Alþýðublaðið - 13.05.1935, Qupperneq 3

Alþýðublaðið - 13.05.1935, Qupperneq 3
MÁNUDAGINN 13. MAI 1935. ALÞÝÐUBLAÐIÐ ALÞÝÐUBLAÐIÐ OTGEFANDI: ALÞÝÐUFLOKKURINN RIfSTJÖ RI: F. R. VALDEMARSSON Ritstjórn og afgreiðsla: Hvtrfisgötu 8—10. SIMAR : 4900-4906. 4900: Aigreiðsla, auglýsingar. 4901: Rítstjörn (innlendar fréttir). 4902 Ritstjó. ri 4903: Vilhj. S. Vihjálmss. (heima). 4904: F. R. Vaidemarsson (heima) 4905: Prenh miðjan. 4906: Afgreiðshui. Alpýðnbúsið. BYGGINGAlþýðuhússins verð- ur boðin út í ákvæðisvinnu þessa dagana. Það ætti því iekki að Hða á iöngu þar til hafin verð- ur bygging hússins, og þar með stigið eitt hið merkasta spor í sögu verkalýðsfélaganna hér í Reykjavík. Um margra ára skeið hafa verklýðsfélögin hér í borginni barist fyrir þessu máli. Það mun hafa verið árið 1912 aÖ því var fyrst hreyft allveru- lega í Dagsbrún, að kaupa lóð og undirbúa húsbyggingu. Fengu Dagsbrúnarmenn þá þegar hug á að eignast lóð þá við Hverfis- götu, sem húsið verður bygt á. Lóðin var þá ríkiseign, og stóð félaginu til boða að kaúpa hana á 1 kr. hverja feralin. Ekki fékst þó samkomulag um þessi kaup að sinni, en fimm árum síðar, eða 1917, var lóðin keypt, og mun þá hafa verið fimmfalt dýrara en orð\ð hefði í hið fyrra sinn. Þegar lóðin hafði verið keypt var fljótlega hafist handa um húsbyggingu. Var að því stefnt að fá húsnæði fyrir blað Alþýðu- flokksins og prentsmiðju. Sýndu verkamenn fórnfýsi og skilning í sambandi við þetta mál, og lagöi margur fram mikið fé af litlum efnum. ' ' íi'w....... I Og húsið kom, ekki stórt eða glæsilegt, en þó það stórt, að það gat bætt úr hinum brýnustu þörfum, og það hefir jafnan síð- an verið heimili Alþýðublaðsins og Alþýðuprentsmiðjunnar. Gamla húsið verður nú að víkja fyrir öðru stærra, glæsilegra og betra. Alþýðublaðið verður að leita annarar prentsmiðju, rneðan byggingin stendur yfir, flestir áf starfsmönnum prentsmiðjunnar munu fylgja því til hinna nýju heimkynna og nokkuð af vélum hennar einnig. En að ári liðnu er tilætlunin, að Alþýðuprentsmiðjan taki aftur til starfa í hinu nýja húsi og þá aukin og endurbætt eftir kröfum nútímans. Saga litla hússins við Hverfis- götu, sem alment er kallað Al- þýðuprentsmiðjan, er einn þáttur úr sögu Alþýðuflokksins, og það merkur þáttur. Þáttaskilin, sem nú verða í sögu þessa húss, er það verður rifið til þess að rísa á ný margfalt veglegra en áður, sýna betur en flest annað þá geysilegu þróun, sem átt hefir sér stað innan alþýðusámtakanna og Alþýðuflokksins. Við þessi þáttaskil mun það koma í ljós, að alþýðan, sem sýndi fórnfýsi og lofsverðan á- huga við byggingu gamla hússins, alþýðan, sem þá gerði þrekvirki, þegar tekið er tillit til þess, hve samtök hennar voru ung, á þessa Jcosti í ríkum mæli enn, og vegna þeirra kosta mun það verða létt verk, að byggja Alþýðuhús, sem fullnægi kröfum nútímans, og vegna þessara sömu kosta inunu samtök alþýðunnar verða vold- ugri og sterkari með hverju ári, sem líður, og nýjar og glæsi- legar byggingar rísa á grunni þeirra bygginga, sem ekki full- neegja lengur kröfum tímans. Lestn! Margt er ódýrt hér, sagði konan full undr- unar. Hún var að kaupa þvottaefni. Cæsar Mar. Sími 2587. Málarasveinaféjag Reybjavíkur. Eftir Ásbjörn Ó Jónsson formann RTálarasveina- félags Reykjavíkur. Frarn að árinu 1928 var hér enginn félagsskapur á meðal mál- arasveina, en þá tóku sig sam- an nokkrir áhugasamir máiarar, flestir ungir ,og fóru að vinna að stofnun félagsskapar, sem þeim tókst