Alþýðublaðið - 15.12.1926, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 15.12.1926, Blaðsíða 3
ALPÝÐUBLAÐIÐ 3 Mikið ilrval af aUs konar Jólaglðfnm úr gleri, postulíni og krystal. Svo sem: Kaffistell — Matarstell — Þwotta* stell — Postulínsbollapör frá 35 aura parið. Blómsturskrautpottar, Blómsturvasar m. teg. ¥ínglös og Vínkaröflur. H. P. Duus, glervörudeild. þessum 1000 orðum esperantös ðefir íslenzk tunga í mesta lagi 60 orð, flest sitt af hverjum stofni og sitt með hverri beygingu. Hin 940 orðin verður hún að segja með mörgum orðum. Mörg af þeim verður hún að þynna út í ianga setningu. Og sumum getur hún alis ekki komið orðum að án j^ess að verða að athlægi. Með öðrum orðum: Til pess að geta orðað þessar 1000 hugmyndir á esperantó þarf ég að eins áð læra einn einasta orðstofn, 10 beyg- ingarendingar, 5 forskeyti og um 20 afleiðsluendingar. En til þess að reyna að koma orðum að þess- um sömu 1000 hugmyndum á ís- lenzku, þá þarf ég fyrst að læra mörg hurtdruð orðstofna, nokkur forskeyti, margar afleiðsluending- ar og aragrúa af beygingarend- ingum. Og i þokkabót fyrir það, sem á vantar, gerir stirfni máls- ins mig að athlægi. Slíkir eru yfirburðir esperantós yfir hin mæltu mál. Esperantó lætur margfalt betur að hugsuninni en talaðar tungur. Það er miklu meðfæálegra til samsetninga og orðmyndana, miklu ti brigðaauðugra, hefir ótal sinnum meíri sköpunarmöguleika. Esperantó geiur auðveídlega end- lurspeglað smæstu blæbrigði mannlegra hugsana og tilfinninga. Og með því má beita, ef vill, næstum takmarkalausri nákvæmni í hugsun. Margir vi.rir menn telja esper- antó flestum öð:um námsgreinum hæfara til að skapa rökrétta hugs- un, frjótt og auðugt ímyndunarafl og víðan sjóndeildarhring. Max Muller kvaðst til dæmis ekki þekkja neina námsgrein, sem væri be ur faEin til að þroska hugsun unglinga. Esperantó stæði þar framar latínunni. Hin nafnfræga ftppeldisstofnun Rousseau’s í Sviss, er heíir fengist við að rann- saka uppeldisáhrif esperantós, heíir komist að sömu niðurstöðu, Nám mæltra mála er að mestu leyti skipulagssnautt minnisverk og bíndur oft hugsun nemandans við þann blett, sem málið er talað á. Þýzkufræðingur verður Þjóð- verjadýrkandi. Frönskufræðingur trúir á Frakka. Og sérfræðingur í klassisku málunum svo nefndu trúir því í hjartans einfeldni, að Grikkir og Rómverjar hafi verið upphaf og endir mannlegrar tign- ar. Svona þrengja hin lifandi mál oft sjóndeildarhring nemendá sinna og gera þá að flónum. Esperantónám auðgar aftur á mó'i ímyndunaraílið, þroskar vits- munina, skapar rökrétta hugsun og þenur vitundina út yíir gervall- an heiminn. Það kennir oss, að allir menn séu í raun og veru bræður. Það er reist á þeirri ei- lífu undirstcðu, að bak við öll hin sýnilegu blæbrigði standi guð- dómleg dning. í e-perantó felast nálega tak- markalausir í köp n nnöguleikar. Mælt máí eru ná’ega takmarka- laust minnisverk. Hugurinn má sjaldan hætta sér út yfir þau varnarvirki, sem venjur og blind- ar hendingar kynslóðanna hafa gert að ófrávíkjanlegum lífsregl- úm. „Það er ekki venja, og þess vegna er það ekki leyfilegt!“ I esperantó er alt leyfilegt, nema það, sem brýtur í bág við skynsamlega hugsun. (Framh.) Hljómsveit Reyhjavibur. Hún hélt þriðju hljómleika sína í Nýja Bió á sunnudaginn undir stjórn Sigfúsar Einarssonar. Efn- isskráin var einhver hin veiga- mesta, sem sveitin hefir boðið á- heyrendum sínum til þessa, og eftir atvik'um tókust þessir hljóm- leikar ágætlega. Hófust þeir með einu af stór- verkum Beethovens, fyrstu sým- fóníu hans (í C-dúr), sem að vísu varð til, áður en Beethoven var búinn að ná fullum þroska, en er þó glæsilegt meisfaraverk. Var það í mikið ráðist af sveitinni og ber vott um talsverðan kjark stjórnandans að leggja slíkt við- fangsefni fyrir hana, jafnfámenna og svo skipaða, sem hún er, — því að tvísýnt hlýtur að hafa ver- ið um það, hvort það gæti tekist svo, að nokkur mynd yrði á. En það má fullyrða, að sveitin hefir aldrei reynst betur en í þetta sinn, því að þótt tónsmíðin birtist ekki þarna í fullkominni mynd, þá notaðist þó geta og kraftar sveit- arinnar til hins ítrasta. Byrjunin var