Alþýðublaðið - 03.12.1926, Side 3

Alþýðublaðið - 03.12.1926, Side 3
ALÞ.ÝÐUBLAÐIÐ 3 um styðja slíkt málefni, eða urðu misgrip, þegar verið var að semja skrána yðar yfir málsmetandi menn?" Myndin, sem „Mgbl.“ vantar af drotningu, svo að það eigi tylft- ina, hlýtur að vera af henni, þeg- ar hún las þessi beizku sannindi. Erleiad sfimskeyti. Khöfn, FB., 2. dez. Sambúð Frakka og ítala. Frá París er símað, að Briand hafi ságt í ræðu, sem hann hélt í þinginu, að hann vænti þess, að sambúðin á milli Frakka og Itala verði góð í framtíðinni. Samsæri komið upp i Rúmeniu. Frá Vínarborg er símað, að þær fregnir hafi borist þangað frá Rú- meníu, að komist hafi upp um samsæri, sem gera átti til þess að koma Carol, fyrr verandi krón- prinzi, á konungsstól landsins. Fimm hundruð liðsforingjar hafa verið handteknir. Það hefir sann- ast á Mirtescu, hermálaráðherr- únn í Rúmeníu, að hann er með- sekur samsærismönnunum. Hefir hann verið gerður landrækur. Khöfft, FB., 3. dez. Svartliðar flytja andstæðinga sina á afvikna staði. Frá Rómaborg er símað, að stjórnarnefnd, sem hafði það hlut- verk á hendi að stemma stigu fyr- ir andróðri gegn stjórninni, hafi ákveðið burtrekstur 500 andstæð- inga svartliða til afvikinna staða. Ný stjórn i Grikklandi. Frá Aþenuborg er símað, að Zaemis hafi myndað samsteypu- stjórn. Bátshvarfið. Enn hefir ekki frézt til vélar- bátsins „Baldurs". „Þór“ fór í eft- írlitsferö í rnorgun, en jafnframt ætluðu skipverjar að litast um eft- ir bátnum. Skipverjár á bátnuan eru: Helgi Helgason, Klapþarstíg%16, formaðurinn, kvæntur, á 3 börn, Brynjólfur Stefánsson, Hverfis- götu 59, Páll Sigmðsson, Þing- holtsstræti 8, báðir ókvæntir, og Sigurbjarni Bjamason, Óðinsgötu 16 B, kvæntur. Úrslit landkjörsins. I gær voru talin landskjörsat- kvæðin, og hafði kosningin farið svo, að A-listinn (bændur) hlaut 6940 atkvæði, og B-listinn (burg- eisar) 8514 atkvæði. Auðir miðar 147, ógildir 96. Kosinn er því Jón- as Kristjánsson, læknir á Sauðár- króki, og til vara Einar Helgason. Blóðbað á Ítalíu. Er Mussolini orðinn ærr? Flestir kunnir menn á svæði lista, visinda og stjórnmála særðir eða drepnir. í Róm einni eru 100 drepnir og 1000 særðir. 1 „Rothe Fahne" birtist eftir- farandi simskeyti. „Ástandið í Italíu er nú orðið lakara en var í villumannaríkjum fyrir öldum síðan. Morð og árásir eru framdar daglega í öllum borgum. Áreiðanleg heimild segir, að á 4 ára afmæli svartliðagöng- unnar um Róm hafi 100 manns verið myrt og 1000 menn særðir. Meira en 100 hús stjórnarandstæð- inga voru brend eöa skemd með öðru móti. 100 fjölskyldum var vísað á burt úr Lucca. Margir hafa og verið flæmdir frá Padua. Alt, sem ítalía á af kunnum mönnum á sviði lista, vísinda og stjórnmála er í lífsháska, og margir eru þeg- ar drepnir eða lemstraðir. Heimspekingurinn Croce, rit- höfundurinn Bracco og hinn nafn- togaði rithöfundur og jafnaðar- maður Labriola hafa orðið dýrs- æði svartliða að bráð. Hús þeirra hafa verið gereyðilögð, og íbú- arnir hræðilega mannskemdir. Hið fræga bókasafn Croces, sem kunnugt er um álla álfuna fyrir þau fágætu rit, sem það hafði að geyma, hefir verið gerspilt. Það var ráðist á kunnan sam- eignarmann, Bordiga, á heimili hans og hann dreginn út á götu meðan verið var að skemma húsið. Sameignarstefnuritstjórunum Bi- bolotti, Germanetto, Pe úso, Nicau- se, Platone og Ravovopian hefir verið varpað í myrkvastofu. Um alla ítalíu eru svartliðariðlar á sameignarmannaveiðum. Það hefir frézt frá Milano, að verkamenn ýmsra atvinnugreina eru að ráðgera allsherjarverkfall. Svartliðar hafa sett upp götuaug- lýsingar, þar sem dauðahegning er lögð við verkfalli. Ritskoðunin er harðvítug og ekkert kemst með síma eða pósti nema tilkynningar stjórnarinnar og svartliðaskrifstofunnar." Sér er nú hver fúlmenskan. Manni dettur ósjálfrátt í hug, áð þetta sé frásaga 'frá dögum Ne- ros, en ekki frá þessu ári, 1926 eftir Krist. Hvað segir „Mgbl.