fljótlega að koma á fót, og hlaut það nafnið Málara- sveinafélag Reykjavíkur. I fyrstu fendargerðabók félags- ins segir um stofnfund félags- ins, — Hann var haldinn sunnu- daginn 4. marz 1928 i Iðnskólan- um, og hófst hann kl. 2 stundvís- lega. Þar voru mættir 18 menn. Umræður voru um stofnun sveina- félags málara. — Á þeim fundi voru lög og fundarsköp sarnþ. Síðan var stjórn kosin og voru þessir menn kjörnir: Albert Er- lingsson form., August Hákanson gjaldkeri og Hörður Jóhannesson fitari, og í varastjórn þessir: Ösk- ar Jóhannesson form., Georg Vil- hjálmsson gjaldkeri, Þorbjörn Þórðarson ritari, og loks endur- skoðendur: Magnús Möller og Jón Ágústsson. Á stofnfundi þessunr innritnði st í félagið 16 málarar, og þar með var Málarasveinafélag Reykja- víkur stofnað. Framan af virðist staifsemi þess hafa verið mjög í roolum, enda voru menn félagsstarfinu óvan- ir, og það tók sinn tíma að þrosk- þst í því. Fram að þessu höfðu meistarar skamtáð kaupið að rnestu eftir sínum geðþótta, eins og allir vita að er venjan, þegar verkalýðurinn þekkir ekki nrátt sinn. En það leið ekki á löngu þar til félagsmenn vöknuðu til meðvitundar um að kjörin þyrfti að bæta. Meistarar höfðu þá al- rnent skamtað kr. 1,40 urn tím- ann og algengt var að sveinar legðu sér til áhöld. Félagsmenn sáu, að úr þessu varð að bæta, og fóru því fram á hækkun á kaupi við meistara, og vildu þeir gangast inn á að greiða kr. 1,50 og 1,55 með því móti, að sveinar legðu sér til á- höld, en félagið fór fram á kr. 1,60—1,65. Að lokum tókst að knýja rneist- ara til að greiða kr. 1,60, og meistarar lögðu til áhöld. Stærstu utanaðkomandi erfið- leikar félagsins voru hinir svo kölluðu hjálparmenn, sem meist- arar tóku sér til aðstoðar, þegar mikið barst að af vinnu, og jafn- vel þar fyrir utan, og voru þeim altaf ódýrari vinnukraftur heldur en sveinarnir, enda notuðu meist- arar sér það margir, að sam- tökin voru vanmáttug og úrræða- leysi í framkvæmdum. Það gat gengið svo vítt með þetta hjálp- armannahald hjá þeirn, að dæmi vorú til að þeir ráku oft full- lærða fjölskyldumenn, kanskie um hásumar, eins og einn gerði til dæmis við þrjá sveina, en hélt eftir 2 hjálparmönnum, af því að þeir voru ódýrari menn, í þeim einum tilgangi að þéna meira, hvað svo sem hinum, sem Iaga- legan rétt höfðu til vinnunnar, leið. Það var ekki fyr en í marz- mánuði 1931, þegar ný lög voru samþykt í félaginu, sem bönnuðu sveinum að vinna hjá þeim mál- arameistara, seln hafði hjálpar- mann í vinnu, að unninn varð bugur á þessu. En eftir það fór mikið að rætast úr fyrir félaginu, Oig áræðið vex við hvern sigur, því upp úr þessu fara félagsmenn að sjá það ,að gera þurfti ein- hverjar ráðstafanir til þess, að hnekkja hinni stjórnlausu nem- endatöku meistaranna ,sem einnig voru eingöngu teknir þá eins og jnú í hagsmunaskyni einu saman, og var það eins í þessu efni, að oft urðu bæði nýsveinar og van- ' ir sveinar að fara á götuna, þeg- | ar meistarann fór að klæja mjög ofsalega í lófana yfir að taka nýjan lærling. Og það var sama sagan, að fjölskyldufaðirinn jafr.t sem aðrir varð að víkja fyrir hinum ódýra vinnukrafti. Lengi vel voru skiftar skoð- anir um , hvaða leiðir skyldi velja til þess að kveða niður þetta mannúðarleysi, en að lokum sigr- aði sú leið, sem einn félagsmanna hafði altaf bent á til þess að úti- loka hjálparmenn og tekist hafði að útiloka þá með ,sem sé að neita að vinna hjá þeim meistara, sem tæki nýjan nemanda, þar til samningar