Alþýðublaðið - 15.03.1935, Blaðsíða 1
AiþýðnflokEisfólk
HÍ5
c
~listaim
við bosningarnar
fi útvarpsráð!
Varist sprengilistann!
RirSTJÓRI: F. R. VALDEMARSSON
ÚTGEFANDI: ALÞÝÐUFLOKKURINN
XVI. ÁRGANGUR.
FÖSTUDAGINN 15. MARZ 1935.
73. TÖLUBLAÐ
Frumvarp nm ðryggismil
verkalýðsins flutt af Héðni Valdi*
marssyni og Emil Jénssynl.
HÉÐINN VALDIMARSSON og
Emil Jónsson bera fram
fiumvarp á alþingi um viðauka
við iögin um eftirlit með verk-
smiðjum og vélum.
fjailar frumvarpið um að sett
verði strangt eftirlit með skip-
um, sem koma hingað, og at-
vinnutækjum við höfnina, einnig
að sett verði strangt eftirlit með
vinnupöllum.
Éins og kunnugt er, hafa mörg
slys orðið við uppskipun hér við
höfnina og eins við húsabygging-
ar. Hafa verklýðsfélögin og þá
fyrst og fremst verkamannafélag-
ið Dagsbrún haft þetta mál til
fcekilegrar meðferðar hvað eftir
ánnað og sampykt meðal annars
öryggisreglur, sem fara skyldi
eftir við höfnina, en erfiðlega hef-
ir gengið að fá þeim framfylgt.
Er því engin vanþörf á lögum
íða neglugerðum um þetta mál.
í frumvarpinu segir m. a.:
Atvinnumálaráðherra er heimilt
að setja í reglugerð ákvæði um:
Eftirlit með fermingu, afferm-
ingu og annari afgreiðslu skipa
hér við land, til verndar lífi og
heilsu verkamanna, sem að því
starfi vinna, og annara.
Skal eftirlitið meðal annars ná
til véla og annara tækja, sem
notuð eru við vinnuna, hvort held-
ur á landi' eða í skipi.
I reglugerðinni má setja nánari
fyrirmæli um starfsháttu, tilhög-
un við vinnuna og aðbúnað verka-
fólks á staðnum, einnig er honum
heimilt að setja í reglugerð á-
kvæði um gerð og frágang verk-
palla við hvers konar vinnu og
um eftirlit með þeim.
Um eftirlitið fer eftir ákvæðum
laga nr. 24 frá 1928, þar á með-
al um gjöld fyrir eftirlitið, sem
greiðist af eigendum skoðunar-
skyldra tækja og vinnustaða, sem
eftirlit er framkvæmt með, sam-
kvæmt gjaldskrá, sem sett verður,
svo og nm refsingu fyrir brot á
þessum lögum og xeglugerðum,
sem settar verða í samræmi við
þau. Þar, sem hentugt þykir, get-
ur ráðherra falið lögreglustjóra
að sjá um eftirlit samkvæmt lög-
um þessum.
Ákvæði þessara laga og eftirlit
samkvæmt þeim rýrir ekki á
neinn hátt ábyrgð, sem eigendur
skoðunarskyldra tækja og vinnu-
staða eða aðrir bera á þeim slys-
um, sem fyrir kunna að koma.
1 greinargerð fyrir frumvarpinu
segir:
Frumvarp þetta er flutt vegna
þess, að 1. nr. 24 frá 7. maí 1928,
um eftirlit með verksmiðjum og
l vélum, ná ekki nema að nokkru
leyti yfir eftirlit með vélum
þeim og vinnustöðum, er hér um
ræðir, en einmitt við þess konar
vinnu eru slys einna tíðust og
hættulegust. T. d. hafa nú frá
nýjári orðið tvö stórslys í Reykja-
vík vegna lélegs útbúnaðar við
uppskipun. Þá eru og slýs á
vinnupöllum alltíð. En úr þessari
slysahættu yrði verulega bætt
með nægilega ströngu eftirliti.
