Alþýðublaðið - 10.03.1920, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 10.03.1920, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Xoli konnngnr. Bítir Upton Sinclair. SummíRápur í stóru úrvali fyrir konur, karla og drengi í verzlun cfflarteins Cinarssonar & @o.9 JBvg. 29. Önnur bók: Þrœlar Kola konungs. (Frh.). „Já, það verður að vera Ame- ríkumaður", sagði Mike. En Hallur hélt við sinn keip. Það myndi líta svo út sem vogar- eftirlitsmaðurinn hefði komið þessu af stað, einungis til þess að græða á því. Þau tö'uðu um þetta fram og aftur, þangað til John Edström sagði loksins: „Eg skal verða með í sendinefndinni". „Þú“, sagði Hallur vingjarnlega, „en konan þín —“ „Eg held að konan mín deyji í nótt“, sagði Edström rólega. Hann kreysti aftur munninn og djúpar hrukkur vóru um munnvikin. „Ef það verður ekki í nótt, verður það á morgun, segir læknirinn, þegar svo er komið, er sama á hverju veltist fyrir mér. Eg þarf niður til Fedro að jarða hana, og ef eg neyðist til þess, að vera hér kyr, þá er ekki skaði skeður. Þá get eg eins vel gert það, sem mér er unt fyrir málið. Eg hefi alla æfi verið námuverkamaður, það veit herra Cartwright, og ef til vill markar hann mig eitthvað vegna þess. Það er bezt að Joe Smith, Sikoria og eg sjálfur, för- um til hans; þið getið beðíð, og látið það ógert, að sleppa stöðum ykkar, fyr en nauðsyn krefur“. IX. Á fundi þessum sagði Hallur þeim frá því, þegar Alec Stone vildi fá hann til að vera njósnari fyrir sig. Honum fanst að þau ættu að vita það. Það gat þá skeð, að einhver héldi, að betra mundi að velja einhvern annan fyrir vogareftirlitsmann. Verkstjór- arnir myndu skoða Hall sem svik- ara, og verða honum hinir reið- ustu. En þau héldu að reiðin mundi verða söm, hver sem í hlut ætti. „Fáum aldrei vogareftirlitsmann", sagði Jerry, og Mike gamli skaut ákafur inn í: „Við verðum að berjast fyrir honum". „Já, já“, sagði Hallur, „eg vildi bara, að þið vissuð þetta. Og þið getið reitt ykkur á eitt — ef eg kemst inn f vogarskýlið, þá skul- uð þið fá fulla vigt', „Heyr, heyr!" hrópaði Stóri Jack, og hin muldruðu samhygð sína. Þau þorðu auðvitað ekki að hafa hátt. Hallur settist, og leysti utan af hendinni á sér. „Eg hefi víst ekki not af þessu lengur“, sagði hann og skýrði þeim frá hvernig á um- búðunum stæði. „Hvað er þettal" drundi í Mike gamla. „Eg hefi þá verið gabb- aður!" Hann tók um úlfiiðinn, og er hann hafði fullvissað sig um, að hann var óbólginn, hristi hann hendina, svo við lá að hún færi úr liði og svo hló hann, svo tárin komu fram í augu hans. „Ban- settur þrjóturinn!" hrópaði hann. Hallur hafði aldrei heyrt jafn hjartanlega hlegið, síðan hann kom í Norðurdal. Bifrðiðftsýning í Kaupm.höfn. Khöfn 23. febr. Stærsta bifreiðasýningin, sem haldin hefir verið á Norðurlöndum, var opnuð hér í dag. Hún er hald- in í Tivoli. Nansen. Khöfn 28. febr. Búist er við að pólfaranum Friðþjófi Nansen próíessor verði falin formannsstaðan í nefnd þeirri, sem á að rannsaka ástandið í Sovjet-Rússlandi. (Fréttin ógreini- leg í skeytinu). Bolsivíkastöð í Kaupm.höfn? Khöfn 29. febr. Frá Berlín er símað, að ótal af umboðsmönnum bolsivíka fari nú um alt Fýzkaland, og þeir sóu sendir út frá leynilegri bolsivíka- miðstöð í Khöfn. Frsður með Rúmenum og Rússlandi. Khöfn, 6. marz. Rúmenía hefir tekið á móti til- boði Sovjet-Rússlands (bolsivíka) um að hefja friðarsamninga. Sviss i þjóðabandalagið. Khöfn, 4. marz. Svissneska þjóðþingið hefir sam- þykt, með 115 atkv.4 gegn 55, að ganga í þjóðabandalagið. Sitt hvað úr sambandsríkinu. Kristoffer Nyrop, prófessor í rómanskri filologiu við Hafnarháskóla, átti 25 ára prófes- sorsafmæli 1. jan. síðastl. Hann hefir verið blindur í mörg ár, en hefir þó skrifað margar bækur síðan, þar á meðal bókina „Frakk- Iand“, sem Guðm. heit. Guðm- skáld þýddi. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Ólafur Friðriksson. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.