tækjust í þeim efnum. Þetta var samþykt í félaginu í október 1932, og gekk það í ,-gildi um næstu mánaðamót. Skömmu eftir að samþykt þessi hafði verið tilkynt meisturum og var gengin í gildi, tók einn mál- arameistari 1 nýjian nema, þvert ofan í vilja sveinafélagsins, og vann því enginn sveinn hjá hon- um þenna vetur. Þegar meistarar sáu, að við ætluðum að standa við samþykt þessa, neyddust þeir til þess að boða okkur á samningsfund. Og samdist þar um algerða lokun á iðninni um 1 ár, eða frá 1. maí 1932 til 1. maí 1933; einnig var samið um ýms önnur atriði, svo sem meðal annars að svein- ar tækju ekki að sér vinnu og ýæru í sveinafélaginu meðan þeir notuðú sér ekki meistararéttinn; annars skyldu þeir gangiá í (meist- arafélagið, sömuleiðis skyldu meistarar ekki hafa leyfi til að vinna sem sveinar, nema að vera í sveinafélaginu. Síðan hafa samningar farið fram árlega um ýms mikilvæg atriði ,sem nauðsynlegt hefir ver- ið að semja um. Félaginu tókst að koma 1 nianni af 3 í prófnefnd um sveinsstykki á síðast liðnu ári. Nokkru áður en samningar fyrst hófust við meistara, setti sveina- félagið á stofn upplýsingastöð fyrir félagsmenn og almenning, sem málara þurfti með, en hún varð meisturum hinn mesti þyrn- ir í augum, og tókst þeim að eyðileggja hana með aðstoð manna innan sveiniafélagsins, sem ætíð reyndust þröngsýnir. 1 fyrra tókst félaginu að hækkia tímakaup meðiima sinna úr kr. 1,60 upp i kr. 1,70. Nú förum við enn fram á nokkrar kjara- bætur og algerða lokun í iðninni fyrir nýjum sveinum. Við lítum svo á, að nemendur eigi aldrei að taka fyr en iðnin sjálf kallar eftir þeim. Hitt sjá allir, að ef taka ætti nemendur stjórnlaust, væri það til þess að atvrnnuleysi í iðninni ykist stöð- ugt, og þar sem þeir væru svo at- vinnulausir, tíndu bara niður því, sem þeir höfðu lagt 4 ár í að læra við lélegt kaup. MálarasveinaféLag Reykjavíkur er fyrsta félagið í byggingariðn, sem útilokar hjálparmenn og hóflaust innstreymi I Iðnina. Nú telur félagið 55 meðlimi. „Great Eastern44 (Austri hinn mikli). Á árunum 1870—1890 mátF víða líta hér á landi myndir laf stærsta skipi heimsins, sem þá var; voru myndir þær á veggjum í híbýlum manna og þóttu þá mesta stofuprýði. Ógæfa fylgdi skipsbákni þessu frá því það fyrst átti að fara á fiot, þar til það var rifið í ‘Birken- head við Merseyfljótið kringum 1889. Þá kom' í ljós skýringin á hinum mörgu óhöppum, sem fylgt höfðu skipinu frá byrjun, eða svo útlagði hjátrú sjómanna það. 1 skipinu var tvöfaldur botn og milli hinna tveggja botna fanst beinagrind af manni, sem þar hafði verið innilokuð frá því skipið var smíðað. Hvernig hún var þangað komin veit enginn. Að líkindum er heinagrindin í „Austrá mikla“ hinn ömurlegasti flutningur sem þekkist, eða eins og Bretar komast að orði: „Possibly the rnost weird car- go of all time was a human one aboard the „Great Eastern1'. Skipið byrjaði siglingar 1860; 1865—66 lagði það símaþráðinn yfir Atlantshafsbotn, og frá 1869 lagði það ýmsa símaþræði i At- lantshafi, Miðjarðarhafi og Rauða- hafi. Á þilfari var skipið 692 fet á lengd og talið 25 þúsund lestir. (Ægir.) Jakobfna Johnson. Eftir Ragnar E. Kvaran. Þess hefir verið getið í blöðum og í útvarpinu, að til stæði að bjóða merkri konu íslenzkri, frú Jakobínu Johnson, er dvalið hef- ir svo að segja æfina alla vest- an hafs, hingað heim í sunnar. Eftir því sem mér hefir skilist, mun fyrst hafa verið vakið al- varlega máls á þessu ínnan ung- mennafélaga landsins, en