Alþýðublaðið - 03.04.1935, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 03.04.1935, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGINN 3. apríl 1935. ALPÝÐUB L A ÐIÐ Sviss heimtar að þýzki fiótta- maðurinn, sem Nazistar rændu, verði látinn iaus. LONDON í gærkveldi. Utanríkisráðberra Sviss las í dag í senatinu síðustu orðsend- inguna, sem svissneska stjórnin hefir sent þýzku stjórninni út af handtöku Berthold Jakobs blaða- manns. Fióttamanninum var rænt, að undirlagi pýzku lögreglunnar, á svissneskti jörð. Or'ðsendingin er mjög ákveðin og skýlaus, og er þar tekið fram, að stjórnin í Sviss hafi í hönd- unum gögn til sönnunar pví, að Jakob hafi beinlínis verið rænt að undirlagi pýzks lögregluvalds, og krefst stjórnin pess, að hann sé tafarlaust iátinn laus og sendur aftur til Sviss, og að séð verði um, að peir, sem stóðu að pví að nema hann á brott, íái makleg málagjöld. Svissneska stjórnin segist treysta pví enn fremur, að pýzka, stjórnin sjái svo um, að slíkir atburðir komi ekki fyrir oftar. Sendiherra Sviss í Berlín af- henti orðsendingu pessa í gær með peim ummælum, að sviss- neska stjórnin gerði sér ekkert annað að góðu í pessu máli en að manninum yrði skilað á sviss- neska grund nú pegar og skil- yrðislaust. Annars teldi hún Sviss misboðið sem sjálfstæðu landi. Þýzk stjórnarvöld báru á móti því, að þeim bæri nokkur skylda til pess, að skila Berthold Jakob til Sviss, en lofuðu skriflegu svari við orðsendingunni. Sviss heimtar málið lagt fyrir gerðardóm, ef þýzka stjórnin neitar. Þegar utanríkisráðherrann hafði lokið lestri orðsendingarinnar, sagði hann, að ef þýzba stjórnin yrði ekki við kröfum svissnesku stjórnarinnar í pessu máli, myndi Sviss, samkvæmt þýzk-svissneska samningnum, krefjast pess, að þetta deilumál yrði lagt í gerð- ardóm. Hann kvað svissnesku stjórnina vera ákveðna í pví, að láta ekki undan fyr en fengin væri viðunanleg úrlausn þessa máls. (FO.) Moshvd hafnarborg? MOSKVA í marz. FB. Sovét-stjórnin hefir nú með höndum áform um að gera Moskwa að hafnarborg, p. e. koma skipaskurðakerfi landsins í pað horf, að skip geti fari'ð milli Moskwa og Hvítahafs, Eystra- salts, Kaspiahafs og Svartahafs. Fyrst um sinn verður unnið að pví að fullgera skipaskurðinn milli Moskwa og Volgu, og vinn- ur við pað fyrirtæki fjöldi manns, m. a. fangar í púsundatali. Fyrir- tæki petta er eitthvert hið mesta sinnar tegundar í heimi. Þegar skurðurinn verður fullgerður, verður hann annar mesti skipa- (skurður í beimi eða næstur Pana- maskurðinum. Skurðurinn verður 16 fet á dýpt og nærri 300 ensk fet á breidd. Ráðgert er, að skurð- urinn verði fullgerður árið 1937 og verður þá hægt að fara á skipum á skurðum og fljótum frá Moskva til Eystrasalts, Hvítahafs og Kaspíhafs. Því næst verður hafist handa um að grafa hinn svokallaða Volga-Don skipaskurð. Verður pá skipaskurða-kerfið komið í pað horf, sem gert er Nýír vegir ð Italío. LONDON í marz. (FB.) Samkvæmt símfregnum frá Rómaborg hafa Italir varið sem nemur 100 milljónum dollara á undanförnum sex árum til þjóð- vegalagninga og endurbóta á þjóðvegum. Samkvæmt ákvörðunum stjórn- arinnar verður haldið áfram að bæta vegakerfi landsins af kappi, og gerir ríkisstjórnin sér vonir um, að innan nokkurra ára yerði vegakerfið komið