Alþýðublaðið - 29.12.1926, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 29.12.1926, Blaðsíða 2
ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 ALÞÝeUBLAÐESI kemur út á hverjum virkum degi. Afgreiðsla í Alpýðuhúsinu við Hverfisgötu 8 opin frá kl, 9 árd. til kl. 7 siðd. Skrifstofa á sama stað opin kl. 9Va—lOVa árd. og kl. 8—9 síðd. Simar: 988 (afgreiðslan) og 1294 (skrifstofan). Verðlag: Áskriitarverð kr. 1,50 á mánuði. Auglýsingaverð kr. 0,15 hver mm. eindálka. Frentsmiðja: Alpýðuprentsmiðjan (i sama húsi, sömu simar). Kolaverðffl. Allmikið af kolum hefir komið til bæjarins nýlega, enda þegar nokkuð síöan, að fullyrt hefir ver- 3ð, að litlír eða engir örbugleik- ar væru á því að fá kol keypt í Englandi. Mörgum þykir kola- verðinu samt ganga illa að lækka, og verður ekki neitað, að það sé að vonum, því að frétt hefir kom- jið i blöðum um, að kolasmálesf- in kosti ekki nema 28 shillings í Englandi eða sem svarar rúm- um 30 krónum, en hingað komin er smálestin seld á 85 krónur. Að vísu mun þetta verð í Englandi vera stórkaupaverð, en menn eiga örðugt með að skilja, að kola- kaupmenn hér verði að sætta sig við svo miklu verri kjör eða milli- liða- og flutnings-kostnaður sé svo mikill, að kolin þurfi að vera meira en hálfu öðru hund- raði á hundrað dýrari hér en þau fást i Englandi. Mönnum finst, að hér hljóti að vera eitthvert ó- lag í vegi fyrir því, að kola- verðið lækki, ef ekki sé því til að dreifa, að kolaverzlanir færi sér of mjög í nyt mikla eftir- spurn fólks eftir kolum. Hvort sem er, þá er brýn nauð- syn almennings vegna að ráða bót á þessu. Kol eru svo mikil- væg nauðsynjavara, að hún verð- ur að fást með sem allra lægstu verði. Ekki er sízt nauðsyn á því nú, þegar óvenjulegt atvinnuleysi hefir hrjáð allan þorra fólks mán- uðum saman, svo að það hefir úr litlu eða engu að spila, en á hinn bóginn hefir kuldatíð og hátt verð á lélegum kelum krept að. Núverandi verð á kolunum úti- lokar því marga fjölskylduna sem næst frá því að geta fengið í eld- inn, og þarf ekki að leiða rök að því, hver háski má af því hljót- ast, þar sem börn og veiklað fólk er. Kolaverðið má til áð lœkka meira. Ef svo er, sem ýmsir ætla, að allálitlegur hluti af verði kolanna, eins og það er nú, sé ætlaður til hagnaðar kolasalanna af verzlun- inni, þá þarf sá hluti að minka. Það er gerð krafa til þeirra, sem stopulli atvinnu hafa en koiasalar, að menn geri vægari kröfur fyr- ir sjálfa sig á örðugum tímum en ella, og sýnist ekki ósanngjarnt, þótt menn beinl þessari kröfu nú til kolasalanna. Margir þykjast og hafa þá ástæðu til þessa nú, að sumir kolasalarnir að minsta kosti hafi heldur hagnast á því, sem til kunni að hafa verið af kolum, þegar verð þeirra fór að hækka; því muni þeir ekki nú þurfa að vinna upp neitt tap undan farið, heldur gætu miklu fremur sætt sig við lítinn ágóða, þar til í ári batn- ar fyrir fólki. Lítið álag á kolin myndi og gera sölu þeirra held- ur fljótlegri og innkaup og út- sölu örari en ella. Hvað sem um þetta er, þá væri heppilegast til að byrja með, að kolasalarnir skýrðu opinberlega frá því, hvernig í því liggur frá þeirra sjónarmiði, að verð kol- anna, sem nýkomin eru, er ekki lægra en raun ber vitni, og jafn- framt, hverjar vonir þeir geri sér um að geta lækkað verðið meira og hvenær. Að fengnum slíkum upplýsingum mætti sjá, hvort ekki væri finnanleg leið að komast að