Alþýðublaðið - 15.12.1926, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 15.12.1926, Blaðsíða 2
2 ALÞ.ÝÐUBLAÐIÐ ^ a A A A A AAA AAAAAA A AAA A A AAAAAA A A A A. ÍALÞÝÐUBLAÐIÐ kemur út á hverjum virkum degi. 3 Afgreiðsla i Alpýðuhúsinu við ; Hverfisgötu 8 opin frá kl. 9 árd. 'til kl. 7 síðd. ; Skrifstofa á sama stað opin kl. 9Va—lOVa árd. og kl. 8—9 síðd. ; Simar: 988 (afgreiðslan) og 1294 ! (skrifstofan). ; Verðlag: Áskriftarverð kr. 1,50 á 3 mánuði. Auglýsingaverð kr. 0,15 hver mm. eindálka. Prentsmiðja: Alpýðuprentsmiðjan (í sama húsi, sömu símar). Nýtt skilningarvit. Eftir Þórbevg Þórðarson. „En lu monc/on oenis noua sento ...“ (í heiminn kom nýtt skilningarvit...) L. Zamenhof. I. Þennan mánaðardag árið 1859 fæddist eitthvert göfugasta mikil- menni og menningarfrömuður síð- ustu alda. Þessi maður var Lúð- víkó Lazaró Zamenhof, pólskur augnlæknir og höfundur alþjóða- málsins esperantó. í ættborg Zamenhofs bjuggu í jrann tíð fjórir þjóðflokkar, Pól- verjar, Rússar, Þjóðverjar og Gyð- ingar. Þeir töluðu hver sitt tungu- mál, skildu ekki hver annan og lágu í þrotlausum erjum og ill- deilum sín á milli. Þetta ósamlyndi fékk mjög á Zamenhof i æsku, og þegar á unga aldri komst hann að raun um, að meginorsök þess væri sú, að þjóðflokkar þessir skildu ekki hver annan. Hann einsetti sér þá þegar ungur að áratali að skapa hlut'aust alþjóðamál, er allar þjóðir gætu auðveldlega lært og sameinast um. Zamenhof var sannfærður um það alla æfi, að slík alþjóðatunga myndi öllu öðru fremur stuðla að bróðurlegum skilningi milli landa og þjóða, uppræta þjóðahatur, fyrirgirða styrjaldir og skapa þess í stað alþjóðlegan hugsunarhátt og allsherjar bræðralag í veröld borgaralegrar skammsýni og blóðsúthellinga. Það, sem fyrir Zamenhof vakti, var þvi þetta sama, sem knúð hef- ir mikla menn allra alda til að af- sala sér veraldlegum gæðum þessa sællífa heims. Það var alls- herjar bræðralag mannkynsins. Það var honum aðalatriðið. Það var undirstaða esperantós. Þess- ari háleiíu hugsjón helgaði Zam- enhof krafta sína. Að henni vann hann sýknt og heilagt, þar til hann skildi við þessa tornæmu veröld saddur lífdaganna 14. apr- íl 1917. En það var enginn hægðarleikur að skapa auðlært og nothæft al- þjóðamál. Alla leið frá Leibnitz fram til daga Zamenhofs höfðu verið gerðar um 60 tilraunir til að skapa slíka tungu. En höfund- unum mistókst öllum. Dr. Zamenhof leysti þessa þraut fyrstur manna. Honum tókst að skapa mjög fullkomið, hlutlaust, fagurt, einfalt og * auðlært al- þjóðamál. Esperantó er sannar- lega einhver dásainlegasta völ- undarsmíði, sem mannsheilinn hefir upphugsað. Það er margfalt fullkomnara, margfalt einfaldara og margfalt auðlærðara en nokk- ur tunga, sem töluð hefir verið á jörðinni. Hvers vegna er þá ekki espe- ranto fyrir löngu orðið að lög- skipuðu alheimsmáli? Vér megum aldrei gleyma því, sízt þegar um frumleg stórvirki er að ræða, að heimurinn er heiinskur, að mennirnir eru sljóir og þröngsýnir, að hjörtu þeirra eru full sérvizkulegrar þverúðar og heili þeirra seinn að skilja. Níutíu og niu hundraðshlutar mannkynsins eru ekki hér tii að þjóna sannleikanum, heldur til að , gæta hagsmuna sinna“. Sannleik- urinn fer ekki umhverfis jörðina á áttatíu dögum. Þess vegna and- aðist Zamenhof saddur lífdaganna án þess að sjá fórn sína verða