Alþýðublaðið - 28.04.1935, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 28.04.1935, Blaðsíða 3
SUNNUDAGINN 28. APRÍU 1935. AbKÝÐUBLAÐIÐ ALÞÝÐUBLAÐIÐ 'OTGEFANDI: ALRÝÐUFLOKKURINN RITSTJÓ RI : F, R, VA LDEMARSSON Ritstjórn og afgreiðsla': Hvtrfisgötu 8—10. SÍMAR : 4900—4906. 4900: Afgreiðsla, auglýsingar. 4901: Rítstjórn (innlendar fréttir). 4902 Ritstjó. ri 4903: Vilhj. S. Vihjálmss. (heinia). 4904: F. R. Valdemarsson (heima) 4905: Prent: miðjan. 4906: Afgreiðsb.n. Byggingarefni ALL MIKILL úlfaþytur hefir orðið hér í borginni út af því, að mönnum hafði skilist, að draga ætti úr innflutningi bygg- ingarefnis til mikilla niuna. Allir hljóta að vera sammála um það, að ef til þess óyndis- úrræðis þarf að grípa, að tak- marka innflutning til landsins, þá verður fyrst og fremst að snúa sér að þeim vörutegundum, sem ekki eru nauðsynlegar, þ. e.. a. s. vörum, sem ekki stuðla að því, að auka atvinnu í landinu eða á annan hátt eru nauðsynlegur og eðlilegur liður í lífsafkomu fjöldans. Það er ljóst, að byggingarefni er ein af mestu nauðsynjavörum þjóðarinnar. ÞaÖ er heilbrigðis- og menningar-mál, að þjóðin búi í sem bezturn húsakynnum, og það er nauðsyn, sem fyrir ligg- ur, að endurnýja mikinn hluta af þeim húsakynnum, sem þjóðin býr í, og að húsnæði hennar vaxi að sama skapi sem þjóðinni fjölg- ar. Undan þessari nauÖsyn má þjóðin ekki skjóta sér, meðan nokkur leið er opin til þess að verða við henni, og verður þetta enn ljósara, þegar þess er gætt, að urn leið og byggingaþörfinni er fuilnægt, skapast á því sviði eðlileg og æskileg atvinna. Gæta verður sparnaðar. Því má hins vegar ekki gleyma, að á erfiðum tímum eins og nú standa' yfir, verður að gæta hinn- ar fyllstu hagsýni um innkaup byggingarefnis. Vönduð hús án alls óþarfa íhurðar á að vera takmarkið. Þessa hefir ekki verið gætt sem skyldi. Prjál og fordild hafa að ýmsu leyti sett svip sinn á bygg- ingar, að minsta kosti í höfuð- staðnum, og hefir þetta gengið svo langt, að hús fyrir eina fjöl- skyldu hafa komist upp undir 100 þús. kr. Það feikna fé, sem fer í alls konar flísalagningar o. fl., sem ekki miðar að því að gera húsin þægilegri og betri, ekki eykur at- vinnu í landinu til neinna veru- legra muna, er fé ,sem varið er urn efni fram. Það er þetta, sem á erfiðum tím- um á að hverfa, og það er þetta, sem innflutnings- og gjaldeyris- nefnd er að stöðva innflutning á. Lantlsverzlun mundi ná til- ganginum betur. Þð er ljóst, að innflutnings- og gjaldeyris-nefnd mun eiga fult í fangi með að sporna við inn- flutningi óþarfa byggingarefnis. Hún verður til þess að vita full skil á því í hvert skifti, sem hún veitir innflutnings og gjald- eyrisleyfi fyrir byjggingarefni, hvaða tegundir byggingarefnis um er að ræða| í hvert sinn. Þetta hlýtur að valda nokkr- um erfiðleikumi í framkvæmd, en þeir erfiðleikar væru ekki fyrir hendi, • ef innflutningur sjálfur Væri í höndum þess opinbera, og I Skatígreiðslar á Siolnfirði. Skattskrá Sigluíjarðar helir legið frammi undanfarnar vikur. Samkv. heimildum formanns skattanefnd- ar og fréttaritara útvarpsins á Siglufirði voru skattskyldar tekjur 856 700 krónur, tekjuskattur 33 411 kr., skuldlhus eign 2 802000, eign- arskattur 6181,65 krónur og við- auki 3408,26 krónur