Alþýðublaðið - 10.12.1926, Qupperneq 3

Alþýðublaðið - 10.12.1926, Qupperneq 3
ALÞ.ÝÐUBLAÐIÐ 3 sonar, 1. vélstjóra á „Surprise“, og bað hann taka mig sem kynd- ara, þegar „Surprise" færi á veið- ar. Hann gaf mér að vísu ekki neitt ákveÖið svar, en hann neit- aði mér heldur ekki, gaf mér miklu frekar von um atvinnu. Núna fyrir hálfum mánuði heyrði ég sagt, að „Surprise" ætti að fara að leggja af stað tii fiskveiða. Ég tók mig því upp og brá mér til Hafnarfjarðar í peirri von að fá kyndaraatvinnu á „Surprise“. Þegar þangað kemur, er mér sagt, að Einar Þorgilsson hafi bannað vélstjóranum að taka mig sem kyndara. Mér er sagt, að Einar hafi kom- ið til vélstjórans og spurt hann að, hvaða kyndara hann hafi hugsað sér að taka. Jón kvaðst nú ekki hafa ráðið neinn ákveðið enn, á meðan hann hafi ekki feng- ið vissu fyrir, hvenær skipið ætti að leggja út. Einar segir þá, að hann hafi ef til vill í huga að taka pá, sem hafi verið þar í fyrra, en pað komi nú ekki til mála meci annan peirm, en hann ráði, hvort hann taki hinn. Vél- stjórinn spyr pá, hvor það sé, sem hann megi ekki taka. „Það er,“ segir Einar Þorgilsson, „pad er Jens Pálsson. Hcmn oerour ekki framar á skipinu. Hann verður cið leitci sér atvinnu annars staðar.“ Þegar kom svona blátt bann frá eiganda skipsins við pví að taka mig, pá porði vélstjórinn ekki að gera það, enda þótt hann hefði mig í huga, en nú er ekki vandi að fá vana kyndara, svo að hann nenti ekki að vera að standa í stríði um pað að taka mig. Svona eru þá málavextir. Nú mun ég sýna fram á og leiða rök að þeirri ástæðu, sem ég held að Einar Þorgilsson hafi til pess að banna að taka mig sem kynd- ara á „Surprise". En jafnframt- ætla ég að sýna frarn á, hve miklum órétti ég er beittur. Ástæðan til pess, að ég fæ ekki framar eða fékk ekki atvinnu á „Surprise", er sú, að ég leitaði réttar rníns, — sú, að ég lét mála- færslumann innheimta réttmæta ltröfu á hendur Einari Þorgils- syni, — kostnað, sem varð af 10 daga veru minni í landi vegna veikindct, Vegna pessa fæ ég ekki fraraar atvinnu á „Surprise", enda pótt ég væri nærfelt eitt ár á skipinu við svo erfiðan starfa, að fáir eða engir voru þá fáanlegir til að gegna sama starfa, en sem ég pó gat leyst sæmilega og óað- finnanlega af hendi, á meðan maður eftir mann, sem gegndu sama starfa, gengu af skipinu vegna erfiðis. Samt sem áður fæ ég ekki atvinnu á skipinu nú, eftir að pó er reynsla fengin fyrir pví, að ég er mörgum hæfari til pess að leysa petta verk vel af hendi. Að minsta kosti eru þeir kynd- arar, sem teknir voru, ekki hæf- ari en ég. Hvar er nú hin frjálsa samkeppni? Á það ekki að vera lögmál hennar að taka pá hæf- ustu menn, sem völ er á til hvers starfa? Það á líka svo að vera, að hæfari maður gangi fyrir ó- hæfari. En vegna þess, að Einari er persónulega illa við mig [því af öðru er þetta ekki sprottið], pá tekur hann menn, sem eru mér síðri við starfið, enda pótt völ væri á betra manni. Menn, sem koma þannig fram við verka- menn sína, eins og Einar Þorgils- son hefir komið fram við mig nú, ættu ekki að eiga tilverurétt sem atvinnurekendur, menn, sem banna verkstjórum sínum að veita I peim mönnum atvinnu, sem vilja ná rétti sínum gagnvart atvinnu- rekanda. Að krafa mín var rétt- mæt parf ekki að eyða orðum að. Ég ætla í pví sambandi að taka af allan efa, með pví að tilfæra setningu úr gildandi löum þessu viðvíkjandi, — siglingalögunum frá 30. nóv. 1914, 5. kafla, 95. gr. 1 henni eru pessi fyrirmæli: „og auk pess hjúkrun á kostnað út- gerðarmannr í 4 vikur, ef hann er hér á landi eða á peim stað utanlands, par sem löglega mátti slíta ráðningu hans.