Alþýðublaðið - 25.05.1935, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 25.05.1935, Qupperneq 4
LAUGARDAGINN 25. MAÍ 1935. ■ GAMLA BlÖ H Kviksettur. Afar fjörug talmynd í 8 þáttum eftir samnefndri skáldsögu Amold Benn- etts, sem hefir verið þýdd á íslenzku. Aðalhlutverkin leika: LHIAN GISH og ROLAND YONG. ABESSINIA OG ÍTALIA. (Frh. af 1, siðu.) Ríkisstjórnimar, sem hlut eiga að máh, þ. e. ítalíustjóm og Abessiníustjóm, fallast á, að ef sáttanefndin nær ekki til- gangi sínum, að jafna deiluna að fullu fyrir 25. júlí, verði bætt við þriðja hlutlausa fulltrúan- um í nefndina, til þess að at- huga deilumálin einn mánuð enn, en því næst kemur Þjóða- bandalagið saman til þess að ræða málin frekara, ef starf nefndarinnar hefir ekki borið þann árangur, að það verði ó- þarft. (United Press). Aimað kvöld kl. 8. er þá þrent er. Eftir Arnold Ridley. Aðeins þetta eina sinn. ÖU sæti 2,00, stæði 1,60. Aðgöngumiðar seldir kl. 4—7, daginn fvrir, og eftir kl. 1 leik daginn. — Sími 3191. Telpa óskast, 12 til 13 ára, til að gæta bama. Sólvallagötu 39. Sími 4748. Skiftafiradar í þrotabúi Fatagerðin h.f. verð- ur haldinn í Bæjarþingstofunni mánudaginn 27. þ. m. kl. 11 f. h. Verður fram lögð skrá um lýstar kröfur í búið og tekin sérstakleg ályktun um húsa- leigukröfu á hendur búinu. Lögmaðurinn í Reykjavík 24. maí 1935. Björn Þórðarson. í snnnudagsmatían: Svínakotelettur. Endur. Buff. Frosíð dilkakjöt.. Hangikjöt. Þurkaðar apricotsur., Kjötbnð Reykjaviknr, Vesturgötu 16. Sími 4769. mBZxmxxmœm Munið Mæðradaginn á morgun. Kaupið merki dagsins. Seljið merki dagsins. AIÞÝÐUBIABIÐ I DA6 KARLAKÓR REYKJAVIKUR. Frh. af 1. síðu. sama dag og tókum okkur gist- ingu í „Raadhushotellét". Höfðum við frí um kvöldið, en daginn eftir sungum við í „Aulaen“. Er þetta mikið söngleikahús og veg- legt. Þar var ágæt aðsókn og við- tökur framúrskarandi góðar. Blómum rigndi yfir okkur, og urðum við að endurtaka mörg | lög. Paasche prófessor flutti ræðu að sðngnum loknum og ávarp- aði Sigurð Þórðarson á íslenzku og færði honum blóm, þakkaði prófiessarinn okkur fyrir komuna. Um kvöldið var okkur boðið í veizlu af „De kvindelige studen- ter“. Þessa veizlu gátum við því miður ekki sótt vegna þess, að við vorum svo mjög þreyttir. „De kvindelige studenter" er söngflokkur, og ætlaði hann að koma hingað heim í sumar, en af því gat ekki orðið þegar til . kom. I Oslo bauð forstjóri „Elektrisk Böro“ okkur að skoða verksmiðj- ur félagsins, og þáðum við það boð. Er við höfðum skoðað verk- smiðjumar, bauð forstjórinn okk- ur til miðdegisverðar á Ekeberg. Daginn eftir héldum við aðra söngskemtun, og var aðsókn á- gæt og viðtökur eins góðar og kvöldið áður. Næsta dag fórum við til Gauta- borgar og sungum þar um kvöld- ið við góða aðsókn. Við vorum smeykir um að aðsóknin myndi verða lítil í Gautaborg. Okkur hafðí verið sagt, að söngskemtan- ir karlakóra væru yfirleitt illa eóttar í Svíþjóð. Þegar bezti kór Dana kom þangað fyrir nokkr- um árum, seldi hann aðeins 14 að- gðngumiða. Konsertinn okkar sóttu rúmlega 400 manns. AÖ söngskemtuninni lokinni var okkur boðið til veizlu í stúdenta- félaginu. Þar flutti Lindroth pró- fessor