Alþýðublaðið - 16.12.1926, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 16.12.1926, Blaðsíða 2
2 ALfctÐUBLAÐIÐ |ali>ýðublaðið[ i'kemur út á hverjum virkum degi. t 3 Afgreiðsla i Alpýðuhúsinu við \ < Hverfisgötu 8 opin frá kl. 9 árd. > | til kl. 7 síðd. t J Skrifstofa á sama stað opin kl. ► 3 9Va—10Va árd. og kl. 8-9 siðd. ; < Simar: 988 (afgreiðslan) og 1294 ► 3 (skrifstofan). > < Verðlag: Áskriftarverð kr. 1,50 á ► 3 mánuði. Auglýsingaverð kr. 0,15 > < hver mm. eindálka. f 3 Prentsmiðja: Alpýðuprentsmiðjan í } (í sama húsi, sömu símar). I Nýtt skilningarvit. Eftir Þórberg Þórðarson. IV. Esperantó hafði náð allmikilli útbreiðslu víða um löncl fyrir heimsstyrjöldina. En á styrjald- arárunum dró mjög mátt úr hreyf- ingunni eins og öllum öðrum al- pjóðlegum dygðum. Alpjóðaþing- in, er haldin höfðu verið á hverju ári síðan 1905, köfnuðu í púður- svælu og eiturgasi hinna brjáluðu blóðhunda auðvaldsins. En undir eins og hernaðaræðinu létti af löndununr, færðist nýtt iíf í es- perantó. Alþjóðapingin hófust á nýjan leik, og síðan hafa pau ver- ið haldin á hverju sumri. Sum þeirra hafa verið geysifjölmenn, 4 til 5 þúsundir manna frá flest- um löndum heims. Esperantóhreyfingin á marga á- hugasama merkismenn, er vinna af kappi að útbreiðslu málsins. Og esperantó breiðist óðum út. Peim fjölgar unnvörpum með degi hverjunr, sem lesa og tala esperantó. Ég hefi ekki kynst nein- um félagsskap, sem vinnur með jafneldlegunr áhuga, jafnmikilli samúð og sigurvissu að stefnu- máli sínu sem esperantistum. Sig- urinn er peinr líka eins vís og morgundagurinn. Það skiftir að eins nokkrum árum eða áratug- unr, hve nær esperantó verður skyldunámsgrein í öllum skólunr hnöttinn í kring. Hér skal getið nokkurra dæma af handahófi um vöxt pann og viðgang, sem es- perantó hefir nú náð í heiminum. En ég tek það fram, að petta yfir- lit er mjög sundurlaust og ófull- komið. Þá er fyrst að nefna alþjóða- félag esperantista (universala es- peranto asocio). Það á íélagsmenn í flestum eða öllum löndunr heims. f þennan félagsskap ganga einkum þeir, er vilja styðja es- perantóhreyfinguna. Takmark fé- lagsins er að útbreiða esperantó. Félagið gefur út blöð og tímarit. Miðstjórn þess er í Sviss. f flestum löndum starfa esper- antista-félög og esperantista- klúbbar, er vinna að útbreiðslu málsins og temja sér að beita því í ræðu og riti. Sú menningar- borg er næsta vandfundin nú á tímum, þar sem ekki er esperant- ista-félag, eitt eða fleiri. Víða gefa pessi félög út blöð. Þessi félög greiða af fremsta megríi götu útlendra esperantista, er til þeirra leita. Þú getur ferðast bæ úr bæ og borg úr borg hnöttinn í kring þér að sæmilegu gagni, þótt þú kunnir ekkert erlent tungu- mál, ef þú hefir að eins lært es- perantó og kemur þér í sambönd við klúbba og félög esperantista. Esperantistar iíta á alla útlenda esperantista sem frændur og vini og greiöa fúslega götu þeirra. Alþjóðafélag póst- og síma- rnanna hefir mælt opinberlega með esperantó sem alþjóðamáli. Innan þessa félagsskapar er al- þjóðlegt esperantistafélag, er gef- ur út blað. Til er félagsskapur, er heitir alþjóðafélag víðvarpsnema. Full- trúar þessa félagsskapar héldu í fyrra fund í París. Þar voru sam- an komnir fulltrúar frá 19 lönd- um. Á fundi