Alþýðublaðið - 06.03.1920, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 06.03.1920, Blaðsíða 1
Jarðarför drengsins okkar, Jón- asar Péturs, sem andaðist 4. þ. m. er ákveðin mánudaginn 8 þ. m. frá heimili okkar, kl. 3 e. h. Þingholtsstræt.i 8 B. Þórunn Einarsdóttir. Vermundur Fr. Ásmundsson. Útlenðar fréttir. Gfarner danður. Nýlega er látinn hinn ameríski bthöfundur K. L. Garner, sjötíu °S sjö ára gamall. Bók, sem hann §af út árið 1892, „The Speech of ^onkey* (mál apanna), vakti mikla sftirtekt, en var skoðuð af vísinda- ■hiönnum |og er ennj sem hindur- vitni, að því er „Nature“ segir. Gnllmedalía konunglega brezka veður- ^æðisfélags heflr verið veitt sænska ^rófessornum H. H. Hildebrandsson Uppsala-háskóla. ®®nskar og japanskar eldspítnr. Eins og kunnugt er hafa sænsk- ar eldspftur löngum verið taldar °eztar og ódýrastar. Höfðu Svíar iagt imdir sig markaðinn víðsveg- ar um heím, t. d. alt Indland. Nú ^afa Japanar náð þeim markaði öilum í sínar hendur á styrjaldar- ^öiúauns og gera Svíar sér engar v°«ir urn að þeir fái náð þeim *narkaði í sínar hendur aftur. Jap- anar eru nú farnir að búa til jafn- Sóðar eldspítur og Svíar, er haldið japanskir verkfræðingar hafi V|Q verksmiðjurnar í Svíþjóð ^ulbúnir seoi verkamenn og þann- komist að aðferðum Svía. Þar auki geta Japanar framleitt ódýrar, því þeir !áta konur °e böra vinna í verksmiðjunum, borga Iftið kaup, Karlniönnum 0rSa þeir sem svarar 6l kr. á Miánuði, kvenfólki 37 kr. og börn- mn 17 kr. á mánuði. Það er álit- ið að iðnaði Evrópumanna stafi hætta af Japönum á fleiri sviðum, enda hefir styrjöldin !yft undir þá, en aftur á móti komið öllu á ring- ulreið í Evrópu. X StarJ JHþýÍujlokksins. Hvað er Alþýðuflokkurinn sak- aður um? Hann er sakaður um að vilja hefta framleiðsluna, að ráðast á framleiðendur persónulega, af því þeir séu framleiðendur. Hann er sakaður um að viija niðurdrepa kaupmenn, af því þeir séu kaupmenn. Hann er sakaður um að vilja eyða íé, bæði úr landssjóði og bæjarsjóði, af því að þeir ríku borgi. Hann er sakaður um margt fleira, er eg síðar kem að. En þetta, sem eg nú hefi nefnt, skul- um við athuga fyrst. Alþýðuflokkurinn vill ekki hefta framleiðsluna, hann vill auka hana. Auka hana með því, að það opin- bera taki þátt í henni. Hann vill að ríkissjóður og bæjarsjóður fái tekjur af því, að reka arðvænleg fyrirtæki. Andstæðingar vorir, og þar á meðal hinir einstöku framleiðend- ur, eru andvígir þessu. En af hverju? Þeir segjast vera á móti því, a£ því að fyrirtæki hinsopin- bera séu og verði ætíð svo illa rekin, að skaði verði að. Það er trúlegt að eitthvað sé hæft í þessu, ef þeir standa fyrir fyrirtækjum, sem andvígir eru því að það opinbera reki þau. Efnamennirnir kvarta undan því, að þeir beri of háa skatta. Ea því vilja þeir þá ekki að tekjur til nauðsynlegra útgjalda þjóðfélags- ins komi af arðvænlegum fyrir- tækjum. Jafnaðarmenn (Alþfl.) vilja fá tekjur í bæjar og ríkissjóð, til þess að meira sé hægt að gera fyrir almenning, — það er svo margt, sem þarf að gera. Það hefir áður verið minst á það hér í blaðinu, að mikill meiri hluti barna í höfuðborginni alist upp við þau lífskjðr, sem hljóti að hamla því, að þau nái full— komnum líkamlegum og andleg- um þroska. En af þessu leiðir afturför í þjóðfélaginu. Þetta mætti bæta með því að koma upp barna- hœli. Við þekkjum lífskjör gamal- menna. Þau mætti bæta með gamalmennahœli. Þessi hæli þarf að reisa víðs- vegar um landið, en þó mun þess mest þörf hér. En það þarf að vera af myndarskap gert, — ekki kák, eins og svo margt er hér hjá okkur. En það þarf fé til þess að framkvæma þetta. Efnamennirnir kveinka sér við háum sköttum. En því rísa þeir öndverðir á móti því, að fé sé að einhverju leyti fengið á annan hátt? Af því þeir vilja hafa ástandið eins og það er. Það hentar þeim bezt. Við erum sakaðir um að vilja. niðurdrepa kaupmenn, af því þeir séu kaupmenn. Þetta er rangt. Við erum á móti kaupmanna-okri, sem þvi miður hefir oft átt sér stað. Kaupmenn eru nú andstæðir lands- verzlun, í hvaða mynd sem er, af því þeir hyggja að svo mundi geta farið, að það sýndi sig, að þeir yrðu óþarfir og féllu úr sög- unni. Eg hugsa mér, og líkt munu margir flokksmenn mínir hyggja, að vel mundi á því fara, að ríkis- verzlun kæmi í staðinn fyrir um- boðsmenn og hina svo kölluðu stórkaupmenn. Eg hugsa mér að verzlunarstjórn ríkisins hefði á hendi aila útvegun varnings til landsins og seldi kaupmönnum og kaupfélögum. Það mundi brátt. sýna sig, að vöruverðið yrði lægra,.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.