ræðu og talaði á íslenzku. Einnig talaði þama séra Júlíus Þórðarson, sem er prestur í Sví- þjóð. Er hann bróðir Matthíasar Þórðarsonar. Síðan fóram við til Stokkhólms, og var tekið mjög vel á móti okkur þar. Um daginn sungum við fyrir Ingrid prinzessu. Þar sungum við um kvöldið við beztu aðsókn og góðar við- tökur. Þar var okkur haldinveizla og töluðu þar ýmsir merkismenn. Erik Ljungberg, ritari sænska karlakórasambandsin8, sæmdi for- mann kórsins, söngstjóra og far- arstjóra heiðursmedalíu kaxla- kórasambandsins. Síðar bauð Ljungberg okkur í kynnisför um borgina. Frá Stokkhólmi fórum við til Málmeyjar, en þar héldum við enga söngskemtun. Þegar viö komum til Kaup- mannahafnar, var rigning og kuldi. Við sungum þar um kvöldið í Tivoli við góða aðsókn, en við höfðum fengið slæman tíma. Vom búöir t. d. opnar til kl. 8, því há- tiðisdagur var daginn eftir. Blaðadómar voru alls staðar á eina lund, eins og þegar er kunn- ugt, að við hefðum staðið okkur prýðiLega. yfirleitt álít ég, að förin hafi verið sigurför fyrir okkur,“ sagði Svieinn G. Bjömsson að lokum. Kariakór Reykjavíkur heldur söngskemtun annað kvöld og eru allir aðgöngumið- ar þegar uppseldir. H. flokks-mótið. 1 gær vann Fram Val með 1:0 og Víkingur vann K. R. með 1:0. Á morgun keppa Fram og K. R. og Valur og Víkingur. BRÚÐKAUPIÐ. (Frh. af 1. síðu.) Á Englandi halda menn enn þá fastara við þessa siði. Þar verða meira að segja óbreyttir verkamenn, sem setjast í ráð- herrastól, að setja upp hárkollu og fara í stuttbuxur. En alt er þetta auðvitað að eins ytra form. Aðalatriðið er það, hver staða konungdómsins er í stjórnarskipuninni og stjóm- málunum. Þegar brúðkaup er haldið, óska menn þess fyrst og fremst, að ungu hjónin lifi hamingju- sömu lífi, og allir íbúar Dan- merkur munu af einlægu hjarta færa þessum ungu hjónum þá hamingjuósk. Og það er óhætt að bæta því við, að þeim mun sízt vera það á móti skapi, að danskur krónprinz sæki sér konu frá Svíþjóð, næsta ná- grannalandi okkar, sem við hf- um í hjartanlegustu sátt og beztu vináttu við. Jafnaðarmannaflokkurinn hefir aldrei verið fylgjandi kon- ungsstjórnarfyrirkomulagi. En við höfum altaf virt gildandi lög og síðan við tókmn við stjóm hefir afstaða okkar til konungs- valdsins altaf verið „loyal og korrekt“ og bygst á þeirri skoð- un, að það væri hlutverk beggja aðila að þjóna landinu. En það, sem mest á veltur fyrir allan heiminn í dag, er, að lýðræðið sé viðurkent. Konungsvaldið í Danmörku viðurkennir það, og við getum þess vegna hleypi- dómalaust óskað krónprinzin- um og hinni ungu, aðlaðandi konu hans til hamingju í hjóna- bandinu.“ Þessi grein í „Socialdemo- kroten“ verkaði eins og alvar- leg áminning mitt í vímu veizlu- gleðinnar. En orðin vöktu menn til umhugsunar og hindmðu efalaust, að hátíðastemningin kæmi fram í alt of móðursjúk- um myndum. STAMPEN. JAKOBINA JOHNSON. (Frh. af 1. síðu.) Veggina þekja bækur, einkum ís- lenzkur skájdskapur, og myndir eftir listamenn, sem gert hafa nafn Islands kunnugt um víða veröld. Þessi kona, frú Jakobína Johnson, er víðkunn fyrir þýðing- ar sínar úr íslenzkum bókmentum og fyrir sin eigin ljóð. Nú situr hún og