Alþýðublaðið - 28.12.1926, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 28.12.1926, Blaðsíða 1
Gefið út af Alþýðuflokknum Þriðjudaginn 28. dezember, 304. tölublað, Vatnshlaup og skriða tekur af tvo bæi í Steinum uudir Eyjafjollum. Þar verður ekki byggð framar. Mannbjörg og skepnu. Steinar undir Eyjafjöllum hafa svo lengi, sem menn muna, verið nafntogaðir fyrir aur- og grjót- skriður þær, sem þar hafa fallið við og við. Segir umhverfið eftir um það, því kringum bæina er einlæg urð. Steinabæirnir voru til forna rnargir, en hafa smám sam- an lagst af nema þrír, en ekki sýnist skriðuhættan, stöðugt yf- irvofandi, hafa vakið þá Steina- bændur af tómlætinu um val á' nýjum bæjarstæðum, nema hvað Magnús bóndi Tómasson flutti bæ sinn austar fyrir nokkrum árum, þangað, sem hættulaust er. Að vísu hafa skriður þær, sem hing- að til hafa hlaupið, ekki verið ístórhættulegar, en nú er það kom- ið á daginn, að vart er því treyst- andi, að ekki komi einhvern tíma að stórtjóni, þött svo hafi aldrei verið fyrr. — Alþbl. hefir átt tal við Magnús bönda Tómasson í Steinum, þann, er bæ sinn flutti, og segist honum svo frá: Á aðfaranótt 2. dags jóla, með- an fólk var í fasta svefni, kom hlaup í bæjarlækinn, og flóði hann yfir. alla bakka, fram um túnin á efri og neðri Steinum og um húsin á þessum bæjum og fylgdi flóðinu aur og grjót. Urðu menn þess fyrst svo varir, að vatn fór að fossa inn um glugga á baðstofunum. Var þetta á þriðja tímanúm. Fólkið þaut nú skelft sent vonlegt var upp úr rúmúm sínum, og er það sá, hve komið var, flúði það hálf- nakið upp á þekjurnar, því svo fylti ört, að ekki vanst tími til að iatast. Kona bóndans á efri bænum var rúmfastur sjúklingur. Gefur að skilja, að það hefir ver- fð ill aðbúð fyrir hana á þekj- linni í því veðri, sem var. Svo um kl. 5 breyttist flóðið og kast- aði sér vestur fyrir bæina, svo að fólkið gat nú bjargað sér og sjúklingnum austur yfir lítinn ál, sem eftir varð, og komist í húsa- skjól. Var nú reynt að bjarga skepn- um. Var það erfitt verk, en tókst þó allliðlega með kýrnar. En hest- arnir voru á sundi í sínu húsi, og varð að rífa þekjuna og ná þeim á þann veg. En vanséð er, að bændur í nágrenninu geti tek- ið að sér skepnurnar, og þykir .líklegt, að einhverju af þéim \rerði að lóga, því heýforði Steinabænda sjálfra er gerskemdur. Tjónið er gífurlegt. Öll bæjar- hús og útihús, er heima við voru, eru komin undir urð og sér hvergi stað. Allir kálgarðar og 200 hesta slægja úr túni gerskemd, og er fullvíst,’ að efri og neðri Steinar eru nú að öllu úr sögunni. Reynt hefir verið að bjarga munum úr rústunum eftir föng- um. Voru þrjátíu manns við gröft jþar í gær og eru 50 i dag, en vonlítið er, að nokkuð náist ó- skemt. Viðar urðu flóð eystra. Er!@Md simskðytl* Khöfn, FB., 27. dez. Kaupmannahafnar - íslendingur látinn. Jakob Gunnlögsson, fyrr ver- andi stórkaupmaður, er dáinn. Bandarikjaf orseti vill takmarka herbúnað Norðurálfurikja til þess að pau geti greitt Banda- ríkjamönnum striðsskuldirnar. Frá Lundúnum er símað, að samkvæmt Washington-fregnum sé það áform Coolidges forseta að gangast fyrir því, að haldin verði ráðstefna til þess að ræða um frekari takmörkun flota og herbúnaðar. Álítur forsetinn lækk- un herkostnaðar nauðsynlegan til þess að reisa við fjárhag Norð- urálfuríkjanna, svo að þau geti greitt skuldir sínar frá ófriðar- árunum. Franska auðvaldíð vill stöðva hækkun frankans. Frá París er simað, að menn búist við þvi, að Frakklands- banki muni reyna að koma i veg fyrir, að frankinn hækki meir í bráðina. Krókur á móti bragði. Bæjarstjórn Siglufjarðar lætur ekki „Hinar sameinuðu islenzku verzlanir" traðka rétti bæjarfélagsins. Lesendurnir munu muna eftir Oddeyrarsölunni, þegar umboðs- maður „Hinna sameinuðu íslenzku verzlana“, er eigendurnir vilja láta nefna svo, gabbaði bæjarfélag Ak- ureyrar, hélt áfrarn samninga- makki í orði kveðnu um að selja bænum eignina, en seldi hana á meðan einum fulltrúa ihaldsins í bæjarstjórninni þar, Ragnari Ól- afssyni kaupmanni. Eftir