Alþýðublaðið - 03.04.1935, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 03.04.1935, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGINN 3. apríl 1935. ALPÝÐUBLAÐIÐ ALÞÝÐUBLAÐIÐ ÖTGEFANDl: ALÞÝLUFLOKKURINN RITSTJÓ RI : F. R. V/. LDEMARSSON Ritstjórn og afgreiðsla: Hvtifisgötu 8—10. SIM AR : 4900-4906. 4900: Afgreiðsla,'í'auglýsingar. 4901: RítstjOrn (innlendar fréttir). 4902: Ritstjóri. 4903: Vilhj. S. Vihjálmss. (heima). 4904: F. R. Valdemarsson (heima) 4905: Prent: miðjan. 4906: Afgreiðshtn. Bíkisverzlanir. ALÞÝÐUBLAÐIÐ hefir marg- oft bent á það, hvað ríkis- rekstur á utanríkisverzlun okk- ar hefir mikla og margháttaða yfirburði yfir einkarekstur. Hins vegar er full ástæða til þess að gera nokkra grein fyrir því, á hvern hátt ber að reka þessi fyrirtæki. Hið fyrsta og eina markmið ríkiseinkasölu, hvort sem hún grípur yfir fleiri eða færri vöru- tegundir, á að vera hagur þjóðar- heildarinnar. Af þessu verður ljóst, að ríkið má ekki undir neinum kringum- stæðum reka verzlun með nauð- synjavörur (matvörur, fatnað, byggingarefni, vélar o. s. frv.) með það fyrir augum fyrst og fremst að hagnast á rekstrinum. Álagningu verður að stilla í hóf, og ríkið má ekki undir neinum kringumstæðum leggja meira á þær vörur, sem það verzlar með, en einstakir heildsalar myndu gera á sama tíma, en með bættri aðstöðu, sem fæst um vöruval og samningagerðir, ef ríkið tekur þetta hlutverk í sínar hendur, ætti það að vinnast, ;að hægt væíi að lækka verð vörunnar til kaup- endanna, þó ríkissjóður hafi nokkurn verzlunarhagnað. Þá ber og að leggja áherzlu á það, að ríkisverzlun á að leggjá áherzlu á vöruvöndun fram yfir það, sem gerist hjá kaupmönnum, því hag heildarinnar er ekki með því borgið, að slík verzlun selji sem mest, heldur með því, að viðskiftamennirnir fái sem mest- ar og beztar vörur fyrir hverja krónu. Þegar til framkvæmda kemur um slík fyrirtæki sem ríkisverzl- un, verður vel að gæta þess, að hún um alla afgreiðslu og við- skifti við almenning skari fram úr um kurteisi og liðlegheit. Starfsmenn slíkrar stofnunar verða að skoðast opinberir emb- ættismenn, og verður þá um leið að gera til þeirra strangar kröf- ur um kunnáttu í sínu starfi og reglusemi. Um fram alt verður að gera þær kröfur, að þeir sinni engum öðrum störfum, skyldum eða óskyldum, og sízt af öllu verzlunarrekstri. Eftirlit með ríkisverzlunum verður að vera strangt, og væri eðlilegast að þeir, sem fyrst og fremst skifta við þau atvinnufyr- irtæki, hefðu þar hönd í bagga með. Öll þessi atriði er ástæða til þess að rifja upp nú, þvi svo virðist sem það hafi komið á daginn, að Framsóknarmenn í stjórninni líti á þessi mál nokk- uð öðrum augum. Það verður ekki annað séð, en að nauðsynja- varning eins og rafmagnsáhöld eigi að nota um skör fram til tekjuöflunar fyrir ríkið. Þess er og heldur ekki gætt að velja 5or- stjóra, sem ekki hafi með hönd- um önnur störf, og mjög verður að draga í efa aö hann hafi þá kosti alla, sem slíkan mann eiga að prýða. Barnaleikvellir og born. Oft og mörgum sinnum hefi ég séð í blöðunum rætt um barna- leikvelli og sorglega vöntun þeirra. Það hafa ekki verið óþarfa skrif, þvi að það eru tilfinnanleg) vandræði, að börn Skuli hvergi hafa griðastaði með leiki sína ut- an