hefir milli handa boðsbréf um það að heimsækja ættjörð sína í sumar sem gestur urig- mennafélaganna, landssambands kvenna og félags Vestur-Islend- inga á Islandi. „Ég fluttist til Kanada þegar ég var 5 ára gömul,“ segir frú Johnson, sem hefir í hyggju að leggja af stað til Islands i mai. „Ég myndi ekkert muna frá Is- landi, ef faðir minn og móðir min hefðu ekki kent mér a ð þekkja það í sögum og ljóðum. Ég hélt að það ætti aldrei fyrir mér að liggja að sjá ættjörð mina,“ sagði hún, „og þess vegna er ég svo glöð. Nú fæ ég að sjá eina ættingjann, sem ég á fyrir handan hafið, föðurbróður, sem á búgarð á Norðurlandi. Og nú á ég að láta á mér sannast um- mælin, sem um mig hafa verið höfð í þessu boðsbréfi. Hún drep- ur fingrinum niður á eina lín- una: I þessum orðum er mér sagt, að ég sé einn af útvörðum íslenzkrar menningar. Æfilangt mun mér þykja vænt ujn það.“ (FÚ.) íþróttaféiag kvenna. Félagskonur, sem ætla að selja merki fyrir mæðradaginn, geri svo vel og sæki þau í kvöld kl. 7—9 í Ingólfsstræti 18. Næturlæknir er í nótt Halldór Stefánsson, Lækjargötu 4, sími 2234. Næturvörður er í Reykjavíkur- apóteki og Iðunni. ÚTVARPIÐ: 15,00 Veðurfregnir. 18,45 Barnatími: Dýrasögur (Ól- afur Þ. Kristjánsson kenn- ari). 19,10 Veðurfregnir. 19,20 Tónleikar: Fiðlulög og pianólög (plötur). 20,00 Fréttir. 20,30 Erindi 1. S. I.: Vöðvarnir og starf þeirra (Benedikt Jakobsson íimleikakennari). 21,00 Tónleikar: a) Útvarpstríóið. b) Létt lög (plötur). Danzlög til kl. 24. Hjónaband. 1 dag verða gefin saman í hjónaband af síra Árna Sig- urðssyni Sigríður Klemenzdóttir frá Húsavík og Ólafur Kalstað Þorvarðarson kaupmaður í Reykjavík. Heimili þeirra verð- ur á Brávallagötu 26. Þýzkukensla útvarpsins. Jón Ófeigsson Mentaskóla- kennari hefir síðustu útvarps- kenslustund 1 þýzku kl. 10 á sunnudagsmorgun. Þýzkum stíl- um verður skilað. Barnavinaféiagið Sumargjöf hefir hætt við að hafa bazar í Grænuborg á morgun vegna mæðradagsins. Bazarnum er frestað til uppstigningardags. Sigurður Halldórsson faðir Halldór Sigurðssonar úrsmiðs lézt í fyrrinótt 91 árs að aldri. Innbrot á Akureyri. Aðfaranótt síðastliðins mið- vikudags var brotist inn í bóka- búð Þorsteins M. Jónssonar, og stolið þaðan nokkrum dýrum bókum, um 30 sjálfblekungum, og lítilsháttar af peningum. Þegar að morgni handsamaði lögreglan ungan mann frá Ak- ureyri í skipinu Island, sem þá var á förum frá Akureyri til Siglufjarðar. Meðgekk hann innbrotið, og ennfremur nokkur önnur innbrot, sem áður höfðu verið framin þar í kaupstaðn- um, þar á meðal hjá Þorsteini M. Jónssyni og annað hjá Axel Schiöth kaupmanni, frá sumr- inu 1933; þar hafði hann þá tek- ið 50 krónur í peningum. (FÚ). Frá Siglufirði. Sigluf jarðarbátar, sem reru á fimtudag, komu til Sigluf jarðar daginn eftir — sumir vestan úr Húnaflóa. Hæstur afli var 2500 fiskar, en sumir öfluðu miklu minna — eða minst fáeina fiska. Norskt línuveiðaskip, sem kom til Sigluf jarðar í gær hafði reynt austan og vestan Langa- ness, en fengið mjög lítinn fisk. Færeysk handfæraskúta sem kom til Siglufjarðar í fyrrinótt sunnan og vestan fyrir land hafði tæplega orðið fiskvör fyr- ir norðan land. Ingimundur