Alþýðublaðið - 10.03.1935, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 10.03.1935, Blaðsíða 1
AMðifloktefélk _ mys C ^llstann við kosningarnar f útvarpsráð! Varist sprengilistann! RlfSTJÓRI: F. R. VALDEMARSSON ÚTGEFANDI: ALÞÝÐUFLOKKURINN XVI. ARGANGUR. SUNNÚDAGINN 10. MARZ 1935. 68. TÖLUBLAÐ Kjósið lista Alpýðu- flokksins í útvarps- ráð: C-listann. Bort með ihaldið! Oplnber atkvæðagreiðsla i Hæstarétti. Frumvarp um breytingar á lögunum um Hæstarétt var lagt fram á alþingi 1 gær. T ö GFRÆÐINGANEFNDIN, sem skipuð var á síðasta alþingi til að athuga og gera tillögur um breytingar á lögunum um Hæstarétt hefir nu skilað áliti og bera tveir nefndarmennirnir Stefán Jóhann Stefánsson og Bergur Jónsson fram frum- varp um breytingar á lögunum um Hæstarétt. Var pað lagt fram á alþingi í gær. Veigamestabreytingin, sem gerðverðuráHæsta- rétti samkvæmt frumvarpinu er, að atkvæðagreiðsla dómara skuli vera opinber og ef ágreiningur verði milli þeirra um dóma, skuli almenningi verða ljóst i hverju hann sé fólginn, Auk þessa verða skil- yrðin fyrir því, að geta orðið hæstaréttardómarar og varadómarar rýmkuð mjög frá því sem nú er. Einar Arnórsson hæstaréttardómari vai þriðji mað- ur í nefndinni og er hann i öllura höfuðatriðum samþykkur frumvarpinu. I lögfræðinganefndinni, sem skipuð var á síðasta alþingi, og sem stendur að frumvarpinu, áttu sæti Stefán Jóh. Stefánsson hæsta- réttarmálafærslumaður, Bergur Jónsson sýslumaður og Einar Arnórsson hæstaréttardómari. Eru nefndarmenn allir í höfuð- atriðum sammála um frumvarp- ið. Einar Arnórsson hefir þó lýst yfir því, að hann teldi ekki heppi- legt, að hið svokallaða dómara- próf yrði úr gildi felt. Frumvarpið hefir að geyma all- miklar breytingar á lögunum um Hæstarétt, og hefir orðið tölu- verð barátta um sumar þeirra, t. d. um opinberu atkvæðagreiðsl- una. Opinber atkvæðagreiðsla, Um veigamesta atriði frurn- varpsins, opinberu atkvæða- gœiðsluna, segir í 13. greinfrum- varpsins: „Niðurlag dóms eða úrskurðar skal lesa upp: í dóm® í heyranda hljóði. Að því loknu skal þess getið, ef ágreiningur hefir verið um niðurstöðu, og lesa þá upp á sama hátt niðurlag ágreinings- atkvæðis. Alla dóma hœstaréttar og úr- skurdi og öll ágreiningsatridi skal ordrétt birta jafnhardaji í dómasafni hans, snda fijlgi hverju bindi af pví rœkilsgt efnisyfirlit. Sá af dómendum, sem dómurinn felur það, annist útgáfu dóma- safnsins og fyrir þá þóknun, sem dómurinn ákveður." Og í greinargerð fyrir þessari breytingu segir meðal annars: „Aðalbreytingin er sú, að svo verði um búið, að almenningur geti jafnan átt þess kost aðkynna sér það, hvort allir dómendur hafi verið sammála um dóms- úrlausnir hæstaréttar. Yrði því þá lýst jafnharðan og dómur er upp sagður, hvort ágreiningur hefði verið um niðurstöðu, og sú nið- urstaða þá birt, en síðan öll á- greiningsatkvæði birt í dóma- safni réttarins, alveg eins og sjálfir dómarnir. Par með fá allir þeir, er vilja, sannar og réttar upplýsingar um ágreining dómenda, og getafeng- ið þá 'fræðslu af ágreiningsat- kvæðum, sem vitanlega oft má fó.