Alþýðublaðið - 13.05.1935, Side 1
Tilkpnið
ef þið
ftytjið.
• «.
#
__ ......_
RlfSTJÓRI; F. R. VALDEMARSSQN ÚTGEFANDI: ALÞÝÐUFLOKKURINN
XVI. ARGANGUR. MÁNUDAGINN 13. MAI 1935. 128. TÖLUBLAÐ
Sljórn Dagsbrúnar
fær fult umboð til að undirrita
samninga fi SogsdeilunnL
SOGSDEILAN stendur enn við
hið sama og fyrir helgina.
Á föstudaginn átti sáttasemjari
tal við fulltrúa verkamanna og
fulltrúa danska félagsins, en ár-
angur varð enginn af pví sam-
tali, og hefir sáttasemjari ekki
reynt neinar sættir síðan.
Eins og skýrt var frá hér í
blaðinu á föstudag, tókst kom-
múnistum að koma í veg fyrir
pað, að bifreiðastjórunum af
Vörubílastöðinni tækist að sanna
það, að peir gætu flutt hin pungu
stykki austur, en um pað hefir
deilan staðið hörðust; telja bif- j
reiðastjórarnir, að þeir hafi nógu
stóra og burðarmikla bíla til áð
flytja þessa hluti.
Deilan virðist nú vera farin iað
sýna það, að fulltrúi danska fé-
lagsins er studdur af andstæðing-
um verklýðsfélaganna hér, enda
hefir vegamálastjóri og Morgun-
blaðið sýnt það með framkómu
sinni.
Dagsbmnarfuiidurmn i
gær ræðir um Sogsvirkj-
unina.
Verkamannafélagið Dagsbrún
hélt fund í K.-R.-húsinu í gær.
Var fundurinn allvel sóttur, en
pó fer fundasókn alt af að minka
þegar sumar er komið.
Aðalumræðuefni fundarins var
Sogsdeilan, og héldu „línudanz-
ararnir“ uppi málpófi í sambiandi
við það mál, eins og venja er
til. í ræðum peirra koijn pað í
ijós, að peir vilja láta stöðva öll
skip Eimskipafélags Islands jiafn-
óðum og pau koma hingað. Virð-
ast peir helzt álíta, að stöðva
eigi alla vinnu við höfnina, hvort
sem hún snertir deiluna sjálfa eða
ekki.
Hins vegar mun verkamönnum
finnast, að atvinnuleysið sé nóg,
pó að ekki sé verið að auka pað
af peim sjálfum með pví t. d.
að stöðva uppskipjun úr skiplum,
sem ekkert snerta Sogsdeiluna.
Stjórn Dagsbrúnar gefið
fullt umboð til samninga.
I lok umræðnanna var eftirfar-
andi tillaga sampykt, og gefur
| hún stjórn félagsins fult umboð
til að undirrita samninga:
„Fundur í Verkamannafélaginu
Dagsbrún 12. maí 1935 ályktar
að kröfur pær, sem félagsstjórnin
hefir sett fram til verkhafa við
Sogsvirkjunina, um rétt félags-
manna til vinnu, vinnutima,
vinnulauna og annars aðbúnaðar,
sé í fullu samræmi við óskir fé-
lagsmanna.
Jafnframt felur fundurinn
stjóminni að kóma fram fyrir
hönd félagsins ásamt fulltrúum
iðnaðarmanna og fulltrúa frá
Alþýðusambandi Islands við
samningaumleitanir í siambandi
við pessa yfirstandandi deilu.
Og veitir fundurinn stjórninni
fult umboð til að undirrita alla
samninga fyrir félagsins hönd í
sambandi við lausn deilunnia:r.“
Kröfur verkamanna um
aukna bæjarvinnu.
Auk Sogsdeilunnar var mikið
*rætt um atvinnuleysisástandið
Frh. á 4. síðu.
Farsóttir i bænuni
eru að aukast altur.
Viðtal við Magnús Péturssoa héraðsiækni.
ALPVÐUBLAÐIÐ snéri sér í
morgun til Magnúsar Péturs-
sonar héraðslæknis og spurði
hann um útbreiðslu farsóttanna,
barnaveiki, skarliatssóttar og kik-
hósta.
