Alþýðublaðið - 13.11.1926, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 13.11.1926, Blaðsíða 2
2 ALÞYÐUBLAÐIÐ UiUÝÐUBLAÐIÐ : I ienmr út h hverjmn virkum degi. • ) Afgreiðsla í Alpýðuitúsinu við : | Hverfisgötu 8 opin frá kl. 9 árd. • ' lil kl. 7 síðd. J Skriístofa á sama staö opin kl. 9l/a—lO'/a árd. og kl. 8-9 siðd. j Shnar: 988 (afgreiðslan) og 1294 í ! (skrifstofan). • í j Verðlag: Áskriftarverð kr. 1,00 á > í ntánuði. Auglýsingaverð kr. 0,15 ! ; hver nnn. eindálka [ Prentsmiðja: AlpýOuprentsnnðjan í (i sama húsi, sömu símar). Skipun skólanefndaformanna. Fyrir nokkrutn árum starfaði milliþjnganefnd í mentamálum. í henni voru Sigurður prófessor Sí- vertsen og dr. Guðmundur Finn- bogason. M. a. undirbjó hún breytingu þá á barnafræðslulög- unum, er loks var gerð á síðasta alþingi eftir margra ára þing- þvarg. Var þó ýmsu breytt frá tillögum hennar og sumu til hins verra. Ein af tillögum nefndarinnar, sem ýmsir skólamenn gerðu sér vonir um að komið gæti að gagni, ef sæmilega væri á hald- ið, var sú, að fræðslumálastjórn- in skipi formann skólanefndanna. Var svo til ætlast, að fræðsiu- málastjórinn réði mestu um val þeirra og að hann myndi vanda það, svþ sem framast væru föng á. Nefndin lagði einnig til, að formönnum skólanefnda yrði greidd dálítil þóknun fyrir starf sitt, 2 kr. á ári fyrir hvert barn skólahéraðsins 8 -14 ára að aldri, þó aldrei meira en 500 kr. Skyldi helmingur greiddur úr ríkissjóði, en annar helmingur úr sveitar- eða bæjar-sjóði. Skyldi það .gert til þess, að fátækir, áhugasamir ménn gætu fremur varið tíma í stariið, ef það væri ekki alveg borgunarlaust. Pessi tillaga vár þó fljótlega sniðin úr frumvarp- inu þegar kom til kasta stjórnar- innar. Hitt er nú orðið að lögum, að fræðslumálastjórnin skipi skólanefndaformenn til þriggja ára í senn. í áliti mentamálanefndar neðri tíeildar á síðasta alþingi segir svo þar um: „Er það án efa heppi- lega ráðið, að fræðslumálastjórn- % in eigi fulltrúa í skólanefndun- um. Oft hefir verið kvartað um, og ekki að ástæðulausu, að skóia- nefndarmenn væru meir valdir af sparnaðarástæðum en af fræðslu- málaáhuga. Hamlar þetta fyrir- komulag móti því, þar sem slíkt er að óttast, enda tryggir það tetur en áður náið samband milli skólanefnda og fræðslumálastjórn- ar, en á því er mikil nauðsyn." Þeir, ér svo rituðu á þinginu, voru: Magnús Jónsson dósent, Ás- geir Ásgeirsson, nú verandi fræðslumálastjóri (sem var ritari nefndarinnar), Sigurjón Jónsson, Þórarinn Jónsson og Bernharð Stefánsson. Nú hefði mátt ætla, að skóla- nefndarformennirnir yrðu valdir eftir fræðslumálaáhuga og alt. kapp lagt á að velja færustu mennina á hverjum stað, svo að ummæli mentamálanefndar neðri deildar yrðu ekki látin sér til skammar verða. En hvað er svo orðið uppi á teningnum? 1 „Lögbirtingablaðinu“ í Síðustu viku auglýsir mentamálastjörnin vglið. Og þá kemur í ljós, aÖ nærri undantekningarlaust éru þeir, er síðast voru formenn skólanefnda eða fræðslunefnda, skipaðir til að vera það áfram í næstu þrjú ár, án tillits til jiess, hvort völ er á hæfari mönnum eða ekki á hverjum stað um sig. Auðvitað hefði allvíða ekki orðið breytt um til batnaðar; en þeir nefndarmenn, sem mentamála- nefnd neðri deildar segir, að meir hafi verið valdir af öðru en fræðslumálaáhuga, — því að auð- vitað eiga þau umniæli jafnt við formennina sem aðra nefndar- menn , þeir eru án greiningar yfirleytt skipaðir í starfið á ný, til þess að líkindum að spara mentamálastjörninni ómak við nánari athugun á því, hverjir myndu vera líklegastir til að léysa starfiö svo af hendi, að góð barnafræðsla sé bezt tryggð með vali þeirra. Sneyðist nú um uppeldisfróða menn og skólafrömuði hér í Reykjavík, ef Knútur Zimsen er þeirra fremstur. Skyldi það vera dugnaður hans við að koma bygg- ingu barnaskólans nýja í verk, sem mentamálastjórnin hefir haft í huga, þegar hún tók hann fram yfir alla uppeldisfróða skólamenn í borginni og fól honum umboð sitt í skólanefndinni ? Það væri fróðlegt að heyra. Val K. Z. er þó ekki eins dæmi. Til eru þau nöfn önnur í skólanefndarformanna- skránni, sem sízt eru áiitlegri fyrir þeirra héruð. Og yfirleitt er engin trygging fyrir því um mörg þeirra, að þar sé um færasta manninn að ræða í því héraði til þess að hafa umsjón fræðslumála þess á hendi. Hvað hefði þá fræðslumála- stjórnin átt að gera til þess að afla sér nauðsynlegra upplýsingaí Hún átti að biðja um umsagnir allra þeirra, sem ástæða var til að ætla, að hefðu áhuga á upp- eldismálum og væru skólamálunt kunnugir og hlyntir, um, hvern þeir telclu hæfastan skólanefndarfor- mann í því skölahéraði eða hér- uðum, sem þeim var kunnugast um, og siðan veldi fræðslumála- stjórinn þá með hliðsjón af svör- unum. Ef þessi aðferð hefði þótt of umsvifamikil, þá lá beinast við. að mentamálastjórnin óskaði þess, að látin væri fará fram almenn prófkosning eða meðmælakosning formannsins í hverju skólahéraði, um leið og aðrir nefndarmanna voru kosnir, og væri svo að jafn- aði farið eftir þeirn tillögum. Þaö er síður en svo, að trygging sé fyrir því, að almenningur óski þess jafnan, að sá, sem einu sinni hefir orðið skólanefndarformaður, haldi því sæti stöðugt þaðan í frá, eða að hann niyndi vafalitið verða endurkosinn til þess, ef til almennrar atkvæðagreiðslu kærni. Hið eina, sem almenningi er vitanlegl: að mentamálastjórn- in hafi gert til að leita sér upplýs- inga til að velja eftir, eru nei- kvœðnr spurningar til hrepps- neíndanna, hvort þær hefðu nokk- uð sérstakt út á fyrr verandi nefndarformenn að setja. Senni- legt er, að þær hafi flestar svar- að slíkri spurningu neitandi. Margir hliðra sér hjá að bera slíkar ásakanir upp fyrir menta- málastjórninni, þótt ástæða væri til, einkunt í sveitum —; og jafnvel þött sá, er um var spurt, hafi ekki farið illa með umboð sitt, þá var engin trygging fyrir því, að hann væri samt sem áður hæfasti maðurinn. Til valsins hefir verið kastað

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.