Alþýðublaðið - 23.12.1926, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 23.12.1926, Blaðsíða 2
2 aLEÝÐUBLAÐIÐ Ég drakk. jALÞÝÐUBLAÐIÐ < kemur út 'á hverjum virkum degi. Afgreiðsla i Alpýðuhúsinu við ; Hverfisgötu 8 opin frá kl. 9 árd. ; : til kl. 7 síðd. | ; Skrifstofa á sama stað opin kl. ; 9V2—10 Va árd. og kl. 8—9 síðd. Simar: 988 (afgreiðslan) og 1294 (skrifstofan). ; Verðlag: Áskriftarverð kr. 1,50 á mánuði. Auglýsingaverð kr. 0,15 hver mm. eindálka. ; Prentsmiðja: Alpýðuprentsmiðjan | ; (í sama húsi, sömu símar). ; Frá bæjarstjórnarfundi í fyrra dag. (Nl.) Á fundi „atvinnuleysisnefndar- jnnar“ 4. þ. m. höfðu verið lagS- ar fram áskoranir á bæjarstjórn- ina frá fundum atvinnulausra manna 17. nóv. og verkamanna- félagsins „Dagsbrúnar“ 25. nóv. urn atvinnubætur. Einnig hafði nefndinni borist beiðni frá fjórum búendum í Þvottalaugamýri um vegabót að býium þeirra. Hafði nefndin falið borgarstjöranum að athuga, hvort ekki væri hægt að gera þar vegabót í sambandi við Múiaveginn. Haraldur Guðmundsson kvað atvinnuleysisástandið miklu alvar- legra en bæjarstjórnin myndi hafa gert sér grein fyrir. Vítti hann, hve lítið „atvinnuleysisnefndin" hefði gert og hve seinlát hún hefði verið. Beindi hann einkum orðum sínum til formanns hennar, K. Z. Óskaði Haraldur, að nánari skýrsla frá nefndinni lægi fyrir næsta bæjarstjórnarfundi. Jafn- framt flutti hann svofelda tillögu: „Bæjarstjórnin samþykkir að fela fjárhagsnefnd að sækja um %alt að 103 þúsund króna lán úr Ræktunarsjóði íslands og veðdeild Landsbankans til ræktunar á landi bæjarins." Benti Haraldur enn á ný á, hve vel ræktun bæjarlandsins og auknar atvinnubætur gætu farið saman. Borgarstjórinn varð upp- næmur við þessa tillögu, og leit svo út, sem honurn þætti það alt of mikil ræktun, sem kæmi fyrir 400 þúsund krónur. Tillagan var feld með 7 :5 atkv. Voru allir við- staddir íhaldsmenn á móti henni, en jafnaðarmennirnir með. ■ m S»ék. Freysteinn Gunnarsson: Dönsk orðabók með íslenzkum pýð- ingum. VlII-j—749 bls. í áttungs- broti.Útg.: ísafoldarprentsmiðja h.f. Rvík, 1926. Danska er skyldunámsgrein í flestum skólum landsins og höfð i meiri hávegum í skólum og utan skóla en nokkur önnur er- lend tunga. "Petta mun stafa af því, að íslendingar hafa alt til þessa haft meiri mök við Dani en nokkra aðra þjóð. Sumir menn neína að vísu tii þá ástæðu, að danska sé sú af erlendum tungum, sem okkur sé auðveldast að læra. En þetta er rangt. Sem mælt mál er danska flestum mentamálum erfiðari, og nauðafáir Islendingar ná því að verða sæmilega mæl- andi á danska tungu. Sem ritmál er danska að vísu auðlærð. En önnur tunga stendur okkur þó nær, alt eins auðlærð sem ritmál, stórum auðlærðari sem rnælt mál og rneiri mentakostum búin en danska. Það er sænskcm, sem (þótt skyldari sé íslenzku) hefir ætið verið og er enn einskis metin I hornreka meðal erlendra tungna hér á landi. En þótt ég og margir aðrir geti ekki viðurkent, að danska eigi með réttu þann öndvegissess, sem henni er skipaður í íslenzku mentalífi, þá verður að telja mik- ilsvarðandi, að dönskunám það, sem stundað er, komi að sem beztum notum. En það verður því að eins, að til séu góðar kenslu- bækur og orðabækur danskar. En svo ramt er sinnuleysi þeirra manna, sem stjóma íslenzkum fræðslumálum, að enda þótt danska sé skyldunámsgrein í ís- lenzkum skólum, hefir þó alls engin dönsk orðabók verið fá- anleg á íslenzkum bókamarkaði um meira en tug ára, og þarf ekki að lýsa því, hver bagi það hefir verið öllum þeim, sem dönsku- nám stunda. Nú er úr þessu bætt með orða- bók Freysteins. ÞaÖ er sagt á titilblaðinu, að þetta sé „orðabók Jónasar Jónassonar og Björns Jónssonar, aukin og breytt.“ En í rauninni er hér að ræða um al- veg sjálfstæða bók. Hún er alt að þriðjungi efnismeiri en orða- bók Jónasar og henni fremri og fullkomnari í öllum greinum. Meðal yfirburða þessarar bókár má einkum nefna tvo: I orðabók Freysteins er grúi danskra tökuorða, sem vantaði í orðabók Jónasar. Þetta er höf- uðkostur. Tíðasta erindi þeirra, sem fletta upp danskri orðabók, er einmitt það að fá þýðingu á dönskum tökuorðum. í þessu efni hætti orðabók Jónasar til að bregðast helzt, þegar mest lá við. En um orðabók Freysteins þori ég að fullyrða, að þau tökuorð eru afar-fágæt, sem ekki er þar að finna. Annar höfuðkostur á orðabók Freysteins eru