Ámason og Hreinn Pálsson voru staddir á Siglufirði í gær að tilmælum ríkisstjórnarinnar, til þess að yfirlíta og samræma matsgerðir um tjón af vetur- nóttaofviðrinu. Ætluðu þeir að fara 1 gær til Sigluness og síð- an til Haganesvíkur, inn með Skagafirði og út Skaga. Biðja þeir tjónþola á þessu svæði að koma til viðtals. Sæhrímnir og Ester komu í dag til Siglu- fjarðar af veiðum við Suður- land. F. A. Thieie, Austurstræti 20, hefir fengið nýtízku áhöld til framköllunar og ,,kopieringa“ á myndum. Áhöldin eru smíðuð hjá ,,Agfa“ í Berlín. Verzlunin hefir í þjón- ustu sinni útlærðan myndasmið. Telur verzlunin sig því geta boðið viðskiftavinum skjótari og betri afgreiðslu. Ferðir barnaskólabarna. Á þriðjudag s.l. bauð Ferða- félag Islands 100 börnum úr Miðbæjarskólanum í skemtiför upp í Jósefsdal og Sauðadali. Gekk allur hópurinn einnig á Vífilfell. Með í förinni var skólastjóri Sigurður Jónsson og þrír kennarar skólans, einnig fararstjóri frá Ferðafélaginu. I næstu viku er jafnstórum hóp úr Austurbæjarskólanum boðið í skemtiferð á vegum Ferðafé- lags Íslands. Mæðradagurinn er á morgun. Börn sem vilja selja merki dagsins eru beðin að koma í Þingholtsstræti 18, kl. 10 í fyrramálið. Skáiafell. — Svínaskarð. — Tröllafoss. Á sunnudaginn n. k. (26. þ. m.) fer Ferðafélag íslands í skemti- för upp á Skálafell og að Tröl'.a- fossi. 1 bílum verður farið að Leirvogsvatni og gengið þaðan um Stardal norður á Skálafell. Af fellinu verður farið um Svína- skarð og að Tröllafossi og svo með Leirvogsá að Vatnsdal og þar í bílana. — Þetta er hæg og skemtileg gönguför. AfSkála- M NV.JA BlÖ MIB Nana. Stórfengleg amerísk tal- og tónmynd, samkvæmt heimsfrægri sögu með sama nafni eftir franska stórskáldið Emil Zola. Aðalhlutverkin leika: Anna Sten, Linonel Atwill og PhUlip Holmes. Börn fá ekki aðgang. felli (771) er ágætis útsýni í björtu veðri yfir Kjós, Þingvalla- sveit og suðurhluta Faxaflóaund- irlendis. — Farmiðar verða seld- ir í Bókaverzlun Sigfúsar Ey- ■ mundssonar til kl. 7 á laugar- dagskvöld, á sama stað geia ný- ir félagar gefið sig fram. Ár- ! gjaldið er kr. 5,00 og fyrir það fá menn árbók félagsins og mörg hlunnindi. Myndir úr ferðum Ferðafélags ísland. Þeir, sem tekið hafa myndir í skiemtiferðum Ferðafél. Islands, Reykjanes-, Kleifarvatns-, Raufár- hóls-, Hengils- og Þingvalla-för, gerðu félaginu mikinn greiða ef þeir vildu lána þær ferðanefnd- inni. Það má leggja myndirnar í umslagi í Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar, eða í póstbox 545. Kappreiðar á morgun. Á morgun fara fram kapp- reiðar á Skeiðvellinum og er margt fjörugra gæðinga, sem tekur þátt í þeim. Hæðradagnrinn. Undirritaðar blómaverzlanir eru opnar á morgun, sunnudaginn 26. maí (Mæðradaginn) til kl. 4. Blómaverzlanirnar hafa ákveðið að gefa 10% af sölunni til Mæðrastyrksnefndarinnar. — V i Blóm & Ávextir, Hafnarstræti 5. Blómaverzlunin Flóra, Austurstræti 1. Litla-Blómabúðin, Skólavörðustíg 2. Norðnr i land alla mánudaga, miðvikudaga og föstu- daga. Ágætir bifreiðastjórar ogbifreiðar. Sími 1580. Bifreiðastðð Sfeindórs. Steindórsprent h.f.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.