Alþýðublaðið - 09.11.1926, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 09.11.1926, Blaðsíða 3
ALPÝwuBLáÐIS $ fyrir námskeiðsmennina, sem eru nú allir komnir hingað. Flestir kennarar námskeiðsins sátu þenn- an fagnaÖ og ýmsir styrktarmenn pess, og voru margar ræður haldnar o. fl. til skemtunar. Um dagism og vegina. Nœturlœknir er í nótt Konráð R. Konráðsson, Þingholtsstræti 21, sími 575. Kveikja ber á bifreiðum og reiðhjólum í dag og á morgun kl. 4, 15 mín. e. m. Veðrið. Hiti mestur 4 stig, minstur 2 stiga frost. Att norðlæg og austlæg. Snarpur vindur í Reykjavik og á Isafirði. Annars staðar lygnara. Lítil snjókoma í Grindavík. Regn á Seyðisfirði. Fréttir hafa ekki náðst af Norðurlandi.- Loftvægislægð við Suðausturland og önnur yfir Norð- ursjónum. Útlit: Norðaustlæg og austJæg átt, allhvöss við Vestur- landið. Hríðarveður á Vestfjörðum og Norðurlandi.'Regn víða á Austur- landi og nokkur úrkoma sunnan- lands. Kom vatn í munninn? í „Mgbl." í dag er tvöföld fyrir- sögn þannig: „Mikill reki í Barða- strandasýslu. Spritt-tunnu rekur á Rauðasand." En sá reki(!) Hvort miklaðist blaðinu hann svo mjög af því, að vatn kæmi í munninn á þeim, sem skrifaði? Smásölnverðsvisitala Hagstofunnar fyrir október er ný- komin út i Hagtíðindum. Er hún 245 móti 100 árið 1914 og 279 í októ- ber 1925. Samkvæmt þvi hefir smá- söluverðið lækkað um 12 "o siðan í foktóber í fyrra og 47 °/o síðan 1920, er það varð hæst, en er nú 145% hærra en fyrir strið. Búreiknings- vísitalan er nú 247 móti 283 i fyrra i október eða 121/2% lækkun (12% í fyrra). Húsnæðisvísitalan er eftir byggingarkostnaði talin 61/2% lægri en í fyrra, en óvíst, að húsnæði- hafi lækkað að þvi skapi. Sé hús- næðisverð talið sama sem i fyrra, hækkar aðalvísitalan úr 247 upp í 251. Til ensku kolanániumannanna, afhent Alþýöublaðinu: Frá verka- manni kr. 3,0Q. Farfuglafundur er í kvöld kl. 8 i Iðnó (uppi). Eru allir ungmennafélagar utan af landi velkomnir og þess vænst, að þeir fjölmenni. Erindi um Grænland verður flutt á fundinum. Silfurbrúðkaup sitt halda í dag Knútur Zimsen borgarstjóri og kona hans. N Skipafréttir. I morgun komu bingað „Tiro", fisk- Lestur er lifsnauðsyn. Til fróðleiks sér er nytsamt að lesa, en holt að lesa sér til skemtunar. Góðurskemti- lestur er leynilögreglusagan íslenzka „Húsið við Norðurá“, sem fæst i: afgreiðslu Alþýðublaðsins. tökuskip, og kolaskip, „Bro“. Mun. farmur þess vera til Sv. J. Hansens og e. t. v. fleiri kaupmanna. „Gull- foss'1 fer béðan i kvöld kl. 6, en. „Esja“ á föstudaginn. Útlandasiminn er ekki kominn i lag. Kvöldvökulestrarnir í gærkveldi: Sigurður prófessor- Nordal las upp þrjú gömul alþýðu- kvæði. Árni Pálsson las aðalhlut- ann af Haildórs þætti Snorrasonar. Jón Sigurðsson frá Kallaðarnesi las upp nokkra kafla úr æfisögu séra Jóns Steingrímssonar. Um búnaðarmálastjórastöðuna sækir auk þeirra, er áður hefir verið getið, Hólmjárn Jósefsson frá Vatnsleysu nyrðra, landbúnaðarfræð- ingur. Gengi erlendra mynta i dag: Sterlingspund. . ... kr. 22,15 100 kr. danskar . . . . — 121,57 100 kr. sænskar .... — 122,18 100 kr. norskar .... — 114,03 Ðollar.................