“ Með þessari breytingu ergeng- ið inn á þá braut, að hæstiréttur skuli starfa fyrir opnum tjöld- um. Eykur það ábyrgðartilfinn- ingu dómaranna, því að með því verða þeir hver og einn að bera ábyrgð á afstöðu sinni og dómum fyrir allri þjóðirini.. Fær og almenningur meiri upp- lýsingar með þessu um starfsemi réttarins en verið hefir. Um tilhögun ráðagerða dómar- anna, samningu frumvarpa að dómum og ákvörðun hans eru ákvæði frumvarpsins mjög svo eins og nú er í reyndinni og hefir reynst hagfeld vinnubrögð. Hins vegar þykir það einsætt, að dómararnir skifti með sér samningu dómsfrumvarpa. Er það bæði sanngjarnt og svo má þá hverju sinni fela hvert einstakt mál að þessu leyti þeim dómar- anum, sem kann að hafa bezta þekkingu á sakarefni. Pað virðist engin ástæða til að gera að þessu leyti upp á milli Kosningin í útvarpsráð hófst hér i bænum 1. pessa mánaðar. Á þeim 8 dögum, sem kjörstofan hefir verið op- in hafa alls neytt atkvæðis- réttar síns um 1100 kjósenöur. Er pað lítil páttaka pegar pess er gætt, að á kjörskrá hér i Reykjavik eru 4700 kjósendur. Það er vitað, að íhaldsflokkur- inn leggur mikla áherzlu á þessa kosningu og smalar öllu sínu liði. Það ætlar að reyna að koma Magnúsi Jónssyni prófessor í út- varpsráð og byggir aðalvon' sína um að það takist á tómlæti í- haldsandstæðinga um þessakosn- ingu. Kosningin í útvarpsráð er eins áríðandi eins og hver önnur kosn- ing, er víðsýnir menn, sem unna framförum og umbótum, berjast gegn íhaldinu. Það er því hin mesta fásinna af mönnum aÖ á- líta, að kosning þessi sé ekki á- ríðandi. Við kosningarnar síðustu fékk & STEFÁN JÓH. STEFÁNSSON. forseta og hinna dómarannia. For- seti verður jafnan eins starfhæf- ur og þeir, eins og nú er um hag embættismanna búið. Það er ekki heldur nokkur ástæða til þess, að hann segi síðast til um tillögur sínar eða álit. Því er það látið felast í tillögum frumvarps- ins, að forseti semji frumvörp að dómum að sínum hluta eins og hinir. Rýmkuii á skilyrðum fyr- ir pvi að verða dómarar. Önnur merkasta breytingin á. lögunum, sein frun\narpið gerir ráð fyrir, er niðurfelling hins svo- kallaða dómaraprófs. Til þessa hefir það verið1 í lög- um, að sá, sem ætlaði að verða dómaii í hæstarétti, yrði að ganga undir prófþraut hjá hæsta- rétti. Um þetta atriði segir meðal pnnars í greinargerð: „Ákvæði þetta, um að dómara- efni skuli ganga undir sérstakt próf í hæstarétti, var á sínum tíma teldð upp úr dönskum lög- um, en er óþekt í öllum öðrum löndum, samkvæmt upplýsingum (Frh. á 4. síðu.) listi Otvarpsnotendafélags Reykja- víkur meiri hluta atkvæða. Þá átti ekki að kjósa nema einn mann. Nú er kosningabaráttan harðari, og þar sem það er reynt, að and- stæðingar íhaldsins eru þroskaðri í opinberum málum og fylgjast betur með en það, ætti iþeim ekki að veitast örðugt að halda sömu aðstöðu og listi þeirra fékk siðastliðið sumar, en það þýðir, að C-listinn fær þá báða kosna, Jón Eyþórsson og Emil Jónsson, því að ekki er hægt að gera ráð fyrir því, að listi Pálma rektors, sprengilistinn, fái nema þau fáu atkvæði, sem Bændaflokkurinn getur reitt sarnan handa honum. Alþýðublaðið hvetur alla and- stæðinga ihaldsins að kjósa sem allra fyrst og fylkja sér um C- listann. Kjörstofan er á Lælqartorgi 1. húsi Páls Stefánssonar, herbergi nr. 10. Kjósið C-Iistann, lista vina út- varpsins. 