“ Þetta laga- ákvæði er svo skýrt, að pað parf ekki orðum að pví að eyða, enda er mér ekki kunnugt um annað en allir útgerðarmenn beygi sig möglunarlaust undir pað, nema Einar Þorgilsson útgerðarmaður í Hafnarfirði. Vegna pess að ég lét framfylgja pessu lagaákvæði, pá sviftir hann mig möguleika til þess að fá atvinnu við útveg hans. Eg þykist nú búinn að sýna fram á, hve slæm aðstaða Einars jer í pessu máli. Margir spyrja mig á pessa leið : Heldurðu, að Einar hafi ekki einhverja aðra ástæðu en pessa, t. d. að hann hafi pá á- stæðu, að pú ert úr Reykjavík, en hann hafi viljað taka kyndara úr Hafnarfirði, til pess að fara ekki út úr bænum til að taka menn á skipið? Það getur vel verið, að Einar hafi viljað láta líta svo út, að pessi væri ástæðan, enda er pað sú eina réttmæta ástæða, sem hann gæti haft, pví að vitanlega gat ég pá ekkert við pví sagt, pó að hann vildi láta sveitunga sína sitja fyrir atvinnunni. En pað er ekki svo að skilja, að ástæðan væri svo göfugmannleg, og parf í pví sambandi ekki annað en benda á orð Einars sjálfs, er hann lét sér um munn fara, þegar hann bannaði að taka mig, þau, að vél- stjórinn réði, hvort hann tæki kyndarann, sem með mér hefði )verið í fyrra. Sá kyndari er úr Reykjavík, eins og ég, og úr pví að pað mátti taka hann, pví mátti pá ekki alveg eins taka mig? Ég veit pað, að ég er ekkert síður starfinu vaxinn en hann, og þori óhræddur að leggja það undir dóm þeirra manna, sem með okk- ur báðum hafa unnið. Þarna er pá sú vonin Einars fallin, að hann geti brugðið pessu fyrir sig, ef á lægi. Mér er held- ur ekki kunnugt um, að ég hafi á öðrum sviðum unnið mér til óhelgis, nema á þessu eina, að ég krafðist að fá greidda réttmæta kröfu, enda hefir Einar ætlað að fyrirbyggja, að ég gæti veikst á hans skipi framar og komið með sams konar ‘kröfu, með pvi að sjá um, að ég yrði ekki á skip- inu. Mér finst nú ég vera búinn aÖ sýna skýrt frarn á, hve óviðeig- andi og leiðinleg hefir verið fram- koma Einars Þorgilssonar í minn garð. Og pó „Morgunblaðið"*) telji pað ekki rétt að gera þetta að blaðamáli, pá tel ég það samt rétt, pví að ekki er nema sjálf- sagt, að almenningur fái að vita um pá menn, sem geta fengið sig til að koma þannig fram við verkamenn. Og þeir menn, sem það gera, hvort heldur pað er Einar Þorgilsson, útgerðarmaður í Hafnariirði, eða aðrir, eiga skil- ið fyrirlitningu almennings. Einar Þorgilsson lét mig ekki gjalda pess, er ég vel gerði. Hann lét mig ekki gjalda pess, að ég var á skipi hans mestallan pann tíma, sem nær því ógerlegt var að fá hæfa kyndara. Hann lét mig ekki gjalda þess, að ég pá leysti starf mitt vel af hendi og hefi verið lengur við penna starfa á pessu skipi en nokkur annar mað- ur. Nei, Einar Þorgilsson man ekkert af pessu, en hann er' fljót- ur að pjóta upp á nef ,sér þegar ég geri pað, sem honum líkar miður, enda pótt pað sé ekki