í svo gott horf, að það verði fullkomnara en i nokkuru öðru landi álfunnar. Við lagningu hinna nýju vega er það haft fyrir augum meðfram, að gera þá þannig úr garði, að þeir verði til þess að hæna ferðamenn til landsins. y Þjóðvegir á ítalíu eru nú taldir vera um 12 600 enskar mílur á lengd, og eru pá aðeins taldir að- al-þjóðvegir, ekki hliðarálmur til borga, sem hafa undir 20 000 í- búa o. s. frv. — Fyrir sex árum var lengd þjóðvega, sem trjám hafði verið plantað yneöfram, að- eins 851 ensk míla, en nú 3746 e. m. Plantað er 240 trjám á mílu. Þá hefir verið lögð sérstök áherzla á, að gera ýmislegt til skreytingar og fegrunar meðfram vegunum í nánd við borgirnar, ( ráð fyrir í hinum stórfeldu á- ætlunum sovétstjórnarinnar. (United Press.) Verzlun Hiíiriks Auðunssonar Hafnarfirði. SímF9125. Beztar vörur, bezt er verð bregst ei þeim sem reynir. Sjá þú múnt er framhjá ferð, fólksmergðin hvert streymir. með pví að koma par upp fögr- um görðum o. s. frv. — Sérstak- ar ráðstafanir hafa verið gerðar til þess að koma í veg fyrir slys á þjóðvegunum. Þannig hafa járnbrautir víða verið endurlagð- ar, svo að pær skera nú óvíða þjóðvegina, móts við það, sem áður var. Enn fremur eru varð- menn hafðir á öllum hættulegum stöðum á þjóðvegunum, sett upp varúðarmerki víða o. s. frv. (United Press.) Málaferli i)t i( siert- ingjnm í Bandarikjunnm. LONDON í gærkveldi. Sootsboro-málið á nú að koma fyrir rétt einu sinni enn, en það er mál tveggja svertingja, Cla- rence Norris og Heywood Patter- son, og hafa peir fjórum sinnum verið dæmdir fyrir sama glæp- inn, en peir voru kærðir um að hafa ásamt fleiri svertingjapiltum nauðgað hvítri stúlku. Patterson hefir fjórum sinnum verið dæmd- ur til dauða, og átti að fnamfylgja dóminum í febrúar 1934, en þá var málinu skotið til hæstaréttar, og hefir hæstiréttur nú, eftir að hafa rannsakað öll málsgögnin, skipað nýja rannsókn. (FO.) E.s. Lyra fer héðan fimtudaginn 4. þ. m. kl 6 síðd. til Bergen um Vest- mannaeyjar og Thorshavn. Flutningi veitt móttaka til há- degis á fimtudag. Farseðlar sækist fyrir sama tima. Hie. Bjarnason & Smitb. Takið e tir! Harðfiskur, íslenzkt smjör, Egg, Ostar. Ávalt bezt í Ve rsl BREKKU Bergstaðastræti 35. Sími 2148. Tilkynning. Ég undirritaður hefi flutt húsgagnavinnustofu mína frá Laugavegi 17 að Skólavörðustíg 19. (Gengið inn frá Klapparstig) — Símar 3321, heima 2452. Friðrik J. Ólafsson. ........-.-.■■■y—....... ............. ..... .... ......—...........1... .—... ..'HM II -....... I—r Odýr og góð hveiti í sekkjum og lausri vigt. Drífandi, Laugavegi 63, Sparið peninga! Forðist óþe g- indi! Vanti yður rúður í glug ;a, þá hringið í síma 1736, og verða pær fljótt látinar L Hvað á ég að hafa í matinn á morgun? Beinlausan fisk, ýsu nýj- an stútung, nætursaltaðan fisk, kinnar, saltfisk, hausa, lifur og hrogn. Alt í síma 1689. Tekið á móti ársgjöldum V. K. F. Framtiðin í Hafnarfirði á Reykja- víkv.rvegi 23 frá kl. 6—9 alla daga Fjármálaritarinn Sveinlaug Þor- steinsdóttir. Útungunaregg frá Hröarsdals- búinu gefa úrvals varpfugla. Hátt frjóvmagn. Stofninn fluttur til lands- ins lifandi 1933 og 1934 frá varp- hæstu kynbótabúum utanlánds. Afgreiðsla hjá Jóni Bjarnasyni, Aðalstræti 9 C, sími 3799. Barnavagnar og kerrur teknar til viðgerðar. Verksmiðjan Vagninn, Laufásvegi 4. Við hreinsum fiður úr sængur- fötum yðar frá morgni til kvölds. Aðalsiræti 9 B, sími 4520. Notuð stólkerra til sölu. Brekku- stíg 19. 