Skattgreið- endur voru alls 676, þar af töldu 540 fram til skatts en 136 var á- ætlaður skattur. Framteljendur, er eigi náðu skatti voru 248. Hæstu skattgreiðendur er báru krónur voru: yfir 500 Steindór Hjaltalin 12 753 kr. Hinrik Thorarensen 3008 — Guðmundur Hannesson 1669 — Sveinn Hjartarson 1086 — Edda Flóvents 1063 — A. Schiötli 973 — G. Blomkvist 876 — Bjarni Kjartansson 756 — Verzlun H. Jónasson 712 — Kaupfélag Siglufjarðar 710 — Kristinn Björnsson 701 — Jón Hjaltalín 674 — Óskar Ottesen 544 — Jón Valfells 544 — Þormóður Eyjólfsson 512 — Stúdentafétag stofnað á ísafirði. ISAFIRÐI, 26./4. FÚ. Síðasta vetrardag var stofnað stúdentafélag á ísafirði. Eru rúmlega 20 stúdentar í bæn- um og er búist við að flestallir taki þátt í stofnun félagsins. Bráðabirgðalög hafa verið sam- in. Stjórn skipa: Lúðvik Guð- mundsson skólastjóri, Kristján Ar- inbjarnar héraðslæknir og Kristján Jóhanns on læknir. Aflafréttir frá Siglufirdi. í fyrra dag komu þrír bátar úr róðri með 2000 til 2500 kílógröm fiskjar. Fiskur er smár og ekki þesslegur að vera nýgenginn. Langsótt er, 32 sjómílur norðvest- ur á Skagagrunn. Fjórir bátar réru í gær. Einn var kominn að kl. 14, með 500 kíló fiskjar. Tals- ver'ð hrognkelsa- og kola-veiði er í firðinum, en annars aflalítið. (FO.) Skinfaxi, tímarit U. M. F. í., apríl 1935, er nýkominn út. Ritstjóri Skin- faxa er Aðalsteinn Sigmundsson kennari. Flytur ritið greinar um ýmis efni, sögur og kvæði, þýtt og frumsamið. Hefst þetta hefti á kvæði eftir Jóhannes úr Kötlum. Þá kemur ritgerð eftir Klemenz Kr. Kristjánsson: Framleiðslan og starfsemi æskunnar til sveita. Stefán Jónsson: Tólf ára strákur (saga). Hedin Bru: Rennur, renn- ur foli minn (saga). Steingr. Steir,- þórsson: Samvinnubygðir og unga fólkið o. m. fl. Sólskin 1935 Ylfingabókin, II. hefti, eftir Lord Baden Powell, er nýkomin út. Er bökin gefin út af Barna- vinafélaginu Sumargjöf og Banda- lagi íslenzkra skáta. Er bókin seld til ágóða fyrir dagheimili Barna- vinafélagsins. Hefir vinna að samningu og þýðingu bókarinnar verið gefin og einnig prentun að suniu leyti. Ættu menn að styðja gott málefni með því að kaupa þessa bók, sem er að öllu hin vandaðasta að frágangi og skemtileg börnum til aflestrar. —------4 falla þar sterk rök undir þá stefnu Alþýðublaðsins, að hverfa beri frá núverandi fyrirkomu- lagi um innflutnings- og gjald- eyrishömlur og að því að taka alla utanríkisverzlun í ríkisins hendur. A víð og drelf. Mjólkurmálin. Mjög hefir verið hljótt um mjólkurmálið í langan tíma. Við og við hafa þó Morgunblaðið og Nýja dagblaðið rok(ð í hár saman út af einhverju smáræði, hefir Mgbl. birt sömu greinina nokkr- um sinnum og N. dagbl. svarað henni jafnoft og alt af með sömu orðunum. Guðrún Lárusdóttir hefir tekið sér frí frá fátækrafull- trúastarfinu einn dag í viku, án þess að missa í kaupi, en daginn eftir hefir altaf birzt grein frá henni í Morgunbl. um Svein- björn Högnason, Guðmund Odds- son og Jesús Krist. Hafa styrk- þegar bæjarins kvartað mjög undan því, að þeir verði að svelta þessa daga, sem frúin situr að skrifunum. Uppreisn íhaldsfrúnna gegn skipulagningu mjólkursölunnar í bænum er fyrir löngu lokið. Hefir Samsalan í undanfarnar vikur selt á hverjum degi 14 þúsund lítra af