hálfhikandi og óákveðln og fyrsti kaflinn (Allegro con brio) ekki nógu létt leikinn, en að öðru leyti var leikurinn hiklaus og meðferðin svo góð, sem með nokkru móti má búast við af ekki stærri sveit. Bagaleast er sveft- inni, hve fáar eru fiðlurnar; — þær kafna undir blásturshljóðfær- Unum oft og tíðum, og það þá einmitt, þegar mest á ríður, að til þeirra heyrist. En úr þeim skorti fer nú að rætast hvað af hverju. Margir ungir menn eru nú að læra á fiðlu, sumir sérlega efnilegir, og bætast í hópfnn smám saman. Frú Guðrún Ágústsdóttir söng Largo Handels með undjrleik sveitarinnar. Naut hfn fagra og tilkomumikla rödd frúarinnar sín einstaklega vel. Munu margir mér sammála um, að þetta muni ver- ið hafa einhver tilkomumesti ein- söngur, sem hér hefir heyrst, — enda ætlaði fagnaðarlátum áheyr- enda aldrei að linna, og söng frúin lagið aftur. Það eitt mætti að finna, að sveitin hóf lagið á of hröðu „tempo“, og dró það úr hinu hátíðlega yfirbragðl lagsins. Fiðluleikararnir Þórarinn Guð- mundsson og Georg Takács léku fiðlu-tvíleik mjög skem'.ílegan eft- ir Bériot, og einn kafla úr öðrum eftir Bach með píanóleiðsögu. Tókst hvort tveggja ágætlega. Þö H hefði Ungverjinn vel mátt hafa sig meira frammi. Loks lék sveitin krýnlngar- marsch úr „Spámanninum" eftir Meyerbeer. En á því lagi varð sá höfuðgalli, að það var alt of hratt leikið. Þó var því vel fagnað af áheyrendum, og lék sveitin það aftur. Aðsóknin að þessum hljómleik- um var betri en oft endranær, og yfirleitt tókust þeir svo vel, að hér eftir mun varla þurfa að hvetja fólk til þess að sækja hljómleika sveitarinnar; — svo á- nægðir voru þeir, sem á hann hlýddu í þetta sinn. Næstu hljómleikar verða 6. febrúar. 13. dez. 1926. T. Á. Um daginn og veginn. Næturlæknir er í nótt Maggi Magnús, Hvg. 30, sími 410. Starfsmenn rikisins halda fund í kvölcl til þess að ráða ráðum sínum um, hvað til bragðs skuli taka, sökum hinnar afarmiklu lækkunar á dýrtíðar- uppbótinni. ípökufundur verður í kvöld. Þenna dag árið 1263 andaðist Hákon hinn gamli Hákonarson Noregskóngur. Hefði hann lifað nokkrum árum skemur, er óvíst, að íslendingar hefðu þá fyrst um sinn gengið Noregskóngi á hönd, því að Há- kon var manna lægnastur á að etja þeim saman og auka veldi sitt á sundrungu þeirra, og ekki ter því að neita, að duglegur var Hákon. Njáluerindi flytur Sigurður Skúlason stú- dent um sannsögulegt gildi „Njálu“ annað kvöld kl. 6 í heim- spekideildarsal háskólans. Skipstapinn. Telja rná vist, að fisktökuskip- ið „Balholm“, sem sagt var frá hér í blaðinu í gær, hafi farist nálægt Mýrunum. Enn meira af brotum úr því kvað hafa rekið, Frá 1. janúar 1927 verður skip- aður byggingarfulltrúi fyrir Reykja- vík. Árslaun 5000 krónur auk dýr- tíðaruppbótar eftir þeim reglum, sem gilda fyrir starfsmenn bæjar- ins, enda hafi byggingarfulltrúinn ekki önnur störf með höndum. Umsóknarfrestur til 29. dez. , Borgarstjórinn í Reykjavík, 14. dez. 1926. K. Zimsen. síðan áður var frétt. — Póstur frá' Akureyri var með skipinu. Verð- pósturinn var vátryggður. Togararnir. „Surprise“ úr Hafnarfirði kom snöggvast hingað í gær og fór síðan áleiðis til Englands. Skipafréttir, „Lyra“ kom hingað í nótt frá Noregi. Söngkonan franska, Germaine Le Senne, fer utan á morgun með „Lyru“. Hljóm- leikar hennar í kvöld eru þvi þeir síðustu, sem hún heldur hér. ísfisksala „Júpíter" seldi afla sinn í Eng- landi fyrir 1314 sterlingspund og „Belgaum" fyrir 1083 stpd. Jólabók Æskunnar 1926, er Sigurjón Jónsson bóksali gef- ur út, er nýkomin út með mörg- um myndum, sögum, þýddum og frumsömdum, kvæðum o. fl. og smekklega frá gengið. Þriðja hefti hinna frægu Grimms-æfintýra í þýðingu Theódórs Árnasonar er og nýkomið út á kostnað sama og enn fremur III. bindi Sögu- safns Æskunnar: „Egill á Bakka“ eftir John Lie. Veðrið. Frost um alt land, 1—10 stig. Átt víðast austlæg, sums staðar allhvöss og dálítið snjófjúk á nokkrum stöðum. Loftvægislægð fyrir suðvestan land. Otlit: Víðast hvöss eða allhvöss austlæg átt. Snjókoma hér um slóðir í dag, en í hinum landsfjórðungunum í nótt. Úrkoma á Suðurláglendinu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.