það kom i Ijós, að fasteignir verzlunarinn- ar á Sigiufirði voru með í þeirri sölu. Eignir þessar voru taldar beztu fasteignirnar, er félagið átti íhér á landi, að því er „Verkamað- urinn“ segir. Hafði það þó náð undir sig mörgum verðmætum blettum á ýmsum stöðum á land- inu. Svæðið er hentugt til að reisa þarna hafskipabryggju, og lék bæjarstjórn Siglufjarðar því hug- ur á að fá eignirnar keyptar handa bænum. Segir „Verkamað- urinn“, að hún reyndi að semja við H. Vestergaard, umboðsmann félagsins, „en hann viðhafði und- anbrögð og vöflur þar eins og á A*kureyri, og bera Siglfirðingar honum alt annað en glæsilega söguna. Þegar kaupin voru gerð heyrin kunn og bæjarstjórn sá, að eign- irnar voru dregnar úr höndum henni, fór hún að rannsaka að- stöðu „H. S. í. V.“ gagnvart bæn- um og kom þá í ljós, að mikið af mannvirkjum félagsins voru reist í leyfisleysi og á ólöglegan hátt.“ Félagið hafði fengið leyfi til að reisa síklarbryggjur til bráða- birgða, þannig, að bafnarnefndin hafði áskilið sér rétt til að krefj- ast þess síðar, að þær væru stytt- ar eða teknar burtu. Síðan bryggj- ur þessar voru reistar hefir sjór- inn grynkað þarna. Nú samþykti hafnarnefndin og síðan bæjar- stjörnin, að skipa félaginu að stytta bryggjurnar að mun. Jafn- framt var því bannað, að láta reisa bryggjur á allstóru' svæði þár á tanganum. Þá var því skip- að að láta rífa síldarþró, sem reist hafði Verið í óleyfi við vérksmiðj- una og skyldi því lokið fyrir 5. þ. m. Ella mætti það búast við mlisókn. Sami frestur mun því og hafa veriö settur til bryggju- rifsins. Jafnframt samþykti bæj- arstjórnin að láta leggja 12 álna breiðan veg gegn um mitt land félagsins, en það telur „Verka- maðurinn“ sama og að gera þaö einskis \>irði til atvinnurekstrar- ins. — Með þessu móti myndu eignirnar verða miklu Verðminni en áður. Nú hefir félagið séð þann kost vænstan að óska umræðna um samkomulag við bæjárstjórnina. Standa samningar nú yfir, og hef- ir bæjarstjórnin því enn ekki haf- ið málsókn gegn félaginu. (Aö mestu eftir símtalsfrétt frá Siglu- firði í gær.) „Djarfleg tök duga bezt.“ „Vetlingatök" duga lítt til að vernda rétt bæjarfélaganna eða þjóðarinnar gegn gíóðabralli og lögkrókum einstakra . auðmanna eða auðfélaga. Vonandi heldur bæjarstjórn Siglufjarðar vetlinga- laust á rnáli þessu, svo sem hún hefir það rösklega upp tekið. Gin- og klauína-veikin Ný stjórnarauglýsing hefir nú verið gefin út hér á landi vegna gin- og klaufna-veikinnar. Þeir rnenn, sem hingað koma frá út- löndum, skulu samkvæmt henni gefa yfirlýsingu um það að við lögðum drengskap, hvort þeir hafi dvalið i héraði, þar sem veikin hefir verið. Hafi þeir svo verið síðasta árið, er þeim bannað að fara í sveit fyrr *en 6 vikur eru liðnar, síðan þeir létu í haf frá útlöndum. Uppreisn í Albaniu er nú komin eina ferðina enn. Fór stjórnarliðið að sögn erlendra blaða halloka í fyrstu, en er nú búið að kúga uppreistarmenn. Það hefir og komist í alntæli, að „Oil Company“, sem vmr svift einka1- leyfum sínum fyrir skemstu af stjórhinni, rói undir uppreisninni. Olíuhringarnir láta ekki alt fyrir brjósti brenna. Heilsufarsfréttir. (Eftir símtali í morgun við land- lækninn.) Landlæknirinn gerir ráð fyrir, að um nýjárið verði komið að fullu í Ijós, hvort það tekst að stöðva útbreiðslu „kikhóstans" hér í Reykjavik. — Taugaveikin á Sauðárkróki er orðin mjög alvar- leg. Þar í kaupstaðnum eru nú orðnir 27 sjúklingar. Þar af hafa 25 fengið veikina í mjólk, en 2 á annan hátt. „Kíkhóstinn" í Blönduósshéraði breiðist hægt út, en er mjög vægur, segir héraðs- læknirinn þar. Veikin er komin á þrjá eða fjóra bæi í Skagafirði. Að öðru leyti er yfirleitt gott heilsufar á Norðurlandi og gott á Vesturlandi. Ófrétt af Austur- landi. Þennadag árið 1630 andaðist Oddur bisk- up Einarsson, sá er deildi við Herluf Daa höfuðsmann, faðir Árna lögmanns. Togararnir. „Gylfi“ kom af veiðum í gær- kveldi með 1400 kassa og fót' til Englands i nótt með aflann.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.