Togarafélag Isfirðinga
iýsir sig glaldjprota. Bæjarstjérn Isafjarðar
óskar að fá togarann „Hávarð Isfirðing“
leigðan.
TOGARAFÉLAG ISFIRÐINGA
hf. á ísafirði lýsti yfir gjald-
þroti sínu á laugardaginn, og fer
rannsókn út af gjaldþrotinu fram
þessa dagana á Isafirði.
Gjaldþrot þetta er eitt hið
stærsta, sem orðið hefir á Isa-
ifirði í seinni tíð. Mun alt hlutafé
togarafélagsins, urn 300—400 þús-
und krónur vera tapað.
Togarafélag Isfirðinga var
stofnað árið 1926 og hefir frá
byrjun verið undir stjórn íhalds-
manna. Framkvæmdastjóri þess
var fyrst Tryggvi Jóakimsson
kaupmaður. En hann lét af starf-
inu fyrir 2 árum og mun þá þegar
hafa verið komin hin rnesta óreiða
á fjárhag félagsins. Síðustu 2 árin
hefir Matthías Ásgeirsson, fyrrum
sýsluskrifari, verið framkvæmda-
stjóri félagsins.
Félagið hefir notið nokkurs
stuðnings af bæjarstjórn Isafjarð-
ar, eftirgjafa á vörugjöldum, út-
svörum o. fl.
Togari félagsins, „Hávarður Is-
firðingur" er nýkominn frá Eng-
landi, og mun bæjarstjórn ísa-
fjarðar hafa hug á að fá hann
leigðan eða keyptan til þess að
forða sjómönnum og verkamönn-
um frá yfirvofandi atvinnuleysi.
Væntanlega sér ríkisstjórnin og
bankarnir sér fært að styðja bæj-
arstjórnina til þess, ef með þarf.
Benedikt
Jóhannesson
hefir faisað 12 víxla.
Benedikt Jóhannesson hefir við-
urkent að hafa falsað alls 12
víxla, en tókst ekki að selja nema
11.
Alls er Benedikt samþykkjandi
að 17 víxlum; í bönkunum, en lík-
legt er, að 6 af þeim séu ófals-
aðir.
Einn maður hefir verið tekinn
fastur, grunaður um að hafa verið
í vitorði með Benedikt, en ekkert
mun hafa sannast á hann enn sem
komið er.
Færeyski kútteriim
„Langanes“ kominn til
Reykjavíkur.
Færeyska seglskipið „Lillie"
fann kútterinn „Langanes" í fyrri
nótt um 20 sjómílur út af Sel-
vogsbanka.
Setti „Lillie" þegar 7 menn um
borð í kútterinn. Bar þá „Hvid-
björnen“ að, og dró hann skipið
inn til Reykjavíkur í gærkveldi.
Skipið er mikið brotið ofan
þilja, báðar siglur brotnar, borð-
stokkurinn brotinn á tveim stöð-
um og rúður brotnar í stýrishúsi.
Annars er stýrisumbúnaður í lagi
og skipið ólekt.
Sjö þjófar
dæmdir i gær.
IGÆR voru kveðnir upp dóm-
ar yfir mönnunum, sem
rændu töskunni af stúlkunni á
Laufásveginum um daginn. Enn
fremur var dómur kveðinn upp
yfir félögum þeirra, sem höfðu
tekið þátt í ýmsum þjófnuðum
með þeim. ' '
Stefán Agnar Magnússon og
Mons Olsen voru dæmdir í 8
mánaða betrunarhússvinnu hvor
óskilorðsbundið.
Ólafur Óskar Guðmundsson,
Þorlákur Hannibal Guðmundsson
og Alfred Antonsson voru dæmd-
ijr í 6 imánaða fangelsi hver, skil-
orðsbundið.
Einnig voru tveir menn, sem
framið höfðu þjófnaði með Al-
fred, dæmdir í 30 daga fangelsi
hvor, óskilorðsbundið.
Kjósið lista Alpýðu-
flokksins í útvarps-
ráð:
C-listann.
Bart með fhalðið!
