Alþýðublaðið - 12.11.1926, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 12.11.1926, Blaðsíða 3
A L Þ Ý t/ u 5 L á ÐIÐ 3 sonur skáldhjónanna Gísla Jóns- sonar frá Héreksstöðum á Jökul- dal og Guðrúnar Finnsdóttur frá Geirólfsstöðum í Skriðdal. íslenzki söfnuðurlnn i Seattle, sem séra Runólfur Marteinsson nú þjónar, hefir nýlega keypt kirkju fyrlr sjö þúsundir dollara. Er þess vert að geta, segir prestur- inn í grein í „Lögbergi“, að hinir fermdu safnaðarmeðlimir eru að eins eitt hundrað. Presturinn seg- ir enn fremur: „Aldrei hafa víst verið eins mörg félög meðal ís- lendinga í Seattle og nú. Þau eru pessi: Hallgrímssöfnuður, lestrarfélagið „Vestri", kvenfélag- ið „Eining“, kvenfélag Hallgríms- safnaðar og ungmennafélagið „Frón". Jakobína Johnsson heitir íslenzk skáldkona vestra, sem allmikið orð fer af. Var henni haldið heiðurssamsæti í Winnipeg, og fór Stephan G. Stephansson lofsamlegum orðum um hana í grejín í „Heimskringlu". Frú Jakobína hefir þýtt allmörg íslenzk kvæði á enska tungu og farist það prýðilega úr hendi. Segir Stephan um þessar þýðing- ai' hennar: „Hún hefir þótt þýða íslenzk ljóð á ensku bezt allra, sem reynt hafa vestan hafs. Frú- in heí'ir m. a. þýtt „Heyrið vella á heiðum hveri“ eítir Grím og „Ö, guð vors lands" eitir Matthí- as. Var sú þýðing prentuð í merku tímariti amerísku, sem birtir nokk- ur úrvalskvæði í hverju hefti.“ — Frú Jakobína er búsett i Seattle, vestur við Kyrrahaf. Ubk® daglnst og vegimi« Næturlæknir pr i nóít Ólafur Jónsson, Vonar- stræti 12, sími 959. Kveikja ber á bifreiðum og reiðhjólum í dag og fjóra næstu daga kl. 4 e. m. Ókeypis augnlækningar eru á föstudögum kl. 3—4 hjá Helga Skúlasyni augnlækni á Spit- alastig 9. Guðmundnr Jónsson frá Narfeyri Mggur hættulega veikur. „Sex verur leita höfundar“ verður sýnt í kvöld kl. 8 i Iðnó. „Eftirmáli" beitir nýtt rit eftir Sigurð Þórðar- son fyrr verandi sýslumann, sem komið er út. Það er athugasemdir við urnmæli og mótmæli, er komið hafa fram gegn riti hans, „Nýja sáttmála". Samkvæmt ösk annars manns samnefnds skal tek- ið fram, að Erlendur Erlendsson, sem getið er i grein Valtýs B. Mýrdals hér í blaðinu 4. þ. m., á heima á Laugavegi 56. ísfisksala. „Skúli fógeti“ seldi afla sinn fyrir samtals rúmlega 1300 sterlingspund. Togararnir. í morgun komu af veiðum „Jón forseti" með 400 kassa og „Bald- ur“ með 600. „Baldur“ tekur fisk- inn úr „Jóni forséta" og fer með afla beggja til Englands. „Belgaum‘k fékk 1000 kassa síðast, en ekki 2000. — „Mgbl.