Alþýðublaðið - 08.03.1920, Síða 3

Alþýðublaðið - 08.03.1920, Síða 3
Jakob Möller að kenna, að 5. þingmaðurinn fékkst ekki. Annars segja sumir að Jakob hafi „sett sig svo prýðilega inn <“ hlutverk „Kotstrandarkvikindisins", er hann lék það a( sniid í „Lén- harði fógeta", að hann leiki það æ síðan. Sé þetta svo, sem varia verður í vafa dregið af ýmsum athöfnum hans, þá er honum vork- unn þó ýmislegt fari honum hálf illa úr höndura. */.. i. Jolsivikastjérnm og keimsbyitingu Khöfn, 28. febr. í’réttaritari ameríska blaðsins New-York World símar frá Moskva, að Sovjet stjórnin (Leninstjórnin) sé hætt við að reyna að koma á heimsbyltingu. Það hlutverk hafi verið falið „þriðja alþjóðaverka- mannasambandinu“ (3. Internation- ale) sem var myndað í marzmán- uði 1919, sem ekki heíir neitt opinberlega viðurkent, samband við bolsivíkastjórnina i Moskva, „hinni helgu borg“ heimsbyitingarmanna. Ennfremur að bolsivikaíoringinn Zinovieff segi að alþjóðavm.sam- bandið (Internationale) sé það verk- færi sem gera eigi með heims- byltinguna, og að unnið verði af kappi að henni hvað sem tauti, bæði á löglegan og ólöglegan hátt. Sovjet-stjórnin geti lofað að starfa ekki að því að koma á heimsbilt- ingu, en alþjóðaverkamannasam- bandið hvorki viiji né geti gefið slikt loforð. friðartitboð bolsivíka. Khöfn 27. febr. Bolsivikinn Litvínoff hefir frá Moskva sent Reuters fréttastofu skeyti um að bolsivíkastjórnin tússneska hafi sent Japan og Rúm- eniu friðartilboð. Ennfremur að ílkraine [sem er á valdi bolsivíka] hafi boðið Pólverjum frið, og að í'andamenn geti ekki komist hjá bví að semja formlegan og algerð- aú frið við bolsivíkastjórnina. ALÞÝÐUBLAÐIÐ Um daginn og veginn. Kaupfélag stofnað. Nýtt kaup- félag hefir verið stofnað hér í Reykjavík og heitir „Kaupfélag Reykjavíkur*. Hefir það þegar fengið 300 meðlimi. Formaður er Héðinn Valdimarsson skrifstofu- stjóri. Samkomnbann var sett á í gær jafnskjótt og fréttist um infiúenz- una. Var stöðvuð skemtun sem Lestrarfélag kvenna hafði ætiað að halda, og stór samkoma í K F. U. M. Auk þess bannaðar messur og barnaspurningar. Skrifstofn setur infiúenzunefnd- in á stofn í dag í Barnaskólanum, til undirbúnings undir það ef sótt- in fer um allan bæinn. Verður settur upp f skólanum 100 rúma spítaii, og eru 20 rúmstæðin full- smíðuð, en 40 verða tilbúin í dag. Auk rúmstæðanna er komið ( skói- ann 100 madressur og 100 púðar, 200 lök og 100 fiðurkoddar, sem nefndin hefir látið búa til síðan um daginn að hún var kosin. Kntter „Háfsteinn“ kom inn um heigina með lítinn afla. Hrepti hann versta veður, brotsjór kom á skipið, svo brotnaði skipsbátur og fiskikassi. Eftir það var skipið varið brotsjóum, með þvi að fleygja út lifur er til var innanborðs. 3 skip eru ókomin inn ennþá eftir mestu veðrin. „Hilmir“ heitir nýkeyptur tog- ari sem kom fyrir helgina. Skipið er að sögn 7 ára gamalt, mjög laglegt að sjá. Skipstjóri er Jón Arnason frá Heimaskaga. Fram- kvæmdastj. er Guðm. Kr. Guð- mundsson skipamiðlari. Yerkfall hafa skipstjórar, vél- stjórar og hásetar gert á öllum togurum, sem ganga frá Fleetwood á Engiandi. Hvaða kröfur þeir gera er ekki ábyggileg vissa fyrir. Þegar síðustu skip fóru þaðan var ekki sainkomulag orðið. 3 Jjolsivikar og Rðœenar. Khöfn 1. marz. Bolsivíkar draga ssman ógrynni liðs á landamærum Rúmeníu. Araeríkumenn ojf 1> olsivíkar. Khöfn 29. febr. Prá Washington er símað, að unanríkisráðuneytíð ætli ekki að ansa friðartilboði bolsivíkanna rússnesku. Sólin og klukkan. (Aðsent) Nýlega stóð í „Vísi“ stutt, en einkennileg grein um hina svo- nefndu búmannsklukku. Nefnir höf. sig Búmann. Fagurt er nafnið, víst er um það. En að maður þessi beri nafnið með rentu, er eg fremur í efa um. En því skai slept. En það er annað. Eg er ósköp hræddur um, að þessi klukkufærsla snúi ekki alveg rétt í höfðinu á manninum, Eg hefi altaf hugsað að klukkan væri sett eftir sólinni. Og ef það reyndist svo, að klukkan væri ekki rétt nema henni bæri saman við sólina, þá þyrfti að flýta sólinni líka, ef klukkunni er flýtt. Sennilega treystir „Búmaður“ sér til þess, að bregða sér upp á við og ita sólinni dálítið áfram. Þvi ef hann er sannur bú- maður, vill hann líklega hafa sam- ræmi milli hlutanna. Og ef hann á einhvern hátt ekki yrði einfær um að koma á réttu samræmi milli sólar og klukku, væri Jónas Klementsson vís til að fylgja hon- um að málum. En færi nú svo, að þeir, einhverra hluta vegna, ekki gætu komið þessu í fram- kvæmd, yrði sólin að vera óhreyfð. Og þá held eg að réttast væri að klukkan yrði látin vísa samkvæmt sólinni, eins og verið hefir ,frá upphafi. Steingrímur.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.