14. maí óskast til leigu í Aust- urbænum 2 herbergi og eldhús (engin börn). A. v. á. Tvö herbergi og eldhús til leigu nú pegar eða 14. mai. Upp- lýsingar í síma 2357. sími 2393. W, Somerset Maugham. Lltaða blæjan. 15 athugaði hún Walter. Hann var náfölur og þjáningarsvipur á and- litinu. „Maðurinn yðar er hálf gugginn. Hann polir líklega ekki hitann. Hefir hann unnið mikið nú rmdanfarið ?“ „Já, hann vinnur alt of mikið.“ „Þér farið líklega eitthvað burt héðan bráðum?“ „Ég býst við að ég fari til Japan nú eins og síðastliðið ár. j Læknirinn segir að ég verði að faria burt úr hitanum, ef ég vilji halda heilsu rninni." Walter leit ekki til hennar nú og brosti eins og hann gerði svo oft, þegar þau voru í slíkum veizlum. Hann leit aldrei á hana. Hún veitti því eftirtekt, að hann leit undan, þegar hann gekk inn í vagninn, einnig pegar hainn rétti henni hönd sínia til stuðnings er. hún steig út úr vagninum. Hann brosti ekki nú þar sem hann var áð tala við konur alt umhverfis sig, en horfði á þær með starandi og tómlátu augnaráði. Og augun virtust vera óeðlilega stór og dökk í náfölu andlitinu. Svipurinn var alvarlegur og ákveðinn. „Sá er nú líklega skemtilegur félagi,“ tautaði Kitty háðslega. Hún hafði hálf-gaman af að hugsa um þessar veslings frúr, sem þarna voru að reyna að fá pennan trédrumb til að tala við sig. Auðvitað vissi hann alt og var fjúkandi reiður við hana. En hvers vegna sagði hann ekki neltt? Gat pað verið, að ást hans til hennar væri svo mikil, að hann þyrði ekkert að segja af ótta við að hún færi pá frá honum? Þessi hugsun vakti dálitla fyrirlitningu hjá henni, en hún varð að taka tillit til þess að hann var pó alt af eiginmaður hennar og sá henni fyrir fæði og húsnæði. Og hún ætlaði að vera alúðleg við hann á meðan hann léti hana afskifta- lausa. Hins vegar gat pað og skeð að þögn hans stafaði af drepandi feimni. Charlie hafði á réttu að standa þegar hann sagði, að engum væri ver við öll hneykslismál en Walter. Hann. hélt aldrei ræðu ef hann gat komist hjá pví. Honum hafði einu sinni verið stefnt fyrir rétt til þess að bera vitni í máli, en 4 vikur á undan hafði hann aðeins með naumindum getað sofið. Feimni hans var blátt áfram sjúkleiki. Og svo var annað. Karl- menn voru yfirleitt talsvert hégómlegir og pað gat vel veríð, að Walter ætlaði að látia petta afskiftalaust á meðan pað var á svona fárra vitorði. Og hún spurði sjálfa sig, hvort það væri hugsanlegur möguleiki, sem Charlie hafði haldið fram, að Walter væri ef til vill kvíðandi um afkomu sína og atvinnu. Charlie var vinsælasti maðurinn í allri nýlendunni og stóð pví næstur að verða nýlendustjóri, og hann gat orðið Wialter mjög hjálpiegur, ef hann kærði sig um það. Sem mótstöðumaður hiaut hann ávalt að verða Walter mjög mikill þrándur í götu. Hún kendi fagnaðar í hjarta sínu pegar hún hugsaiði um styrk og festu elskhuga síns, hún var svo ósjálfbjarga og varnarlaus í karimannlegum faðmi hans. Karimennirnir voru einkennilegir, henni hefði naumast getað dottið pað 1 hug að Walter gæti lagst svo lágt, en ef til vil,l var alvara hans