Alþýðublaðið - 03.04.1935, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 03.04.1935, Blaðsíða 4
Það kostar fé að auglýsa, pó er pað beinn gróðavegur, pvi að Það kemur aftur í auknum viðskiftum. AIÞTÐUBIAÐI MIÐVIKUDAGINN 3. apríl 1935. Það kostar meir að auglýsa ekki, pví að pað er að borga fyrir aðra, sem auglýsa og draga að sér viðskiftin. IflilBlSa Ba»<S| Sýnir kl. 9: Ast í meinam Gullíalleg Þýzk talmynd. Aðalh’.utverkin leika: Magda Schneider, Olga Tchechowa, Willi Eichberger, Gustav Griindgens. Bönnuð börnum innan 12 ára. - JAPAN Frh. af 1. síðu. muni nú hefja samvinnu um ýms Austur-Asíu-mál. Blöð japönsku stjórnarinnar segja, að Japanir muni ekki þola nein afskiftí þessara ríkja af því, sem gerist í Austur-Asíu, og allra síst af viðureign Japana og Kín- verja. Japan hefir, segir blaðið, töglin og halgdirnar í Austur- Asíu, og ekkert annað ríki hefir rétt til, né er fært um, að haldn við friðinum þaft (FO.) Frakkland lætnr slá gnllpeninoa til að Ioshm við ó ót- aðgull. PARIS í morgun. FB. Flandin forsætisráðherra til- kynti í ræðu, sem hann flutti í gær í fulltrúadeild þjóðþingsins, að ríkisstjórnin hefði tekiö á- kvörðun um það, að hefjast þegar í stað handa um sláttu gullpeninga. Verða gullpening- arnir settir í umferð undir eins og peningasláttan er komin í gang. Ákvörðunin er tekin til þess að minka að nokkru hinar feikna birgðir af ómótuðu gulli, sem geymt er í Frakklandsbanka. (United Press.) Flandin færtrausts- yfirlýsingu. BERLIN í morgun. Franska þingið samþykti í gær með 410 atkvæðum gegn 134 traustsyfirlýsingu til Flandin- stjórnarinnar, og var fundum þess síðan frestað til 28. maí. (FO) Eldri dsnza.nir. laugardaginn 6. apríl 1935 veiða eldri danzarnir í Oddfellow-húsinu og byrja kl. 9 'k. — Áskriftarlisti liggur frammi í Templarahúsinu sími 3355, og verður að sækja pantaða miða á laugardaginn milli 5 og 8 síðd. í Templarahús- ið. Engir miðar afhentir eftir pann tíma. Gætið þess að panta miðana í tíma, því miðafjöldinn er takmarkaður. Hljóðfæiasveit S. G. T. (Bernburg) spilar. Frimerkiasvikin. Frh. af 1. síÖu. þessum geigvænlegu fjársvikum. Frímerkin fundust í Wien og voru brend undir eftirliti. Hins vegar var, af ástœdum, sem etin er eftir ab upplýýg hverjar verid hafa, engin gang- skör gerb ab pví, ab rannsaka málib og láta pá seku sœta á- hyrgb fyrir svikin. En eftir stuttan thna varð það kunnugt hér heima, að hátíðar- frímerkin gengu kaupum og söl- um víðs vegar úti í löndum, sér- staklegip. suður í Austurríki og Sviss, við miklu lægra verði held- ur en hér. Sýnir það, að Iregar hefir verið búið að selja allmik- inn hluta hinna fölsuðu frímerkja, þegar fölsunin komst upp, eða tekizt hefir að koma töluverðu af þeim undan við það tæki- færi. Það var þó ekki fyrr en þetta hneykslanlega fölsunar- og fjársvika-mál var komið í há- mæli á Norðurlöndum og blöð eins og „Politiken” voru búin að birta langar greinar með feitum fyrirsögnum um - „fölsuð íslenzk hátíðarfrímerki”, sem færu eins og „flóðalda yfir Evrópu”, að ís- lenzka stjórnin setti þá rögg á sig, að kæra svikin fyrir lögregl- ,unni í Wien og heimta rannsókn í málinu! Hve mikið tjón landið hefir beðiö af frímerkjafölsuninni er ennþá algerlega óupplýst. En í frétt, sem „Politiken" birti fyrir