þessum var sam- þykt að vinna að því, að es- perantó yrði notað sem alheims- mál viðvarpsins. Innan alþjóðafé- lags víðvarpsnema er voldugt es- perantista víðvarpsfélag, er hefir • deildir í 27 löndum. I flestum löndum, þar sem víðvarp er, er varpað út ræðum og söng á es- perantó og höfð viðvarps-esper- antónámskeið. Rauði krossinn hefir hvatt ung- mennadeildir sínar til að læra es- perantó, og á ýmsum stöðum hef- ir hann gengist fyrir esperantó- námskeiðum. Alþjóðafélag flutningsverka- manna hefir samþykt, að esper- antó skuli framvegis vera fúli- gilt mál milli stjórnar félagsins og deilda þess úti um heim. Alheimsfélag járnbrautarmanna hefir alþjóðlegt esperantistafélag innan síns félagsskapar. Skátar hafa með sér alþjóðlegt esperantófélag, er á hlutdeild í útgáfu blaðs. Þá er til alþjóðlegt esperantó- félag lögreglumanna. Félagsmenn voru í sumar 2800, starfa í 46 löndum og gefa út blað. Katólska kirkjan hefir auðvitað haft vit á að taka esperantó í þjónustu sína. Innan hennar eru tvö alþjóðleg esperantófélög fyr- ir fullorðið fólk. Þar að auki er til alþjóðlegt esperantistafélag ka- tólskra unglinga. Þessi félög gefa út blöð á esperantó. Þá er til kirkjpbandalag esper- antista. Það gefur út blað. Alþjóða atvinnumáladeild Þjóðabandalagsins gefur út bækl- ing á esperantó annanhvorn mán- uð um atvinnumál. Alþjóðabandalag friðarvina hef- ir samþykt, að allar ræður, er fluttar vtrði á alþjóðaþingi bandalagsíns efliir 1931' (eða 1932?) skuli þýddar á esperantó. Vegna gamalmenna, sem þingið sitja, fanst bandalaginu ekki við- eigandi að taka upp þessa ný- breytni fyr. — Einnig hefir Þjóða- bandalagið lagt það til við þjóðir þær, sem í bandalaginu eru, að þær noti esperantó sem póst- og sfma-mál. Rússland og Tékkóslóvakía hafa samþykt að nota esperantó sem símamál. Þá er enn fremur þjóðlausa al- heimsfélagið (sennacieca asocio tutmonda). Það er pólitískur al- þjóðafélagsskapur. Það vinnur að því, að koma esperantó í þjónustu öreiga í öllum löndum og skapa þjóðernislausan hugsunarhátt. Þetta félag hélt fjölment alþjóða- þing í Leningrad í feumar. Félagið gefur út blað, tímarit og bækur með samvinnusniði. Prentarafundur i Eistlandi sam- þykti í fyrra, að ríkið kendi es- perantó í stað trúarbragða. En þessi samþykt var vitanlega ekki þökkum þegin af þeim, sem græða fé á trúarbragðafræðslu. Allar meiri háttar vörusýningar nota esperantó. Og mörg hin stærri vöruhús auglýsa og rita viðskiftabréf á esperantó. Esperantó er mjög víða kent í skólum. 1 Rússlandi er það lög- boðin námsgrein í sumum skól- um. 1 Stokkhólmi er það lög- boðin námsgrein við besowska skólann, sem er mentaskóli. I Austurríld veit ég til, að stjórnin hefir skipað menn til þess að annast próf í esperantó. f Vín- arborg er sumum lögregluþjónum gert að skyldu að kunna esper- antó. f Þýzkalandi er esperantó kent í mörgum skólum. í fyrra var það til dæmis kent 1400 börnum í Magdeburg. Einnig er mér sagt, að það sé kent við almenna mentaskólann i Núrnberg. Gríska mentamálaráðaneytið hefir nýlega látið boðsbréf ganga um landið, þar sem það ræður öllum kennaraskólum og miðskól- um til að kenna esperantó, sök- um hinnar miklu útbreiðslu, er . málið hafi náð. í Brazilíu hefir esperantó náð mikilli útbreiðslu á síðustu