síðan hafa fleiri látið málið til sín takia. Einn ötulasti hvatamaður þessa heimboðs hefir séra Friðrik A. Friðriksson í Húsavík verið, enda hefir hann manna mest skil- yrði hérlendra manna til þess að átta sig á, hversu mikið tilefni frú Jakobína hefir gefið til þess, að henni væri sýnd slík viður- kenning, sem hér er til stofnað. En í nefnd þeirri, sem tekið hef- ir að sér að annast undirbúning heimkomu frúarinnar, eru kjörnir fulltrúar frá Sambandi ungmenna- félaganna, Landssambandi kvenma og Félagi Vestur-íslendinga, auk þess sem frú Guðrún Erlings á þar sæti, og er hún formaður nefndarinnar. Ég get ekki stilt mig um að láta í ljós með línum þessum, hversu mikils mér þykir um vert, að horfið hefir verið að þessu ráði. Frú Jakobína er ekki mikið kunn almenningi hérlendis. Hún á hér engan slíkan aðdáendiahóp eins og skáldjöfurinn Stephan G. Stephansson átti, er hann sótti landið heim sem gestur þjóðar- innar. En það er mikilsvert fyrir Islendinga að átta sig á því, að hinum megin við Atlantshafið er ekki óálitlegur hópur af andans mönnum og konum, sem oss væri gróði að að kynnast og eru sæmd og heiður ættþjóðar sinnar i fram- andi landi, en fæstir menn hér- lendis þekkja einu sinni nöfnin á. Skáldkonan Jakobína Johnson er í fnemstu röð í þeirri sveit. Frú Jakobína er dóttir Sigur, björns Jóhannssonar, er kendur var við Fótaskinn (nú Helluland) í Aðaldal í Suður-Þingeyjar- sýslu, og er hún fædd að Hólma- vaði í iþessari sveit 23. okt. 1883. Móðir hennnar var Maria Jónsdtt- ir frá Höskuldsstöðum í Reýkja- dal. Jakobína fluttist fimm ára gömul vestur um haf með for- eldrum sínum, er settust að i Argyle-bygð í Manitoba. Á þeim árum hagaði svo til í þessari bygð, að þar settust aö langmestu leyti að sveitungar héðan að heiman — Þingeyingar. Hefir fólk sagt mér, sem þarna ólst upp, að það hafi nálega kannast við hvern bæ í Þingeyjarsýslum, þótt það hefði aldrei til íslands kom- ið. Áhugi manna á íslenzkum efn- um var mjög mikill þar eins og svo víða annars staðar, og munu kunnugir sízt rengja það, sem Jakobína orti löngu síðalr í kvæð- inu „Islenzk arfleifð": Það faðir minn forðum mér kendi og fast inn í sál mína brendi með kærieikans eldi’ er í augum hans skein: „Ef varðveitir arfleifð þíns andia, þér ekkert í heimi má granda,— — og dauðinn er dagrenning ein." | ! Þessi íslenzku áhrif í bernsku i frú Jakobínu hafa komið þess ' þetur i ljós, sem meiri þroski og aldur hefir færst yfir hana. Fram- an af verður þess ekki vart, að pessi áhrif komi t. d. fram í löngun til þess að yrkja, því ekki er kunnugt um nein kvæði eftir hana frá æsku- eða náms-árum. Hún tók kennarapróf, en var að- ! eins nýlega tekin að sinna kenn- i arastörfum, er hún giftist og | tók við heimilisstörfum í þeirra stað. Maður hennar er Isak John- son, trésmiður, ættaður úr Vopna- firði. Er mörgunr kunnugt það fólk, því að hann er bróðir þeirra Gísla og Einars Páls Jónssona, sem báðir eru skáldnræltir vel og kunnir eru af ljóðabókum sín- um, og séra Sigurjóns Jónssonar á Kirkjubæ í Hróarstungum. Þau Isak og Jakobína fluttust bráð- lega vestur á Kyrrahafsströnd og hafa búið lengst af í borginni Seattle í Washingtonríkinu. Svo er að sjá, senr tilhneiging* in til ljóðagerðar og bókme.nta» legrar starfsemi hafi sótt jjess ! meira á frú Jakobinu því nreiri sem heimilisannir hlóðust á hana. | Og heimilisannir hefir hún haft , nægar. Hún á sjö syni og er sá elzti rúmlega tvítugur. Efni hafa ávalt verið af frekar