andlega menningarlind alþjóða. II. Hin mæltu mál mannkynsins eru að miklu leyti til orðin af blindum ti’.viljunum. Þau eru sam- safn af steinaldarleikföngum villi- nranna og listasmíðum fárra vitr- inga, sem hafa gert heiminn rugl- aðan ineð því að hugsa. Það er tilviljun ein, hvort þau eiga í forðaburum sínum nöfp. á hlutum og hugmyndum, sem vér glírn- um við daglega. Það er tii dæmis nærri heilsudrepandi tilviljun, að íslenzk tunga skuli ekki hafa haft sinnu á að koma sér upp einu einasta heiti á heilbrigðum manni. En fáráðling, sem mist hefir heils- una eða forlögin hafa aldrei gefið neina heilsu, verðlaunar hún með tveimur löngum nafnorðum. Og þó tekur fyrst í hnúkana, þegar „lög málsins“ eru svo óþjál og takmörkuð, að þau leyfa ekki að bæta heilbrigða manninum upp þá vansæmd, sem hugsunarleysi vanans hefir bakað honum. Öll málfræði hinna mæltu mála er moldviðri af tilviljunum og tiktúrum hinna heimskustu, sem málin mæla, því að hinir vitrari bera orðin að jafnaði „rétt“ fram, „tala rétt mál“, sem svo er kall- að. Það er til dærnis steinblind tilviljun, að eignarfall eintölu af orðinu hestur skuli vera hests og nefnifall fleirtölu hestar, en eign- arfall eintölu af orðinu hryssa er hryssu og nefnifall fleirtölu hryss- ur. Sams konar hendingarrugl er það og, að þátíðin af sögninni að líða er ieið, þátíðin af að smíða er smiðaði, þátíðin af að synda er synti, þátíðin af að rita ýmist reit eða ritaði og þar fram eftir götunum. Eitt sinn fann einhver íslenzkur einfeldningur upp á því að segja: rhér langar í meira dilkakjöt; honum dreymdi, að hann væri að éta sýlspekaðan makka af nýaf- slegnu stóðhrossi vestan undan Snæfellsnesjökli; heyrðu mér, hvalur rak norður í Grunnuvík við Isafjarðardjúp. Enn þá telj- um vér slíkar „tilviljanir“ málvill- ur, og íslenzkukennarar munu leiðrétta þær í stílum nemenda ’sinna, þótt fiestar þeirra séu orðnar sorglega algengar í mæltu máli. En hvað stendur það lengi? Eft- ir eina öld verða þessar tilvíljanir einfeldningsins orðnar fastar mál- venjur um þvert og endilangt ís- iand, málvenjur, sem hermihneigð þekkingarskortsins og vald vanans hafa þá skapað löghelguð rétt- indi í vandaðri ræðu og riti. Ef einhverjum heimaöldum ' afdala- nemanda yrði þá á að skrifa í íslenzkustíl sinn: mig langar í meira dilkakjöt; hann dreymdi, að hann væri að éta sýlspikaðan makka af nýafslegnu stóðhrossi vestan undan Snæfellsjökli; heyrðu mig, hval rak norður í Grunnavík við Isafjarðardjúp, þá mundi kennarinn setja upp fræði- legan umvöndunarsvip og segja: „Þetta er úrelt tuttugustu aldar mál,“ og hann skrifar í stíl nem- andans með rauðu bleki: mér langar, honum dreymdi, sýlspek- aðan, Snæfellsnesjökli, hvalur rak, Grunnuvík o. s. frv. Og veslings lærisveinn'nn fe'lur í stafiyfir mál- ■ vizku elsku kennarans síns. Ein- feldningurinn, er stamaði þessu út úr sér af málhelti eða bjálfa- skap fyrir 100 árum, er nú orð- inn málfræðilegur örlagavaldur jafnvel sprenglærðra háskólapró- fessóra, sem rita þykka doðranta 'um frelsi viljans og speki ís- lenzkrar tungu. Með þessum hætti skapast málfræði, orð og orðatil- tæki mæltra mála. Þetta eru lög þeirra. Og skáldfíflin koma og yrkja hjartnæm hrifningarljóð um fegurð, mátt og göfgi hjartkæra móðurmálsins síns, í krafti hinn- ar heilögu vanþekkingar. Þessar blindu tilviljanir