“ var að burðast við að gera sig gleitt yfir þeirri villu, en það er því óþarft. Alþýðublaðið er vant að leiðrétta, ef eitthvað verð- ur rangt í frásögnum þess, en slíkt er ekki venja „Mgbl.” Spritt-tunnu- frásögn þess er eitt dæmið af mörg- um. Veðríð. Hiti 3—1 stig. Átt viðast austlæg. Snarpur vindur og litið regn í Vest- mannaeyjum. Annars staðar þurt veður og víðast hægviðri. Ófrétt af Norðurlandi. Djúp loftvægislægð fyrir suðvestan land. Útlit: Vaxandi austanvindur. Víða dálítil úrkoma í nótt. Regn á Suðvesturlandi (Suð- urláglendinu). Símabilanir Búisf er við, að þær verði lag- færðar í dag að fullu, og næst þá einnig símasamband við útlönd. Verið ér að gera við tvo stutta spotta. Annar er á Heljardalsheiði. Þar tók snjóflóð burtu tvo sima- staura. Hinn. er á leiðinni milli Ljósavatnsskarðs og Éreiðumýrar. Þegar þeir eru bættir, er línan kom- in í lag. Símasamband var komið á við Akureyri héðan fyrir hádegi í dag. (Eftir símtali í dag við Gísla J. Ólafsson simastjóra.) Sjávarúfvegur þýðir á „Mgbl.“-máli að eins út- gerðarmenn (sem aldrei koma á sjó, nema á ferðalögum)(!). Þetta kem- ur m. a. skýrt fram í skammagrein, sem það flutti í dag. Áheit og gjafir til frikirkjunnar í Reykjavík: Afhent séra Árna Sig- urðssyni: N. Nf 15 kr., N.,N. 15 kr„ N. N. 10 kr., N. N. 25 kr. og „2x9“ Upton Sinclair: Sxniður er ég nefnöur. eiginmannsins. „Getur þú ekki borðað mið- degisverð ? Þú verður að borða miðdegisverð. Þú geíur ekki lifað matarlaus. Komdu nú, mamma!“ „O-o-o-o-o-o-ó!" T—S gekk til hennar, og breitt bros færðist á andlit hans. „Ne-ei! Er þetta ekki fallegt? Líttu á, María! þessa Jallegu liði í hárinu. Billy! Líttu á snöggvast. Svei mér sem hún er ekki orðin eins og telpa aftur! Madama! Þér eruð fyrirtak! — Þér efnið það, sem þér takið að yður.“ Madama Planchet var eitt bros, og hold- fjallið lét huggast að nokkuru: „Þér fellur það þá, Abey?“ „Víst fellur mér það! Mamma! Þú ert af- bragð! Það er engu líkara en að ég hafi feng- ið mér nýja stúlku! Nú af stað! Flýttu þér nú! Við fáum okkur míðdegisverð, og svo verð ég að sjá um, að þessar næturmyndir verði teknar. Gleymið ekki, að við erum að borga tvö þúsund mönnum fimm dollara hverjum í kvöld, og við verðum að hafa eitthvað fyrir snúðinn." Að svo mæitu sneri hann sér að hinu fólkinu, eins og málið væri nú útkljáð. „Þú kemur með, María?“ „Ég verð að bíða eftir ömmu.“ „Einmitt. Þú skiiur bifreiðina eftir handa ömrnu þinni. Við fáum okkur eitthvaö að borða og horfum svo á, þegar myndin verð- ur tekin af skrílnum. Þér komið með, herra Smiður! Ég þarf að tala dálítið við yður. Og þér, Billy? Og Rosythe —? Komið öll. Þið getið troðið ykkur í bifreiðina." „Ég þarf að hitta konuna mína. Við vor- um sammæld." „Jæja,“ sagði T—S og gekk fast upp að honum. „Þér gerið það fyrir mig að segja ekkert frá þessum náunga, Smið, í kvöld. Ég gef honum að borða og læt fara vel um hann, geri síðan samning við hann og læt yður fá sögu, sem þér komið á fremstu blaðsíðu I blöðin og getið símað í allar áttir. Fylgist þér með?“ „Ég tek því,“ svaraði kvikmyndadómarinn. „Nú hættum við öllu skrafi," sagði mikil- mennið, og hann vagaði út; musterismeyj- árnar lyftu undir holdfjallið og hálfbáru

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.