- 4,5J8/4i 100 frankar franskir. . . — 15,38 100 gyllini hollenzk . . — 183,21 Í0G gullmörk þýzk... — 108,74 Upton Sinclair: Smiður er ég nefndur. upp á við, en ótakmarkað á þverveginn. Þaö fer ávalt nokkuð meira fyrir honum en föt hans taka og það, sem afgangs verður, breið- ist út í keppum við flibbann hans. Hann er gulleitur í framan, en verður auðveldlega rauður. Augu hans eru lítil og bjðrt; hann talar hræðilega ensku; hann er eins' menn- ingarlaus eins og hærður Ainu, og ’nann finn- ur þefinn af peningum og rennur á lyktina eins og grís í trog. „Sæl, öll! Madama! Hvar er gamla konan/“ „Hún er að klæða sig.“ „Jæja; látið þér hana hraða sér! Ég hefi engan tíma. Ég heö —. Jesús minn!“ „Já; alveg rétt,“ sagði María Magna. Hinn mikli maður kvikmyndanna stóð sem rignegldur niður. „Hvað er þetta? Eruð þið að henda eitthvert gaman að mér?“ Hann horfði tortryggnislega á okkur til skiftis. „Nei," sagði Maria; „hann er verulegur. Svei mér þá!‘‘ „Ó! Þér komið með hann til þess að ráða hann. Ég skifti mér ekki af störfum annars staðar en á skrifstofunni. Sendið þér hann til Lipsky í fyrra málið.“ „Hann hefir ekki beðið um ráðningu," sagði María. „Nú, hann hefir það ekki? Yfir hverju er hann þá að banga? Fá sér frambúöai-skrýf- ingu? Ha, ha, ha!“ „Hættu nú, Abey!“ svaraði María Magna. „Þetta er fínn maður, og þú verður að hegða þér sæmilega. Herra Srniður! Má ég kynna yður herra T—S?" „HvaÖ? Smiður? Jæja, herra Smiður! Ef ég ætti að taka mynd með yður, þá yrði ég að eyða milljón dollurum. Það er ekki til nokkurs hlutar að hafa ódýrar myndir fyrir þess háttar. Ef það er gert, þá verður alt eins c-g gráðaostur. Það yrði að vera búninga- mynd, og það er ekki auðveldara að selja slíkt á markaðinum núna heldur en mynd af jarðarför þurfalings. Ég eyði öllum þessum peningum og næ þeim aldrei aftur, en svo haldið þið leikarar, að ég fái milljón á viku." „Hættu, Abey!“ greip María fram í. „Herra. Smiður hefir ekki beðið þig um neitt.“ „Nú, svo að það hefir hann ekki ? Þið ætlið að fara svona að því. Jæja; kann ske hann komist að raun um, að ég get beðið eins lengi og hver annár. Þegar hann er reiðú- búinn til þess að tala við mig, þá býst ég við, að hann viti, hvar Eternal City er. En hvað er þetta, madama? Eruð þér búnar að bræða kelsu mina við stólinn?" „Nú skal ég, nú skal ég, herra T—S!“ sagði madaman og flýtti sér uf. Máría gekk til mannsins mikla. „Líttu nú á, Abey!“ sagði hún lágt. „Þú ert að gera mesta glappaskotið á æfi þinni. Það er aug- ljóst, að enginn hefir uppgötvað þennan mann enn þá. Þú veizt, hvað verður, þegar það gerist."

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.