gatnanna, en tilfinnanlegra er þó það, þegar þeir barnaleikvellir, sem til eru, þó lélegir séu og slænur að öllum útbúnaði, skuli vera lokaðir svo að segja allan ársins hring. Barnaleikvöllurinn við Grettis- götu er alt af lokaður börnunum, nema örfáa mánuði ársins, og þá helzt um hásumarið, þegar minst þörf er fyrir hann, því að þá faraj börn svo að hundruðum skiftir úr bænum. Ég á heima í húsi, sem blasir við þessum leikvelli, og daglega sé ég börn svo að tugum skiftir vera að klifra yfir vegginn og járnhliðið, og er það þó stór- hættulegt fyrir þau, því að það klifur þeirra getur valdið alvar- legum slysum. Þau stærstu geta klifrað yfir veggina og hliðið, en þau minni, sem ekki komast þessar hættulegu leiðir, standa skælandi fyrir utan. Mig langar nú til að spyrja hlutaðeigendur að því, hvers vegna barnaleikvöllur þessi, þó lélegur sé, er lokaður allan vetur- inn. Mér finst, að hann ætti að vera griðastaður barnianna allan ársins hring. Börnin una sér þarna í boltaleik og öðrum leikjum, og hvers vegna má ekki hafa hliðið opið? Gæti opinn barnaleikvöllur ekki drcgið smádrengi frá hnupli Alþýðuflokkurinn krefst þess, að hver sú ríkiseinkasala, sem sett er á stofn og verzlar með nauðsynjar almennings, verði rek- in með það fyrir augum, að út- vega betri vörur og að minsta kosti ekki dýrari en tíÖkast í frjálsri verzlun, að þess sé gætt við stofnun slíkra fyrirtækja, að þau leiði ekki að óþörfu til at- vinnutjóns fyrir fjölda manna, og leitað sé að starfsmönnum við þau, sem séu þeim kostum búnir, er áður eru greindir. og öðrum óknyttum, sem er far- ið að bera svo sorglega mikið á hér í bænum og er beinlínis af- leiðing af því; hvað lítið er gert fyrir börnin. Mér er sagt, að ástæðan fyrir því, að barnaleikvöllurinn við Grettisgötu er ekki hafður opinn, sé sú, að verið sé að spara laun eftirlitsmanns eða eftirlitskonu. En ég sé ekki, þó að ég sé öli af vilja gerð, að meiri nauðsyn beri til að hafa eftirlit með börn- unum, þó að þau fari inn í garð- inn um opið hlið, heldur en ef þau klifra yfir veggina eða hliðið. Frá mínu sjónarmiði þarf þetta engan kostnað að hafaj í för með sér. Lögregluþjónn gæti opnað hliðið á morgnana og lokað því á kvöldin, ef það er talið nauð- synlegt að hafa völlinn yfirleitt nokkuð lokaðan. Ég vona, að fleiri vilji láta álit þitt í ljós um þetta efni, því að mér finst, að það hafi allmikla þýðingu, að hver móðir geti verið öruggari um börn sín inni á leik- velli, heldur en úti á götunni. Kom. Skíðavikan á ísafirði urn páskana. Skíðafélag ísafjarðar efnir til skíðaviku á Isafirði um páskana og verður henni hagað þannig: Daglega verður farið í skíða- ferðir fram um fjöll og firnindi. Skíðavikan leggur ókeypis til leið- sögumenn og nestispakka til hvers dags, svo og kaffi fram til fjalla í skálunum einhvern tíma dagsins. Ef menn óska að fara í lengri ferðalög til fjarliggjandi staða, leggur Skíðavikan ókeypis til Leiðsögumenn. En stórhópar geta ekki farið á hvern stað, vegna slæmrar aðstöðu ti-1 móttöku og gistingar. Gistingu og mat á öðr- um stöðum verða þátttakendur að greiða sjálfir. Eitt kvöldið verð- ur kvöldvaka, og leggja þátttak- endur sjálfir til öll skemtiatriði. Ókeypis kveðjudanzleikur fyrir þátttakendur verður haldinn