Af barnaveiki hafa alls veikst
hér í bænum 38 manns síðan
fyrst varð vart við han!a! í vetur.
Þar af hafa áð eins prjú börn
dáið, og var pað í upphafi veik-
innar. Annars er hún mjög vægf
enda eru allir eða langflestir sjúk-
linganna „sprautáðir“. Sjúkling-
arnir hafa lallir verið settir í sótt-
kví og flestir verið látnir í sótt-
varnarhúsið við Framnesveg. Um
tíma virtist svo, sem tekist láefði
að hefta útbreiðslu veikinnar, og
í hálfan mánuð kom ekkert til-
felli. En síðustu tvær vikurjnar
hafa komið 6 tilfelli, 1 í fyrri
vikunni og 5 í síðustu viku.“
Hvað eru sjúklingarnir lengi í
sóttkví?
„Það er afar misjafnt, en stysf-
ur tími er um 41/2—5 vikur. —
Tvær stúlkur, sem eru á sóttvarn-
arhúsinu, eru búnar að vera í
sóttkví í 9 vikur. Það er langur
tími og tekur á taugarnar fyrir
pá, sem verða fyrir pví. Sjúkling-
arnir verða að veræ neikvæðir
prisvar sinnum í röð, og pað
kemur fyrir, að peir eru neikvæð-
ir tvisvar, en svo jákvæðir í
priðja skiftið, og pá verður að
byrja að nýju.
Nú eru 14 sjúklinga(r í sóttvarn-
arhúsinu, en auk pess fólk í sött-
kví á heimilum sínum.“
Skarlatssóttin? •
„Hún er mjög væg og afarfá
tilfelli. Það hafa undianfarið kom-
ið fyrir um 1 tilfelli á viku. Þieir,
sem sýkjast af skarlatssótt, eru
annaðhvort settir í Earsóttiarhúsið
við Þingholtsstræti eða eru á
heimilum sínum.
Flestir skarlatssóttarsjúklingar
losna eftir 5 vikur, en skemri tíma
ekki.“
Og kikhóstinn?
„Kikhóstinn er afarmikið út-
breiddur í bænum. Hann er yf-
irleitt um allan bæ, en hann er
vægur. Þó hafa kómið fyrir nokk-
ur pung tilfelli. En mér vitan-
lega hiefir enginn dáið úr honum.
Kikhóstasjúklingar eru ekki
látnir í ' sóttkví."
Þorsteinn Þ. Þorsteinsson
flytur erindi í útvarpi’ð í kvöld
um landnám íslendinga í Vest-
urheimi.
Danska þin ainu frestað
íhaidsmeir'ihliitiiiia f Landshingiim
hefip heft framgang 45 frnmvarpa.
KAUPMANNAHÖFN í morgun.
ANSKA RÍKISÞINGINU var
frestað seinnipartinn á
laugardaginn.
Fyrir þinginu lágu að jiessu
sinni 132 lagafrmnvörp, þar af
113 stjórnarfrumvörp.
Alls voru 87 af þessum frum-
vörpum afgreidd sem lög frá
þinginu. Hin 45 frumvörpin voru
annaðhvort feld af landsþinginu,
þar seni íhaldsmenn og bænda-
flokksmenn (hægri og vinstri)
eru í meiri hluta, eða urðu ekki
útrædd.
Merkasta lagafrumvarpið, sem
íhaldsflokkarnir feldu í lands-
þinginu, og það sem stjórnmál
Danmerkur koma til að snúast
um á næstunni, var fruinvarp
stjórnarinnar um afnám lands-
þingsins. Því að með sínu úrelta
kosningafyrirkomulagi, sem
tryggir minnihlútanum í landinu,
íhaldsmönnum og bændaflokks-
STAUNING forsætisráðherra.
mönnum meiri hluta í landsþing-
inu, er sú stofnun orðin óþolandi
þröskultlur fyrir framkvæmd
lýðræðisins og jafnaðarstefnunn-
ar í Damnörku.
Norrænt blaðamannamót
var sett fi gær fi Kaupmannahififn.
EINKASKEYTl
TIL ALÞÝÐUBLAÉSINS
KAUPMANNAH ÖFN í mó^guin.
JÖTTA mót blaðamannia frá
öllum Norðurlöndum var
opnað í g,æp í stíærsta sal Kristj-
ánsborgarhallarinnar hér í Kaup-
mannahöfn.
