn. — Hafið þér nokkru sinni verið það? — Það get ég varla sagt, en þó þekki ég dálítið til starfsins og er vel fær með byssu. — Þér getið gengið heim með mér og haft tal af ráðsmanninum, svo sjáum við hvað setur. Þegar þeir komu heim, sendi Romney boð eftir ráðsmanninum. Williams, svo nefndi maðurinn sig, hjálpaði Romney að losa af sér byssuna og skotfæratöskuna. Meðan þeir voru að þessu, opnuðust dyrnar og lafði Lisle kom fram á ganginn. Hún leit á þá og nam síðan staðar eins og hún væri negld við gólfið. Því næst bandaði hún með höndunum eins og hún vildi bægja frá sér einhverjum ósýnilegum verum. Romney hljóp til og vildi styðja hana, af því honum kom til hugar að kona sín væii að fallo) í öngvit. — Eva, ástin mín, hvað gengur að þér? Hún hallaði sér upp að honum náföl í andliti og barðist við að ná andanum, síðan snéri hún sér brosandi að honum. — En hvað ég get verið fáfengileg, Romney, sagði hún, en hvaÖ ég skammast mín. Romney lagði ekki frekari spurningar fyrir hana, heldur sagði þjónunum að hjálpa konu sinni að komast í rúmið. Skömmu síðar sendi Eva honum þau boð, að henni liði ágætlega. Um kvöldið þegar Romney sat í stofu sinni, heyrði hann fóta- tak úti fyrir, og það var engu líkara en hér væri á ferli maður, sem vildi vera varkár um sig. Romney gekk út og bar ljós með sér. Þegar hann kom út, féll bjarminn á andlit nýja skógarvarðar- ins, sem tók ofan lotningarfullur og virtist hvergi smeykur. — Nú, þaÖ eruð þér, sagðr Romney, hvað eruð þér að gera hérna? — Fyrirgefið, en það bar nauðsyn til þess, að ég kæmi hingað heim. — Hvaða nauðsyn? spurði Romney og virti manninn fyrir sér með rannsakandi augnaxáði. — Veiðiþjófarnir eru á ferl) í nótt, sagði Williams lágt. Það var drengur hér í þorpinu, sem færði mér þau skilaboð. — Hvar er ráðsmaðurinn ? spurði Romney. — Hann er drukkinn, svaraði Williams stuttlega. Ég fór til hans strax, en þá hafði einhver helt hann fullan. Nú sefur hann úr sér vímuna. Romney hugsaði sig um eitt augnablik, hafði síðan fataskifti, stakk marghleypxt í ^asa sinn og fylgdist með skógarverðinum. 26. KAPÍTULI. Romney og Williams fylgdust að út í myrkrið. Þeir gengu þög- ulir og hlið við hlið. Williams rataði jafnt um skóginn, hvort sem var myrkur eða bjart, það var engu líkara en hann væri fæddur til þess að vera skógarvörður. Brátt nálguðust þeir þjóðveginn. — Ég sé engin merki til þess, að hér sé neitt að athuga, sagði Romney, getur ekki verið, að þér hafið misskilið drenginn? Williams hristi höfuðið. — Nei, sagði hann lágt. Ég þori að veðja mínum síðasta dollar, að það kemur eitthvað fyrip í nótt. Það getur verið, að við séum of snemma á ferli, og það er alt og sumt. Viljið þér ekki bíða Alger óvissa um Berlínar- för John Simons. LONDON í gær. Undirbúningur er nú hafinn undir heimsókn Mr. Anthony Eden til Moskva og Varsjá. Á- ætlun um viðræðurnar er nú sam- in í samráði við ensku sendi- herrana í þessum borgum. Hins vegar hefir enn þá ekk- ert frézt um það frá Berlin, hve- nær fara eigi fram viðræður þeirra Sir John Simon og Herra Hitlers, en það er sagt fullum fetum, að herra von Ribbentrop muni ekki fara til London, eins og um hefir verið talað. Matvælaeitrnn. BERLIN í gær. Á Java hafa 80 manns beðið bana af