Alþýðublaðið - 10.03.1920, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 10.03.1920, Blaðsíða 2
I 2 Réttarpróf. Grnnurinn um að »K«fla> vílíina Imíl flutt inflú- enznna hrakinn. í gær var haldið réttarpróf yfir abipshöfninni á „Keílavíkinoi", vegna þess að grunur lék á, að hún hefði haft mök við Vestm.- «yjar eftir að inflúenzan kom fcangað. Við prófið kom það í Ijós, að „Keflavíkin" hafði farið héðan lir Reykjavík um 12. febrúar s.l., og vissu skipsmenn ekki um ín- ílúenzuna í Vestm.eyjum. Lenti Jhún í hrakningum nokkrum, en komst loks þann 21. s. m. til Vestmannaeyja. Lagðist skipið úti á höfn, en báti var skotið út, og fóru 8 eða 10 menn í hann og xéru upp að bátabryggju. Ætluðu l»eir að ná í símasamband við Reykjavík, til þess að láta vita um líðan sína. Nokkrir úr bátn- um voru komnir upp á bryggjuna, hegar menn úr landi kölluðu til þeirra og sögðu þeim, að Eyjarnar væru í banni vegna inflúenzunnar. Skunduðu mennirnir þá jafnskjótt niður í bátinn aftur, en skipsljór- Inn reif blað úr vasabók sinni og reit á það símskeyti, sem hann nvo rétti upp á bryggjuna. Hann horgaði ekki undir skeytið, til þess að hafa ekki mök við þá, sem á landi stóðu. Ýttu skipverjar nú Dátnum frá landi, drógu hann á skipsfjöl, er þeir komu fram 1 akipið aftur, og töluðu ekki við nokkurn mann úr Eyjunum eftir þetta. Vatn tóku þeir ekkert þarna, eins og flogið hafði fyrir. Enginn af skipshöfninni hefir kent sér meins frá þessum degi, svo varla <ar hugsanlegt að veikin hafl bor- ist með þeim. Þess skal getið, að vindurinn stóð af skipsmönnum á já, sem á landi voru. : Bátnr ferst. Mótorbáturinn wCeres“ úr Vestmannaeyjum fórst 2. þ. m. með 4 mönnum. Eins og menn muna, var þá hið mesta afspyrnuveöur. Hafði bátnum hvolft alt í einu og þegar nær- ataddur vélbátur kom á vettvang, var báturinn með áhöfn sokkinn. ALÞÝÐUBLAÐIÐ „Visis“-axarsköjf. (Niðurl.) 5. Jakob hefir nú skilyrðislaust meðgengið að hveitiinnflutningur hafi verið frjáls frá 1. október s.l. En nú reynir hann að smokra sér úr gapastokknum með því að halda því fram, að landsstjórnin hafi viljað halda áfram hveitisöl- unni og heildsalar hafi því ekki fengið útflutningsleyfi í Banda- ríkjunum. Hefir Jakob virkilega svo mikið álit á landsstjórninni, að halda að hún geti leyft og bannað hveitiútflutning frá Banda- ríkjunum eftir eigin geðþótta? Öllum ætti að vera það kunnugt, að málinu er þannig varið, að heildsölunum tókst ekki að útvega útflutningsleyfi, þegar á átti að herða, þó að þeir hafi sjálfsagt gert sitt ítrasta í því efni; en það tókst landsverzluninni, þegar til hennar kasta kom eftirá. Því að Jakob fer þó varla að halda því fram, að Landsverzlunin hefði átt að gera heildsalana að milliliðum milli sin og kaupmanna. 6. Loks hefir Jakob algerlega játað, að Landsverzlunin hafi ekki lagt undir sig „alt‘: rúm í Eim- skipafélagsskipunum s.l. haust, en nú verður það „alt það rúm í skipunum, sem nokkurt „vit“ var í að nota til hveitiflutninga". Heildsöluvinir Jakobs hefðu getað frætt hann um, að kaupmenn fá ákveðið skiprúm án skuldbinding- ar um að kaupa og flytja ákveðn- ar vörur. Það er einmitt einn af hinum stóru ókostum „frjálsrar samkepni", að þá er ekkert skipu- lag á verzluninni, og því ekki á l innflutningnum frekar heldur en á útflutningnum. Kaupmenn kaupa og flytja inn þær vörur, sem þeir álíta að gefi sér mestan arð i aðra hönd, en ekki þær vörur, sem mest er þörf fyrir í landinu. Það sýnir einmitt greinilega hve lítinn arð kaupmenn hafa álitið að þeir hefðu af hveiti-innflutn- ingi samhliða Landsverzlunar- hveitinu, að þeir hafa ekki ílutt inn neitt hveiti enn þá. En þá er gaman að athuga hvar lendir með Jakobs „skoðun". Hann heldur að Landsverzlunin græði 20—23 kr., eða um 35°/® ofanálag á hvern hveitisekk. Hann verður þá að halda því fram, að þar sem kaupmenn hafi ekki flutt inn bveiti, hafi þeir grætt meira á að flytja inn aðrar vörur, með öðrum orðum, að heildsalagróðinn af kaupmannavörum, sem koma með Lagarfossi í febrúar og Gull- fossi í marz, nemi meira en 35*/o af verdinn. Og þó að hann hyggi þetta, þá lætur hann slíkt gífur- legt okur óátalið! Svo mörg eru Jakobs orð um hveitið. Uppliaf hveitideilu Jakobs vií mig var, eins og menn muna, grein mín í Alþbl. 20. f. m.: „Það kemur engum við“. „Ritstjórinn“ gat þá ekki skilið eitt orð í henní og svaraði þess vegna út í hött, um hveitiverðið I Eg færði þá á- ástæður fyrir því, að þetta „axar- skaft" Jakobs væri ekki að kenna ódrengilegri bardagaaðferð, heldur gáfnaskorti ritstjórans, og tók því til sönnunar meðal annars jafnvel efni hveitiskrifanna. Jakob hefir siðan haldið áfram með hveitivef sinn. En þrátt fyrir ítrekaðar á- skoranir um að svara efni fyrstu greinar minnar, hefir Yísir enn þá ekki lagt út í það. Eg hefi það fyrir [satt, að troðið hafi verið inn í höíuð Vísis-ritstjórans, að það sé ekkert svar gegn aðalmáli mínu, þó að hann komi með ein- hverjar vitlausar mótbárur gegn aukaatriðum. Það má því búast við að meðgöngutími svarsins gegn fyrstu grein minni, „Það | kemur engum við“, sé orðinn nægilega langur. Það hefir verið sýnt fram á, að þó að Jakob geti af eðlilegum ástæðum ekki tekist á hendur að svara slíku máli, þá geti hann haít nægilega atvinnu við að bjarga þingmanns- virðingu sinni á meðan. Eg vil því hér með skora á Vísi' að svara þessum spurningum: 1. Er Vísir þeirrar skoðunar, að almenningi komi ekki við stór- atvinnurekstur einstaklinga og þvt frábitinn eftirliti almennings með' : stjórn atvinnuveganna? 2. Hverjar ástæður færir Þá Vísir gegn því, að lýðstjórn eigi' ekki að ríkja jafnt á sviði at- vinnúveganna, sem á hinu póli- tiska sviði? 3. Er Vísir andstæður þeirri skoðun, að allir atvinnuvegir lands- ins séu samfeld heild, sem við verðum að sjá um að sé í sem> beztu lagi? í

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.