Alþýðublaðið - 10.01.1927, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 10.01.1927, Blaðsíða 1
Alþýðublaði Gefiö út af Alþýðuflokknunf 1927. Mánudaginn 10. janúar. 7. tölublað. Séttvarnir veyna „infMemzu" („spænskrar veiki"). Ot af skeyti um útbreiðslu ,,in- flúenzu" („spænskrar veiki") í Ev- röpu hefir heilbrigðistjórnin sent sendiberra íslands í Kaupmanna- höfn fyrirspurnir um veikina til ^þess aö geta gert nauðsynlegar ráðstafanir um sóttvarnir, ef purfa þætti. Svarskeyti. sendiherrans fara hér á eftir: Khöfn, 8. jan. „Inflúenza" breiðist n.ú út um alla Evrópu. Á Spáni, .Suður- Erakklandi og Sviss er hún skæð, annars staðar ekki. Væg „inflú- enza" hér, útbreidd á Jótlandi, en enn þá ekki útbreidd í Kaup- mannahöfn, einnig væg í Noregi, þó sögð skæð í Kristianssand. Bú- ist er við frekari farsótt 'hér og gerður viðbúnaður, en hvergi í Danmörku bannaðar samkomur enn. Samkomubann í Sviss, en ekki frétt um slík bönn annars staðar. Skólar hér og annars stað- ar sýna varúð, halda börnum frá smituðum heimilum. Khöfn, 9. jan. „Skæður" þýðir manndauða, „vægur": enginn manndauði og sóttin yfirleitt mjög létt. Ómögu- legt að segja um manndauða „procentvis". Sem dæmi um það skæðasta „er bærinn Montpellier á Suður-Frakklandi með níutíu þúsund íbúa. Þar dóu hundrað á þrem dögum. Aðalástæða til manndauða er lungnabólga. „In- flúenzan" hefir útbreiðst á skömmum tíma á Norðurlöndum og yfirleitt í Evrópu. Hefir hún einkenni spænskrar veikí í Suð- Tir-;Evrópu, par sem hún er skæð, en alls ekki annars staðar. í Kaupmannahöfn er hún ekki tal- in „epidemisk" (skæð) enn. . Sakir pessara fregna hefir nú heilbrigðisstjórnin sent út svo- hljóðandi Fyrirskipanir heilbrigðistjórn- arinnar vegna „inflúenzu": Illkynjuð „inflúenza" á Spáni, Suður-Frakklandi, Sviss og Krist- ianssand í Noregi. Bráðabirgðaráð- stöfun: Einangrið öll aðkomuskip, Jpar til liðnir eru sex sólarhringar frá því, að pau létu út úr er- lendri höfn. Ef pá eru allir frísk- ir, má leyfa óhindruð mök við land. Meðan skip er í sóttkví, má ferma og afferma, ef gerlegt þykir án þess, að skipsmenn eigi ^i^^^miiiiw^iiwwiii''imaiwwiHifiiiiiiiiii......iiiiiiiiinii.....iiwm.....jiiiii..........iii Jarðarfðr inannsins míns Magnúsar Þorsiteinssonar fer frant E>riðndaginn 11. p. nt. frá heimili ojkkar Linðargðtn 32 kl. 1 e. h. Onðbjðrg M. Syvindsdóttir. —¦ 1 im mii ii iiniiimmnwnrainir . Olafsson læknir tekur á méti s|úklingum á Laugav©||I 10 (uppi) ki. 11 — 12 og 3 — 4. Sími 1Z21. MeimasiBni 1127. Jafnaðarmannafél. tslands. Fundur annað kvöld priðjud. 11 jan.'kl. 8'V* í Kauppingissalnum. 1. Ásgeir Ásgeirsson flytur fyrirlestur. 2. Lotteríið. Önnur mál. Fundurinn er að eins fyrir félagana. Fjölmennið. Lyftan í gangi. Stjórnin. nein smithættuleg mök við lands- menn. I samræmi við þetta er slept viðkomu „Lyru" í Vestmannaey]"- um, en viðskiftum við skipið verð- ur hagað pannig, að skipsmenn láta vörur %inir á land, en menn úr landi mega ekki fara út í skiíp- ið. Ef menn purfa óhjákvæmilega að fara út í útlent skip, verða peir sóttkvíaðir í 6 daga á eftir. ESrlend staske^ti. Khöfn, FB., 8. jan. Kína- máiín. Frá Hankow í Kína er símað, að svo virðist sem undanhald Englendinga hafi sefað æsingarn- ar, en þó er búist við, að það