mjólk, stundum nokkru minna og í annan tíð nokkru meira, svo að um hátíðina voru seldir um 16 þúsund lítrar, en 14 þúsund lítra sala er eins mikil, og rneiri, og hún var í vetur, áður en nokkuð verkfall hófst. Þrátt fyrir þetta segir Morgun- blaðið frá því einu sinni í viku, að mjólkurstríðið sé alt af að harðna. Húsmæðrafélagið sam- þykkir einu sinni í viku að nú vanti að eins herzlumuninn, stjórn Samsölunnar sé orðin lafhrædd og sé í þann veginn að gefast upp! Auðvirðilegir embættis- menn. Afskifti Geirs Zoega vegamála- stjóra af deilu verklýðsfélaganno við umboðsmann danska firmans Höjgaard & Schults hefir vakið nokkra athygli. Menn skilja ekki hvað hefir knúið vegamálastjóra til að sletta sér fram í deiluna', og á þann hátt, sem raun er á. En þeir, sem þekkja vegamála- stjóra og hafa fylgst með fram- komu hans gagnvart verkaniönn- um við opinbera vinnu, sem hann hefir haft yfir að segja, undrast ekki þessa framkomu hans, því að hann hefir alla tíð verið rakkinn, sem launakúgar- ar og kaupþjófar hafa sigað gegn verkamönnum og notað hann, af því að hann hefir haft nokkru sterkari aðstö.ðu en þeir, með rík- isvaldið að bakhjarli, til oð kæfa baráttu verkamanna fyrir bættum kjörum. Menn minnast t. d. bar- áttu hans s. I. sumar og hinnar fölsuðu skýrslu, sem Þorsteinn Briem fékk hann til að gefa út og lét svo útvarpið birta. Geir Zoega er enn eins og alt af áður þýlynt verkfæri fjandmanna verk- lýðssamtakanna í landinu, sem verkalýðssamtökin munu ekki geta þolað öllu lengur. Annars virðist slík framkoma, og Geir Zoega hefir sýnt við þetta tæki- færi vera sameiginleg fyrir marga af hinum gömlu embættismönn- um, sem alist hafa upp( i embætt- um sínum undir andlegri hand- leiðslu íhaldsins. Sigurður Briem. Þegar launamálamefnd sat að störfum, sendu póstþjónar henni erindi um íaunakjör sín og fóru fram á nokkrar umbætur á þeim, en eins og kunnugt er, eru þeir einhver langverst launaðia starfs- mannastétt ríkisins. Maður skyldi nú ætla, að yfirmanni póstmann- anna myndi ekki vera það þyrnir í auga, þó að kjör þeirra væru að einhverju bætt. Sjálfur hafði hann að minsta kosti fjórum sinnum hærri laun en þeir, en Sigurður Briem stóð á verði. Hann mætti hjá launamálanefnd með skjal upp á vasann, sem átti að sanna það, að póstþjónar þyrftu engra umbóta við á launa- kjörum sínum, og póstmálastjóri lagði. sig reglulega í framkróka í þessari viðleitni sinni. — Slíkir embættismenn, sem neyta þeirrar aðstöðu, sem þeir hafa gagnvart þeim verkamönnum, sem þeir eru settir til að hafa yfir ,að segja, til að standa í vegi fyrir því, að þeir fái nokkrar umbætur á kjörum sínum, eru algerlega ó- hæfir til að hafa nokkur manna- forráð. Og það er skylda ríkis- valdsins að gefa þeim lausn frá störfum sem allra fyrst. Barnadagurinn. Barnadagurinn var haldinn mjög hátíðlegur á sumardaginn fyrsta. Undanfarin ár hefir þessi venja verið haldin, og er þá fé safnað, sem síðan er notað til að hjálpa fátækum börnum með á sumrin. Á hverjum Barnadegi er mikið rætt og ritað um blessuð börnin, hvað lítið sé gert fyrir þau, og það sem þurfi að gera fyrir þau. Áhugamenn reyna ým- islegt að gera, og er starfsemi' Barnavinafhliagsins Sumargjöf t. d. alkunn. En þeim, sem fyrst og fremst ber skylda