í samkomuhúsi bæjarins. Skíðavikan annast ókeypis allar smærri viðgerðir á skíðum og stöfum og sér um að lána mönn- um skíði meðan á aðgerð stendur. Hver utanbæjarmaður greiði 10 kr. þátttökugjald fyrir fram. Bæj- arrnenn greiði 5 kr., en leggi sér sjálfir til nesti og annist aðgerðir skíða á eigin kostnaðað. Félagsmenn greiði 2 kr. og gildir sama um þá að öðru leyti og aðra bæjarmenn. Væntanlegir þátttakendur til- kynni Gunnari Andrew, formanni Skíðavikunnar, þáttöku sína, og veitir hann alla nánari vitneskju. Frá Olafsfirði. (Fú.) Séra Ingólfur Þorvaldsson prestur í Ólafsfirði lýsir í bréfi því, er hér fer á eftir, framförum, er þar hafa orðið á síðustu tím- um. Fer hann nokkrum orðum um einangrun bygðarlagsins og seg- ir síðan: Hér er risið upp kauptún með um 600 íbúa, en alls eru í presta- kallinu 750 sálir. Er vöxtur þessa kauptúns merkilegur að því leyti, að fyrir nálega 35 til 40 árum voru nokkrar sjóbúðir þar sem nú stendur kauptúnið, og útgerð þá aðeins fáir og smáir árabátar, en nú um 20 vélbátar frá 12 til 20 tonna að stærð, og þar að auki yfir 20 trillubátar smærri og stærri. Mestur hefir þó vöxtur kaup- • túnsins og útvegsins orðið síð- asta áratuginn. Sú framför hefir líka orðið, að kirkja og prests- setur hefir hvorttveggja verið flutt til kauptúnsins, en Kvíabekk- ur, hinn forni kirkjustaður og prestssetur, lagður niður og seld- ur. Árið 1914 var reist steinkirkja í kauptúninu, og árið 1929 var reist prestsetur um % km. frá kauptúninu. En mestu framfar- irnar tel ég að hafi orðið á sveitaskóla- og heilbrigðis-málum. Árið 1924, þá er ég flutti hi.fgað í prestakallið, var hér ekkert skólahús til, utan gamall og hrör- legur húskofi úr timbri, er keypt- ur hafði verið og notaður sem skólahús. Var þá aðeins einn kennari. En síðan hefir verið reist Veglegt skólahús, raflýst og með miðstöðvarhitun. Kennarar orðnir þrír og skólaskyldualdur færður niður í 7 ár. Var áður 10 ár. Vorum við með þeim fyrstu 1 landinu utan Reykjavíkur, sem færðum skólaskyldualdurinn nið- ur að 7 árum. Læknislaust var hér ejnnig þá að öðru en því, að héraðslæknir- inn í Svarfdælahéraði þjónaði hér, en alt af mátti búast við að veður hamlaði för læknisins hing- að, því yfir fjall eða sjó þurfti að fara, og hér oft mjög brima- samt á vetrum. En nú hefir lækn- ir verið búsettur hér í kauptún- inu á fimta ár, kostaður af ríki og hreppi sameiginlega. Hefir það leitt af sér lög um skipun nýs læknishéraðs í Ólafsfirði frá næstu áramótum — eins og kunn- ugt er. Einnig hefir svonefnd Ósbrú verið gerð hér síðastliðið ár. Er það myndarleg brú úr járni og steini — um 24 m. að lengd, og bílvegur þegar kominn um mik- inn hluta sveitarinnar. Fyrir átta árum var sveitin vegleysa og ós- inn, sem nú er brúaður, torfæra mikil. Nýlega hefir hér verið reist frystihús með vélum. Er það eign útgerðarmanna og rúmar um 800 tunnur síldar. Einnig er þar fryst dálítið af kjöti og öðrum matvælum fyrir einstaklinga. Kauptúnið er raflýst, og notað- ur til þess olíumótor, og nægir rafmagnið aðeins til ljósa. En um U/2 km. frá kauptúninu er foss, sem biður virkjunar. 