Alþýðublaðið - 28.12.1926, Page 2

Alþýðublaðið - 28.12.1926, Page 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ ALÞÝÐUBLAÐIÐ | kemur út á hverjum virkum degi. | 3 Afgreiðsla i Alpýðuhúsinu viö : ; Hverfisgötu 8 opin frá kl, 9 árd. ; 3 til kl. 7 siðd. Skrifstofa á sama stað opin kl. • 9 »/a -10 Va árd. og kl. 8 - 9 siðd. • Simar: 988 (afgreiðslan) og 1294 • I (skrifstofan). ; Verðlag: Áskriftarverð kr. 1,50 á • ! mánuði. Auglýsingaverð kr. 0,15 I ; hver mm. eindálka. ; Prentsmiðja: Alpýðuprentsmiðjan I ; (í sama húsi, sömu símar). ; Nýtt skilningarvit Eftir Þórberg Þórðarson. V. * Heilvita menn deilir varla á um nau'ðsyn alþjóðlegs hjálparmáls. Þróun féiagslífsins heimtar það. Eimskip, járnbrautir, flugvélar, sími, loftskeyti og víðvarp hafa svift burtu einangrunarmúrunum, er samgönguörðuleikar fyrri alda hlóðu umhverfis lönd og þjóðir. Andleg og efnaleg viðskifti milli landa og heimsálfa vaxa hröðum skrefum með ári hverju. Hugsjón- ir, stefnur, áhugamál, mentastofn- anir, iðnaður, vísindi, listir, trú- arbrögð og verzlun, í fám orðum sagt þensla andlegrar og líkam- Jegrar orku er að sameina þessi dreifðu og sundruðu landakríli í eitt allsherjarríki, eina allsherjar- samábyrgð sálrænna og verklegra krafta. Alt líf vort, atvinnu vora, ment- un, pekkingu, siðferði, vistarver- ur, föt og fæði eigum vér að miklu leyti undir öðrum þjóð- um. Og brot af lífi sinu og menn- ingu eiga pær einnig undir oss. Engri þjóð er lengur holt né kleift að hokra einangruð í sínu horni. Þótt náttúrugæÖi sumra landa leyf'ðu slíka búnaðarháttu, pá myndi pað ala af sér andlegan kyrking og kyrstöðu, baka pjóð- inni hnignun og andlegan dauða. Rás mannlífsins sýnir, að and- legt líf og verkleg afrek prífast þar bezt, sem samgöngur við aðr- ar þjóðir standa í mestum blóma. En einangraðar þjóðir veslast upp úr andlegri úrkynjun. Fjöldi alþjóðaráðstefna og al- þjóðaþinga koma saman á hverju ári og brjóta heilann um sameig- inleg velferðamál mannkynsins. Milljónir manna ferðast á ári hverju borg úr borg, land úr landi, álfu úr álfu. Blöð, bækur og uppgötvanir fljúga á vængjum vindanna hnöttinn hringinn í kring. Þetta er aðferð- þróunarinnar til að víkka hinn andlega sjóndeild- arhring einstaklinga og þjóða. . En öll alþjóðleg viðskifti eiga við einn höfuðerfiðleika að etja. Það ,er mismunur hinna mæltu mála. Hann leitast við að ein- angra og útskúfa. Hann innrætir þröngsýnar mannfélagsskoðanir og skapar kotungslegar hugsan- ir. Hann blæs upp sérgæðingsleg- an ættjarðarhroka. Og hann stuðl- ar að pjóðahatri og blóðugum styrjöldum, Hann ónýtir að miklu leyti pá ávöxtu, sem alþjóðleg viðskifti hugar og handar gætu borið þjóðum og einstaklingum. Og loks sóar hann óhemju tíma og orku. Sum alþjóðaþingin eru augljós- ast vitni þessara sanninda. Funda- störf, sem esperantistar vinna á premur dögum í Genf, taka tíu daga, þegar þingstörfin fara fram á þjóðatungunum. Mikið af þing- tímanum fer í að þýða ræður og fundasampyktir af einni þjóð- tungunni á aðra. Þetta gerir fundahöldin preytandi leiðinleg. Margir fundarmen^ skilja ekki nándarnærri til fulls tungur pær, sem par er leyft að tala. Mikið af fundastörfunum fer fyrir ofan garð og neðan hjá peim- Þeir þjóðafulltrúar, sem eiga þær tung- ur, er fundahöldin fara fram á, ráða par lögum og lofum. Þar drottnar