til að gera eitthvað fyrir börnin, gera ekki neitt og leggja jafnvel stein í götu áhugamannanna. Reykjavík- urbær hefir bókstaflega vanrækt allar skyldur sínar við börnin. Þau verða að mestu leyti að sjá um sig sjálf. Engir barnaleik- vellir eru til, og þeir ,s-em til eru, eru lokaðir. börnunum, eins og ein móðirin lýsti fyrir nokkru hér í blaðinu. Meirihluti bæjar- stjórnar Reykjavíkur hugsar ekki um börnin. Hann hefir í öðru að snúast. Hann hugsar um það að vernda hagsmuni og yfirdrottn- unarrétt nokkurra ríkra sérré'tt- indaheimila, og þó að barnssál- irnar úr kjöllurunum farist í jgk'tu- rykinu, þá truflar það ekki drauma þessa fólks — eða kirkju- göngur þess og bænahald. Væri ekki rétt að snúa næsla Barna- degi upp. í allsherjar baráttu gegn yfirráðum íhaldsins héfr í bænum? Myndi það ekki vera það bezta, sem hægt væri að gera fyrir börnin, sem nú eru lítil? Rauðl* 1 ólar. Vetrinum er lokið og sumarið er komið. Starfshættir alþýðufé- laganna breytast með árstíðun- um. Á vetrum er starfið aðallega fólgið í fundahöldum inni, en á sumrin á meginþáttur starfsem- innar að vera ferðir út úr bænum, ódýrar ferðir í nágnenni bæjarins, svo að aliir geti tekið þátt í þeim Alþýðufélögin hér eiga fagran og hentugan stað til að kóma saman, á, Rauðhóla. Þau eignuðust, eða réttara sagt fengu umráðarétt yfir þessum stað í fyrra sumar og þangað sóttu í fyrra sumar þúsundir manna, sem annars fara aldrei út úr bænum. — 1 fyrra sumar var margt gert til að fegra Rauðhóla og gera staðinn vist- legri, en margt er þó ógert enn þar efra og verður unnið að því eins og kostur verður á í sumar. Eitt fyrsta verkefnið, sem fyrir liggur, er að byggja þar skála, þar sem veitingar geti fár- ið fram og fólk geti haft afdrep, ef skyndilega versnar í veðri. — Ferðir upp í Rauðhóla munu hefj- ast eins fljótt og nefndin, sem sér um Rauðhóla fyrir Fulltrúaráð verklýðsfélaganna, telur það hægt. Ef dæma má eftir þeirri aðsókn, sem skemtiferðir alþýðufélaganna upp í Rauðhóla fengu í fyrra sumar, má gera ráð fyrir því ,að í sumar verði aðsóknin þangað margfalt meiri, enda á það að verða aðalskemtistaður alþýð- unnar í Reykjavík á komandi ár- . um. Fisksalan. Nú mun mest alt af fiskbirgð- unum frá fyrra ári vera selt, hefir langmestur hluti birgðanna verið seldur til Portugal, en nokkuð, aðallega netafiskur úr Vestmanna- eyjum, hefir farið beint til Bra- zilíu og víðar. Eins og kunnugt er, hafa fiskveiðar Norðmanna við Lofoten algerlega brugðist á þess- ari vertíð, og mun það hafa haft nokkur áhrif á sölumöguleika okkar. Auk þessa má geta þess, að útlitið fyrir síldarafurðasölu á komandi sumri er mjög gott. 1. tnaí. 1. maí er á miðvikudaginn kemur. 1 fyrra 1. maí var veður ekki hið ákjósanlegasta, og þó var þátttaka verkalýðsins í starf- semi dagsins sú mesta, sem þekst hafði. Alt bendir til þess, að þátt- takan verði ekki minni að þessu sinni, enda hefir verið unn- ið vel að því að undirbúa daginn. Línudanzararnir úr Bröttugötu kváðu ætla að fara í kröfugöngu þennan dag, og er það eins og alt annað úr þeirri átt til þess gert að sundra alþýðunni þennan hátíðisdag hennar eins og þeir neyna að gera alla aðra daga. Hins vegar eru engin líkindi til að þeim takist það, svo vel þekkir alþýðan