sé að eins í bili. Ástandið er enn af- ar-ískyggilegt og . ógerningur að spá um, hvað gerast kunni. Khöfn, FB. 9. jan. Kinverjar og Bretar. Frá Shanghai er símað, að samningur hafi verið gerður á ismanns Breta í Hankow þess efn- is, að Kínaher fari af umráða- svæði Breta og þeir fái þar aftur yfirráðin. Bretar flýja Kiukiang. Frá Kiukiang er símað, að Bret- ar flýi bæinn. Járnbrautarslys á Rússlandi. Frá Moskva er símað, að hrað- lestarslys hafi orðið á milli Mos- kva og Irkutsk. 16 menn fórust, en 26 hlutu meiðsli af. Brezk blöð liggja Chamberlain á hálsi fyrir aðgerðarleysi í Kínamálinu. Frá Lundúnum er simaði, að íhaldsblöðin brezku ásaki Cham- berlain um aðgerðaleysi í Kína- málum, og telja þau undirróður Rússa orsök óróans. Frá Pingeyri. Viðtal við f ormann verklýðs- félags Þingeyrar. I haust var stofnað verka- mannafélag á Þingeyri, er þá þeg- ar gekk í Alþýðusamband Islands. Formaður félagsins, Sigurður Fr. Einarsson, er nú á ferð hér í bænum, og hefir Alþýð'ublaðið átt viðtal við hann. — Hvernig eru atvinnuhorfur vestur þar? spyrjum vér. — Atvinnuhorfur éru. mjög slæmar á Þingeyri, segir Sigurður, miklu erfiðara ástand og verra útlit en áður hefir verið, vegna stöðvunar á verzlunar- og at- vinnu-rekstri Proppé-bræðra, en þeir hafa verið aðalatvinnurekend- ur þar undanfarið. — Alþýðublaðið hefir fengið fregnir að vestan um það, að tals- vert kveði að verklýðsfélaginu. — Já, segir Sigurður. Það er talsvert fjör í félagsskapnum, og menn eru vel samtaka um það að koma öllum vinnandi mönnum í félagið, og sú samþykt hefir verið Séra Jakob Kristinsson endurtekur erindi sitt nm komu mannkynsfræðara, priðjudag 11. jan. kl. 7V« 'e. m. Tölusettir aðgöngumiðar á cína krónu í Bókaverzlun Sigf. Eymunds- sonar og við inngangin, ef eitt- hvað verður eftir. gerð að vinna eigi með utanfé- lagsmönnum. — Eru þá margir verkamenn utan félagsins? spyrjum vér. — Ekki nú orðið. Þeir eru ekki, það ég veit, nema þrír, verka- menn á Þingeyri, sem eru utan fé- lagsins, en félagsmannatalan í verkamannafélaginu er nú kom- in á annað hundrað. Annars langar mig til þess að segja yður frá því, að verka- mannafélagið hefir orðið fyrir höppum. Hafa því hlotnast óvænt tvær peningagjafir. Önnur gjöfin var sjóður gamla verkamannafé- lagsins, en bin var frá bindindis- félagi, er starfaði einu sinni á Þingeyri, en hafði ákveðið, að sjóður þess skyldi ganga til verkamannafélags eða bindindis- félags, hvort sem fyrr yrði stofn- að. Vér þökkum Sigurði fyrir frá- sögnina og óskum Verklýðsfélagi Þingeyrar allrar hamingju í störf- um sínum á nýbyrjuðu ári og í allri framtíð. StökuF. Inni flestir una nú eða kuldann flýja. Hryssingslega heilsar þú höldum, árið nýja! Oft þú, Norðri! yglir brá, og ýfir kuldi harma. — Sendu oss, drottinn! suðri frá sólskin, ljós og varma. 3. jan. Isfjörd. Fyririestur Sigurðar búnaðar- málast]'óra í gær um Grænland var sæmi- lega sóttur. Lýsti Sigurður lands- háttum þar og sýndi myndir af. Var fyrirlesturinn einkarfróðlegur. Hjónaband. Á föstudaginn var voru gefin saman í hjónaband Ingveldur Árnadóttir frá Reykjahvoli og Vígmundur Pálsson bifreiðar- stjóri, Laugavégi 73. Séra Hálfdan Helgason á MosfelJi gaf þau sam- an.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.