hróplegt misrétti. Og síðan rísa upp deilur milli ríkja um pað, hvernig skilja beri þýð- ingar á hinum og pessum atrið- um í fundarsampyktunum, er fjalla um hagsmuni ríkjanna. Á friðarfundi Þjóðabandalags- -ins, er haldinn var 28. ágúst til 3. september í sumar, ríkti til dæmis megnasti tungumálaglund- roði. Og margir fundarmenn kvörtuðu sáran undan vöntun á sameiginlegu tungumáii. Allir pessir meinbugir hinna mæltu mála, er verða að sama skapi baganlegri, sem alpjóðleg viðskifti aukast, — peir hafa opn- að augu manna fyrir nauðsyn á léttu og auðlcérðu alpjóðamáli, hjálparmáli, er allar pjóðir Iæri og kunni jöfnum höndum móður- máli sínu. Sá dýrlegi dagur er ekki ýkja langt fram undan, að slík alpjóðatunga verður talin jafn-nauðsynlegt og ómissandi menningartæki sem bækur, víð- varp og loftför. Þú átt ef til vill erfitt með að< gera pér svo mikinn menningar- þroska í hugarlund. Þér er tam- ara að stara á villutýrur forfeðra þinna en menningareldstólpa ó- kominna kynkvísla. En reyndu að setja þér fyrir sjónir öll þau tákn og stórmerki, sem gerst hafa á láði og legi, síðan langamma þín. stafaði sig fram úr Jónsbókarlestri við grútarkolu inni í gluggalausri moldardyngju og langafi pinn svalt til bana og barði i hel um- komulausan sveitarómaga sam- kvæmt „húsagans skikkan". Þá ættirðu að geta rent grun í, að veröldin stendur þó að minsta kosti ekki eilíflega í stað. Oss hryllir upp, er vér reynum að skilja svaðilfarir forfeðra vorra á smáfleytum landa á milli í haf- róti og hvassviðrum. Öravegu, sem peir slörkuðu upp á Iíf og dauða á nokkrum vikum og jafn- vel mánuðum, pýtur þú leikandi á dúnmjúkum flosbekkjum á fjór- um til fimm dögum, jafnvel nokkrum klukkustundum. Jafnvel heimiiisiðnaðarsinnuðum forn- menningardýrkendum finnast þeir tímar broslega villimannslegir, er fólk varð að labba með bréfsnepil eða stutt skilaboð bæ frá bæ og sveit úr sveit. Og þeir ganga sjálf- ir svo þverlega í berhögg við dýrkun sína á uppeldiskrafti ein- falds lífs, að þeir fást ekki til að lifa eftir trú sinni eitt einasta augnablik æfi sinnar. í stað þess að hlaupa eftir dilkslæri í kraft- súpuna handa fjölskyldu sinni, biðja peir kjötsalann um pað í síma, er amerískur byltingarsegg- ur gerði sig að athlægi með að þröngva upp á blindar íhalds- hræður samtíðar sinnar. Eftir nokkrar mínútur fær hinn trúi þjómi — sem þá er kanski að skrifa tímaritsgrein um gagnsemi einfalds lífs — dilkslærið sent heim til sín í lokuðum Ford-bíl. Nokkrum dögum síðar bregður hann sér til Danmerkur á 1500 tonna gufudampi, sem smíðaður ér í Flydedokken í Kaupmanna- höfn, spókar sig þar á fyrsta far- rými, uppstrokinn í fínum sivjot- jakka og buxum frá London, í gljáandi klæðisfrakka frá Man- chester, með sévróskó frá Vínar- borg og silkihatt frá Lyon, í stað þess að taka sér far á einmöstr- uðúm Árna-pung, klæddur í alull- arskakskyrtu og skinnstakk, í hné- háum skinnsokkum, með sortulit- aða lambhúshettu á höfði, — alt samanrekið úr „haldgóðu íslenzku efni“, eíns og forfeður hans gerðu á sínum eftirsóknarverðu gullakl- artímum. En vér, sem prísum oss sæla af að lifa í pessum hagsýna menn- ingarheimi, erum samt neyddir til að sóa mörgum beztu árum æfi vorrar í að læra þrjú til fjögur þung og flókin tungumál. Árang- urinn af pessari vitfirringslegu -bruðlun á tíma og orku