Alþýðublaðið - 09.11.1926, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 09.11.1926, Blaðsíða 2
2 ALÞYÐUBLAÐIÐ ] ALJ»ÝöUBLABIöí 5 kemur út á hverjum virkum degi. ► j — ■- ■ ► ; Aígreiðsla í Alpýðuhúsinu við ? j Hverfisg&tu 8 opin frá kl. 9 árd. ; 5 til kl. 7 siðd. \ \ Skrifstofa á sama stað opin kl. > 5 9i/a_10i/a árd. og kl. 8 — 9 siðd. £ < Simar: 988 (afgreiðslan) og 1294 ► I (skrifstofan). | < Verðlag: Áskriftarverð kr. 1,00 á ► J mánuði. Auglýsingaverð kr. 0,15 I < hver mm. eindálka. ) } Prentsmiðja: Alpýðuprentsmiðjan 1 ] (i sama húsi, sömu símar). J Samkvæmt nýjustu upplýsing- um munu fiskbirgðirnar í land- inu um síðustu mánaðamót hafa verið: Stórfiskur um 81 000 skpd. Millifískur — 21200 — Labrador — 19 000 — Smáíiskur — 6100 — Pressaður fiskur 1 100 • — Vsa, langa, keila, upsi 4 400 — Fiskur i salti 6 400 — Samtals 139 200 skpd. Langmest er þá eftir af stór- fiskinum, sem reynt hefir nú ver- ið að gera „hring“ um. En þar sem um 40000 skpd. af stórfisk- inum munu vera keypí af ýms- um fiskútflytjendum og eiga að flytjast ut í nóvember, verður ekki eftir tii umráða fyrir „fiskhring- inn" nema um helmingur stór- fiskjarins, sem liggur nú í land- inu, og það þó því að eins, að íisksölusamböndin, sem fiskeig- endurnir í Vestmannaeyjum og á Vesturlandi eru að mynda, teljist undir „fiskhringinn". Sést á þessu, að „fiskhringúrihn" einn muni ekki geta ráðið verðinu á stór- fiskinum í þetta sinn, enda þótt samtökin að sjálfsögðu ættu að hafa nokkur áhrif. Boðiö mun nú 125 kr. fyrir skpd., og er það all- veruleg hækkun á verðinu, af hvaða orsökum sem hún stafar, en þessi verðhækkun kemur að eins nú verandi fiskeigendum ad gagni. Í Alþýðusamband íslands hafa verið tekin Verklýðsfélag Þingeyrar og Verklýðsfélag önfirð- inga. Veðdeildin og virðmgar- ménn bankanna. Menn, sem hafa starfrækslu með höndum, gera sér að jaín- aði far um að hafa menn í þjón- ustu sinni, sem eru fljótir við afgreiðslu og kurteisir í viðmóti. Fljót og áreiðanleg afgreiðsla og aðlaðandi starfsmenn auka við- skifti og álit hvers atvinnufyrir- tækis. Lánsstofnanir eru að þessu leyti engar undantekningar. Þeim er áríðandi að hafa þá menn í þjónusíu sinni, sem sýna við- skiftamönnunum kurteisi og lip- urð. Fljót afgreiðsla og gott við- mót starfsmannanna valda miklu um viðskiíti bankanna og hylli þeirra hjá almehningi. Hið sama gildir um aðra trúnaðarmenn bankanna, sem á einhvern hátt eru milliliðir milli þeirra og viðskifta- mannanna, svo sem virðingar- menn þeirra. Menn þessir eru kvaddir til að meta fasteignir manna, og eru þeir eiðsvarnir til þess staría. Síðast liðið ár hefir það ólag verið á lánum til húsagerða hér i bæ, að menn, sem réðusí í að bjarga sér út úr húsnæðisvand- ræðunum, höfðu ekki aðgang að hagkvæmum Jánum til bygginga. Þeir urðu að sætta sig við veð- deiidarbréf út á lítinn hluta af kostnaðarverði húsanna og urðu að selja þau sjálfir með miklum afföllum. Sökurn fjárskorts varð fjöldi manna að fá efni lánað til langs tíma með smáafborgunum eöa að taka skyndilán hjá ein- stökum mönnum með okurvöxt- um. Húsaeigendur þessir leita nú til veðdeildarinnar um hagfekl- ari lán. 1 ár heíir húsagerð verið með mesta móti hér í bæ. Sumir byrjuðu með tvær hendur tómar i von um drjúgan skerf úr veð- deildinni og það fyrr en raun varð á, fengu efni lánað og gátu jafnvel ekki greitt vinnulaun. Eins og vænta mátti, barst nýju veðdeildinni hinn mesti sægur af lánbeiðnum fyrir eldri hús auk nýrra húsa frá þessu ári, og úr öðrum bæjum komu fleiri lán- beiðnir en nokkurn varði. Þegar veðdeildin var opnuð, urðu virð- jngamar þvi ærinn starfi, og eins og hagur sumra húseigenda stóð, þurftu virðingarnar að ganga mjög greiðlega og bankinn að íiýta fyrir aígreiðsíu lánanna eftir raegni. En því ber ekki að leyna, að það heíir valdið óánægju hér í bæ, að virðingarnar ganga seint. Mönnum er það mjög bagalegt, að geía ekki fengið hús sín virt íyrr en mörgum dögum eða jafn- vel vikum eftir að þeir hafa beð- ið um virðingar og verða svo að bíða enn lengri tíma, þar til virð- ingargerð er afgreidd til bankans. Hvað veldur þessu? Eru virðing- annennirnir svo ofhlaðnir störf- um um þessar mundir, að þeir geti ekki hraðað virðingunum meir og afgreitt fyrr virðingar- gerðirnar, eða skortir þá dugnað og lipurð til þessa verks ? Hvort mun það rétt vera, að sá virðing- arniannanna, sem mestu ræður, sé enginn afkastamaður við þenn- an starfa. Sé það rétt, væri þá ekki heppilegra, að annar vinsælli og ötulíi maðurskipaði þetia sæti? Þess skal getið, að stjórn bankans mun hafa orðið þess vör, að virð- ingunum miðaði hægt áfram, og því fjölgað virðingarmönnum, en frekari aðgerða virðist þörf af hennar hálfu. Að þessu sinni verð- ur ekki gerður samanburður á virðingargerounum og kostnaðar- \ærð: húsa hér í bæ. öúvaroddur. ÍJjróttafréttir. FB., 8. nóv. Stjórn iþróttasambands íslands tilkynnir: Á síðasta stjórnarfundi í. S. I. voru þessi met staðfest: 100 stiku hlaup: Garðar S. Gíslason, (í. R.) á 10,3 sek. 200 stiku hlaup, sami, á 23,4 sek. 400 stiku hlaup: Sveinbjörn Ingimund- arson (f. R.) á 56,2 sek. og spjót- kast, beggja handa: Helgi Eiríks- son (I. R.) á 72.40V2 stiku (h. 42,16 og v. 30,241/2)- Öll þessi met voru sett á meist- arastigsmóti íþróttafélags Reykja- víkur 25. og 26. sept s. 1. Þá hefir sambandsstjórnin falið Iþróttafélagi Reykjavíkur að halda fimleikamót um „Farandbikar Christiania Turnforening“ sam- kvæmt hinni nýju reglugerð, sem birt verður í næsta tbl. Iþrótta- blaðsina. í gær hélt í. S. í. móttökufagnað'

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.