1100 manns haf akosið 1 útvarpsráð. AlÞýðaEnenn og allir Vrfálslyndir menn verða aðfylk|a sér á kjörstofnna og kJésaC"lfstann. Balkanríkin hervæöast af kappi. Júgóslavía, Rúmenía og Tyrkland hóta strí ði, ef Búlgar ía sendiher inn í Mab edóniu. EINKASKEYTl TIL ALÞÝÐUBL. KAUPMANNAH ÖFN í gæhkveldi, UNSKA BLAÐIÐ „Daily Express“ flytur pá frétt frá Sofia, að útlitið á Balkanskaga sé stöðugt að verða ískyggilegra. Stjórnin í Belgrad hefir gef- ið út opinbera yfirlýsingu þess efnis, að Júgóslavía Rúmenía og Tyrkland muni tafarlaust grípa til vopna og veita Grikklandi lið, eins og þeim beri skylda til samkvæmt Balkansamningnum, ef Búlg- aría skyidi gera allra minstu tilraun til þess að notfæra sér borgarastyrjöldina í Grikklandi til þess að senda her inn í Makedóníu. Jafnframt er símað frá London, að erindrekar frá tyrknesku stjórninni hafi gert þar stórkostleg innkaup ástál- hjálmum, hermannastigvélum, khakiefnum og öðr- um hernaðanþörfum. JEVTITCH, forsætis- og utan- ríkis-ráðherra Júgóslavíu. ,5 Fréttastofa þýzku stjórnarinnar j flytur þá frétt, einnig frá Sofia, j að uppreisnin sé stöðugt að magnast í Þrakíu og Makedóníu, að tugir þúsunda af sjálfboða- liðum streymi til uppreisnarhers- ins og heilar hersveitir úr liði stjórnarinnar hafi neitað að berj- ast og gengiið í lið með uppreisn- armönnum. Hins vegar tilkynnir stjórnin í Aþenu opinberlega, að hún hafi : í öllum höndum við uppreisnar- menn, að herinn haldi fullkom- inni trygð við hana, og það sé aðeins veðurvonzku að kenna, að enn hafi ekki verið hægt að bæla, uppreisnina niður að fullu. STAMPEN Stjórnmálamenn óttast útlitið á Balkanskaga. LONDON í gærkveldi. (FB.) Frekari áreiðanlegar fregnir um viðureignir stjórnarliðsins og uppreistarmanna í Grikklandi hafa ekki borist, og er talið, að veðurfar hindri, að til úrslita verði barist á- landi. TaDdarduflin verða óslgrandi varnartæki í næsta éfriði. Einkaskeyti frá fréttaritara ALÞÝÐUBLAÐSINS um milliríkjamál KAUPMANNAHÖFN í gærkvieldi, UNDURDUFLIN, sem gerðu allar siglingaleiðir ótryggar á stríðsárunum 1914—1918, eru mönnum enn í fersku minni. En alt bendir þó til þess, að tundurduflin verði notuð ennþá meira í næsta stríði. 1 því efni hefi ég fyrir mér alveg nýjar upp- lýsingar frá Englandi, sem sýna, hve gífurlega áherzlu stjórn enska flotans liefir lagt á það í allra seinustu tíð, að fullkomna tund- urduflin og útbúnað þeirra skipa, sem ætluð eru til tundurdufla- lagninga. Fjöldamörgum enskum herskip- um hefir verið breytt til þess að þau gætu lagt út tundurdufl. Stærst þeirra er herskipið „Ad- venture", sem áður var beitiskip, en hefir nú verið breytt þannig, að það getur flutt með sér 310 tundurdufl og lagt þau út. Þá hefir og 4 strandvarnarskip- um verið breytt í sama tilgangi, og margir af nýjustu tundurspill- um enska flotans, svo