nokkru um málið, frá Wien, er talið, að það muni vera mjög mikið. Sveinn Björnsson segir, að menn hér hafi vitað um svikin. „Politiken” átti, rétt eftir að Dr. Reiter var tekinn fastur í Wien, viðtal við Svein Björnsson sendi- þerra í Kaupmannahöfn og spurði hann að því, hvernig íslenzka stjórnin hefði kðmist í samband við Dr. Reiter út af útgáfu há- tíðarfrímerkjanna. Og er þetta v-iðtal prentað orðrétt hér á eftir til frekari uppift'singa. Sendiherrann sagði: „Ég þekki þetta mál ekki frá fyrstu hendi, þar eð samningarnir um það voru gerðir beint frá ís- landi. Ég hafði ekki einu sinni grun um, að svikin hefðu verið upplýst, fyrr en þér sögðuð mér það nú. Að svo miklu leyti, sem mér hefir skilist, fékk íslenzka stjórnin árið 1929 tilboð frá nokkrum prívatmönnum í Wien, sem buð- ust til þess að láta búa til og prenta seríu af hátíðarfrímerkjum. Tilboðið var mjög hagstætt og ódýrara en hægt hefði verið að búast við. Mér er ekki kunnugt um, að nafn Dr. Reiters hafi verið nefnit í sambandi við það, og mér skilst, að hann muni hafa verið milligöngumaður milli þeirra, sem gerðu íslandi tilboðið, og prent- smiðjunnar." „Hver tók fyrstur eftir því, að svik hlytu að hafa verið höfð í tafli ?“ „Nokkur áreiðanleg vissa hefir vist aldrei fengist, en þegar það kom í ljós, að mikið var til af frímerkjunum, varð það hljóÖ- bært í hóp þeirra, sem við málið voru riðnir, að eitthvað hlyti að vera gruggugt í því. Það var ó- mögulegt að gruna nokkurn sér- stakan mann, en vitanlega var rannsókn hafin í málinu. Það hefir bersýnilega verið erfitt að komast fyrir rætur þess, fyrst það hefir tekið hvorki meira né minna en fimm ár.“ „Politiken átti einnig viðtal við forstjóra dönsku póst- og síma- stjórnarinnar, Mondrup fram- kvæmdarstjóra, út af útgáfu há- tíðarfrímerkjanna, og spurði hann, hvort danska póststjórnin hefði nokkur afskifti haft af henni. Forstjórinn svaraði: „Alls engin. Það hefir verið venja, að við prentuðum íslenzku frímerkin, og við gerðum líka til- boð árið 1929 um að prenta há- tíðarfrímerkin. Og ég get ekki neitað því, að okkur fanst það dálítið einkennilegt, að island skyldi hafna þessum gömlu við- skiftasamböndum og láta prenta frímerkin í Wien.” Bilslfs í tæ Rveldi. Um kl. 7% í gærkveldi varð maður fyrir bíl í Austurstræti, gegnt ísafoldarprentsmiðju. Maðurinn, sem fyrir slysinu 'varð, heitir Pálmi Ingimundar- son og er frá Vestmannaeyjum. Bifreiðarstjórinn heitir Vilhjálmur Jóhannesson. Ök hann bílnum RE 649, sem er eign Jóns Símonar- sonar bakara. Varð hann einskis var fýr .en maður gekk fyrir bíl- inn og féll á götuna. Hemlaði hann þegar bílinn. Fór vinstra framhjól bílsins yfir öxl manns- ins. Var hann þegar fluttur á Landsspítalann. Blaðið átti i morgun viðtal við Landsspítalann og reýndist maðurinn ómeiddur að kalla, að eins marinn lítillega á síðu. E r vélbáturinn Knútur enn ofan~ sjávar? Fréttaritari útvarpsins í Keflar vik skýrir svo frá í dag: að ekkert hafi frézt af vélbátnum Knút síðan hann fór frá Þórshöfn í Færeyjum fyrir' 17 dögum á leið til Reykjavíkur. Fréttaritarinn hafði í dag viðtal við Þórarinn Guðmundsson skipstjóra frá Ána- þaustum í Reykjavík. Þórarinn hefir í mörg ár flutt fjölda fiskibáta til íslands að vetrinum. Spurði hann Þórarinn hvort