Alþýðublaðið - 13.05.1935, Qupperneq 2
MÁNUDAGINN 13. MAÍ 1935.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
Á myndinni hér að ofan sjást
þau Friðrik krónprinzj og Ingrid
prinzessa. Er myndin tekin, er
pau komu til Danmerkur, eftir
að þau höfðu haldið trúlofunar-
gildi sitt í Stokkhólmi. Á mynd-
inni sést einnig skipið „Halsing-
borg“, en á því fóru stúdenta-
söngvarar á móti þeim til að
bjóða þau velkomin til Dan-
rnerkur.
Nafngiftir.
Á Samoaeyjunum eru drengir
skírðir kvennöfnum og öfugt. Ef
stúlka fæðist að bróður sínum i
látnum, fær hún nafn bróður síns,
og eins bróðir aö látinni systur.
Hœttulegur leikur.
Bifneiðarstjóri nokkur í Nairobi
ók í ógáti inn í hóp fíla og lenti
á afturfæti eins fílsins. Þetta þótti
fílnum óþarfa frumhlaup af bíl-
stjóranum og sló rananum í [bíl-
inn og braut hann allmikið.
Harmleikur.
Frá eyjunni Gerralioo í Kyrra-
hafinu berast heldur ömurlegar
fregnir. Fiskimaður nokkur, Pedro
Cirocito að nafni, fann nýlcga
perlu á ströndinni, sem vóg 100
karöt. Hann fór með perluna til
La Paz, þar sem gimsteinasali
nokkur bauð honum 4000 krónur
fyrir perluna. Hann varð mjög
vonsvikinn, því hann hafði bú-
ist við, að perlan væri fleiri
hundruð þúsund króna virði. pór
hann síðan heim aftur með perl-
una. Skömmu síðar misti hann
hana í sjóinn. Hann steypti sér
þegar eftir perlunni, en hákarlar
réðust á hann og átu hann. ;
Gott minni.
Búlgari nokkur, 83 ára, Marin
Karadimitroff, er álitinn rninnis-
j beztur allra manna í heiminum.
Nýlega voru lesin fyrir honum
hundrað orð, og endurtók hann
þau í réttri röð á eftir. Síðan
las hann upp orðin í öfugri röð
og síðast las hann upp annað-
hvert orð. Hjá prófessorunum við
háskólann í Sofia undurtók hann
nýlega 3000 orð, án þess að hon-
I um yrði nokkru sinni misminni á. i
Skilnaðarsök.
Maður nokkur í Prag, Alfred
Pokorny að nafni, hefir nýlega
heimtað skilnað vegna þess að
kona hans borðar kjöt. Þegar
hann kvæntist henni, sagði hann
henni, að hann væri jurtaæta ogj
óskaði þess, að hún héldi sig
að jurtagróðrinum líka. Þessu lof-
aði hún, go tveim mánuðum eftir
giftinguna hafði hún léttst um
15 pund.
Svo tók hún skyndilega upp
á því að syngja og láta ýmsum
gleðilátum. Jafnframt þyngdist
hún til muna. Manninn fór að
gruna rnargt og njósnaði um hagi
konunnar. Dag nokkurn kom
hann fyr heim frá vinnunni en
vani hans var. Hitti hann þá svo
á, að frúin var að renna niður
iostætum bita af steiktu fleski.
Varð þá maðurinn reiður og
krafðist skilnaðar.
0 Betri verndí
0 Meiri ending
0 Minni sótnn
0 Auðveldari gangsetning
0 Lengra á miili olínskifta
0 Fæst alls staðar
Hvort sem vagninn yðar er gamall eða nýr, hvort
sem hann er Ford, Roils Royce eða af hvaða gerð
sem er, pá er vist að GARGOYLE MOBILOIL býð-
ur yður 6 afbragðs kosti. Alt frá fyrstu byrjun bif-
reiðasmíða hafa verkfræðingar Vacuum Qil Co. fram-
leitt sérstaka smurningsoliu fyrir hverja nýja bifreiða-
tegund, sem komið liefir á markaðinn. — Þess
vegna fylgir GARGOYLE MOBILOIL ali af próun
tækninnar.
Jafngömul fyrstu bifreiðinni
— jafnný síðustu gerðinni.
Gargoyle
VACUUM OIL COMPANY A. S.
Mobiloil
Aðalsalar á íslandi:
Olfnverzlnn ísiands h.f.
MIAfiÍjflLYMNUAK
VlfliKIFll M|lNS0r.i
Miðdagur, 3 heitir réttir á kr.
1,25 frá 1—3. Laugavegs Automat.