sem „Ex- press“, sem getur farið 10 000 kílómetra langa leið án þess að endurnýja kola- og olíu-forða sinn, eru útbúnir með vélum til þess að leggja út tundurdufl. Sama er að segja um aðstoðar- herskipið „Grimsby“, sem var bygt í fyrra. Loks er búiÖ að smíða nokkra kafbáta og aðrir í smíðum, sem eru þannig gerðir, að þeir geta flutt með sér töluverðan forða af tundurduflum. Þá hefir ekki síður verið lögð áherzla á það, að finna upp og framleiða riýjar tegundir af tund- urduflum. Sumar þeirra eru gerðar með það fyrir augum, að verja með þeim hafnir og árósa. Otbúnaði þeirra er haldið stranglega leynd- um, en hann er sagður vera þann- ig, að fjarlægar stöðvar, sem standa í sambandi við tundur- duflin, verði þess varar undir eins, meira að segja í myrkri og þoku, ef fjandsamleg skip koma inn á verkanasvæði þeirra, og geti þá látið tundurduflin springa á hvaða augnabliki sem er. Önnur tegund tundurdufla, sem nýlega hefir verið fundin upp, er þannig, að ekki er hægt að finna, þau og fiska þau upp með neti eins og algengt var í styrjöldinni 1914—1918. Þessi nýju tundurdufl eru þannig gerð, að akkerisfestin, sem þau liggja við, opnast þegar netið rekst á hana, og sleppir því í gegn, en festir tundurduflið strax aftur við akkerið. Otbúnaðinum, sem gerir þessa ótrúlegu hluti mögulega, er hald- ið stranglega leyndum. DIPLOMATUS. Um hina fyrirhuguðu árás upp-, reistarmanna á Saloniki hefir ekki frézt meira enn sem komið er. Frá Genf hafa borist fregnir um, að Antonoff, fulltrúi Búlg- ara, hafi sent Avenol bréf þess efnis, að hann afturkalli orðsend- inguna viðvíkjandi liðsafnaði Tyrkja. Er því máli þar með lok- ið, að því er til afskifta Þjóða- bandalagsins kemur. 1 bréfi sínu segir Antonoff, að viðræður um þessi mál fari nú fram milli stjórnarvaldanma) i So- fia og Angora. Bendir það til, að ríkisstjórnir Búlgaríu ogTyrk- lands ætli að jafna þessi ágrein- ingsmál síh á milli. Hins vegar er fullyrt, að stjórn- málamenn stórveldanna hafi mikl- ar áhyggjur af því, hvernig horf- ir um þessi mál, því að þeir ótt- ist að erfiðleikar á Balkan séu þess valdandi, að Búlganar hafi tekið þessa stefnu, og eitthvað sé þarna á bak við, sem ekki er komið í ljós enn. (United Press.) Fregnimum af ástandinu á Baikanskaga mótmælt. LONDON, í gærkveldi. Ýmsir stjórnmálamenn eru i (Frh. á 4. síðu.) Stlórnatskifti talin ötajá- kvæmiieg i Noregi. — OSLO í gærkveldi. (FB.) Fulltrúar norska Bændaflokks- ins í fjárliagsnefnd hafa lagt til, að lagður verði á söluskattur til þess að afla tekna vegna kreppu- ráðstafana höfuðatvinnuvegunum til styrktar, svo sem jarðrækt, skógrækt og fiskveiðum. Gizka þeir á, að skatturinn muni nema 30 millj. króna. — Fulltrúar hægri og vinstri flokkanna hafa varað við, að grípa til slftra ráða sem þessara til tekjuöflunar. Fjárlagaumræðurnar hefjast ekki fyr en mánudag 18. marz samkvæmt beiðni ríkisstjórnar- innar. Evenrud vinstri flokks leiðtogi telur víst, í grein, sem birzt hef- ir í blaði hans j Oslo, að til stjórnarskifta komi innan skamms.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.