Kristján konungur X. og Staun-
ing f orsætisráðherra voru við-
staddir. •
Stauning forsætisráðherra og
formaður danskra blaðamanna
sambandsins Eskelund og einn
fulltrúi frá hverju Norðurlanda-.
ríkjanna héldu ræður, við setn-
ingu mótsins.
Voru pað þeir Amundsen frá
„Arbeiderbladet“ í Oslo, Björck,
rikispingmaður og ritstjóri frá
Svípjóð, Tryggvi Sveinbjörnsson
frá Islandi og Vross ritstjóri frá
Finnlandi.
Tryggvi Sveinbjörnsson mót-
piælti í rjæðu sinni greinum enska
blaðsins „The Sootsman“ um Is-
land, og pví, sem par var haldið
fram, að Islendingar hölluðust
að því að komast undir brezka
heimsveldið.
Hann sagði enn freniur í ræðu
sinni:
„Við Islendingar komuin frá
landi, þar sem óblíð veðrátta og
myrkur er mikinn hluta ársins.
Náttúra Danmerkur, sem er eins
ólík náttúru íslands og mögu-
legt er, dregur okkur til sín, meðf
sterku afli. Þótt Island sé fjarri
hinum Norðurlöndunum, þá líta
Islendingar á sig sem eina grcin
hinnar norrænu fjölskyldu.“
Ræðu Tryggva Sveinbjörnsson-
ar var ágætlega tekið.
Setning mótsins stóð að eins í
hálfa klukkustund, og á eftir
bauð Stauning forsætisráðherra
öllum pátttakendum til hádegis-
verðar.
Síðan var þeim boðið til te-
drykkju í ráðhúsinu, en í gær-
kveldi héldu Kaupmannahafnar-
blöðin fjögur peim veizlu hjá
Nimb, og síðan var „norræn nótt“
í Tivoli þeim til heiðurs.
STAMPEN
1700 krénum stolið fi gær
afferðamanni hérfibænum.
IGÆRDAG kom hingað til
bæjarins miðaldra útgerðar-
maður frá Grindavík.
Fór hann víða hér um bæinn
þg í gær mun hann hafa orðið
nokkuð drukkinn, en ekki mikið.
Var hann með ýmsum mönn-
um, sem einnig munu hafa verið
druknir.
Undir kvöld var hann staddiur
vestur í bæ úti á götu. Af rælni
preifaði hann á jakkavosa sín-
um á brjóstinu, en par geyrndi
hann veski sitt, og voru í því
1700 krónur, og fann hann að
það var horfið. 1
Fór maðurinn pegar til lög-
reglunnar og tilkynti henni hvarf
peninganna.
Skýrði hann lögreglunni jafn-
framt frá pví með hverjum hann
hefði verið, gaf lýsingu á þeim,
Frh. á 4. síðu.
VerkValli
málorasveina er loklð
I gær komst samkomulag á í
deilu málarasveina og málara-
meistara.
Urðu málarameistariar að láta
undan og verður engin nemenda-
fjölgun.
Vinna hófst aftur í dag. kl. 1.
Pilsudskl lézt i oærkveldl.
Banamein hans var hjartabilnn og
krabbamein.
VARSJÁ í morgun (FB).
ILSUDSKI MARSKÁLKUR
LÉST I GÆRKVÖLDI. —
í opinberri tilkynningu segir, að
Pilsudski hafi átt við veikindi að
stríða um margra mánaða skeið,
en honum versnaði skyndilega
og á laugardag sáu læknar, að
hann mundi eiga skammt eftir,
þvi að hjarta hans var að bila
og varð hjartabilun og krabba-
mein í lifrinni dauðaorsökin.
Ríkisstjórnin hefir fyrirskipað
þjóðarsorg og að öllum opinber-
um skemtistöðum skuli lokað ó-
fyrirsjáanlega langan tíma.
Joseph Pilsudski var einn af
kunnustu stjórnmálamönnum og
herforingjum á yfirstandandi
öld. Hann var fæddur í Lithauga-
landi í nóvembermánuði 1867.