Gulrófnafræ. Gauta-gulrófur og
rússnesku gulrófurnar (Krasnoje
Selskoje) sem aldrei tréna, fæst í
Kaupféíagi Reykjavíkur.
i________________________________
Nitrophoska I. G., algildur á-
burður, handhægasti áburðurinn
við alla nýrœkt, garðrækt og að
auka sprettu. Kaupfélag Reykja-
víkur.
Sá bezti harðfiskur, sem kom-
in hefir í verzlun mína er nú ný-
kominn. Þar að auki langódýrast-
ur í bœnum. Verzlun Kristínar J
Hagbarð, sími 3697.
Sparið peninga! Forðist óþe g-
indi! Vanti yður rúður í glug <&,
þá hrinigið í sfma 1736, og vei öa
þær fijótt látnar L
Skéfatnaður.
Brúnir leðurskór með hrá-
gúmmísójum og hælum.
Stærðir: 36 til 41 kr. 5,75
do. 42 — 45 — 6,50
Strigaskór með gúmmíbotnum.
Stærðir: 22—28 Ver'ð 1,90
do. 29—35 — 2,50
do. 36—42 — 3,00
Karlmannaskór úr leðri 9,00
Skóv. B. Stefðessonar
Laugavegi 22 A. — Sími 3628.
TIL FERÐALAGA.
Prímusar, stórt úrval. Verð
frá kr. 8,50. Einnig olíu-
gasvélar hentugar i sum-
arbústaði.
Vindsængur, koddar og
sólbaðsábreiður.
Sportvðrnhús BeyKjaviknr.
Glæný fslenzk egg á 10 ansra stk. Drífndf, Langavegf 63, sfmi 2393.
liálii Lilxí 1 Ld .U lí i
W. Somerset Maugham.
Lltaða blæjan.
47 ,r j 1 i
Þegar hún sá hermennína, datt henni undir eins í hug, að upp-
reisn liefði orðið og þeir væru komnir til þess að vernda hana.
„Maðurinn yðar er orðinn veikur. Við óskum eftir því, að þér
komið með okkur undir eins“.
„Walter!“ hrópaði hún.
„Þér verðið að verá rólegar. Eg veit ekki með vissu, hvað að
er. Yú sveitarforingi sendi þennan liðsforingja til mín, og bað
mig um að koma undir eins með yður til Yamen“.
Kitty starði á hann örstutta stund. Kaldur hrollur fór um
hana og hún sneri sér við.
„Eg skal verða til búin eftir tvær mínútur".
„Eg fór eins og eg stóð“, sagði hann, „eg var sofandi, en stökk
á fætur og í þennan frakka".
Hún heyrði ekki, hvað han nvar að segja. Hún klæddi sig í
dauíu stjörnuskimnu, sem nú var farið að lýsa upp herbergið,
og tók á sig þær spjarir, er voru hendi næstar. Fingur hennar
urðu alt í einu svo stirðir, að hún ætlaði ekki að finna spenn-
tma á kjólnum sínum. Um axlir sér vafði hún kantonska sjal-
intt, sem hún hafði verið með um kvöldið.
„Eg hefi ekki látið á mig hatt. Er nokkur þörf á honum?“
„Nei“.
Þjónninn bar ljóskerið á undan þeim, og þau hröðuðu sér nið-
ur tröppurnar og út í gegnum garðshliðið.
„Gætið yðar að detta ekki“, sagði Waddington. „Það er bezt
fyrir yður að halda í handlegginn á mér“.
Hermennirnir voru rétt á eftir þeim.
„Yit sveitarforingi hefir sent burðarstóla og þeir biða okkar
hinumegin árinnar“.
Þau gengtt hratt niður hæðina. Kitty gat ekld fengið sig til að
bera fram spurninguna, sem titraði á vörum hennar. Hún var
ógurlega hrædd við svarið. Þau komu til árbakkans og þar beið
þeirra smá bátur.
„Er það kólera?“ spurði hún loks.
„Eg er hræddur um það“.
Hún rak upp lágt óp og nam staðar.
„Eg held, að þér ættuð að hraða yður eftir mætti“.
Hann rétti henni hendina til þess að hjálpa henni út í bátinn.
Leiðin var stuti og þau stóðu við kínnunginn, en kona með smá-
barn, bundið við lendar sér, knúði bátinn yfir um.
„Hann veiktist síðari hltita dagsins. Þ. e. a. s. dagsins í gærr“,
sagði Waddington.
„Því var ekki undir eins sent eftir inér?“
Þau töluðu í hálfum hljóðum, þótt þess gerðist engin þörf.
Kitty fann það í myrkrinu, að ótti og kvíði félaga hennar var
rnjög mikill.
„Yii sveitarforingi vildi það, en hann vildi ekki leyfa það. Yii
hefir verið hjá honum altaf síðan“.