hann áliti að Knútur hefði farist í hafi, og svaraði hann: „Ég vil ekki staðhæfa neitt í þessu máli, en ég gæti alveg eins trúað því, að báturinn væri ofanr sjávar. Ég hefi sjálfur lent í því að fá vélabilun á bát á leið frá Færeyjum til íslands, og var langan tíma verið að koma vél- inni í lag. Reyndi ég að sigla bátnum til hafnar, en það tókst ekki, og þá loksins er við fengum vélina í lag, hafði bátinn rekið norður fyrir Færeyjar.” Þórarinn segir, að þessir litlu bátar séu engin siglingaskip, vegna þess hve stuttir þeir eru og seglin lítil, og sin reynsla sé sú, að verði vélbilun, þá séu þeir eins og rek- ald á hafinu. Þannig vildi til síð- ast á stríðsárunum, að bátur á leið til íslands varð fyrir vélbilun og hraktist 14 daga áður en danska eftirlitsskipið Beskytteren kom honum til hjálpar. I DAG Næturlæknir er í nótt Þórður Þórðarson, Eiríksgötu 11. Sími 4655. Næturvörður er í nóttt í Lauga- vegs- og Ingólfs-apóteki. Veðrið: Hiti í Reykjavík 3 st. Yfirlit: Hæð fyrir norðan land og önnur fyrir sunnan land. Otlit: Breytileg átt og hægviðri. Dálítil rigning í dag. ÚTVARPIÐ: 15,00 Veðurfregnir. 19,00 Tónleikár. 19,10 Veðurfregnir. 19,20 Þingfréttir. 20,00 Fréttir. 20.30 Föstumessa í dómkirkjunni (séra Bjarni Jónsson). 21.30 Tónleikar: a) Fyrsta hljóm- kviðan eftir Brahms; b) Kvöldlög (plötur). Föstumessa er i Hafnarfjarðarkirkju kl. 8V2 í kvöld. Séra Garðar Þorsteinsson predikar. Skipafréttir. Gullfoss kom að vestan og norðan i nótt. Goðafoss fer vestur og norður annað kvöld. Brúarfoss er á leið til Vestmannaeyja frá Leith. Dettifoss var væntanlegui til Hamborgar í dag. Lagarfoss er í Kaupmannahöfn. Selfoss fór frá Antwerpen i gær áleiðis til Lon- don. Dronning Alexandrine er á Akureyri í dag. ísland er í Kaup- mannahöfn. Höfnin. Lyra kom í nótt fiá útlöndum. Fisktökuskip kom frá Akranesi í morgun. Togarinn Kári kom í nótt af veiðum með 106 tunnur. Ármenningar! Fimleikaæfingar í kvöld verða þannig: 1. fl. karla k!. 8 á venju- legum stað, kl. 7 Old Boys, kl. 8 íslenzk glíma og kl. 9 frjálsar í- þróttir (hlaupaæfing). Nafnlausi maðurinn heitir myndin, sem Nýja Bíó sýnir um þessar mundir. Sýnir hún enskan stjórnmálamann, sem er góður ræðumaður en drykk- feldur úr hófi fram, þannig, að hann mætir ekki þegar mest ligg- ur við. Hittir hann þá frænda sinn^ sam er nauðalikur honum, og fær hann til að mæta fyrir sig í þing- inu. Siðan deyr hinn upprunalegi þingmaður og frændinn tekur við stöðu hans og konu. Myndin er mjög skemtileg og fjörug. Bæjarstjórnarfundur verður haldinn á morgun. Verð- ur þar m. a. rætt um ráðstöfun borgarstjóraembættisins og vinnu- miðlunarskrifstofu og kosningu tveggja varamanna í stjórn skrif- stofunnar. Föstumessa í fríkírkjunni í kvöld kl. 8V2. Séra Árni Sigurðsson predikar. Landið kaupir Skálholt. í gæh var samþykt á fundi sam- einaðs a’þingis íþingsályktunartil- lögar um að kaupa hið gamla biskupsseturVSkálholt í Biskups- tungum og hverinn „Grýtu“ í Öl- fusi. Danzskóli Helene Jónsson og Egild Carl- sen hefir nemendasýningu og lokadanzleik að Hótel Borg 10. þ. m. Föstumessa er í dómkirkjunni í kvöld. Séra Bjarni Jónsson predikar. Rökstudda dagskráin, sem þeir St. J. St. og J. J. báru fram um að vísa frá hinni fáránlegu tillögu