á Grikklandi.
Eignir uppreisnarmanna gerðar npp«
tækar um alt landið. §
VerOnr Georg Bretaprlns teklnn tll konungs T
Trúiof&n Frióriks krónprins
og Ingrld prinsessu oplnberuð.
EINKASKEYTl TIL ALÞÝÐUBL. KAUPMANNAH ÖFN I moijgun.
J MÖRGUM aðalblöðum Evrópu er nu opinberlega
rætt um möguleika á pví, að konungsdæmið
verði endurreist á Grikklandi og yngsti sonur
Georgs Bretakonungs, Georg hertogi af Kent, sem
í faaust kvæntist Marínu prinsessu af Grikklandi,
verði tekin par til konungs.
En þeir, sem bezt pekkja til, telja pó meiri
líkur til þess, að stofnuð verði fazistísk einræðis-
stjórn, eftir fordæmi Hitlers. Sérsfaklega berst
Kondylis hershöfðingi fyrir pví, en hann er nú, eft-
ir uppreisnina, talin mestu ráðandi maður í grísku
stjórninni.
Kondylis hafa í viðtali við
blaðamenn farist orð á eftirfar-
andi hátt, um hinar fazistisku fyr-
irætlanir sínar:
„Gríska þjóðin er í þann veg-
inn að endurfæðast. Tiltrú manna
og álit á ríkisvaldinu hefir nú
verið rétt við. Eins og Hitler
endurskipulagði þýzku þjóðina,
eins imunum við gera tilraun til
þess að blása nýju lífi í hina
grísku þjóð og gefa henni nýjar
hugsjónir. Við ætlum að gera
enda á allri óeiningu og innbyrðis
ófriði á meðal þjóðarinnar.
Stefnuskrá okkar í innanlands-
málum verður í öllum verulegum
atriðum sú sama og stefnuskrá
Hitlers.“
FRIÐRIK KRÓNPRINZ.
EINKASKEYTI
TIL ALÞÝÐUBLAÐSINS
KAUPMANNAHÖFN í mioriguin.
OPINBER TILKYNNING frá
konungi og drotningu var
gefin út i morgun og var svo-
hljóðandi:
„Konungur og drotning hafa
þá miklu ánægju að tilkynna,
að Friðrik krónprinz hefir op-
inberað trúlofun sína og Ingrid
prinzessu af Svípjöð.14
STAMPEN.
Um mánaðamótin janúar og fe-
brúar bárust hingað fregnir frá
fréttaritara Alþýðublaðsins í
Kaupmannahöfn um að trúlofun
Friðriks krónprinz og Ingrid
prinzessu væri í vændurn.
Fór Friðrik krónprinz til Stokk-
hólms, og var látið í veðri vaka,
að hann færi þangað til að vera
viðstaddur hljómleika kennara
síns í tónlist, Georgs Hoebergs,
en hinn raunverulegi tilgangur
fararinnar var þó talin vera opin-
berun trúlofunarinnar, en af því
varð þó ekki fyr en nú.
Friðrik krónprinz var árið 1922
trúlofaður Olgu prinzessu af
Grikklandi, sem nú er gift Páli
ríkisstjóra í Júgóslavíu. .Krón-
Skip, hlaðið uppreisn-
armönnum, afvopnað og
tekið f ast við eynaLesbos..
Frá Aþenu er símað, að skip
GEORG, hertogi af Kent,
og MARIANA prinzessa.
hlaðið uppreisnarmönnum, hafi
komið frá Kretu til eyjarinnar Les-
bos á fimtudaginn án þess að
hafa nokkra hugmynd um það, að
uppreisnin var þar á enda og eyj-
an var aftur gengin stjórninni í
Aþenu á hönd.
Uppreisnarmennirnir voru af»
vopnaðir og teknir fastir undir
eins og þeir voru komnir í land.
Venizelos ætlar að end-
urgreiða peningana, sem
uppreisnarmenn tóku á
Kretu.