betri kaupum og innflutningsað- stöðu en nú. Á stríðstímunum var sú leið farin, að ríkið tók að sér kolaverzlunina, og munu allir, sem ekki hafa annara hagsmuna að gæta en almenningur í þessu efni, á eitt sáttir, að vel hafi gef- ist. Gæti hið sama komið til mála einnig nú. Annað ráð væri, að bæjarfélagið leitaði fyrir sér um, hverju það gæti komið til leiðar annaðhvort með þvi að panta kol sjálft og selja ágóðalaust eða á annan hátt. Það er líka víst, að bæjarfélagið á mikilla hagsmuna að gæta í þessu kolaverðsmáli bæði vegna stofnana sinna og eldsneytisþarfar þeirra, sem eru á framfæri bæjarins. Að eins svo sem til inngangs að almennum umræðum og kröfum í þessu máli hefir hér verið drepið á ofangreind atriði. Margt þarf að upplýsast betur og þó sem fyrst, en eitt er öllum ljóst þegar, og það er kjarni málsins, það, sem almenningur bæjarbúa hefir þeg- ar hugsað sem kröfu, er knýj- andi þörf almennings stendur undir: Kolaverðið má til dð lœkka meira. 28. dez. ég aö gæía broður mítts?" Þegar vér í einrúmi rennum huga vorum yfir farinn veg og virðum fyrir oss alt það, er borið hefir við, alt það, er vér höfum gert, þá verður oss oft að spyrja sjálf oss, hvort vér ávalt höfum gert rétt í hinu og öðru, hvort vér glö^ð og ánægð megum um- hugsunarlaust leggja út á kom- andi veg og tíma, og hvort vér al- gerlega megum láta hin liðnú at- vik og tíma vera oss gleymd. Vér lifum hér á jörðu tvöföldu lífi, hinu innra og hinu ytra. í hinu innra lífi er rót hins ytra lífs, og það stendur ekki á sama, hvort það er nokkuð eða ekkert innra líf í oss eða hvernig það lif er, sem hreyfir sig í brjðsti voru. Enginn maður er að öllu sviftur hinu innra lífi," en í m,örg- um er þetta líf svefnþrungið og afllaust. Og margir eru þeir, sem reyna að svæfa það og steypa sér í iðukast hins ytra lífs, sem er brjálsemi í auð og metorð. En þar sem engin framför getur verið til, nema hið innra líf vort fái tíma og tækifæri til að þróast, þá kallar það oss oft til einveru- stunda, svo að vér fáum hugleitt hð ytra líf vort og skilið illgresið frá hyeitinu. í hinu daglega lífi Ivoru rekum vér oss sí og æ á, að heilsusamlegt er að halda sam- an huganum, því að ef hugur vor er á reiki, og vér framkvæmum eitt eða annað hugsunarlaust, þá er sá verknaður okkur skaðlegur. Jafnvel smáatvik, er oss finnast svo lítilfjörleg, að oss þykja þau ekki ómaksins verð til umhugs- unar, geta orðið þröskuldur í leið vorri og eyðilagt hið stærra og meira, er vér hyggjumst að_ fram- kvæma. Smáatvikin megum vér aldrei lítilsvirða, því að án þeirra verður miklu starfi aldrei lokið. Ef ferðamaðurinn gengi alt af út í bláinn og horfði aldrei annað en niður fyrir sig, myndi hann skjótt villast. Þess vegna nemur hann staðar og Iitast um, hvort hann geti ekki eygt takmark sitt og séð, hvort hann sé á réttri leið. Ef húsasmiðurinn, sem byggir hús úr steini, héldi viðstöðulaust á- fram að hlaða steini ofan á stein, þá kynni veggurinn að hallast og má ske hrynja nibur. Þess vegna hættir hann á stundum starfi sínu og gáir að því, sem hann er búinn með, og ber það saman við hug- mynd þá, er hann ætlaði að byggja eftir. Á líkan hátt eigum vér og að nema staðar og taka saman huga vorn. I hugleiðingum vorum eigum vér ekki einungis að minnast sjálfra vor, heldur einkum og sér í lagi náunga vors, því að á ham- ingju hans og drenglyndi voru reisum vér oss þann grunn, er