Alþýðublaðið - 24.11.1926, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 24.11.1926, Blaðsíða 2
2 ÁLPÝÐUBLAÐIÐ ÍAJLHÝB.U.B:M9Eft | 3 kemur út k hverjuin virkum degi. I * Afgreiðsla í Alpýðuhúsinu við í | Hveríisgötu 8 opin frú ki. 9 árd, f 3 til kl. 7 síðd. [ J Sbiifstofa á sama stað opin kl. ► í OVa—10Va árd. og kl. 8—9 síðd. £ < Simar: 988 (afgreiðslan) og 1294 ► } (skrifstofan). t j Verðlag: Áskriftarverð kr. 1,00 á * 3 mánuöi. Auglýsingaverð kr. 0,15 i } hver mm. eindálka, t 3 Prentsmíðja: Alþýðuprentsmiöjan t (f sama húsi, sömu simar). Bannábugi „Mogga“. Pað er skamt að minnast síð- ustu kosninga. Þá var Ihaldið að hæla sér aí því, að það væri með bannmann á landslista og að í- haldsflokkurinn hefði gefið út yfirlýsingu um það, að hann væri hlyntur bindindi(l). Þetta þótti ýmsum lítilsigldum íhalds-bann- mönnum ágætt, og voru þeir hreyknir af að tilheyra slíkum flokki, þótt hann hefði í kjöri tvo fyllirúta, sem áttu vísa kosn- ingu. Allir vissu það, að íhaldið meinti ekkert með þessu annað en að gefa íhalds-templurunum sálarfriðandi ,,Volta-kross“, sem þeir gætu veifað framan í félags- bræður sína við kosningarnar. Nú hefir „Moggi“ sýnt innræti sitt að nýju. Um leið og fyrstu fregnir koma um atkvæðagreiðsl- una í Noregi, þ. e. að bannmenn hafi tapað, þá hlakkar brennivíns- görn íhaldsins, og „Mogga“-skrif- ararnir eru látnir taka upp fagn- aðarýlíur norsku brennivínsblað- anna og ekkert um það hirt, þótt frásagnirnar séu einhliða og rangar. Tilgangurinn er auðvitað sá sami og áður að reyna að skaða bannhugsjónina, — reyna að láta sigur norsku andbanning- anna hafa þau áhrif hér, að bannið verði afnumið, og að bjór og brennivín fái óhindrað að fara yfir landið. Að því hefir „Moggi“ unnið eftir megni, og áfram mun hann halda á þeirri braut. En hvað segja Templararnir, vinir „Mogga“ og flökksmenn íhalds- ins? Ætla þeir að vinna með í- haldinu að þessu takmarki ? Er það til þess, sem þeir vilja fá stjórn reglunnar í sínar hendur? Bannmadur. Gin- óg klanfe-sýMn. Verður henni hleypt inn i* iandið? Ekkert hefir enn heyrst um það, hvort stjórnin hér ætlar að banna innflutning á heyi frá Noregi og öðrum sams konar vörum og bannaður er innflutningur á frá Svíþjóð og Danmörku. Hvað lengi það á að dragast, veit enginn eöa fáir. I grein í „Morgunblaðinu" um gin- og klaufa-veikina er birt- ist 18. þ. m., segir meðal ann- ars, að ekki sé ástæÖa til að þjóta upp til handa og fóta og banna innflutning á heyi frá Noregi, þar sem lítil smitunarhætta stafi af heyi. I greininni virðist felast játning um það, að á bak við sé verið að hinkra við og sjá til, með hvaða vörutegund eða með hverju helzt að veikin muni geta borist hingað til landsins, og ætti þá að hlaupa upp tii handa og fóta, þegar búið væri að sanna vísindaléga, með hverju hún hefði komið. En væri það ekki orðið um seinan, þegar fara þyrfti að grafa gripi, brenna hús og ein- angra heil héruð o. s. frv. upp á landssjóðs-kostnað ? Hversu rnikið þolir landssjóður af því