“ við þessu? Þetta skyldi maður ætla að líkaði. Um dafginn og veginn. Næturlæknir er í nótt Ólafur Gunnarsson, Klapparstíg 37, sími 272. Kveikja ber á bifreiðum og reiðhjólum kl. 3, 15 mín. e. m. þessa viku. Erindi flytur Stefán B. Jónsson í kvöld kl. 8V2 í Báruhúsinu. Nefnir hann það „Erindi um þjóðmála- og fjárhags-ástandið og leiðina út úr ógöngunum". „Jóla-herópið“ og jólablað „Unga hermanns- ins“ eru komin út, skrautleg blöð með mörgum myndum. Um vígsluneitun biskupsins lauk Lúðvíg Guðmundsson guð- fræðinemi síðara hluta erindis ísíns i gærkveldi. Byrjaði hann með að mótmæla þeirri getgátu, er hann kvaðst hafa heyrt, að guðfræðikennarar við háskólann hefðu fengið sig til að flytja er- indið, og hefði enginn þeirra vit- að neitt um grein hans í ,(Vísi“, þegar hann skrifaði hana. Síðar vék hann að því, að prestar þyrftu að vera sannir menn og hrein- skilnir í kenningu sinni og hafa þor til þess að segja það eitt urn trúmál, er þeir tryðu sjálfir. Presta og biskupa ætti að velja eftir hjartalagi þeirra og siðferð- isþroska einum saman, og sam- kvæmt því gæti verkamaður orð- ið biskup, alveg eins og fiskimað- urinn Pétur varð postuli Krists. Lúðvíg kvað sér virðast svo um Jón biskup Helgason, að annað- 'hvort yrði hann að halda sér op- inberlega við þá kenningu, sem hann hefði flutt, þegar hann var valinn biskup, og aldrei lýst yf- ir að hann væri horfnin frá, eða segja því starfi af sér ella. Að lokum lagði hann áherzlu á, að annaðhvort yrði að opna kirkj- stna fyrir öllum, sem þar vildu eiga heima, eða að öðrum kosti skilja að ríki og kirkju. Þeir, sem •vilji draga fólkið í trúmáladilka til sundurgreiningar, — „um þá veit ég,“ sagði hann síðast, „að ,sá, sem er í himninum, hlær; drottinn gerir gys að þeim‘, — að ykkur, sem það gerið.“ V ■!» v : 1 ' á r 'cl;. í Kviknar i skipi. (Eftir símtali við Siglufjörð í dag.) í fyrri nótt kviknaði hér í kolaskipi frá Noregi. Var eldur- inn í farmrúmi skipsins. Með miklum erfiðismunúm tókst aÖ slökkva hann, og er farmrúmið fult af vatni. Togararnir. „Egill Skallagrímsson" kom í morgun af veiðum með 700 kassa. Einnig kom enskur togari hing- að I morgun. Mme le Senne syngur í Nýja Bíó í dag, sbr. auglýsingu í blaðinu. Það er ó- þarfi að mæla með þeirri skemt- un. Guðspekifélagið Reykjavíkurstúkan heldur fund í kvöld kl. 81/2. Magnús Gíslason fly‘ur erindi um „afstöðu yora til barna“. L’association francaise d’es- pansion et d’échange artistique Mme Go le Senne frá operunni í París, heldur hljómleika í kvöld kl. 7]/2 i Nýja Bió. Viðfangsefni: Sigfús Einarsson, lÁrni Thorsteinsson, Kaldalóns, Massenet og Carmen (Bizet). — Emil Thoroddsen aðstoðar. Aðgöngumiðar á kr. 2,00,3,00 og 5,00 (stúkusæti) á veiijulegum stöðum. Drengor, 15—-17 ára, getur fengið atvinnu við verzlun. A. v. á. Skipafréttir. „Lyra" fór í gær áleiðis til Nor- egs. „Þór“ fór í morgun í eftir- litsferð. Veðrið. Frost um alt land, 2—10 stig, mest á Grímsstöðum. Átt norð- læg, nema suðaustlæg hér í Reykjavík, fremur hæg. Lítil snjó- koma á Grímsstöðum. Annars staðar þurt veður. Loftvægislægð fyrir suðvestan land á leið til suðausturs. Otlit: Austlæg átt, all- jivöss í nótt hér um slóðir. Snjó- koma í nótt á Suðurlandi (sem í veðurskeytunum er talið vestur að Reykjanesi). Nokkur snjókoma í útsveitum á Norðurlandi. Gengi erlendra mynta er óbreytt frá í gær. Bréf frá Póllandi. (Esperanto-Press.) [Esperanto-Press er nafn á ný- stofnuðu fyrirtæki í Varsjá á Pól- landi. Tilgangur þess er að brpjjg út þekkingu á pólskum högum og atburðum sem víðast og jafnframt að færa mönnum heim sanninn um það, að hvilíkum notum esperanto geti verið i viðskiftum milli manna af ólíkum þjóðum. OIl fréttabréf félagsins verða þvi rituð á esper- anto eingöngu, og send út um víða veröld til þektra esperantista, sem svo þýða þau á móðurmál sitt. End- urprentun þýðinganna er velkomin, en þess er óskað, að tvö eintök þeirra blaða, sem bréfin birtast í, séu send til „Esperanto-Press“ (prof. L. Kronenberg) strato: Piekna 11., Warszawa, Pollando.) Varsjá, í nóv. 1926. f Póllandsbréfum okkar, senv send verða út um víða veröld a. m. k. einu sinni í mánuði, ætlum við að bregða upp fyrir útlend- ingum sannri mynd af högum og háttum í landi okkar. Það dreg- ur nú æ meiri og meiri athygli að sér, einkum síðan í maí, að Jozef marskálkur Pilsudski tók völdin í sínar hendur eft'r al- kunna atburði í höfuðborginni,

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.