matvælaeitrun. (FÚ.) Hðtel Borg. í dag kl. 372 til kl. 5 e. h. TÓNLEIKAR Dr. D. Zakál og Ungverjar hans. PÍ ANÓSÓLÓ Arthur Roseberry. Lokað milli 5'/2 og 7% SHAAUGLY5IN.CAR ALÞÝfllIRlACÚNl Hvað á ég að hafa í matinn á morgun? Beinlausan fisk, ýsu nýj- an stútung, nætursaltaðan fisk, kinnar, saltfisk, hausa, lifur og hrogn. Alt i síma 1689. Látið ekki ginnast af skrum- auglýsingum. Fyrir 1 kr. fáið þér 2 heita rétti og'kaffi. Maístofan, Tryggvagötu 6. Við hreinsum fiður úr sængur- fötum yðar samdægurs. Fiður- hreinsun íslands. Aðalstræti 9 B Sími 4520. Jðrðln Selkot í Þingvallas”eit fæst til kaups í næstu fardögum. Upplýsingar gefur Gisli Björnsson, Bergþórugctu 23. Jðrðin Syðri - Rafnkelsstaðtr í Gerðahreppi ei til sölu Jörðin er laus til ábúðar í næstu fardögum. Semja ber við Pál Magnússon lög- fræðing í Reykjavík eða við undiritaðann. Skiftaráðandinn í Gullbringu- og Kjósar-sýslu. 9. marz 1935. Ragnar Jónsson, settur. Mislitn léreftsfötin handa börnnm ern komin. Einnig samfestingar, margir litir. Kackiföt, brún, og allar stærðir af bláum vinnufötum handa börnum og fullorðnum o. m. fl. Sokkabúðin, Langavegi 42. hér um stund meðan ég fer og athuga þetta betur? Þeir komai úr þessum skógarjaðri. Williams skreið á fjórum fótum og gætti vel að öllum, sem fóru um þjóðveginn. Nokkrar mínútur liðu. Alt í einu heyrði hann fótatak á veginum. Það var orðið svo framorðið, að varla Þgat átt sér staÖ, að hér væru fótgangandi menn á ferli, en ef hér væri um veiðiþjóf að ræða, þá myndi hann læðast. Meðan hann reyndi að ganga úr skugga; um þetta, heyrði hann hvar maður kom hinum megin á veginum. Williams lá grafkyr og at- hugaði alt, sem fram fór. Nú mættust fótgöngumennirnir beint framundan þar sem Wil- liams lá í leyni. MaÖurinn sem kom frá vinstri sagði hvatskeyts- lega: — Gott kvöld. Williams þekti röddina. Það var Parker lög- regluþjónn. — Gott kvöld, svaraði hinn, og Williams hrökk saman þegar hann heyrði málróminn. Gott kvöld, sagði ókunni maðurinn aft- ur. Það var hepni að ég skyldi rekast á yður. Getið þér sagt mér hvað er langt til næsta veitingahúss ? — Það er um það bil míla, svaraði lögregluþjónninn. — Ég á við veitingahúsið! í skóginum, sagði ókunni maðurinn. — Já, sagði lögregluþjónninn og lét bjarmann af vasaljósi sínu falla á andlit ókunna mannsins. í sama bili þaut Williams úr felustað sínum, og muiiaði minstu að hann æpti upp yfir sig. Hann hætti þó við það og lagðist aftur í hið gamla leyni sitt og reyndi að heyra eins mikið og auöið var af samtali þeirra. — Mér datt í hug að það væruð þér, herra. Mér virtist ég þekkja málróminn. Mr. Lisle, þér eruð náttúrlega á leið til hall- arinnar. Viljið þér ekki að ég verði yður samferða og lýsi yður? — Nei, þakka yður fyrir, það er orðið svo framorðið, að ég vil ekki ónáða lafði Lislel í kvöld. Líður henni ekki vel? — Jú, henni líður ágætlega, það er falleg kona og viðmótsþýð, enda láta allir. vel yfir henni. — Hefir frændi minn, Lisle lávarður, verið á dýraveiðum nýlega? Það er þó ekki, vænti ég, fjölgað hjá þeim? — Nei, herra, en þér eruð að hugsa um að fara ekki til hallar- innar í kvöld. — Nei, svaraði Giffard Lisle. En það væri gott ef þér vilduð

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.