aðeins gríma til pess að hylja smásmuglegt og fyrir- litlegt innra eðli. Því lengur sem hún hugsaði um petta — pví sennilegra fanst henni að Chiarlie hefði á réttu að standa, og hún beindi augnaráði sínu ennpá einu sinni til Walters. Það vildi ein- mitt svo til þá, að konurnar, sem áður höfðu staðið næstar honum, voru horfnar frá honurh og hann pví aleinn. Hann horfði beint fram eins og væri hann par einn og enginn annar og augu han.’s voru full af óendanlega djúpri hrygð. Kitty varð hverft við pessa sjón. Daginn eftir pegar hún lá og blundaði eftir hádegisverðinn, var drepið á dyrnar. „Hver er pað?“ spurði hún gremjulega. Það var óvenjulegt að henni væri gert ónæði á þeim tíma dags. „Það er ég.“ Hún pekti rödd mannsins síns og reis upp í skyindi. „Kom inn.“ „Vakti ég pig?“ spurði hann um leið og pann gekk inn. „Að vísu gerðirðu pað,“ svaraði hún með raddbiæ, sem hún hafði notað tvo síðustu dagana. „Viltu koma inn) í næstu stofu, mig langar til að tala afurlítið við þig.“ Hjarta bennar fór lallt í einu að berjast unf í brjósti hennar. „Ég ætla að fana í morgunslopp.“ Hann skildi við hana. Hún smeygði á sig inniskóm og fór í slopp og leit í spegilinn. Hún var mjög föl og roðaði pví kinnar sínar. Hún staðnæmdist stundarkorn við dyrniar til þess að herða upp hugann áður en samtalið byrjaði, síðan gekk hún djarflega inn. „Hvernig gaztu losnað úr rannsóknarstofuhni á pessum tíma dags?“ „Viltu ekki fá pér sæti?“ Hann leit ekki á hana og tialaði alvarlega. Hún var pö fús til að verða við þessari beiðni bans, því að hún hafði skjálfta í 'hnjá- liðunum, auk þess átti hún erfitt með að láta ekkert heyrast á mæli sínu. Hann settist einnig og kveikti sér í vilndlingi. Augu lians hvörfluðu um alt herbergið. Hann virtist eiga örðugt með að byrja. Ah í einiu leit hann á hana, og piar sem hann svo lengi hafði varast að hojrfaj í augu hennar, varð henni nú svo ónotalega við, að hún rak upp óp. ,',Hefirðu nokkurn tíma heyrt talað um Mei-tan-fu?“ spurði hann. „Það hefir oft verið minst á þann stað í biöðunum *nú að undan- förnu.“ Hún horfði undrandi á hann og hikaði. „Er pað staðurinn par sem kóleran er? Hr. Arbuthnot var að tala um hann í gærkveldi. „Þar er drepsótt, sú hin versta, er komið hefir í mörg ár. Þar var læknis-kristniboði. Hann dó úr kólerunni. Þar er franskt klaust- ur og að sjálfsögðu tollvörður. Allir hinir eru farnir.“ Hann horfði stöðugt á hana og henni var ómögulegt að líta undan. Hún reyndi að lesa út úr svip hans, en hún var taugaó- styrk og gat par aðeins greint djúpia athygli. Hvernig gat hann einblínt svona á hana? Hanin deplaði ekki einu sinni augunum. „Frönsku nunnurnar gera alt, sem pær geta. Þær hafa breytt munaðarleysingja-hælinu í spítiaia. En fólkið hrynur niður. Ég hefi boðist til að gerast starfsmaður par.“ »,Þú?“ Hún hrökk saman. Fyrsta hugsun hennar var að ef hann færi', þá væri hún frjáls og gæti hitt Charlie hvenær sem hún vildi. En pessi hugsun skelfdi hana og hún fann að hún roðnaði. Hvers vegna athugaði bann hana svo gaumgæfilega ? Hún leit undan vandræðalega. „Er pað nauðsynlegt?" stamaði hún. „Á staðnum er enginn útlendur læknir." „En pú ert nú í raun og veru ekki læknir, heldur geriafræð- ingur.“

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.