þýðingarnar. Þær eru stórurn betri og fullkomnari heldur en í orðabók Jónasar. Freysteinn er óvenju-slyngur þýð- ari og stálminnugur á sammerk- ingarorð (synonyma) og merk- ingabrigði orða. Þá er honum ekki síður sýnt um talshætti, sem eru afar-merki'egt og mikilsvarðandi atriði í orðabók hverri. Talshátta- þýðingar í bókinni eru yfirleitt af- bragðsvel gerðar. Hann notar í þýðingum mikla mergð .alþýðlegra orða og orðatiltækja, sem fágæt eru cða vantar með öllu í aðr- ar orðabækur. Ég þykist geta full- Það sárt hef ég sjálfur fundið, hvað svikul er vínsins gleði, og séð út á dirnma sundið hve sál mín er í veði. — Ö, gef mér styrk að stríða, þú stjórnari heimsins góður, og lát mér ei lengur svíða, og leys mitt örlaga-tjóður! Ég glataði gæfu minni og girntist dýrar veigar, en oft kom sorg í sinni, þó sætir væru teygar. En yndi er við nrjöð að una á öllum vinafundum, og margt hið forna muna frá rnætum gleðistundum. yrt, að í þessari orðabók Frey- steins séu mörg hundruð stofn- orð íslenzk, sem ekki er að finna í neinni annari orðabók. Síðan orðabók Jónasar var sam- in, hafa bæði málin, danska og íslenzka, og þó einkum íslenzka, bætt við sig mikilli mergð nýyrða og nýmerkinga, sem myndast hafa fyrir auknar framfarir í verknaði og vísinduin. Munu flest þeirra, sem máli skifta, vera tekin upp í orðabók Freysteins. Þess mun margur sakna, að ekki er' sýndur framburður í bók- inni. En þess er að gæta, að fram- burðartáknanir hefðu lengt bók- ina að miklum mun og hún orðið að því skapi dýrari. En svona bók, sem ætluð er almenningi, má ekki vera dýr. Þess verður ekki krafist, að hóflega dýr bók sem þessi hafi að geyma alt, sem æskilegt væri. Þó virðist mér, sem vel heíði mátt prenta stuttan leið- arvísi um helztu framburðarregl- ur danskrar tungu og sýna fram- burð nokkurra tökuorða, sem mest víkja frá dönskum frarn- burðarreglum, án verulegrar verð- hækkunar. Það má telja með ágöllum, hve lítið er tekið í bókina af norskum orðum, sem algeng eru í norsku ríkismáli, en sjaldan koma fyrir í dönsku eða hafa mjög frá- brugðna stafsetningu. Letrið á bókinni er srnátt, en fremur skýrt og allur frágangur af hendi útgefenda sæmilegur. 'Hér á landi er mikil áherzla lögð á tungumálakenslu í skól- um og utan skóla. Þetta er að miklu leyti nauðsynlegt vegna bókmentaörbirgðar okkar sjálfra. En hjálpartæki við það mikla erf- iði eru fá og léleg. Kenslubækur eigum við viðunanlegar að eins Oft var ég víns í glaumi um vetrarkvöldin löngu, og stýrði í ölvar-straumi, j en stjórnin varð að öngu. Og þá var sungið saman, í svalli lífsins kafað. Að ;,þjóra“ þótti gaman og þá var margt Ijótt skrafað. En nú eru daufir dagar' og drykkjunum öllum lokið. Míg sökin sífelt nagar. og senn er í „öll skjól fokið". Ég illa hef æfi varið, — þess iðrast ég nú með trega —, og hálfgert í hunda farið, og hrakað svo margvíslega. í 2 málum, ensku og dönsku. Eb við höfum trassað herfilega að gefa út orðabækur í þeim málum sem verið er að kenna og læra. Lítum á, hvað til er af almennum- hand-orðabókum: Norsk-íslenzk engin. ísl.-norsk engin. Sænsk-ísl. engin. ísl.-sænsk engin. Þýzk-ísl. engin. Isl.-þýzk engin. Dönsk-ísl. 1. ísl.-dönsk engin. Ensk-ísl. 1. ísl.-ensk 1. Frönsk-ísl. 1. Isl.-frönsk engin. Ensku orðabækurnar eru mjög' ófullnægjandi (þyrftu að vera helmingi stærri) og franska orða- bókin lítið betri en engin. Höfundi og útgefanda bókarinn- ar, sem hér ræðir um, er það að þakka, að nú getum við stært okkur af því að eiga eina góða handorðabók (af 12, sem mætti minst vera). Þessi orðabók Freysteins er meira þrekvirki en margur hygg- ur, sem bókina lítur. Hann hefir sem sé samið hana af stofni og séð um prentun á hóilfu ödru ári og haft það sem hjáverk með vandasömu kennaraembætti, sem hann hefir jafnframt rækt með al- úð. Það er brýn skylda mentamála- stjórnar þjóðarinnar að sjá svo um, að slíkan hæfileika- og orku- mann bresti ekki verkefni, sem þjóðin þarfnast og óunnin eru. P9■ Málverkasýning Finns Jónssonar verður lokuð á morgun og jóladaginn, en opn- uð aftur á annan jóladag. Drekk þú ei dropa, rnaður! því dauðinn í skál þín bíður, en hertu upp hugann glaður, þótt hæði þig drykkjulýður! En trúðu’ ei á töfraveigar, því tælandi er vínsins gleði. Og ef þú áfengi teygar, er óðara sál þín í veði! Jens Sœmundsson.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.