Alþýðublaðið - 11.03.1920, Blaðsíða 1
Alþýðublaðið
Geíið ilt af Alþýðuílokkiium.
1920
Fimtudaginn 11. marz
56. tölubl.
Sím afoilanii*.
Vegna símabilana koma engin
litlend skeyti hingað. Hefir sfm-
inn milli Aberdeen og Lerwick
slitnað í ofsaveðri, sem gengið
'tiefir yfir norðurhluta Atlantshats
Og þeirra landa, er að því liggja.
Síminn hafði og bilað í Orkneyj-
um, en búið var að gera við hann
í gær. Áður en þessi símslit urðu
var bdið að koma þeim skeytum
yfir England, er safnast höfðu fyr-
ir um daginn, þegar ritsfmasam-
band bilaði til Seyðisfjarðar; en
nú má þó búast við þvf, að
samband táist mjög bráðlega aftur.
Símskeyti verða send sjóleiðis
mílli Aberdeen og Lerwick meðan
símasamband ekki fæst. Kom fyrsta
skipið frá Aberdeen í gærkvöldi
■og fer aftur í kvöld frá Lerwick
með þau skeyti, er héðan hafa
verið send.
Talsímasamband er ekki ennþá
komið á við Norðurland, og á
ótfðin ekki lítinn þátt í því. Und-
anfarna daga hafa menn verið að
leita að sfmaþræðinum, sem slitn-
aði niður á 8 km. svæði hérna
utegin við Hvalfjörð. Er eytt tíma
f það vegna þess, hve afardýr
þráður er nú, en lítið hefir hafst
upp úr leitinni, því stórviðrið hefir
^eykt þræðinum út í sjó og annað
er fent í kaf. Er búist við, að
strengja þurfi nýjan þráð á þessu
^væði og er alt undir tfðinni kom-
ið hvenær talsímasamband fæst
aorður. :
Hallð þið heyrt það? Sveinn
Björnsson og félagar hans sem
^tla að stofna banka hér í Reykja-
v(k, ætla að gefa kost á þvi að
^ta sérréttindin, sem þeir heimta,
ekki standa lengur en sérréttindi
^landsbanka. En sú miskunl!
T. A. Edison.
Eáison heíir 1400 einkaleyíi.
Tómas A. Edison, hinn mikli
amerfski uppfundingamaður, sem
nú er 73 ára gamall, hefir fengið
1400 einkaleyfi á eigin uppfund-
ingum um dagana. En aldrei hefir
hann þó notað nema 400 af þeim
vegna þess, að hinar uppfunding-
arnar hafa ýmist brugðist vonum,
eða ekki svarað kostnaði. Ráðlegg-
ur hann ungum hugvitsmönnum
að afla sér ekki einkaleyfis fyr en
fullvíst sé, að gagn geti orðið að
uppfundingu þeirra. Segir hann að
ekkert sé uanið við það að safna
einkaleyfum, nema fyrirhöfnin og
peningaeyðslan.
Uppáhalds-uppfumling Edisons.
í samtali við amerískan blaða-
mann komst Edison svo að orði,
að allra vænst þætti sér um phono-
graph-uppfundingu sína, en þar
næst kærau kvikmyndirnar. „Þess-
ar tvær uppfundingar hafa ein-
hvernveginn náð mestum tökum
á mér, og er það ef til vil! af því,
að eg hefi eytt mestum tíma til
þeirra, af öllum mínum uppfund-
ingum", segir hann.
Heimurinn þarfnast sjálfhreyfi-
véla og einnar fjolskyldu húsa.
Edison segir í sama viðtali að
heiminn vanhagi mest allra hluta
um sjálfhreyfivélar (automatic
maschinery), og einnar fjölskyldu
hús, svo ódýr, að sérhver gcti
búið í sínu eigin húsi. Svo bætir
hann við: „Þetta tvent eru þýð-
ingarmestu áhugaefnin sem stend-
ur. Tökum New-York til dæmis.
Ástandið þar er afskaplegt. í New-
York er nú of margt fólk, en ekki
er hægt að reisa þar neitt sem
heitir af nýjum húsum. Eg er þvf
mjög meðmæltur, að sett verði
lög um það, að engin stórhýsi
verði reist í borginni eftir 1925.
Með öðrum orðum, borgin yrði
neydd til þess, að stækka annað-
hvort út á Langey eða norður á
bóginn."
Engin hætta á pappírsþnrð.
Edison kveður enga hættu á
því, að pappírsþurð verði f heim-
inum, meðan skógar eru á bökk-
um Amazonfljótsins og Congo.
Alt sé komið undir því, að flutn-
ingar þaðan séu í lagi, en að það
muni verða áður langt um Iíður.
Eldnrinn í iðrnm jarðarinnar
framtíðar- hitalindin.
„5,000 hestöfl af eldfjallaafli era
þegar notuð í ítalfu og verið er
að undirbúa að bæta 20,000 hest-
öflum við“, segir Edison. „ítalfa
hefir vafalaust meira eldfjallaafl í
fórum sínum en hún þarf til þess
að reka með allar vélar sínar og
hita upp hvert einasta hús, og
reka allar málmbræðslur, og i
raun og veru til þess að gera kol
algerlega ónauðsynleg þar f landi.
Eg hefi þá skoðun að í Nevada
og Yellowstone hérðunum (í Am-
erfku) sé fólgið meira eldfjallaafl,
en öll kol Bandarfkjanna geta veitt.
. . . Eg er ákafur málsvari vatns-
aflsins. Þegar hefir verið notað alt
of mikið af kolum ..."
Þrátt fyrir aldur sinn, er Edison
ennþá hinn ernasti og vinnur með
óþreytandi elju að uppfundingum
og tilraunum. Einu ellimörkin eru
þau, að hann er farinn að heyra
illa. Ánnars eru sálarkraftar hans
óeyddir, að því er virðist. Enda
fær hann sér frí á sumrin og fer
þá upp til fjalla og stundar þar
útilff, ásamt allskonar íþróttum.
Lögreglnvarðstofa hefir ver-
i5 sett á stofn í Barnaskólanum.
Annast hún alt er við kemur sótt-
vörnum, sbr. auglýsingu á öðrumt
stað hér í blaðinu.