Sig. Kr. uniþjöðaratkvæða- greiðslu, var samþykt á fundi sam- einaðs alþingis í gær. Theodór Ámason fiðluleikari hélt síðastliðið sunnudagskvöld fjölbreytta söng- skemtun á Ölafsfirði í kirkj- unni. Aðalþáttur þessa söng- kvölds var kórsöngur undir stjórn Theodórs. Hefir hann æft hér í vetur tvo söngflokka og er þeim nú vaxinn svo fiskur um hrygg að ráðgert er, að þeir fari á næst- unni til Akureyrar og haldi þar söngskemtun. (FÚ.) Suðin kom til Keflavíkur frá Noregi í gær með efni í fisktrönur. Skil- ar hún þar hálfum farminum og verður honurn skift á veiðistöðvar á Suðurnesjum. (FÚ.) Skákpingið. Sjötta umferð í fyrsta flokki Skákþings Norðurlands fór þann- ig: Guðbjartur vann Möller, Jón Sigurðsson vann Guðmund, Stef- án vann Jón Sörenson, Haukur vann Þóri, Sveinn 0 g Eggerz höfðu biðskák. Hæstu vinningar í öðrum flokki að loknum átta umferðum eru þessir: Gunnlaugur hefir 6, Hjálmar 6, Júlíus 5V2- Unnsteinn 5V2 Ragnar 5. (FÚ.) Línuveiðarinn Aldan kom til Stykkishólms af veið- um í fyrrinótt með góðan afla 180 skippund, og er afli hans alls orðinn um 200 smálestir. (FÚ.) Á Hornafirði hefir verið mjög aflatregt að undanförnu og beituleysi. ! fyrra- dag kom Birkir með beitusíld frá Akuneyii. Loðna veiðist dálítið á firðinum. 1 gær réru allir bátar afli var frá 4—6 skippund. (FÚ.) Bólusetning gegn barnaveiki. Börn Austurbæjarskólans, sem eiga að bólusetjast gegn barna- veiki eiga að mæta á morgun eins og liér segir: Kl. 8 f. h. 11 ára bekkir B, C og E. Kl. 9 11 ára bekkir D og F. 10 ár bekkur A. Kl. 3 e. h. 10 ára bekkir B, C og D. KI. 4 e. h. 10 ára bekklr E, F og G. Kl. 5 e. h. 9 ára bekkir A, B 1 ig C. Kl. 6 e. h. 9 ára bekkir D, E. og F. Bólusetning gegn barnaveíki. Þeir, sem æskja bólusetningar gegn barnaveiki á öðrum en skólabörnum, eru vinsaamlega beðnir að hringja í síma 4434 kl. 9—12 f. h. næstu daga og panta bólusetningu. Ný|s mé Nafnlansi maðnr- ÍIjö. Amrrísk tal- og tón-mynd, samkvæmt hinni víðfrægu skáldsögu Masqucrader. Aðalhlutverkin leika: Elissa Landi og Ronald Colman. Aukamynd: MICHEY MOUSE teiknimynd. Dauzskéli Helene Jónsson. Egild Carlsen. Nemendasýning (með 150 nemendum) og iokadanz- leikur 1935, miðvikudaginn 10 apríl, kl. 8—3 að Hótel Borg. Aðgöngumiðar á kr. 2,50 (alt i nifalið) fást daglega á Skólavörðustig 123 og má panta í sima 3911. Pantaðir aðgöngumiðar óskast sóttir fyrir 4. april. Einkatimar fást á hverjum degi i aprílmánuði. Fiuttur á Uvertisgðtu 36. Valdimar J. ilfsteln, klæðskeri. Unglingspiltur óskast nú pegar að gaiðyrkjustöðinni í Fagra- hvammi. Getur fengið að læra garðyrkju ef vill. Uppl. í Flóru, Austurstræti 1. Flantukatlar Blikkfötur Alum. flautukatlar Kaffikönnur, emaii. Fiskspaðar, alum. Brauðristari Eldhússpeglar Búrvigtar Bónkústar Strauboltar 1,00 2,25 4,00 3,00 1,00 1,50 1.50 6.50 10,50 13,00 Aluminiumpottar, emailerað- ir pottar, pönnur, borðbún- aður, rafmagnsstraujárn, raf- magnsperur, vartappar. Sig. Kjartansson, Laugavegi 41. Jarðarför Helgu Þórðardóttur fer fram fimtudaginn 4. þ. m. frá dömkirkjunni og hefst með bæn á heimili mínu kl. 1 V*. Halldóra Þórðardóttir, Smiðjustíg 11. Gnla bandið bezt og édýrast. að eins krónnr 1,30 kílóil Þetta giða smjörliki fæst í Kaupfélagi Reykjavíkur.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.