Alþýðublaðið - 11.03.1920, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 11.03.1920, Blaðsíða 3
ALÞÝÐUBLAÐIÐ a Framtíð flug-listariimar á íslandi. Viðtal við ritara Flugfélagsins, cand. Halldór Jónasson. Alþbl. heflr átt tal við ritara Ýlugfélagsins, cand. Halldór Jónas- son, sem, að öðrum meðlimum I’lugfélagsins ólöstuðum, mun vera sá maður, sem meslan þátt hefir átt í stofnun Flugfélagsins. Fyrsta spurningin, sem við leggj- um fyrir hann, er: Miðar notknn flngyéla áfram erlendis? „Já“, svarar Halldór. „Notkun flugvéla til friðsamlegra starfa hefir aukist mjög síðan stríðinu lauk. Víða eriendis eru nú komnar fastar flugpóstferðir, og ber ekki á öðru en að það gangi ágætlega. Eit.t hið nýjasta á sviði fluglist- arinnar er það, að Ameríkumenn eru farnir að búa til eins manns flugvélar. fér eru mjög litlar, og nú þegar mjög ódýrar, og má þá búast við að þær verði seinna enn þá ódýrari. Flug í þeim er aÖallega „sport", en þær eru einnig ágætar til þess að skreppa í nokkrar þingmannaleiðir, þegar manni liggur á. Mér þykir senni- legt, að þessar vélar verði notað- ar hér hjá okkur með tímanum, og það kannske nokkuð alment. En það er þó aðeins hugsanlegt með því móti, að lendingarskilyrði verði bætt hér, nema að vélar þessar verði síðar meir gerðar þannig, að þær geti einnig sezt á vatn, þ. e. að þær verði útbúnar sem flugbátar". Hvernig stendur Flugfélagið sig? „Sjóður þess er nú sama sem eyddur. Það hefir enn þá ekki eytt styrknum frá landssjóði, sem Al- þingi veitti félaginu í fyrra. Það eru 15 þús. kr. En við skuldum »Eansk Luftfarselskab" sem næst t>essa upphæð, auk þess, sem það félag gel-ir kröfu til þess að við korgum þeim 3000 kr. ómakslaun fyrir starf þeirra. Við erum nú að gera reikninga fyrir aðalfund félagsins, sem eftir félagslögunum á að haldast í marz- lok, en eftir ósk formanns félags- ins, Garðars Gíslasonar heildsala, sem er erlendis, mun verða frest- að til vors. Búumst við við því, að félagið skuldi eitthvað lítils- háttar, þegar alt er borgað, þar á meðal þessar 3000 kr., sem eg mintist á áðan, og sem við lík- legast ekki komumst hjá að borga. En svo eigum við líka dálítið hjá mönnum hér, sem hafa lofað fé- laginu fé, en ekki borgað enn þá“. „Eru það efnalitlir menn?“ „Onei-nei“. „En svo á féiagið eitthvað af eignum?" „Já, það mun eiga fyllilega fyrir því fé, sem það hefir borgað út. Það á nú fyrst og fremst flug- vélina. Verksmiðjuverð hennar mun vera nú 25 til 30 þús. kr., en við fengum liana fyrir minna verð, af því við keyptum hana af brezku stjórninni. Flutning hennar til íslands, sem var reiknaður 5000 kr., fengum við eftirgefinn hjá landsstjórninni. Verð svona vélar mundi nú vera yfir 30 þús. kr., sökum hins háa gengis sterl- ingspundsins, og vélin má heita sama sem óslitin, enda var hún keypt alveg ný. Svo á félagið flugskálann. Hann kostaði okkur 9000 krónur. Vélin er geymd í honum nú, sundur- tekin og vel um búin. En félagið vantar sem stendur algerlega rekstursfé*. Verður flogið hér í sumar? „Eg býst við að svo verði, því flugmaður er væntanlegur hingað. Stjórnin hefir reyndar ekki séð sér fært að ráða formlega flug- mann að svo stöddu. Aftur á móti hefir formaður félagsins ráðið hingað flugmann á þann hátt, að formaður hefir ábyrgst honum at- vinnu á skrifstofu sinni í eitt ár fyrir hátt kaup, ef ekkert verður úr íluginu. Fiugmaður þessi er Mr. S. Frank Fredrickson, sem verið hefir fluglautinant og flugkennari í her Breta. Eftir þeim spurnum, sem við höfum af hon- um, er hann þaulvanur flugmaður. Hann hefir starfað sem ílugkenn- ari við her Breta í Egyftalandi, og síðasta stríðsárið við flugskóla brezku stjórnarinnar við Edinborg. Hann hefir þann kost til að bera, að hann kann íslenzku; hann er sem sé af íslenzku bergi brot- inn, en er þó, að því er eg bezt veit, fæddur vestan hafs. Vélarmaður er iíka væntanlegur hingað í sumar, og hefir Mr. Fred- rickson augastað á einum ákveðn- um manni, en ekki verður þó af- ráðið um komu hans, fyr en við höfum haft tal hér í Reykjavík af Mr. Fredrickson. Okkur vantar rekstursfé, eins og eg nefndi fyr, og ætlum við að reyna að safna fé. Útgjöld okk- ar verða, auk kaups flugmannsins, kaup vélamannsins, aðstoðarhjálp við ílugið, bensín og flugvátrygg- ing véla og manna. Annars hefir Mr. Fredrickson skrifað okkur, að hann búist við að geta látið flugið bera sig með farþegaflugi og smáferðum til gagns, er hann hefir kynst hér staðháttum og rannsakað skilyrðin. En rekstursféð þurfum við eins fyrir því, þó að sá kostnaður, sem lagt verður í í sumar, fáist inn aftur“. „Getur þetta flug í sumar orðið byrjun á frekari framkvæmdum hvað ílugi á íslandi viðvíkur*. „Ja, tilgangur okkar er einkurn sá, á þessu stigi málsins, að halda flugmálinu vakandi, til þess að vera tilbúnir ef eitthvað breytist hér til hins betra. En eg er ekki vel trúaður á að sú vélartegund, sem félagið á, sé sú heppilegasta fyrir okkur hér. Æskilegast hefði verið að kaupa flugbát, helzt af þeirri gerð, sem einnig geta sezt á þurt 3and. En reyndar er nú ekki fengin full reynsla fyrir þeirri gerð erlendis, svo það má segja, að það sé full- snemt að fá þá tegund hingað“. (Framh.).

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.