tagi? Hér er um alvarlegra mál að ræða en að það þoli, að skelt sé við því skolleyrunum. Þeir fáu valdsmenn, sem þar um hafa úr- skurðarvald, mega ekki stofna þjóð sinni í voða visvitandi án þess að hreyfa hönd eða fót. Mætti í sambandi við þetta minn-' ast á spönsku veikina árið 1918, sem vísvitandi var hleypt inn í landið án þess, að nokkuð væri gert til varnar, en orsakaði þó, eins og kunnugt er, mörg hund- ruð manna dauða á örstuttum tíma, og hefði orðið meira, hefðu ekki verið varin einstök héruð landsins af héraðsbúum sjálfum, eftir að veikin var farin að geisa. Ættum við nú að þola álíka van- rækslu og skey'tingarleysi að nýju af þeim, sem með völdin fara? Enska stjórnin bannaði þegar í stað innflutning á norsku heyi, þá er veikin kom upp í Noregi, og það þó lítið eða ekkert hey sé flutt þaðan til Englands. En hingað er flutt inn hey í stór- um stil með hverri skipsferð frá Noregi þjóð vorri tO skaða og skammar. En það fara að verða smámunir, þö hey sé flutt inn og: iandbúnaði hnekt og atvinna fólks eyðilögð, móts við það að flytja gin- og klaufa-sýkina inn í landið og eyðileggja allan land- búnaðinn með því. Reykjavík, 22. nóv. 1926. 0. J. Hvanndal. Usss dagksi og veginn. Næturlækúir 'íj í nótt Matthías Einarsson, Kirkjustræti 10, sími 139, heimasími i Höfða 1339. Atvinnubæturnar. Orðsending frá borgarstjóranum. — Bæjarstjórn Reykjavíkur efnir til nokkurrar \dnnu fyrir atHnnulausa menn, sem hafa þung heimili og eiga framfærslusveit í Reykjavík. Fátækrafulltrúamir Jón Jóhannsson, Sigurjón Á. Ölafsson og Samúel Öl- afsson hafa verið skipaðir í nefnd til að velja þá menn, sem mest þarfnast þeirrar hjálpar, sem hér verður látin í té, en sem er af skornum skamti. — Nefndin hefir skrifstofu í Suðurgötu 15, og geta atvinnulausir menn gefið sig þar fram kl. 1—4 á virkum dögum fyrst um sinn. Sjómannafélag Reykjavíkur heldur fund í kvöld kl. 8Vs i Báruhúsinu uppi. Þar leggur nefnd fram tillögur sínar um tilnefningu í stjórn. Rætt verður um atvinnu- leysið og Haraldur Guðmundsson flyíur erindi uin koladeiluna ensku. Félagarnir eru beðnir að fjölmenna og mæta stundvislega. Skráning atvinnulausra manna, þeirra, er ekki eiga framfærslu- sveit í Reykjavík, fer fram næstu daga í Alþýðuhúsinu að tilhlutun framkvæmdastjórnar fulltrúaráðs verkiýðsfélaganna og byrjar kl. 10 í fyrra rnálið. Skráning þessi er gerð sökunr þess, að meiri hluti bæjar- stjórnarinnar hefir ekki fengist til að láta fara fram skráningu á þeim, en nauðsynlegt er, að vitað sé um ástand þessa fjölmenna hóps. Skor- að er á atvinnulausa menn, sem ekki eiga hér framfærslusveit, að koma og láta skrá sig, ef vera: kynni, að skráningin yrði til þess, að ýta undir, að atvinnubótavinna fengist handa þeim. Skipafrcttir. „Nordland'* kom i morgun með kol til kolakaupmanna hér. Frðnsk söngkona, Germaine le Senne, frá söngleika- húsinu í París, er komin hingað, og heldur hún söngskemtun í Nýja Bíó á morgun kl. 7Va e. h.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.