Alþýðublaðið - 10.03.1920, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 10.03.1920, Blaðsíða 3
ALÞÝÐUBLAÐIÐ 8 4. Álítur Vísir stjórn Slátur- íélagsins á kjötverzluninni og stjórn útvegsmanna og kaup- manna á síldarverzlunininni ekki hafa haft í för með sér síðastliðið ár bölvun fyrir alla þjóðina? 5. Ef svo er, álítur Vísir af- skifti almennings af stjórn þessara atvinnuvega samt óréttmæt? 6. Hvaða ástæður getur Vísir fært gegn tillögum þeim, sem eg gerði um kjötverzlunina og síldar- verzlunina í Alþýðublaðinu 20. og 25. f. m.? Eg bíð svars á þessum spurn- ingum. Það verður gaman að sjá hvort Vísir hættir sér út í þessi aðal- atriði málsins. Skyldi blaðinu ekki finnast. hagkvæmast að berjast fyrir eiginhagsmunum auðvaldsins á þann hátt, að þeir komi ekki of opinberlega í ljós. Héðinn Valdimarsson. Uffi áaginn og veginn. Umdæmisstúkan nr. 1 hélt ársþing sitt síðastliðinn laug- ardag. Embættismenn fyrir næsta ár voru kosin þau: Pétur Zophon- íasson (Æ.T.), Þórður Bjarnason (Kanslari), Guðlaug Jónsdóttir (V.T.) J6n E. Jónsson (Gæzlum. ungt.), Guðm. Gamalíelsson (Gæzlumaður kosninga), H. Siemsen-Ottosson (Gæzlum. bannlanganna), Guðgeir Jónsson (Rit.), Aðalbjörn Stefáns- son (Gjaldkeri), ísleifur Jónsson (Kap.), Bjarni Pétursson (Organl.), Sigurbjörn Á. Gíslason (F.V.Æ.T.). Aug-lýsingar. Auglýsingum í blaðið er fyrst um sinn veitt móttaka hjá Quð- geir Jönssyni bókbindara, Lauga- vegi 17 (bakhús). Sími 286 og á afgreiðslunni á Laugavegi 18 b. Auglýsingaverð í blaðinu kr. 1,50 cm. dálksbr. um sinn. Hver veit nema hægt sé að taka fyrir útbreiðsluna alger- lega? Innilokun. f einstaka húsum hafa íbúarnir tekið sig saman um að verjast inflúenzunni og hætt öllum samgöngum við fólk sem ekki á heima í húsinu. Úr „Sóttv5m“ er verið að ðytja þá infiúenzusjúklinga, sem þangað voru komnir. Eru þeir fluttir í Barnaskólann. Teptir þingmenn. Þingmenn þeir er búeettir eru utun Reykja- víkur munu nú flestir komnir heim, aðrir en þeir Hákon Kristófersson, Ólafur Proppé, Halldór Steinsson læknir í Óiaisvik, Eiríkur Einars- son, Guðm. Guðfinnsson læknir og Þorleifur á Háeyri. Þorleifur, Ei- ríkur og Guðmundur lögðu á stað austur í gær, en snéru aftur og munu fara í sóttkvf. Skólamálanefnd hefir verið sett og á hún að athuga skólafyrir- komuíagið, sérstaklega fyrirkomu- lagið á hinum alm. mentáskóla. í henni eru m. a. Guðm. Finn- bogason próf. og Sigurður Sivert- sen rektor háskólans. Nefndin á að hafa lokið störfum sínum fyrir næsta þing. Bö-eysir“ kom i fyrradag frá útlöndum. Inflúenzan breiðist mjög Iítið út ennþá, þó mun hún hafa verið komin í 20 hús í gærkvöldi. Veik- ia er yfirleitt mjög væg, en þó fylgir henni allmikill hiti. Ein fjöiskylda, þriggja manna, var flutt í Barnaskólann f gærdag. Sóttkvínn. Meðan inflúenzan ^reiðist ekki meira út, en ennþá ^efir orðið, er sjálfsagt að halda s,5ttkvíun einstakra húsa áfram. Enda mun svo verða gert fyrst Veðrið í dag. Reykjavík, SV, hiti -~-l,8. ísafjöröur, Akureyri, Seyðisfjörður, Grímsstaðir, V, hiti -5-6,7. SSV, hiti -5—1,0. SV, hiti 1,2. SV, hiti -v-7,0. Vestmannaeyjar, vantar. Þórsh., Pæreyjar, SSV, hiti 6,7. Stóru staflrnir merkja áttina, -í- þýðir frost. Loftvog lægst norður af Húna- flóa og stígandi. Suðvestlæg og vestlæg átt. Talsvert frost á ísa- firði. Visir o| ðýriíðin. Enn er „Vísir“ samur viðjsig, Hann birtir langar greinar um gjaldeyrisdýrtíðina, en neitar jafn- framt að hún hafi áhrif á íands- verzlunarvörur, Vísir reynir að sýna að við ís- lendingar getum ekki haft nein áhrif á gengið vegna þess, að við- skiftamagn okkar við önnur lönd sé of lítið til þess, að hafa áhrif á verðlag dollarsins í danskri mynt, en gleymir að geta þess. að við getum haft íslenskt gengi, ekki aðeins á dollurum, heldur líka á danskri krónu. Hann heldur því fram, að fjármálanefndin danska hafi ekki náð takmarki sínu vegna þess, að hún hafi aðeins reynt að draga úr „óþörfum innflutningi®, en getur þoss ekki, að valdsvið hennar hafi einungis verið , of þröngt, og nú þegar það hefir verið aukið, Iækkar gengi idollara sífelt. Hvers vegna er Vísir svo ant um að prédika þetta? Svarið kemur frá blaðinu sjálfu: „Vi£ getum aðeins sparað með því, að neyta okkur um dýru vörurnar útlendu — e/ við viljum það þá /“ Einstaklingarnir eigi algerlega að vera sjálfráðir um það, auðvitað til þess að sparsemin verði ekks svo mikil, að vörukaup minki aS mun og kaupmenn græði, þvS minna. — Fyrir kaupmenn er dýrtíðin gróðatíðin. Áhrif hafnbannsins. Svo sem kunnugt er, hafa Bandamenn lagt hafnbann á Rúss- land síðasta ár; hefir það haft voðalegan matvælaskort í för með sér í norðvesturhluta Rússlands, svo sem sjá má af bví, sem hér fer á eftir og tekið er eftir Morgunblaðinu: „Finskt blað segir frá þvi, að & Petrograd kosti eitt pund af brauði 240 rúblur, pund af kjöti 800, smjörpund 2500, sykurpund 2200, fleskpund 1800, pund af rófum 75 rúblur. 10 egg kosta 1500 rúblur og ein flaska af mjólk 160 rúblur, — Fyrir stríðið jafngilti ein rúbla 2 krónum dönskum, eða þar um bil.° Ef þessi fregn Mgbl. er rétt, má, sjá hve ógurleg áhrif hafnbams Bandamanna hefir haít, og er ekki að furða þó Bandamenn sjái nii, sóma sinn í að hætta þessari sví- virðingu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.