Alþýðublaðið - 10.03.1920, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 10.03.1920, Blaðsíða 1
Alþýðublaðið Grefið tit af A1 þýð uí 1 okknum. 1920 Miðvikudaginn 10. marz 55. tölubl. fri Ungverjum. Khöfn, 2. marz. Frá Búdapeat — höfuðborg Ung- verjalands — er símað, að Hoothy admíráll sé orðinn ríkisstjóii og að Huszar, sem var forsætisráðherra, hafi lagt niður völd. Khöfn, 4. marz. Frá London er símað, að rúm- enski forsætisráðherrann segi, að i>að, að Hoothy aðmíráll sé kom- inn til valda, sé tákn þess, að vegur Hobaborgarættarinnar (keis- araættarinnar austurriksku) sé að aukast. Karl, fyrverandi keisari, sem nú er í Sviss, sé í stöðugu sambandi við fylgismenn sína í Ungvérjalandi, og ef til vill verði sonur hans, barnungur, útnefndur konungur. Vér moriintfjar. Hið nýja leikrit Guðmundar Kamban, með þessu nafni, fær ágæta móttöku. Frá Khöfn er símað 3. þ. m. (skeytinu hefir seinkað sökum símabilana), að hið nýja leikrit Guðmundar Kamban, Vér morð- ingjar, hafi verið leikið í fyrsta skifti kvöldinu áður, á Dagmar- leikhúsinu, og að í því felist ágætis sálarfræðilegar athuganir um af- brýðisemi milli hjóna, sem þó nlskist. Leikendur léku hlutverk sín ágætlega, en aðal hlutverkin höfðu Johannes Meyer og frú Clara Wieth. Blöðin hæla öll leiknum, einkum Serlinske Tidende og Nationaltid- ende, sem hrósa leiknum sérlega ^hikið og segja að hvorttveggja ^áfi heiður af honum, hinn stór- oáfaði höfundur og leikhúsið. Lögskipaður kviðdómur um kaupgjald. Khöfn 4. marz. Frá París er símað, að stjórnin tilkynni að hún ætli að leggja fyrir þingið lög, sem fyrirskipi kviðdómsúrskurð um allar kaup- kröfur. 3njlúenzulán. Bærinn á að lána fátæku fólki nauðsynjavöru meðan Inflúenzan geisar. Eins og nærri má geta, eru margar fjölskyldur í bænum, sem ekki hafa meiri peningum á að skipa en það, að þær geta varla keypt meira af nauðsynjavörum en til daglegra þarfa; og sumar eru jafnvel ekki svo staddar, að þær geti ætið keypt á hverjum degi það, sem þær nauðsynlega þurfa á að halda, þegar allir eru frískir á heimilinu, hvað þá þegar veikindi eiu á ferðum. Eins og nú er kunnugt orðið, er inflúenzan farin að breiðast út um bæinn, og mönnum er ráðlagt að byrgja sig nú vel að kolum og olíu, ásamt öðrum nauðsynjum. En hvernig eiga þeir að byrgja sig, sem enga peninga hafa? Eiga þeir að deyja drottni sínum, vegna eldsneytisskorts og olíuleysis? Vissulega ekki. Bœrinn á þegar í stað að gera þær ráðstafanir, að allir geti fengið lánaðan hæfilegan skamt kola og olíu, ásamt helstu nauðsynjavörum, svo enginn þurfi að deyja úr inflúenzu vegna þess, að bæjarfélagið geri ekki skyldu sína. En í þessu falli er sjálfsagt að bærinn geri alt, sem unt er til þess, að ekki hljótist að óþörfu tjón af inflúenzunni. Skrifstofu, sem annaðist þetta, ætti sem allra fyrst að setja á stofn á hentugum stað. Þangað leita svo þeir, sem þarfnast bjálpar í þessum efnum. Og engin tregða ætti að vera á því, að mönnum sé trúað til þess, að segja rétt frá ástæðum sínum. Enda mundi enginn að ástæðulausu leyta á náðir skrifstofu þessarar. Lánið mætti á engan hátt telja til sveit~ arstyrks. Vonandi bregða þeir, sem hlut eiga að máli, fljótt við og koma þessu í kring. Kvásir. Síðasta tilraun F*jóðverja tit þess að halda Suður-Jótlandi. Khöfn 2. marz. Flensborg Avis segir, að 200 nafnkunnir menn, sem íulltrúar fyrir allar stéttir manna í Slésvík- Holstein, hafi í gær, á fundi, er þeir hafi haldið í Flensborg, heimtað sjálf- stjórn fyrir Slésvík Holstein. Vora þrír fulltrúar kosnir til þess að fara til Berlínar, til þess að til- kynna þýzku stjórninni þessa kröfu.. Danir í Flensborg álíta að þetta. sé kosningabrella frá Þjóðverja hálfu, sem eigi að hafa áhrif núna rétt áður en atkvæðagreiðslan fer fram í öðru kjörhéraði Suður- Jótlands. Frá Berlín er símað, að prúss- neski forsætisráðherrann hafi sagfc að Flensborgar-samþyktin sé einn þáttur í sjálfstjórnarviðleitni prúss- neskra landshluta, en hér sé alls ekki að ræða um skiinaðarhreyf- ingu, eða skilnaðarósk að hálfu Slésvík-Holstein. Sjálfstjórn irlands. Khöfn 2. marz. Ensku blöðin taka fálega frum- varpinu um sjálfstjórn íra.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.