vér svo i framtíðinni bygggjum á hásæti hamingjunnar, kærleikans og réttlætisins sjálfum oss og af- komendum vorum til farsældar og gæfu. En því er ver, að oss hættir oftast við því að framfylgja þeirri hugsun að skapa sjálfum oss ver- aldleg gæði án þess að hafa nokkra hliðsjón af náunga vorum. Vér erum ánægð, ef ekkert amar að oss, ög virðum að vettugi þarfir náunga vors, • veikindi hans og skort. Þá höfum vér svæft hið innra líf vort og steypt oss í iðukast hins ytra lífs. Nær eingöngu á þetta við þá, sem ekki vilja þekkja nema eina hlið lífsins, þá hlið, sem er spegill auðs og metorða. Þann spegil elska þeir. í honum situr sjálfs- elskan. Hún sýnir þeim glæstan framtíðarveg; hún kitlar hégóma- girnd þeirra. Hún lætur vafurloga sína blossa upp. Hún býður þeim meb lævíslegu brosi að skara eld- inn að þeirra eigin kökum. Húrr eyðir rödd hins innra Iífs og hlúir að hrævareldinum í huga þeirra. Hún beinir þeim veg að skrautleg- um höllum, í sali, sem skínandí eru af gulli og gimsteinum, leiðir þá að borðum, er svigna undan þunga hinna Ijúffengustu rétta, og á slíkum stab, vib freybandi vín- glös og seibandi bros og hlátra glæsibúinna og fríðra svanna, eií hinni innri rödd fyrirfarið og. hin líbandi stund kvödd og látin hverfa án hinnar minstu umhugs- unar og hinn komandi tími boðinn heill kominn í veigum víns og nautna. En endirinn verður sá sami og hjá húsasmiðnum, sem byggir steinhúsið athugunarlaust og sér þab svo hrynja til grunna niður. Alt í kring um oss og á meðal vor standa mæbur, feður og börn í látlausri baráttu vib veikindr og skort. Neyðin, hörb eins og; hin illfengasta frostnótt, steðjar ab þeim og lemur klæðlitla móbur og saklaus afkvæmi hennar með hinum örgustu þrengingar- og gadda-svipum. Börnin hljóða und~ an sársaukanum, og vesalings móbirin hefir ekkert þeim tif verndar annab en bæn til guðs, !er í táraflóði skolast að fótskör háns almáttuga. Sollin tár þessara aúmingja n&. stundum að snerta tilfinningu þeirra, sem mega sín meira, og þeir Jíta svo í náð sinni til smæl- ingjanna og rétta til þeirra mola af borðum sínum. En þótt fá-^ tækt og veikindi sé - hörmulegt hlutskifti, er þó hitt enn hörmu- legra, sem þróast í skuggahverf- unum, — áfengisnotkun og sið- spilling. Áfengisalda geysar nú um land- ið fjöllunum hærra, og hún þyrm- ir engum þeim, sem á einhvern hátt verður fyrir brotsjóum henn- ar. En þó verður útsog hennar enn illfengara, því að það lætur ekki stein yfir steini standa, held- ur rífur alt til grunna niður. Björt- ustu framtíðarvonir verða að hin- um dimmustu skuggum syndar og sorgar. Óhamingjan og illgresið ná að spretta upp. Siðspillingin nær hámarki sínu. Ungar þjóðfé- lags-systur og -bræður falla unn- Itförpum í tálsnörur freistinganna.. Eldur hörmunganna geisar út frá. skuggahverfunum og eybir heiisu,, vellíðan og hamingju. Þegar vér í einverustundum vorum hugleibum ibukast hins; ytra lífs, þá hlýtur að vakna hjái oss köllun til að bjarga þeim, sem svæft hafa hina innri rödd sína, veita þeim aðstoð, er bágt. eiga, og efla sjáif oss þannig, að» vér ætíð lifum eftir hinu helgasta- boðorbi endurlausnara vors,. Krists: „Elska skaltu náungann sem sjálfan þig." Og vér skulum sem oftast gleðja hjarta vort með þ'essum orðum Krists: „Það, sem þér gerib einum min- um minsta bróður, — þab gerið, þér og mér."

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.