Alþýðublaðið - 05.03.1920, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 05.03.1920, Blaðsíða 3
ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 Ábyrgð Monbergs á hafnar- ■virkjunum er nú lokiÖ. Bærinn hefir nú tekið við þeim að fullu og öllu. Lóðir á nýja hafnarbakkan- hm. Palast er nú eftir lóðum á hafnarbakkanum nýja, sem verið er að gera. Geir Thorsteinsson vill fá 800 fermetra og Hallgrímur Benediktsson 8000 ferálnir. I nefnd til þess að semja reglur fyrir borgarstjórakosningu voru kosnir á síðasta bæjarstjórnarfundi horgarstjóri, Sveinn Björnsson og Agúst Jósefsson. Umdæmisstúkan nr. 1 heldur heldur umdæmisþing sitt í G.-T.- húsinu hér í Reykjavík annaðkvöld (sbr. augl. hér í blaðinu). Ivarselstún, sem er eign bæj- arins, iét fasteignanefndin auglýsa til leigu, og komu þrjú tilboð, frá Sig. Sigurðssyni, er bauð 130 kr., Guðm. Oddssyni, er bauð 110 kr., og Sigvalda Jónssyni ökum., sem bauð 280 kr. Samþ. bæjarstjórn á síðasta fundi að ganga að því til- boði, þó nokkuð sé óviðkunnanlegt að bærinn sé að kaupa hey dýrum úómum, en leigi tún bæjarins út til beitar. Slökkviliðsstjórastaðan. Um sótti aðeins einn maðnr, Pétur Ingimundarson. Lagði brunamála- nefnd bæjarins til að honum yrði veitt staðan frá i. marz að telja. Stöðuna fekk hann. Launin eru 3000 kr. hækkandi armaðhvort ár um 200 kr. upp I 4000 kr. auk dýr- tíoaruppbótar, sem er nú á fjórða þúsund kr. (3600), svo byrjunar- launin verða ásamt dýrtíðarupp- bót 6600 kr. Dúfnsýning var haldin í Khöfn ura fyrri mán- sðamótin. Voru þar alls sýnd 700 PÖr af dúfura af fjölda tegundum °g ólíkum mjög, því með ræktun °g úrvali hefir mönnum tekist að gerbreyta svo ýmsum dúfukynjum, að þau fyrir ókunnugum eru jafn oh'k venjulegutn dúfum eins og hrafnar eða kríur hænum. Nr. 24? (Aðsent) Hvaða númer er Reykjavík? Ef dæma skal eftir þingsályktunar- tillögu Jakobs Möllers & Co. um afnám húsaleigulaganna, þá ætti Reykjavík að vera nr. 24. Því að í tillögunni stendur m. a. þessi klausa: „Alþingi ályktar að skora á landsstjórnina, að nema úr gildi lög um húsaleigu í Reykjavík nr. 24 12. sept. 1917." Með öðrum orðum að 12. sept. 1917 hefir Reykjavík verið nr. 24. En hvers vegna Reykjavík hefir hlotið einmitt þetta númer getur tillagan ekkert um. 1920! Eftir sömu þingsályktunartillögu að dæma, er árið 1920 hjáliðið ár. Því að tillagan gengur m. a. út á það, að húsaleigulög frá I. okt. 1920 að telja, eigi að nemast úr gildi. Með öðrum orðum, hafa einhver húsaleigulög verið samin 1. okt. 1920. Sé hér átt við húsa- leigulög okkar Reykvíkinga, þá vita allir að langt er síðan að þau voru samin, og hafi það verið ár- ið 1920, þá virðist mjög undarlegt að það sama ártal skuli nú vera kornið aftur. Eg veit það reyndar vel að Sveinn-Jakob & Co. meintu alt annað með tillögunni en þeim tókst að setja á pappírinn. En þegar dæma skal eftir laga- setningum verður að brúka þær eins og þær eru orðaðar, en ekki eins og sumir menn kynnu að æskja að þær hefðu verið. Það hefði annars orðið skringi- leg útkoma, þegar hefði átt að fara að dæma eftir tillögu Jakobs, Sveins & Co., ef hún hefði verið samþykt óbreytt. Því að í henni er ekki annað að finna en það, að 12. sept. 1917 hafi Reykjavík verið nr. 24, og að einhver húsa- leigulög frá 1. okt. 1920 beri að nema úr gsldi. Myndi háttv. ritstj. Alþbl. eða einhver annar fróður maður geta frætt almeaning um það, hvað til- lögumenn hafa átt við raeð þessu nr. 24 á Reykjavíli, og í öðru lagi hvorir hafi á réttara að standa um ártalið, Jakob-Sveinn & Co. eða stjörnuspekingarnir. Kaulnir, Sjðmauajéiagar! Öllum tillöguin til félagsins, eldri og yngri, er veitt móttaka á afgr. Alþbl. (Laugav. 18 B) alla virka daga kl. 10—7. Crjaldkerinn. Cr nog að vinna 8 iíma á éag? (Aðsent). í öllum nálægum löndum, og eins í Ameríku, vinna verkamenn ekki nema 8 tíma á dag. En hér vinna verkamenn oft í 12 til 16 tíma, og aldrei minna en 10 til 11 tíma, sem er alt of langur vinnutími. Það er sannað, a& verkamenn afkasta ekki meiru yfir daginn, þó þeir vinni lengur en 8 tíma, þegar þeir eru orðnir því vanir. Og úr því alt gengur eins vel með því að unnið sé í 8 tíma á dag, eins og t. d. með 10 tíma vinnu, eða þaðan af lengri tíma, því þá að vera að hafa vinnu- tímann lengri hér en erlendis? - Verkamenn hór hljóta að hafa kröfu á hinni sömu sanngirni eins og verkamönnum er sýud er- lendis. Enskir verkamenn vinna aðeins 44 kl.st. á viku, það er 8 tíma 5 fyrstu daga vikunnar, en aðeins 4 tima á laugardögum. ís- lonzkir verkamenn eiga að krefj- ast þess, að þeir þurfi ekki að vinna nema 8 tíma á dag, eins og stéttarbræður þeirra erlendis, og jafnframt ætti kaupið að hækka upp í 2 kr. um kl.tímann. Þa& yrði 16 kr. á dag, eða 96 kr. á viku, sem er fremur of lágt en of hátt, eins og nú standa sakir,.. K. Austurríki á kúpunni. Austurríki hefir orðið að selja tóbakseinokunarrétt ríkisins einka- félagi, og urðu þeir að fá leyfi Bandamanna til þess. Fengu Aust- urríkismenn 30 milj. hollenzkra gyllina í íyrirframgreiðslu frá fé- laginu er keypti réttinn.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.