er pó sjaldnast meiri en pað, að vér getum rétt komist að efni al- . gengra bóka um algengustu hluti á þessum tungumálum, og þegar bezt lætur, getum vér við illan leik stamað fram úr oss hvers- dagslegustu hugmyndum á hvers- dagslegustu stöðum við lítinn hluta mannkynsins. Niðjar vorir, sem leika sér að því að tala til hjarta hvers einasta mannsbarns á jörðinni á einu einföldu og full- komnu alpjóðahjálparmáli, sem þeir læra til hlýtar á nokkrum vikum, — þeir munu kenna á- Jíka í brjósti um menningarvesal- dóm vorn eins og vér vorkennum vikapiltum fyrri alda og skinn- klædda farþeganum með lamb- húshettuna á Árna-pungnum. (Frh.) Gullfarmi bjargað. Á stríðsárunum sökti þýzkur kafbátur ensku skipi, „Egypt“, sem var hlaðið gulli. Liggur skipið á 100 metra dýpi, og eru nú kafarar að taka úr því gullið. Vesalmgermli* eftir Victor Hugo. II. páttur. Cosetta. Einar H. Kvaran og séra Ragnar E. Kvaran pýddu. Sérprentun úr »Lögréttu«.— I þessu hefti sögunnar segixv frá æskunni og ellinni á sameig- inlegum flótta undan rangsleitni og ofsóknum. Loks finna þæif hæli. Það þótti ekki miklum tíðindum sæta í Toulon, þó að galeiðu- þræll færist, jafnvel þótt hann væri nýbiiinn að bjarga lífi sjó- manns, sem enginn annar treysti sér að hjálpa. Að eins örstutí frásögn var í dagblaðinu: Gal- eiðuþræll datt „í sjóinn og drukknaði, eftir að hafa bjargað lífi eins háseta. Lík hans hefin ekki fundist. Gizkað er á, að hann hafi lent inn undir staurana við vopnabúrsstéttina. Tala hans vau 9430 og hann hét Jean Valjean.“' — Það, sem sízt mátti gleymast, var fanganúmerið hans. I þessu hefti kemur nánari lýs- ing en áður á veitingahjónunum, Thenardier og „madömu" hans.. Þegar Napoleonsófriðnum lauk hafði Thenardier „ ,sparað saman dálítið fé‘, eins og hann komst sjálfur að orði.“ Spariféð var raunar líkránsfé að orrustulokum, en um pað vissi enginn. Fólkið fékk ekki annað að vita, en að hann hefði verið hermaður. Jafn- vel fyrirliðanum, sem hann hugðl dauðan og rændi í valnum, kom hann til að trúa því, þegar svo fór, að hann reyndist lifandi, að hann ætti sér, samherja sínum^ lífgjöf að launa. Og í veitinga- stofu sinni „kunni Thenardier gestrisnina, sem hjá ósiðuðum pjóðum er skylda, en hjá siðmeiri verzlunarvara, utanbókar og á all- an nýtízku hátt.“ Þegar hann þótt- ist orðinn þess vís, að gesturinn í gula frakkagarminum hefði all- mikil peninga ráð, sagði gestgjaf- inn viÖ konu sína: „Sem ferða- maður getur hann gert alt, sem, honum þóknast, ef hann að eins borgar fyrir það. . . . Og þó að hann væri fábjáni, hvað kæmi þér það við? Hvers vegna ertu að skifta þér af þessu, þegar þú veizt að hann hefir peninga?1 . . i Enga vitleysu. Á meltuna fyrir þessum manni.“ Og „madaman" fór að ráðum bónda síns, pótt hún væri sárreið, yfir dálæti gestsins á olnboga- barninu Cosettu. „Maður góður“ varð að „herra“, þegar hún ávarp- aði gestinn aftur, en þegar hann svo kærði sig ekki um annan kvöldverð en brauð og ost, þá þóttist hún þó viss um, að hann væri að eins flækingur. Það var þó ekki áreiðanlegt, og hún „lagð- ist á meltuna“. „Þetta eru örð- ugir tímar, herra,“ sagði hún við hann morguninn eftir, „þegar hún var að reyna að hafa hann, — „herrann á nr. 1“ —, til að greiða margfaldaðan reikning, — „og fá- •

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.