Hann átti í brösum við stjórnar-
völdin rússnesku þegar á stú-
dentsárum sínum og var gerr út-
lægur fyrir pólitiskar skoðanir
sínar og undirróður gegn stjórn-
inni. Var hann dæmdur til fjögra
ára Síbiríuvistar. Síðan var hann
í fangelsi í St. Pétursborg, en
tókst að flýja þaðan. Hann komst
úr landi og ferðaðist til Bretlands
og Austurlanda.
Saga hans öll þessi ár var við-
PILSUDSKI
burðarík, en hann kemur þó
fyrst verulega við sögu í heims-
; styrjöldinni, er hann gerðist her-
foringi og óð inn í Rússland með
pólskan her. Hann var kosinn
forseti pólska lýðveldisins 1919
og gerður marskálkur 1920. Og
allt frá því heimsstyrjöldinni
lauk hefir hann i raun og veru
verið einræðisherra í Póllandi. —
Hann hefir alltaf barist heilhuga
fyrir sjálfstæði Póllands, en þótt
harður í horn að taka, einráður
og óvæginn. (United Press).
Bretar og Frakkarvara
Mussolfini við afleiðingunnm
&if árás á Abessinfiu.
EINKASKEYTI
TIL ALÞÝÐUBLAÐSINS
KAUPMANNAHÖFN í morgun.
SÁMKVÆMT þvi, sem nýf-
ustu fréttir frá London
segja, gera enskir og franskir
stjórnmálamenn sér mikið far
um, að fá itölsku stjórnina til
þess að hætta við pámálaleit-
un við Þjóðahandalagið, að
pað veiti henni umboð til þess
að fara með her inn i Abessi-
niu.
Þeir benda í pví sambandi á, að
bein árás af hálfu Itála á Abes-
siníu geti haft mjög alvarlegar
afleiðingar í för með sér á sviði
milliríkjamálanna.
Fréttirnar segja ,að bæði Eng-
land og Frakkland vilji afstýra
pví, að Mussolini fái Þjóðabandiaé
lagið upp á móti sér, en pað sé
óhjákvæmilegt, ef hann geri al-
vöru úr pessari fyrirhuguðu
kröfu.
Ný snadmet sett i gær
I gær setti Þorsteinn Hjálmars-
| son frá Ármanni, nýtt meí í 200
| m. bringusundi; tími 3 m. 8 sek.
I Gamla metið var 3 m. 10,8 sek.,
sctt af Þórði Guðmundssyhi frá
Ægi 1932.
Enn fremur setti Jóhannes
Björgvinsson, 16 ára piltur frá
Ármanni, nýtt drengjamet á 200
m. bringusundi; tími 3 m. 19,1
sek. Gamla metið var 3 m. 31,5
sek, sett af Inga Sveinssyni frá
Ægi 1934. f
Voru bæði metin sett á 25 m.
þraut í sundlauginni við Reykja-
vík.
Ef ekkert skyldi gerast í mái-
inu áður en ráð Þjóðabandaliags-
ins kemur sarnan í júni, er pað
talið alveg víst, að Abessinía
heimti að málið verði tekið fyrir
af ráðinu og útkljáð samkvæmt
15. grein Þjóðabandálagssáttmál-
ans, par sem pað er ákveðið, að
bandalagið komi fram sem sátta-
semjari, ef deila kemur upp milli
tveggja eða fleiri meðlima pess.
En að álití enskra og franskria
stjórnmálamanna myndi sú af-
staða, sem Þjóðabandalagið tæki,
ekki geta orðið öðru vísi en
þannig, að Italía yrði fyrir alvar-
legum álitshnekki af málinu.
STAMPEN
Llil i*i í*H i .*i li 1 -I
Laval á leltt tll
Moskva.
VARSJÁ í morgun.
Áður en Laval lagði af stað til
Moskva var gefin út opinber til*
kynning um viðræður hans og
Becks, utanríkismálaráðherra Pöl-
lands.
í orðsendingunni er lögð áherzla
á, að ráðherrarnir hafi verið sam-
mála um, að sfefna bæri að pvi
að varðveita friðinn, og að Frakk-
ar og Pólverjar ynnu saman að
I þeim málum.
J (United Press.)
i .................................
Kaupendur Alþýðublaðsins,
I
^ sem flytja, geri svo vel að til-
kynna afgreiðslu blaðsins, símar
4900 og 4906, bústaðaskiftin taf-
t arlaust.