Venizelos hefir símað til stjórn-
arinnar í Aþenu, aÖ hann ætli
að endurgreiða alla þá peninga,
sem hann hafi tekið úr útibúi
ríkissjóðsins á Kretu á meðan á
uppreisninni stóð. Hann lýsir því
yfir í símskeytinu, að hann sé
sjálfur ábyrgur fyrir þeirri upp-
(Frh. á 4. síðu.)
INGRID PRINZESSA 1 SVIÞJÓÐ.
prinzinn er fæddur 11. marz 1899
og er því 36 ára gamall.
Ingrid prinzessa er einkadóttir
Gústafs Adolf ríkiserfingja í Sví-
þjóð. Hún er fædd 28. marz 1910
og er því 25 ára gömul..
Fellar norska stjórnlnídag?
011 norsk blöö búast við vantransti á
rikisstjórnina vidatkvæðag *e ðsiuna
om f járlögin.
OSLO í gærkveldi. FB.
P JÁRLAGAUMR ÆÐURNAR
byrjuðu í Stórþinginu ár-
degis í idag.
Síaoning boðar_Dý]ar kosnfngar.
í þeim kosningum verður barist um
afnám Landsþingsins.
KALUNDBORG í gærkveldi.
1 danska þjóðþinginu fara í
dag fram umræður um breytingar
þær á grundvallarlögunum, sem
fyrir hafa legið undanfarið.
Megindeilurnar standa um það,
hvort afnema eigi Landsþingið
eða ekki. Talsmenn stjórnarflokk-
anna mæltu með því í dag, en á
móti því töluðu Holstein greifi og
íhaldsmaðurinn Ole Björn Kraft.
Hann taldi að vísu æskilegar
nokkrar breytingar á stjórnskipu-
lögunum, en ekki í þá átt, sem
tillögur stjórnarflokkanna gerðu
ráð fyrir. Holstein sagðist vænta
þess, að Landsþingið skæri til-
lögurnar niður afdráttarlaust.
Stauning forsætisráðherra talaði
í kvöld og-mælti með br.eytíngar-
tillögu stjórnarflokkanna.
Hann sagði, að við væntan-
legar kosningar myndi stjórnin
Ieggja mikla áherzlu á pessi
mál, og virtist svo, sem al-
menningur væri nú fremur fylgj-
andi pvi en áður, að Lands-
þingið yrði afnumið. Hann sagði,
að stjórnin myndi leggja alt
kapp á pað í kosningunum að
að halda meiri hluta sínum i
Þjóðpinginu og að fá meiri
hluta i Landspinginu. (FÚ.)
Leikkvöld Mentaskólans.
Sjónleikurinn „Henrik og Per-
nilla“ eftir Holberg verður sýnd-
úr í kvöld.
Mowinckel forsáetisráðherra bað
þegar um orðið og flutti alílanga
og ítarlega ræðu.
Hann kömst svo áð orði, að
bezti grundvöllur allrar kreppu-
hjálpar væri heilbrigt, traust fjár-
hagslíf og'örugg fjármálástjórn.
Hann kvað ríkisstjórninni þykja
nauðsýn bera til að krefjast þess,
að tekin yrði örugg, ákveðin
stefná, og bæri hann því franý
tillögu þess efnis, að Stórþingið
lýsíi sig mótfallið því, að útgjöld-
in á fjárlagafrumvarpinu væri
hækkuð með því móti, að taka
yrði lán eÖa auka skatta.
Jahn fjármálaráðherra gaf yfir-
lit yfir fjárhagsástandið. Talið er,
að í Stórþinginu sé meiri hluti,
sem samþykkur sé útgjaldaaukn-
ingu, er nemi 17 milljónum króna,
sé gengið út frá því, að Alþýðu-
flokkurinn greiði atkvæði með
tillögum Bændaflokksins. Jahn
ráðherra aðvaraði eindregið gegn
útgjaidaaukningu. „Við vitum
ekki hvort vinnufriðurinn helzt,“
sagði hann, „og vér höfum enga
vissu fyrir, að tekjurnar verði eins
(Frh. á 4. síðu.)