Alþýðublaðið - 04.03.1920, Side 4

Alþýðublaðið - 04.03.1920, Side 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ ýkomi Olíukönnur, Smurningskoppar, Hamrar, Axir, Sagir, Merkjastafir, Brýni, Trélim, Tin, Fiskihnífar, Asbest þynnur og þræðir, Tólgarpakning, Herkulespakning. Franskar niðursuðuvörur svo sem: Sardínur, Sultutau, Blandaðir ávextir, Postei, Kæfa, Flesk (steikt) og margt íl. Heildsala. Smásala. Klossar í miklu úrvali fyrir fullorðna og bðrn einnig klossatré o. fl. E. Chouillou Simi 191. Hafnarstræti 17. FulltrUaráðsfundur verður haldinn föstudaginn 5. marz kl. 71/* á venju- legum stað. Frnmlivæmdastjórnin. Koli kotiangur. Eftir Upton Sinclair. Önnur bók: Prœlar Iiola konungs. (Frh.). Hallur bað um hálft kfló af sveskjum, til þess, að hafa ástæðu til að vera kyr, og meðan sveskj- urnar voru afhentar, settist hann upp á búðarborðið og sagði: „Eg hefi líka verið við verzlun". „Einmitt það, hvar þá?“ „í American City hjá Petersen Co“. Hallur var svo oft búinn að segja þetta, að hann var sjálfur farinn að trúa því. „Er gott verð þar?" „Já, ekki sem verst“. Um leið datt honum í hug, að hann vissi ekkert um það hvað var gott verð, og flýtti sér því að segja: „Eg hefi meitt mig hérna í úlf- liðnum“. „Svo já“, sagði hinn. Það var varla hægt að segja, að hann væri orðmargur, en Hallur hélt áfram. Hann trúði því ekki, að nokkur væri í sveitaverzlun, sem léti tæki færið ónotað ganga úr greipum sér, þegar um stjórnmál var að ræða, jafnvel þó verkamaður ætti i hlut. „Segið mér eitt", sagði hann, „hvað er eiginlega athugavert við Mac Dougall?“ „Hvað að honum er?“ át dóm- arinn eftir, „auðvitað það, að fé- lagið er andstæðingur hans". Hann leit hvast á Hall, en ungi maðurinn var svo sakleysislegur á svipinn og virtist sætta sig full- komlega við svarið, svo dómarinn fór að segja nákvæmar frá ókost- um frambjóðandans. En þegar uroræðurnar voru komnar af stað, leið ekki á löngu, áður en hinir sem voru í búðinni tóku líka þátt í þeim — Bob Jónsson, sem var bókhaldari og póstmeistari, og Gyðingurinn frá Galisíu, Jak Pre- dovitsch, sem var í skólanefndinni og sem kunni höfuðgreinar verzl- unarfræðinnar á fimtán tungumál- um. Hallur fékk lýsingu á löstum og glæpum mótflokksins. Mac Dougall, sem var frambjóðandi þeirra, hafði komið til fylkisins sem hórkarl, og nú ferðaðist hann um og prédikaði í kirkjunum um þjóðfélagslilfinningar. „Og þessi náungi er frambjóðandi, sem á þrjár fjölskyldur f Pedro!" hróp- aði Silas Adams. Árekstnr. Togarinn Rán sigldi í gær á mótorbátinn Elliða og laskaði hann svo að hann sökk, áður en hann komst að landi. Rán var að bjarga enskum togara frá því að lenda á hafnargarðinum. Voru settir belgir þar sem hann sökk og er siglutréð einnig leiðar- vísir, því það stendur að nokkru upp úr sjónum. Bátnum verður vafalaust náð upp strax og um- hægist. Nú er hann á siglingaleið beínt fram af steinbryggjunni gömlu. Stranð. Franskan togara rak á land í fyrradag upp í Örfirisey, innan hafnargarðsins. Getur hann varla verið skemdur til muna, því sandur er þarna í krykunum og ekkert hafrót á höfninni. Geir fór af stað í gærdag og ætlaði að reyna að ná út togaranum, en þegar hann dró upp atkeri sitt, dró hann að sér atkeri Suðurlands, svo það losnaði uþp og brotnaði í því annað siglutréð og varð fyrir meiri skemdum, auk þess sem það braut Bkrúfuna á koksskipinu og laskaði það eittvað meira. Varð Geir nú að koma Suðurlandi til hjálpar, svo ekkert varð úr því, að hann tæki franska togarann út í þetta sinn. Prír menn hafa sótt um vara- slökkviliðsstjórastöduna, en þ»ð eru Kristófer Sigurðsson járnsmið' ur, Kjartan Ölafsson, Bergstaða- stræti 32, og Óskar Bjartmarz Grnndarstíg 3. Brunamálanefnð hefir lagt það til að hinum fyrst- nefnda verði veitt staðan. Árslautt eru 2000 kr. hækkandi annað hvort ár upp í 3000 kr. Byrjun- arlaunin eru ásamt dýrtíðarupp" bótinni samtals 4400 kr. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Ólafnr Friðriksson. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.