1 þessu sam- bandi má einnig geta þess, að skamt frá kauptúninu er hægt að ná í heitt vatn til sundlaugar, og í firðinum er allstórt vatn, fremur grunt og gróðurmikið, sem að rpínu áliti væri mjög hæft til silungsklaks. Einnig er jarðhiti nægur til kartöfluræktunai á fremsta bæ sveitarinnar, Reykj- um. En öll þessi skilyrði eru enn ónotuð og bíða framtíðarinnar. Ný saga helst i Viknpitinn innan skamms, og hefip verið ákveðið að birta sffgnna AÐ ALHEIÐUR, ep kom út i Heimskringln fyrlr nokkpnm árum. Áskriftum veitt móttaka í BÓKHLÖÐUNNI Eik^rskrifborð. Nokkur ný, vönduð eikarskrif- borð til sölu á kr. 125 með góðum greiðsluskilmálum. Alls konar munir smiðaðir eftir pönt- un, sérstaklega ódýrt. Upplýsing- ar á Njálsgötu 78. Bí. i & W Q, '3* -o >—1 •D 5 os Konrðð Qíslason lúsoa^savinÐnsíofa, Skólavörðust’g 10, sími 2292. Alls konar bélstrað hisgigi. Ukraine. AR HVERT, um þa$ bil sem kornuppskeran hefst, taka þýzku blöðin að senda út sínar venjulegu tilkynningar um hung- ursneyð og hallæri í Ukraine. Og þessum tilkynningum linnir ekki, fyrr en einhver fyrirfram ákveð- inn fjöldi bænda hefir algerlega horfallið og safnast til sinna feðra. Eftir þessu að dæma skyldu menn ætla, að Þjóðverjar bæru rótgróið hatur til Ukraine- búa, vildu ekkert hafa saman við þá að sælda og óskuðu helzt að senda þá alla inn í eilífðina hið allra bráðasta. En nú ber svo undarlega við, að Hitler er lítillega annarar skoð- unar en blekbyttunaglar hans. Hann segir nefnilega á einum ,stað í sinni merkilegu bók „Bar- átta mín“, að það sé á stefnu- skrá nazista að ná yfirráðum í : Ukraine. Síðan hafa margir af I kögursveinum hans látið orð falla í sömu átt. Nú gæti maður J^gt svofelda spurningu fyrir sig: Er þetta á- formað í þeim eðla tilgangi, að hjálpa hinum langsoltnu Ukrain- búum um það korn, sem Þjóð- verjar hafa ekki nóg af handa sjálfum sér? Eða skyldu þeir hafa af þefvísi sinni lyktað það uppi, að Ukraine sé ekki bein- línis land hinnar sífeldu hung- ursneyðar, að það sé öllu held- urmjögauðugt land með gnægð- ir brauðkorns og hráefna; að þetta sé í raun og veru hið frjó- sama og auðuga land, sem hið marghrjáða Þýzkaland hefir í raunurn sínum alt af óskað eftir í sfnum himinsvífandi draumum. Hið síðara er sennilegra hinu fyrra. Hitler er ekki alls varnað. Fjarri því! Hann getur meira að segja dottið niður á að vera dá- lítið hygginn. Hánn veit, að í Ukraine svigna borðin undir krás- unum, og hann langar einmitt til þess að fá að setjast við eitt slíkt borð. En Ukrainbúar óska ekki eftir samneyti við hann. Þeir gáfu honum ofurlitla vís- bendingu um það í fyrra, þegar þeir fluttu höfuðstað sinn frá Charkov til Kiev, eins og til þess að flytja alla Ukraine dálítið nær pólsku landamærunum. Um leið fluttu þeir aðsetursstað stjórnar- innar, stjórn rauða hersins, höf- uðliðsaflann og miðstöð verklýðs- samtakanna. Svo nú má þá Hit- ler koma, ef hann hefir löngun til þess. Ukraine er næst-þýðingarmesta fylkið innan Sovét-lýðveldanna. Þar eru 30 milljónir íbúa, og er það nærri því 20 0/0 íbúa allra Sovétlýðveldanna. Það er þann- ig næst-þéttbýlasta landið, þar sem flatarmál Ukraine er aðeins 2 % af flatarmáli Sovétríkjanna. Aðeins hið eiginlega Rússland er þéttbýlla. Ukraine hefir alt af verið álitið meðal fremstu landa bæð-i hag- fræðilega og menningarlega séð. Með náttúruauðgi sinni og heppi- legri landfræðilegri legu