skornum skamti, eftir því sem mér lrefir skilist, og hefir því mörgu verið að sinna fyrir húsfreyju og móð- ur. Er það almannarómur, að fá- um muni hafa látið betur að sam- eina mikla umönnun með heim- ili og alhliða áhuga á bókmenta- legri starfsemi eins og þessari konu hefir tekist. Enginn kunn- ugur hefir efast um, að það var hennar reynsla er hún talar um og taugin við skylduverk, er taugin, sem fastast bindur, — — sú taug, hún er mjúk og sterk. En hún hefir haft eitthvert sér- stakt lag á því, að láta ekki skylduverkin kæfa áhuga sinn á öðrum verðmætum, er hún hafði yndi af. Mjög eftirtektarvert er kvæðið „Morgunroði" í þessu sambandi: Þú rósfagri morgunn, með rauða-gulls ský og röðul með krónurnar skóginum í, sem reykur hvarf þreytan, er reis ég af beð, því ríkulegu laun eru’ að hafa þig séð. Við annrikí, flýti og fjas er ég kvitt, því fyrirfram goldið er dagsverkið mitt! Ög morgunn, ég fest hef í málverlúð þar, sem myrkvastur skugginn í hug mínum var. Yfirleitt er mönnum tíðræddara um þreytu, þegar þeir leggjast til hvíldar en þegar þeir rísa af beði, en þó mun enginn rengja, sem kunnugt er, að hér er þess- ari sístarfandi konu rétt lýst. Hún hefir létt af sér þreytunni með því að hlaða á sig annars konar ann- ríki en heimilisstörfunum. Hún hefir ort mikið, hún hefir þýtt heila bók af úrvalsljóðurir ís- lenzkum á enska tungu og lagt v það afarmikið verk ,og að lok- um hefir hún þýtt að minsta kosti þrjú íslenzk leikrit, svo mér sé kunnugt, á ensku. Ofan á þetta hefir bæzt mikill fjöldi af fyrir- Vestrum og ræðum, sem hún hefir haldið yfir lönduin sínum um hin mamvíslegustu efni. I raun og veru er það hið mesta furðuefni, hvernig móðirin og húsfreyjan hefir komið þessu öllu í verk. En mér hefii i'erið tjáð, að un langt skeið hafi það verið regla bennar, að hverfa ávait frá heim- ili sínu einn dag í viku og loka sig þá inni i bókasafni borgar- innar, til þess að geta numið og starfað í næði. En eins og nærri má geta, hefir þetta því að eins verið á þann hátt unt, að þessu dagsverki á -heimilinu væri hlaðið á hina daga eða næt- ur vikunnar. Það magn ,sem einkum hefir lyft hér undir og valdið því ,að frú Jakobínu hefir auðnast að afkasta öllu þvi andlega starfi sem raun ber vitni, er fyrst og fremst dálæti hennar og ást á öllu þvi ,sem íslenzkt er. Hún hefir mænt eftir og hlúð að hverjum þeim einkennum, sem mintu hana á landið, sem hún ekki hefir séð frá því að hún var fimm ára gömul. Fyrir þá sök er skilningur hennar jafn innilegur og sjá má t. d. af kvæð- inu „Melkolka við lækinn": Aldrei leizt þú, lækur, lands frá bernsku-tíðum fegri mynd, en móður mæna augum blíðum eftir erfða-merki ættfólks síns — og vonar — á svo fríðri ásýnd uppvaxandi sonar. ! i' i í l i 1 : Það er mikil sæmd fyrir ung- mennafélög landsins og aðra þá, sem hér eiga hlut að máli, að vinna að því, að þessi ein merk- asta kona íslenzknar þjóðar beggja megin hafsins skuli fá draum þann sjá að rætast, aÖ koma hingað til landsins. Hún er nú væntanleg í hæsta mánuði, og er það ósk allra hennar vina og þeirra annara, sem fylgst hafa með göfugu starfi hennar, að hún hafi gleði og yndi af förinni. Hún kemur hingað um það leyti, sem hér er lengstur dagur. Sjálf yrklr hún svo eftir Amundaen heimskautafara: Eldist örninn að ytri sýn. Fundið er jafnvægi fjörs og krafta. En andinn finnur engu að síður örvandi návist hins nóttlausa dags. (Frh. á 4. síðu.)

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.