ann- að en pað, að ég krafðist rétt- mætrar kröfu af hans hendi. Hann pýtur upp á néf sér vegna þess, að ég læt ekki' traðka rétti mín- um. Vegna þess, að ég neyti rétt- ar míns, er mér neitað um at- vinnu. En nú er útlit fyrir, að „Surprise" purfi ekki á göðum kyndara að halda vegna pess, að á honum á fram að fara endurbót, sem orsakar pað, að miklu hæg- ara verður að kynda undir katl- inum, og að pað er líklegt, að pað geti hver sem er. Þá er ó- hætt að nota sér það, að ég hefi gert petta óhæfuverk — að leita réttar míns(!!). Einar var feginn að hafa mig meðan hann gat engan fengið, sem leyst gat starfið eins vel af hendi, og ég hygg, hann hefði orðið feginn að taka mig á skip sitt enn, ef skortur hefði verið sæmilegra manna. Vegna pess að ég hefi gert pað, sem Einari mislíkar, og að pað er ég, sem parf að fá atvinn- una, pá notar hann sér pað og neitar mér um hana. Framkoma eins og þessi er að mínu áliti svívirðileg og vel pess verð, að hún sé gerð heyrinkunn. Ég læt svo útrætt um petta að sinni, en ef Einar Þorgilsson ósk- ar frekari umræða um málið, pá er ég pess albúinn. Ég býst samt *) Ég [fór með áskorun mina til „Morgunblaðsíns“ og bað um rúm fyrir hana þar, en var neitað vegna pess, að ritstjórinn taldi ekki rétt að gera þetta að blaðamáb. Hðf. Rangæingaklúbbur. Danzskemtun í Bárunni sunnudaginn 12 dez. kl. 9 e. m. Einsöngur: Frk. Hulda Jónsdóttir. Aðgöngumiðar fást í Bárunni frá kl. 1 til 8 í dag (föstudag) og eftir kl. 4 á sunnudag. Ranfjælngar! Fjölmennið! ekki við, að hann óski þeirra, enda myndu pær ekki verða hon- úm til neins sóma. Ég vil að eins geta pess, að pað er ekki vegna þess, að Ein- ar Þorgilsson hefir ekki svarað áskorun minni, að hann hafi ekki séð hana, pví að ég sendi honum sérstaklega blað pað, sem hún birtist í. Reykjavík, 9. dez. 1926. Jens Pálsson. Um daginn og veginn. Næturlæknir er í nótt Katrín Thoroddsen, Vonarstræti 12, sími 1561. Nefnd til að ræða kaupsamn> inga við útgerðarmenn kaus verka- mannafélagið »Dagsbrún« að ósk þeirra á fundi sínum í gær. Kosn- lr voru: Héðinn Valdimarsson, Ól- afur Friðriksson og Haraldur Guð- mundsson. Guðspekifélagið Fundur verður í »Septímu« í kvöld kl. 8l/s. Formaður félagsins flytur erindi um mikilvægustu kenningar guðspekinnar. Gröndalskvöld ætlar málfundafélagið »MagniK í Hafnarfirði að halda næsta sunnu- dagskvöld kl. 8V2 í G.-T.-húsinu par. Flytja par erindi Árni Pálsson sagnfræðingur og dr. Guðmundur Finnbogason. Einar Hjörleifsson Kvaran les upp og Sveinn Þor- kelsson syngur. Aðgöngumiðar kosta 50 aura. Erindi Lúðvigs Guðmundssonar um vígsluneitun biskupsins kemur á prent innan skamms. Veðrið. Hiti mestur 4 stig, minstur 3 stiga frost. Átt vestlæg, víðast á suðvestan. Snarpur vindur og regn í Vestmannaeyjum. Annars staðar nokkru Iygnara. Lítil snjó- koma sums staðar á Suðvestur- og Vestur-landi. Annars staðar purt veður. Loftvægislægð sénni- lega að nálgast úr suðvestri. tJt- lit: Vestlæg átt í dag, allhvöss á Norður- og Austur-landi og stundum á Suðvesturlandinu og hér í grendinni. Hryðju- og élja- veður, nema purt víða á Austur- landi. I nótt verður suðlæg átt, sennilega allhvöss á Suðvestur- landi og vaxandi á VesturlandL

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.