nú orðið starfsemi þess- ara fugla. Auk þess hefir heyrst, að Morgunblaðið ætli að útbúa nazistiskt strákalið í einkennis- búningum til að fara út á götuma og þvælast fyrir. Munu íhalds- menn vænast þess, að þeirn takist með þessu uppátæki sínu að koma af stað einhverjum óeirð- um, en þó að alþýðan í Reykja- vík láti íhaldið ekki ráða þvi, hvenær hún tekur til höndunum, vill hún í allri vinsemd láta and- stæðinga sína vita það, að hún vill fá að yera í fullum friði með alla starfsemi sína þennan hátíðisdag hennar. Trúlofun. Á páskadaginn opinberuðu trú- lofun sína ungfrú Kristín Haralds- dóttir frá Kópaskeri, og Dósó- þeus Tímóþeusson (búfræðingur), Melshúsunr, Seltjarnarnesi. Hjónaefni. Á fyrsta sunrardag opinberuðu trúlofun sína ungfrú Ásta N. Guð- laugsdóttir, Frakkastíg 26, og Björgvin Kr. Grímsson sölunraður, c/o Smjörlíkisgerðin „Smári“. flátfðahðld á Akareyri oo Isafirði f gær. Skátamessa var í kirkjunni hér á ísafirði í gær. Séra Sigurgeir Sigurðsson sté í stólinn. Messan öll var með nokkrum öðrum hætti en tíðkast. Skátar endurnýjuðu heit sín og sungu skátabæn, senr orkt hafði Guðmundur Geirdal. Að lokinni rnessu fóru skátar skrúðgöngu um bæinn og konru við í sjúkráhúsinu og skemtu þar með söng. AKUREYRI, 26./4. FU- Skátafélagið Fálkar hér á Ak- ureyri fagnaði sumri í gær. Að lokinni skrúðgöngu um bæinn hófst guðsþjónusta. Séra Friðrik Rafnar flutti ræðuna, en skátar sungu undir stjórn Sigurgeirs Jónssonar. Á guðsþjónustuna hlýddu um 1000 manns. Kl. 16 hófst skemtisamkoma og síðan danzsamkonia, báðar við húsfylli. ísland í erlendum blöðum 1 Washington Heralrí birtist þ. 17. marz löng grein með myndum, sem nefnist „New Evidence The Norsemen disoovered America" (Nýjar sannanir fyrir þvi, að Norðmenn fundu Ameríku). — 1 The Christiaii Science Monitor, Boston, birtist þ. 13. marz grein um bókina „Iceland Adventure“ eftir J. Angus Bekett. —- 1 Horalrí, Rutland, Vermont, U. S. A., er skýrt frá því þ. 28. febr. sl., að Vernon C. Harrington, prófessor við Middlebury College, hafi hald- ið fyrirlestur um félags- og menningar-líf á Islandi nú á dög- um, á fundi í Middlebury Ro- tary Club. — 1 Haníburger Frem- denblatt 23. febrúar skrifar Art- hur Bonus um „Islanderbuch“, út- gefna af Gallway í Mtinchen. — 1 Journal of Commerce, Chicago, birtist þ. 6. marz grein, sem nefn- ist „Mother’s Example". I grein þessari segir m. a., að firma nokk- urt í Birmingham, sem verzlar mað rafmagnsmótora, hafi fyrir nokkru fengið vörupöntun frá ís- landi. Vegna gjaldeyrisskorts gat íslenzka finnað ekki greitt fyrir vörurnar í peningum og sendi þvi eina smálest af ýsu til Bir- minghani í greiðsluskyni, en Bir- minghamfirmað fékk innflutnings- leyfi fyrir fisksendinguna, sem seld var á brezkum markaði. — Dregur svo hið ameríska hlað :af þessu ýmsar ályktanir stjórninni í Washington til athugunar. Athugið vel XZööööööOOOCX: skilyrðin og kjörin hjá Líftryggingafé- laginu Andvaka áður en þér líftryggið yður annars staðar. Hlutarágóði mikið hækkandi. Hagsmun- um hinna trygðu hvergi betur borgið. XrOQC&OOOOöOOOQOO&yyX>00<X Selökrém filmur! Sijésnæmastat! Litnæmastar! Beztar! Tilbúnar hjá: Messrs Ilfcrd Limited, Iiford-Londen.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.