hefir Ukraine alt af haft náin viðskifti við önnur lönd. Þektast er það með öðrum löndum sakir sins á- gæta brauðkorns, og í Rússlandi er það þektast af kolum og járn- málmum, og þjóðin sakir þrifnað- ar og iðni. Þar sem við lærðum í barnaskólanum um þrifnað Hol- lendinga, læra rússnesk börn um þrifnað Ukrainbúa. Jafnvel samyrkjubúskapurinn og iðnaðurinn hefir tekið slíkum risaframförum, að Rússarnir stara á þá með undrun og virðingu. Á þessum sviðum hafa Ukrainbúar lyft stórum Grettistökum. Ukrainbúar álíta sig hina fyrstu, sem framkvæmdu vígorðið „út- rýming kúlakkanna (óðalsbænd- anna) sem stéttar", enda þótt auðveldara væri að setja slíkt vígorð á pappírinn en að fram- kvæma það, því kúlakkarnir voru seigir og rótfastir meðal bænd- anna. Samt sem áður heppnaðist að reka þá burt af óðialsbýlum sínum. Það tókst með hyggilegri samyrkjupólitík. Þeir lærðu af öllum þeim mistökum og hliðar- sporum, sem samyrkjuhreyfingin hafði stigið meðal annara lýð- velda. Auk þess voru betri skil- yrði fyrir samyrkjubúskap í U- kraine en í öðrum löndum, saldr hins frjósama jarðvegar og heppi- lega lof.slags, sem í saméiningu gera uppskeruna notadrýgri þar en annars staðar. Ukraine lætur í té hart nær 4()«/o af allri korn- framleiðslu Sovétlýðveldanna. I öðrum löndum, þar sem jarðveg- ur var ófrjórri, óttuðust bændurn- ir samyrkjubúskapinn, því að þeir voru hræddir við að missa það, sem þeir höfðu, og þeir álitu örugt sér til lifsframdráttar. Þeir álitu að með samyrkjubúskapn- um kæmi svo lítið til skiftanna, að búskapurinn yrði rekinn með tapi. Ukrainbúar óttuðust ekkert slíkt. Þeir vissu, að þeir piyndu alt af hagmast, hversu slæm sem uppskeran yrði. Samyrkjubændurnir telja nú 86,2o/o allrar bændastéttiarinnar og ráða yfir 91,6 o/0 af öllu ræktuöu landi. Samyrkjubændurnir ráða þannig yfir meira landrými hlut- fallslega en sjálfseignarbændurn- ir, og land þeirra gefur meira af sér sakir þess, að það er betur unnið. Af aílri ársuppskerunni í fyrra voru aðeins 7,2o/0 af jörð- um sjálfseignarbændanna. Þann- ig getur maður séð, að þessir sjálfseignarbændur eru langt frá því að vera kúlakkar. Samyrkjubændurnir hafa skilið nauðsyn þess að taka vélatæknina í þjónustu sína. Þegar 5 ára á- ætlunin hófst, voru ekW til í landinu meir en tvær traktor- stöðvar með samtals 119 trakt- orum. Nú eru til um alla Ukrai- ne 782 slíkar stöðvar með samtals 44 000 traktorum. Þessi verkfæri, sem hagnýt eru til ræktunar jarð- arinnar, hafa valdið því, að hlut- I ur hverrar samyrkjufjöiskyldu hefir smám saman aukist. Þær fjölskyldur sem hæst komust í fyrra, þegar „fleiri mllljónir manna féllu úr hor“, báru úr být- um 2,5—3 tonn af brauðkorni, | auk 2 þúsund rúblna í vinnulaun. Meðalhagnaður er dálítið lægri. Frh. UaLve ska sijjtnin sé meirlhiuta með pin- beium husniagnm LONDON í gærkveldi. Stjórnarflokkurinn í Ungverja- iandi hefir unnið stórkostlegan sigur í kosningunum, sem fóru íram! í dag. í 184 kjördæmum af 254 er kosning-opinber, og er því kunnugt um úrsli't í þessum 184 kjördæmum. Hefir stjórnin náð þingsætum i öllum nema 50 þeirra. 1 70 kjördæmum er kosning leynileg, og verður ekki vitað um úrslitin þar fyr en eftir nokkra daga. (FÚ.)

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.