tím- um, og ríkisstjórnin styður hreyf- inguna með ráði og dáð. í Japan á esperantó miklu fylgi að fagna. Og Japanar hafa gefið út fjölda vísindarita á esperantó, einkum læknisfræðilegs efnis. I Englandi er esperantó kent í mörgurn skólum. f sumum skól- unum mega nemendur velja um esperantó og eitthvert erlent tungumál, en í öðrum er það I skyldunámsgrein. Ég hefi undir höndurn skýrslu, sem nokkrir enskir barnaskólar sendu Þjóða- bandalaginu um árangurinn af es- perantókenslu þeirra. Árangurinn er í fetuttu máli þessi: Börnin hafa mikinn áhuga á að Iæra málið - og tileinka sér það fljótt. Þegar þau eru orðin sendibréfsfær i þVí, eignast þau bréfavini víðs veg- ar útí urn heim. Þetta-vekur hjá þeim þekking og samúð með öðr- um þjóðum, skapar alþjóðlegan anda og’eykur kunnáttu þeirra í landafræði. Sumir skólarnir taka það sérstaklega fram, að es- perantónámið þroski vitsmuna* gáfu barnanna. Allir þeir skólarn- ir, sem næga reynslu hafa fengið af kenslunni, telja esperantó á- gætt uppeldismeðal. Börn, sem lært hafa esperantó, taka öðrum börnurn fram í móðurmálskunn- áttu. Reynandi væri kann ske að' skjóta því hér inn, íslenzkum stú- dentum og prófessorum til upp- örvunar, að Collinson, rnerkur málfræðingur í þýzku við háskól- ann í Liverpool, hefir nýlega stofnað þar esperantófélag með stúdentum. Verkamannafélög víða um heim gangast fyrir kenslu í esperan- tó innan sinna vébanda og hafa esperantófélög og klúbba. Sum ríki styðja esperantóhreyfinguna með árlegu fjárframlagi. Fjöldi blaða, sem rituð eru á þjóðatungunum , flytja einnig greinar á esperantó. Meðal slíkra blaða má nefna Daily Herald, Ber- liner Tageblatt, Wireless World og japanska blaðið Sin-aishi. Á esperantó eru samtals gefin út um 130 blöð og tímarit. í sum- ar höfðu alls verið prentaðar á þessu máli á sjötta þúsund bæk- ur. Þær fjalla um hvers konar efni, sem nafni tjáir að nefna. Þar eru ljóð, leikrit, sögur og æfintýri. Önnur fjalla um fræðileg efni, svo sem heimspeki, sögu, háspeki, yoga, málfræði, læknisfræði, lyfja- fræði, vélfræði, stjórnmál o. fh 0. fl. Bækur koma út á esperantó nálega daglega. Sum þessara rita eru þýðingar úr þjóðamálunum, og þá einkum úrval úr svo nefnd- um heimsbókmentum. önnur eru skráð á esperantó. Til eru skáld og rithöfundar, meira að segja. reglulegir ritsnillingar, er skrifa bækur sínar á esperantó. Og þeim fjölgar eftir því, sem málið breiðist út. Ég veit af tilviljun um þrjár bækur, sem þýddar voru úr esperantó á þjóðatungurnar síðast liðið ár. Þess má geta hér, að dr. Zamenhof var ekki að eins málaséní. Hann var einnig Ijóð- skáld og einn af beztu ritsnill- ingum, sem sögur fara af. Hann hefir gefið heiminum hina full- komnu fyrirmynd í að rita espe- antó. Hvað eru þá rnargir esperant- istar í heiminum? Það veit enginn. En nú stendur til, að manntal verði tekið meþal esperantista fyrir næsta alþjóða- þing. Þær þjóðir, er frernst standa í esperantóhreyfingunní, eru Þjóð- verjar, Englendingar, Frakkar og Japanar. Á Norðurlöndum eru Svíar í fararbroddi. fslendingum er þess vegna alveg óhætt að fara að hnýsast ofurlítið í esperantó. Þeir verða ekki að endemum fyrir pdð. (Frh.) Kveikja ber á bifreiðum og reiðhjölum kí. 3 e. m.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.