gera oss engan snefil af gagni til þess að skilja málin eða béita þeim í þjónustu hugsunarinnar. Og því _um síður geta pær talist fegurð-- arauki. Þær eru þvert á móti sjúkleiki, eins konar illkynjuð æxli, sem hafa vaxið út úr orð- myndum og orðatiltækjum. Þær eru til hindrunar fyrir minnið og fjötrar fyrir frjótt og skapandi ímyndunarafl. Það er einmitt þetta vitfirrings- lega regluleysi í stafsetningu, orð- myndun, beygingu og setninga- skipun, þetta siðleysi, ef svo mætti að orði kveða, sem gerir nám í erlendu máli að æfistarfi, ef vér eigum að hafa þess full not. „En þetta er þroskandi," segir fáfróður lesandi. Það er hjátrú. Þessi reglulausi minnissamtíningur ■ Veitir skynsemi þinni engan þroska. Það glæðir að eins minn- isgáfuna, vitsmuni þína ekki. Sið- ferðislífi þínu er slík ringulreið . áreiðanlega hættuiegri en bann- lagabrot vínsmyglaranna. Ég hefi kent íslenzkt mál í sjö ár. Oft lét hin klassiska tunga feðra minna mig bera kinnroða frammi fyrir nemendum mínum. Ég kostaði kapps um að festa þeiin í minni nokkrar allsherjar- reglur í beygingu orða og staf- setningu. Þegar ég hafði þulið fyrir þeim regluna, spurðu þeir stundum í hjartans einlægni: „Er þetta þá alt af svona?“ „Ónei. Ekki er það nú.“ Og síðan roms- aði ég upp úr mér annari reglu, sem var undantekning á allsherj- arreglunni, og svo þriðju reglunni,. sem var undantekning á undan- tekningarreglunni, og þannig ó- endanlega. Mælt mál eru lögmál skipulags- leysis, sem bjálfar kynslóðanna hafa neytt upp á okkur. III. Dr. Zamenhof skóp esperantó upp úr málum hins indevrópiska. málaflokks. Orðstofnarnir era flestir valdir úr hinum rómönsku og germönsku málum. Þeirrf reglu er yfirleitt fylgt í orðaval- inu, að taka þau orð og þær orð- myndir, sem eru alþjóðlegastar, flestum eru kunnar. En Zamenhof mokaði burt úr málfræðinni öll- um óþörfum hljóðum, orðmynd- um og beygingum og hélt því einu eftir, er var nauðsynlegt til fegurðar, skilnings og notkunar. Þess vegna er hverjum maðal- greindum manni vel kleift að nema málfræðina í esperantó á: hálfri klukkustund. Hún er 16 auðlærðar reglur. Og þessar regl- ur eiga sér engar undantekning- ar og því síður undantekningar á undantekningum, er aftur séu undantekningar á öðrum undan- tekningum. Öll orð eru rituð eins og þau eru borin fram. Sami staf- ur hefir alt af sama hljóð, hvar sem hann stendur í orði. Esperan- itó hljómar fagurlega og ber með sér fínan siðmenningarblæ. En það, sem einkum gefur þó esperantó margfalda yfirburði yfir öll mælt mál, eru hin 7 forskeyti og 25 afleiðsiuendingar, er málinu tilheyra. Þessi fyrirbrigði gera es- perantó það geysigagn, að það kemst af með margfalt færri orð- stofna en mælt mál. En með þvf að setja forskeytin og afleiðslu- endingar á ýmsa vegu við orð- in eða orðstofnana, má við hafa miklu fjölbreyttari tilbrigði og beita miklu meiri nákvæmni í ræðu og riti en auðið er í mæltúm málum. Af stofninum san- einum sam- an, er táknar heilbrigði, hefi ég t. d. myndað 1000 orð, einungis með því að setja 10 beygingar- endingar og nokkrar af hinum 7 'forskeytum og 25 afleiðsluending- um á ýmsa vegu við stofninn. Þessar samsetningar eru þó svo> einfaldar og skýrar, að hver es- peran'isii skilur þær á augabragði, getur ekki misskilið þær. Á móti

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.