„Hann hefði samt sem áður átt að senda eftir mér. Þetta er
miskunarlaust“.
„Maðurinn yðar vissi, að þér höfðuð aldrei séð neinn með kól-
eru. Það er hræðileg sjón og hann vildi forða yður frá henni“.
„Hann er þó maðurinn minn“, ságði hún með kökk í hálsin-
um“.
Waddington svaraði ekki.
„Því hefir mér þá verið leyft að koma núna?“
Hann lagði hönd sína á handlegg hennar.
„Góða mín, þér megi ðtil með að reyna að vera hugrakkar.
En við skultim búast við hinu versta".
Hún rak upp angistaróp og sneri sér undan, því að hún sá,
að kinversku hermennirnir höfðu beint athygli sinni að henni,
og hinni einkennilegu hvítu brá fyrir sem snöggvast.
„Liggur hann fyrir dauðaniim?"
„Eg veit ekld nema það, sem ráða mátti af skilaboðtinum, er
Yú sveitarforingi sendi með liðsforingjanum, sem kom til mín.
Að minni hyggju er dauðastríðið þegar byrjað“.
„Er þá alls engin von?“
„Mér þykir mjög leitt að þurfa að segja yður það, en eg er
hræddur um, að af ferð okkar gengttr ekki mjög fljótt, þá muni
alt verða um seinan“.
Það fór hrollur um hana. Tárin fóru að renna niður kinnarn-
ar á henni.
„Hann hefir unnið altof mikið og þess vegna eru mótstöðu-
kraftar hans svo litlir“.
Hún sleit sig óþolinmóðlega lausa af hendi hans, henni gramd-
ist að hann skyldi tala með þessari lágu og kveljandi röddu. —•
Þau voru komin yfir ána og tveir kínverskir Kúlíar stóðu á hakk-
anum og hjálpuðu henni í land. Burðarstólarnir biðu. Þegar hún
fór inn í sinn stól, sagði Waddington við hana:
„Rynið að stilla yður og vera rólegar, þér munið þttrfa á allri
yðar sjálfstjórn að halda“.
„Segið burðarmönnunum að flýta sér“.
„Þeir hafa fengið skipun um það“.
Liðsforinginn, sent kominn var í burðarstólinn, fór nú fram
hjá og livatti ttm leið kúliana, er báru Kitty. Þeir hófu stólana
hvatléga, hagræddu stöngunum á öxlum sér og hlupii hratt af
stað. Waddington fylgdi rétt á eftir. Þeir fóru ttpp hæðina í ein-
um spretti og' gekk maður með Ijósker á undan hverjum stól,
en við vatnshliðið stóð hliðvörðurinn með hlys. Liðsforinginn
hrópaði til hans jafnskjótt og jþeir nálguðust og hann hratt opnu
hliðinu fyrir þau. Hann kallaði eitthvað upp um leið og þeir fóru
fram hjá og burðarmennirnir svöruðti. 1 hljóðri næturkyrðinni
voru þessi kvermæltu hljóð á útlendu tungumáli bæði leyndar-
dómsfull og hræðiieg. Þeir héldu e.ftir götu, sem var blaut og
liál og einn af burðarmönnum liðsforingjans hrasaði. Kitty
heyrði gremjuþrungið óp liðsforingjans og gjallandi svar burð-
armannsins. Því næst barst stólinn, sem var næstur á undan, óð-
fluga áfrarn. Göturnar voru rnjóar og krókóttar og hér inni í
borginni var hið blýþunga bjarg næturinnar sérstaklega óber-
andi. Það var líkast því að þetta væri borg dauðans. — Þau fóru
hratt gegnttm þrönga götu og fyrir næsta horn, og síðan í einum
spretti upp stiga. Burðarmennirnir vortt orðnir lafmóðir, en þeir
gengu þögulir með löngttm, hröðunt skrefum. Einn þeirra tólc
upp tötralegan vasaklút og þerraði með honum, á göngu sinni,
svitann, sem rann niður í atigttn á honum. Þeir gengu í ótal
krókum, svo að það var líkast því að þeir væru á ferð í völund-
arhúsi. í skuggunt lokaðra búðanna virtust stundum mannverur
liggja, en hvort það voru ntenn, sem hér sváfu áðeins næturlangt,
eða svefninum eilífa, var ekki gott að segja. Þröng strætin vortt
draugaleg, þar sem þau lágtt þarna þögul og tóm, og þegar hund-
ur alt í einu að geita, rann Kitty kalt vatn milli skinns og hör-
unds. Hún vissi ekki hvert þau voru að fara. Leiðin virtist aldrei
ætla að taka enda. Gátu þeir ekki gengið harðara? Harðara,